Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 C 3 landamæravegginn er „Fever Hospital". fólk með plágur ofurselt dauða sínum. I stuttu máli ► Newcastle er í hópi tuttugu vinsælustuferðamannaborga í Englandi. A þessu ári er reikn- að með að um 300% aukning verði á ferðum til Newcastle á ákveðnum mörkuðum, m.a. frá Hollandi og Norðurlöndum. Um 5 þúsund íslendingar fara á ári hveiju til Newcastle. ► Flugleiðir fljúga til Newc- astle á haustin í leiguflugi fyrir Plúsferðir. Urval-Utsýn selur einnig í sömu ferðir. Flogið er tvisvar í viku og innifalið í ferð- um er gisting, morgunverður og íslenskur fararstjóri. Þegar leiguflugið hefur ekki verið í gangi hafa farið hópar til New- castle í gegnum Glasgow. ► Sex ár eru síðan flugsam- göngur hófust til Newcastle. Ferðaskrifstofan Alís stóð fyrir ferðunum í fyrstu og byggja Plúsferðir og Úrval-útsýn á þeim grunni. „Þá stóð ég í mið- borg Newcastle og hafði þá bjargföstu trú að staðurinn hefði upp á allt að bjóða sem íslendingar sæktust eftir í haustferðum. Og ég hef ekki hvikað tommu frá því síðan,“ segir Laufey Jóhannesdóttir hjá Plúsferðum. ■ ?u fyrir alla fjölskylduna MACLEOD brosti ófrýnilega, enda hafði ein dunarmiðstöð Evrópu. framtönnin orðið eftir á gangstétt á íslandi. DÓMKIRKJUTURN St. Nikulásar er ekki aðeins einstaklega fallegur heldur þjónaði hann líka ferðalöngum á leið til Newcastle sem vegviti. að síður fylgir því ákveðin stemmn- ing að skoða tilkomumikinn leik- vang félagsins, St. James Park. Leiðsögumaður sem tekur á móti hópnum kallar sig „Eric the Viking“ og leikur á als oddi. „Ég er á sömu launum og Alan Shaerer,“ segir hann ábúðarfullur. „Eini munurinn er sá að hann fær útborgað viku- lega en ég árlega.“ Síðan leiðir hann hópinn um leik- vanginn og gefur alls kyns þarfar upplýsingar eins og þær að það kosti 500 pund að merkja sér sæti í stúkunni. „Þarna situr Guð,“ seg- ir hann svo. „Hann þarf ekkert að borga.“ Hann bendir á sæti sem merkt er framkvæmdastjóranum Kevin Keegan. Blaðamaður laumast í sætið við hliðina til þess að geta sagt barnabörnum sínum síðar meir frá því að hann hafi setið í næsta stól við Kevin Keegan. Kennt að dansa eins og Zorba Eftir að hafa snætt á vinalegum veitingastað á efstu hæð leikvangs- ins er förinni heitið í New Castle sem borgin heitir eftir. Hann var reistur árið 1080 af Robert Curt- hose, óskilgetnum syni Vilhjálms sigurvegara, og endurbyggður frá grunni á árunum 1168 til 1172 af Hinrik II. Virkið er tígulegt dæmi um byggingarlist Normanna og er gott útsýni af þaki kastalans yfir borgina. Um kvöldið er farið út að borða á veitingastaðinn Dragon House í Kínahverfi Newcastle með Colin Gray, formanni Ferðamálaráðs borgarinnar, og Joan eiginkonu hans. Eftir margréttaða og vel úti- látna máltíð er gengið um „The Big Market", stórt kráarhverfi í mið- borginni, og á einhvern dularfullan hátt endar hópurinn á „The Athen- ians“, grískum veitingastað, eftir lokunartíma. Eigandinn, Adonis Antonopoul- os, er spurður að því hvað Grikkinn Zorba hafi drukkið og hann dregur óðar fram grískt hvítvín með áskrift sem enginn getur lesið. Á meðan tekur röggsöm kona, sem vinnur á staðnum, að sér að kenna hópnum að dansa eins og Zorba. „Er þetta konan þín,“ spyr blaðamaður eig- andann. „Stundum," svarar hann hóglega. Skemmtistaður um borð í skipi Kvöldinu lýkur á skemmtistað um borð í skipinu Tuxedo Royale. Þar eru fimm dansgólf og mismun- andi tónlist leikin á hveiju þeirra. I býtið morguninn eftir er svo lagt af stað í skoðunarferð um nágrenni Newcastle. Úr nógu er að velja og ákveðið er að skoða Hadrian’s-vegginn sem Rómverjar reistu fyrir tvö þúsund árum. Hann markaði norðurlanda- mæri Rómarveldis í 250 ár og stór hluti hans stendur enn uppi. Þá eru rústir rómverska virkisins Vindo- landa skoðaðar, en þar er merkilegt safn fornmuna sem fundist hafa við uppgröft þar um slóðir. Það líður að ferðalokum. Blaðamaður er uppgefinn þegar lent er á Leifsstöð á miðnætti eftir millilendingu í London, enda þurft að burðast með ótai poka í handfar- angrinum vegna þess að hálftóma íþróttataskan sem hann var svo forsjáll að taka með sér út, dugði auðvitað engan veginn undir versl- unarvarninginn. Best að taka með sér tóma ferðatösku næst. Þorgeir Ástvaldsson, fulltrúi Stöðvar 2 og Bylgjunnar, undrar sig stórum á því að ekki sé leitað á sér í tollinum. Einhverra liluta vegna sé hann alltaf tortryggður. „Ef ég væri með sólgleraugu yrði mér áreiðanlega stungið í steininn," segir hann í kerskni. Þegar blaða- maður kemur út úr Leifsstöð rifjast það hins vegar upp fyrir honum að hann gleymdi að hugsa fyrir fari til Reykjavíkur. Ósjálfrátt raular hann fyrir munni sér: „Ég er á puttanum...“ _ Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir ZUM Griinen Glas er vinsæll veitingastaður rekinn í Zunfthúsi með frjálslegum brag. Zum Schmiden í Ztirich er gamalgróinn veitinga- staður í húsakynnum gildis járnsmíðameistara. Þar er dúkað borð, matseðillinn í fínum möppum og hitað upp með kakalofni Sígild fæða í Zunfthúsi í Zúrich ÉG HAFÐI aldrei heyrt á stað- inn minnst þegar ég fór að velta svo kölluðum „Zunfthaus" mat- stöðum í Ziirich fyrir mér. En allir sem ég talaði við sögðu að þeir myndu helst borða í Zunft- haus zur Schmiden ef þeir ættu að velja gott Zunfthaus. Það reyndist vera í hjarta gamla bæjarins, beint á móti Santa Lucia pizzustað og á hæðunum fyrir ofan sjónvarpsverslun. Inngangurinn er ekki lokkandi. Húnn úr hamri á glerhurðinni lofar reyndar góðu en það er ekki fyrr en á leiðinni upp stig- ann að gamall andi hússins ger- ir vart við sig. Gömlu gildin (Ziinfte) í Ziirich lifa enn. Þau voru valda- mikil í fjögur hundruð ár þang- að til her Napól- eons lét að sér kveða í kantón- unni í lok 18. ald- ar. Síðan minna þeir meira á venjulega karla- klúbba sem koma saman einu sinni í mánuði og borða kvöldverð. Reynd- ar setja þau sterk- an svip á borgina einu sinni á ári. Þá klæða meðlimir gömlu gildanna 12 og hinna nýrri sem hafa verið mynduð síðan 1867 siguppíbún- inga og fara í skrúðgöngu. Það er frídagur í borginni og marg- ir horfa á karlana ganga um miðbæðinn og konur gefa þeim blóm. Riddarar skjóta á plat- snjókarl með sprengju í kollin- um þangað til hún springur. Þá er komið vor. Karlarnir borða síðan saman á sínum venjulegu gildismatstöðum og heimsækja hver aðra þegar líður á kvöldið. Eiginkonur fá líka að borða en ekki í sömu salarkynnum og karlarnir. Þeir eru að vanda út af fyrir sig. Nokkur gildi eiga reisuleg hús I miðbænum og leigja þau út fyrir veitingahúsarekstur. Það eru hinir svo kölluðu „Zunfthaus" matstaðir. Þeir sem vilja borða Ziirich-mat í Zurich-andrúmslofti þegar þeir eru á ferð í Ziirich ættu að prófa að borða í einu af sígildu „Zunfthúsunum“ - til dæmis Schmiden, Riiden eða Zim- merleuten. Þau eru öll í gamla miðbænum, fallegum, fornum húsakynnum og maturinn kost- ar sitt. I Schmiden má reikna með 100 frönkum, 5.500 krón- um, fyrir góðan kvöldverð. Veitingahúsarekendurnir og gildin sjálf vilja auðvitað græða á rekstrinum. Leigusamningur Schmiden kveður á um að stað- urinn verði að vera rekinn í gamalgrónum stíl, engir ham- borgarar með frönskum á boð- stólum þar. Franz J. Oldani, sem rekur staðinn, reynir að bjóða upp á nýjungar innan viss ramma en það sem gestirnir vilja er sígild Ziirch-fæða eins og smásneitt kálfakjöt í ijóma- sósu og kartöflu- pönnukaka. Stað- urinn lifir á fasta- gestum og sam- kvæmum. Þegar ég skoðaði staðinn voru þrír félagar að gæða sér á flamberuðum pönnukökum með ís. Oldani sagði að þeir hefðu borðað hádegisverð í Schmiden á liveij- um fimmtudegi síðastliðin hundr- að ár. Zum Griinen Glas og Zum Turm eru Zunfthaus yngri gilda og ekki rekin á eins formfastan hátt. Karabísk stemmning ríkir í Zum Turm og þar er hægt að siija úti á skjólgóðu torgi í gamla bænum. Zum Griinen Glas er skammt frá listasafninu. Þar er boðið upp á alls kyns salöt, fisk og kjöt með miklu _ grænmeti - réttirnir, fram- reiðslan og andrúmsloftið yfir- leitt er mun fijálslegra en í sí- gildu Zunfthúsunum. En þessir staðir eru heldur ekki ókeypis. í Zum Griinen Glas má reikna með að máltíðin kosti um 60 franka, 3.300 krónur á mann- inn. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.