Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANWA WttttgmiMáltíb 1996 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER HNEFALEIKAR BLAÐ B ni Sártað tapa HART var barist á mörgum víg- stöðvum knattspyrnunnar hér- lendis, m.a. á toppi 2. deildar, þar sem Skallagrímsmenn úr Borgarnesi unnu mikilvægan sig- ur á Þrótti í Reykjavík. Borgnes- ingurinn Sveinbjörn Ásgrímsson sækir hér að Þorsteini lialldórs- syni í viðureigninni en sá hinn síðarnefndi virðist hafa fengið knöttinn á viðkæman stað. Morgunblaðið/Golli Reuter Tyson fljótur að næla í milljarð VIÐUREIGN Mikes Tysons og Bruc- es Seldons í yfirþungavigt í hnefa- leikum í Las Vegas aðfaranótt sunnudagins varð endaslepp, stóð aðeins í eina mínútu og 49 sekúnd- ur. Áhorfendur voru óhressir og töldu að Seldon hefði látið sig falla í gólf- ið eftir að Tyson reyndi að slá hann - en hitti ekki. Seldon sagði eftir bardagann að þetta væri ekki rétt, en íþróttafréttamenn eru á öðru máli og einn orðaði það svo að hafí það verið högg sem varð til þess að hann féll í gólfið hljóti Kasper (vina- legi draugurinn úr teiknimyndasög- unum) að hafa slegið hann. Annar hafði á orði að Seldon myndi örugg- lega hlæja hátt alla leið í bankann, þegar hann færi þangað með þær 330 milljónir króna, sem hann fékk fyrir að mæta Tyson. Dómarinn var einnig efins. „Þegar hann datt fyrst var ég eiginlega viss um að Tyson hefði ekki hitt hann," sagði dómar- inn, sem hélt greinilega að Seldon hefði runnið til. Um seinna höggið sagði dómarinn: „Seldon var hálf vankaður. Ég hef séð það verra en hann virtist eitthvað utan við sig og því varð ég að telja hann út." Seldon var handhafi heimsmeist- aratitils WBA, eins heimssamband- anna þriggja, en Tyson hlaut beltið sem fylgir þeim titli, og fagnar á myndinni að ofan. Hann fékk 15 milljónir dollara fyrir bardagann, það jafngildir rúmum milljarði króna. Tyson hefur nú sigrað í 45 bardögum og aðeins tapað einum en Seldon á 33 sigra að baki og fjögur töp. Neöri deildir / B3 1.og2.deild/B6 Agúst Gylfason hefur leikið vel að undanförnu með Brann í norsku 1. deildinni í knattspyrnu. Um helgina sigraði Brann lið Strömsgodset 6:2 og gerði Ágúst tvö síðustu mörkin í leiknum. Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, sat á varamannabekknum. Hann missti sætið í byrjunarliðinu eftir að hann tók landsleikinn gegn Tékkum framyfír deildarleik í síðustu viku. Hann lék með varaliði Brann í gær- kvöldi. Rosenborg tryggði sér norska meistaratitilinn um helgina með því að vinna Start 2:1. Brann og Lille- ström eru í öðru sæti með 36 stig, 14 stigum á eftir Rosenborg þegar fjórar umferðir eru eftir. Ágúst hefur leikið vinstra meginn á miðjunni í síðustu sjö leikjum. Hann hefur gert fjogur mörk, eitt á móti Rosenborg og Start og síðan þessi tvö um helgina. Fyrra mark hans um helgina var glæsilegt. Hann fékk sendingu rétt fyrir utan teig, tók boltann viðstöðulaust og hamraði honum í netið af 20 metra færi. Síð- ara markið gerði hann eftir að hafa fengið sendingu inn í vítateig, vipp-. aði boltanum síðan yfir varnarmann og skoraði frá vítapunkti. „Ég er mjög ánægður með hvernig þetta hefur gengið hjá mér að undanförnu. Ég hef átt fast sæti í liðinu og fæ góða dóma fyrir leik minn. Það er mun skemmtilegra að leika á miðj- unni en í vörninni þar sem ég lék í byrjun móts. Liðinu hefur gengið vel og við erum búnir að skora 21 mark í síðustu fjórum deildarleikjum. Nú eigum við að spila á móti Cercle Brugge í Evrópukeppninni á fimmtu- dag. Við ætlum okkur sigur í þeim leik," sagði Ágúst sem er samnings- bundinn Brann út þetta tímabil. .18 •m íi>' Vinningar Fjöldi vinninga Vtnnings-upphœð 1. 6flffi 1 45.230.000 £-• + bónus 0 1.220.838 3. 5af6 5 47.890 4. 4afG 213 1.780 r~ 3af 6 O. + bónus 813 200 ^S^^l MK«CT!ra 4-.232.028 2.002.028 KINí- . V. ',. 3.09.- 9.09/96 1 4I10JM6X19J Í28T291 OO0) Liuj%#-it:ícm:a FEÐGARNIR JON OG RUNAR SIGRUÐUIALÞJÓÐARALLINU / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.