Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Dalvíkingar upp í 2. deild var manna iðnastur við að skora mörk á Austurlandi fyrir rúmum áratug. Mark Sindra gerði Gunnar Ingi Valgeirsson. Bolvíkingar urðu í þriðja sæti í deildinni, unnu Létti 4:1 í leik um sætið. Sigurður lék vel með Örebro SIGURÐUR Jónsson átti mjög góðan leik með Örebro sem vann Malmö FF 2:0 í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Sigurður lék á miðjunni á ný eftir að hafa leikið sem mið- vörður í undanförnum leikj- um. Hlynur Birgisson og Arn- ór Guðjohnsen léku einnig með Örebro, sem er komið upp f 9. sæti deiidarinnar með 26 stig. Rúnar Kristinsson átti ágæt- an leik með Örgryte sem vann Halmstad 3:1 á útivelli. Ör- gryte er í 5. sæti og farið að narta í hælana á þeim liðum sem berjast um Evrópusæti í haust. Lee f rá í fimm vikur KÓREUMAÐURINN Lee Suk- Hyung, markvörður FH, fing- urbrotnaði, langatöng vinstri handar, í leiknum gegn Stjörn- unni á Reykjavíkurmótinu í handknattleik um helgina. Hann verður frá í fjórar til sex vikur og missir þvi af þremur fyrstu leikjum FH í íslands- mótinu sem hefst í næstu viku. Met í bekkpressu JÓN B. Reynisson setti ís- landsmet í bekkpressu á hinu árlega Glaumbarsmóti um helgina. Hann lyfti 250,5 kg og sigraði í stigakeppninni. Víkingur Traustason varð annar í +125 kg flokki með 220 kíló. Völundur Þorbjörns- son sigraði í 125 kg flokki, lyfti 205 kg og í 100 kg flokki varð Gunnar Hjartarson hlut- skarpastur með 180 kg en Ing- var Ingvarsson lyfti 175 kg. Axel Guðmundsson lyfti 185 kg 190 kg flokki og sigraði. Montgomerie setti met SKOTINN Colin Montgomeríe sigraði á Meistaramóti Evrópu sem fram fór í Sviss. Hann lék síðasta hrínginn á 63 höggum, átta undir pari, og brautimai- 72 á 260 höggiun, 24 höggum undir pari. Með þessu spili bætti hann mótsmetið um eitt högg, en Jerry Anderson frá Kanada lék á 261 höggi áríð 1984. Þetta var þriðji sigur Montgomeries á evrópsku mótaröðinni í sumar og 12. sið- an hann hóf að keppa og nú er hann aftur kominn í efsta sæti á peningalistanum, skaust upp fyrir Ian Woosuam, og stefnir óðfluga að því að verða í því sæti fjórða árið í röð. Morgunblaðið/Golli Eyjamenn unnu opna Reykjavíkurmótið ÍBV slgraði á opna Reykjavíkurmótlnu I handknattlelk karla sem lauk í íþróttahúslnu Austur- bergl á sunnudag. Eyjamenn unnu Stjörnuna í úrslltaleik mótsins 32:24 og fengu 150 þúsund krónur í slgurlaun. Fram slgraði KA, 28:16, f lelk um þriðja sætið. Á myndlnni sýnir Slgmar Þröstur Óskarsson, fyrlrliðl og markvðrður ÍBV, verðlaunin. DALVÍKINGAR tryggðu sér um helgina rétt til að leika í annarri deild að ári. Dalvíkingar sigruðu Fjölni 2:0 á sama tíma og Víðir tapaði heima fyrir Ægi og Selfyss- ingar unnu Reyni. Reynir tekur á móti Víði í síðustu umferðinni og verður það hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fylgir Dalvíkingum upp í 2. deild. Víðir er sem stendur í öðru sæti með 32 stig en Reynir hefur 31 stig í þriðja sæti. Haukastúlkur í 1. deild HAUKASTÚLKUR úr Hafnarf- iði endurheimtu sæti sitt í 1. deild kvenna um helgina með því að sigra stúlkurnar úr Reyni í Sandgerði 4:0 í úrslitaleik 2. deildar. Reynir mun leika við næst neðsta lið 1. deildar um eitt laust sæti í 1. deild að ári. KVA meistari 4. deildar STRÁKARNIR í KVA sigruðu i 4. deild, unnu Sindra 3:1 í úrslita- leik á Reyðarfirði á laugardaginn. Aron Haraldsson, Dragan Stoj- anovic geru mörk KVA og Bjarni Kristjánsson, sem nálgast nú fer- tugt, bætti því þriðja við, en hann Kanada og Bandaríkin í úrslit Kanada og Bandaríkin leika til úrslita í heimsbikarnum í ís- hokkí, en um helgina sigruðu Kanadamenn Svía í undanúrslitum og Bandaríkjamenn höfðu betur gegn Rússum. Úrslitarimman hefst í Philadelphia í kvöld, en mest verða leiknir þrfr leikir. Kanada vann Svíþjóð 3:2 í tví- framlengdum leik og gerði Theoren Fleury sigurmarkið eftir sendingu frá Paul Coffey þegar 12,5 sekúnd- ur voru eftir af seinni bráðabanan- um. Brendan Shanahan var fyrir sænska markverðinum Tommy Salo, leikmanni New York Island- ers, sem átti stóran þátt í að Sví- þjóð varð Ólympíumeistari 1994. „Eg er mjög vonsvikinn," sagði Kent Forsberg, þjálfari Svía. „Það er ávallt erfitt að tapa eftir fimm leikhluta, en betra liðið sigrar allt- af í svona leikjum." Glen Sather, þjálfari Kanadamanna, var ekki alveg sammála. „Einhver heppni fylgir ávallt sigri í framlengingu." Kanada komst í 2:0 og áttu markvörðurinn Curtis Joseph hjá Edmonton og Eric Lindros hjá Philadelphia stórleik. Joseph varði 14 skot í fyrsta leikhluta þegar Kanadamenn áttu aðeins fimm skot að marki og 12 í öðrum leik- hluta en þá náðu samheijar hans níu skotum. „Curtis var ótrúlegur í fyrsta leikhluta og hélt þeim á floti," sagði Forsberg. „Þessi sigur getur komið okkur alla leið,“ sagði markvörðurinn. „Leikurinn þjapp- ar okkur saman og við unnum vel fyrir sigrinum." Lindros, sem var gagnrýndur fyrir frammistöðuna í fyrstu fjórum leikjum Kanda í keppninni, skoraði í fyrsta leik- hluta og Scott Niedermayer bætti öðru marki við í öðrum leikhluta. Tommy Albelin og Mikael Nyland- er, leikmenn Philadelphia, jöfnuðu metin í þriðja leikhluta eftir stoð- sendingar frá varnarmanninum Calle Johansson hjá Washington. Brett Hull hjá St. Louis gerði tvö mörk fyrir Bandaríkin í 5:2 sigri á móti Rússlandi og Mike Richter hjá New York Rangers varði 23 skot en aðeins Bandaríkjamenn hafa farið í gegnum keppnina án þess að tapa leik. Pat LaFontaine gaf tóninn eftir aðeins 26 sekúndur en Hull bætti öðru marki við þegar 15 sekúndur voru eftir og Richter sá til þess að mótheijarnir skoruðu ekki í leikhlutanum. „Richter bjarg- aði okkur í fyrsta leikhluta," sagði varnarmaðurinn Mathieu Schneid- er. „Hann er besti markvörður sem ég hef leikið með.“ Sergei Berezin minnkaði muninn í öðrum leikhluta en Tony Amonte hjá Chicago svaraði með marki 55 sekúndum síðar. Rússarnir voru hikandi eins og í fyrri viðureign lið- anna. „Við skutum ekki nóg að marki," sagði þjálfarinn Boris Mik- hailov. „Sama var upp á teningnum i New York og kannski er það mér að kenna." Hull gerði fjórða mark Kanada þegar tæplega 15 mínútur voru liðn- ar af öðrum leikhluta en áhorfendur í Ottawa púuðu á hann allan leik- inn. „Það örvaði mig ekki en kom mér á óvart," sagði Hull sem er frá Kanada og er jafnframt með banda- rískan ríkisborgararétt. „Þetta er særandi, því ég er ekki leikmaður sem púað er reglulega á.“ Sergei Zubov skoraði í þriðja leikhluta en Schneider innsiglaði sigur Banda- ríkjanna 12 mínútum síðar. „Banda- ríkjamenn voru sterkari," sagði Mik- hailov. „Vörnin var veiki hlekkur okkar og gerði gæfumuninn." Sóknarmaðurinn Bill Guerin hjá New Jersey var bjartsýnn fyrir leik- ina gegn Kanada. „Við viljum sýna að við erum betri en Kanadamenn. Við viljum sigra. Þetta verða erfiðir leikir en ég held að við getum sigrað þá.“ Helgi skoraði eftir aðeins 19 sekúndur Helgi Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir TB Berlín í 5:0 sigri á Nordhausen í þýsku 3. deild- inni á laugardaginn og hefur því gert 4 mörk í fimm leikjum. Hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins á laugardag, það fyrra kom aðeins eftir 19 sekúndur. „Ætli þetta sé ekki met í deildinni. Við tókum miðju og hófum sókn og fengum strax hornspyrnu ^sem ég skoraði úr með skalla. Ég gerði síðara markið um miðjan hálfleikinn eftir að hafa komist í gegnum vörn Nordhausen," sagði Helgi. TB Berlín er í 3. sæti deildarinn- ar með 12 stig, hefur unnið þrjá leiki og gert þijú jafntefli. Marka- tala liðsins er 11:1. „Við erum með gott lið og ætlum okkur efsta sæt- ið í deildinni," sagði Helgi. Þórður Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Bochum sem hélt áfram sigurgöngu sinni um helgina og sigraði Karlsruhe 3:1. „Þjálfar- inn sagði að ég væri ekki kominn í nægilega góða æfingu til að ieika tvo leiki á þremur dögum og yrði því að hvílast. Ég er hins vegar ekki sammála því og var mjög óhress með að hafa ekki komist í hópinn eftir að ég skoraði markið á móti Tékkum. Fyrirliði liðsins sagði við mig að hann hefði talið eðlilegt að ég hefði komist inn í byijunarliðið í stað þess að vera settur út úr hópnum. Það hefur hingað til verið talið til tekna að skora í landsleik," sagði Þórður. Bjarki varamaður Bjarki Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður hjá Mannheim er liðið gerði jafntefli við Unterhach- ing í 2. deild þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Eyjólfur Sverris- son og félagar hans í Hertha Berl- ín urðu að sætta sig við 1:0 tap á móti Giitersloh. Eyjólfur var einn besti leikmaður Berlínar sem er í 14. sæti deildarinnar. Mannheim er í 16. sæti af 18, hefur aðeins gert þijú jafntefli. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson LANDSLIÐSMENNIRNIR, Eyjólfur, Helgi, Þórður og BJarkl, sem lelka í Þýska- landl, áttu misjöfnu gengl að fagna um helgina. KNATTSPYRNA ISHOKKI KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.