Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 BLAÐ IMýjungar 3 Tilraunavinnsla á svartháfi á Stokkseyri Aflabrögð ^ Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Mikil aflaukning á íslandi er helzti vandi rækju- vinnslunnar Greinar 7 Árni Bjarnason skipstjóri GERT KLÁRT í EYJUM Morgunblaðið/Sigurgeir Sfldarútvegsnefnd kaupu* í fyrirtæki í Pétursborg æaHHHIHHæ SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur 20.000 til 25.000 tunnur TTi i i • , keypthelminghlutafiárífisksölufyr- seldaráári ■T yi U LítítVlU i ClgU irtækinu Viking Group í Pétursborg T?iíccn níV Tciondlílrrc í ttússlandi. Viking Group er í eigu ItUSScl Ug ISlcIlUUlgo íslendingsins Magnúsar Þorsteins- sonar og Rússans Victors Anitsev og hefur það verið stærsti kaupandi íslenzkr- ar saltsíldar í Rússlandi að undanförnu. Með kaupunum hyggst síldarútvegs- nefnd styrkja stöðu sína á rússneska markaðnum og eigendur fyrirtækisins sjá aukin tækifæri þar eystra með þátttöku SÚN. Viking Group hefur verið stærsti viðskiptavinur SÚN í Rússlandi og hefur samvinna þeirra verið mjög náin frá því hún hófst fyrir tveimur árum. Viking Group hefur sérhæft sig í innflutningi og sölu á síld frá íslandi í Rússlandi, en fyrirtækið hefur einnig verið í viðskiptum með frysta loðnu og gaffalbita. Treystir stöðu okkar Gunnar Jóakimsson, framkvæmda- stjóri síldarútvegsnefndar, segir að SÚN vænti þess að með því að kaupa sig inn í Viking Group, megi ná enn meiri árangri í sölu saltsíldar til Rúss- lands. Þá sé síldarútvegsnefnd að færa sig enn lengra inn á markaðinn en áður. Mikilvægt sé að fá þá beinu og góðu svörun frá markaðnum, sem fáist með því að vera þar sjálfur. „Við höfum átt viðskipti við Viking Group í tvö ár. Þau viðskipti hafa geng- ið vel og samvinnan skilað báðum aðil- um betri stöðu á markaðnum. Markað- urinn í Rússlandi má heita nýr eftir hrunið fyrir 6 árum og því er mikil- vægt að taka þátt í uppbyggingunni með því að vera þar inni. Þetta treyst- ir því stöðu okkar, en Viking Group hefur góð markaðstengsl og hefur selt fiskafurðir allt frá Pétursborg í vestri austur að landamærum Kína,“ segir Gunnar Jóakimsson. Magnús Þorsteinsson segir að með þátttöku síldarútvegsnefndar verði hægt að auka kraftinn í markaðssetn- ingu fyrirtækisins, en við það starfa nú 10 manns og salan á ári hefur ver- ið um 20.000 til 25.000 tunnur. „Mark- aðurinn hrundi nánast alveg árið 1990, en hann lítur orðið þokkalega út núna. Stöðugleiki hefur aukizt og gengi rúbl- unnar verið stöðugt. Mikil hefð er fyr- ir neyzlu síldar í Rússlandi, einkum meðal almennings. Mikilvægt er að verðlag sé stöðugt því annars ræður fólk ekki við að kaupa síldina. íslenzk síld er þekkt í Rússlandi fyrir gæði og því teljum við nokkra möguleika á að ná meiri árangri en orðið er. Ýmsar afurðir þróaðar Við höfum einnig tekið þátt í því með síldarútvegsnefnd að þróa ýmsar afurðir fyrir rússneska markaðinn og höfum lagt áherzlu á aukið vinnslustig síldarinnar. Þessi samvinna hefur skil- að okkur miklu,“ segir Magnús. Fréttir Hátt verð á varanlegum þorskkvóta • ÞAÐ sem af er nýju fisk- veiðiári hafa kvótaviðskipti ekki verið mikil. Aftur á móti hafa mikiar þreifingar átt sér stað, að sögn Björns Jónssonar, kvótamiðlara hjá Landssambandi is- lenskra útvegsmanna. Þorskur er nú í boði frá 80 til 90 krónur kilóið á leigu- kvótamarkaði, en hefur verið að seljast á 76 kr. kg síðustu daga. Kilóið af var- anlegum kvóta er hinsveg- ar í 680 krónum og hefur aldrei verið hærra./2 Loðnuveiðin er enn dræm • LOÐNUVEIÐIN er enn mjög dræm og hafa mörg skip tekið sér hlé frá veiðunum í bili enda svara þær ekki kostnaði í augna- blikinu að mati margra. Loðnuskipin voru flest að veiðum um 100 mílum norð- ur af Melrakkasléttu í gær en veiði var mjög dræm, þó eitt og eitt skip hitti á þokkaleg köst. Túrarnir geta orðið allt að vikulangir og ekki óalgengt að tekin séu yfir 25 köst í hverjum túr./4 Selt undir merki Icelandic • ICELANDIC France S.A., dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna í Frakklandi, hefur gert samning við eina stærstu verslunarkeðju Frakklands, Auchan, um sölu á vörum undir Ice- landic merki fyrirtækisins, en Frakkland er eitt af fáum löndum þar sem hægt er að finna vöru í stórmark- aði inerkta íslenskum fram- leiðanda./5 2.000 tonn af rækju árlega • ÁRLEG framleiðsla á pillaðri rækju í Færeyjum er um 2.000 tonn, enda leyf- ir tollfijáls innflutnings- kvóti til Evrópusambands- ins ekki meiri framleiðslu nema með miklum innflutn- ingstollum. Það er aðeins ein verksmiðja í Færeyjum, sem vinnur rækju, en Faroe Seafood sér um alla sölu afurðanna./8 Markaðir Nánast ekkert utan af ufsa • SALA á ísuðum ufsa til Þýzkalands hefur hrunið það, sem af er árinu. Fyrstu átta mánuðina fóru aðeins 200 tonn utan, en 378 á sama tíma í fyrra og var þá einn- ig um mikinn samdrátt milli tímabila að ræða. Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt hef- ur verðið lækkað töluvert eða um 12%. Skýringin á miklum samdrætti er ein- mitt mikil verðlækkun sam- fara minnkandi eftirspurn ytra, en jafnframt hefur mjög lítið veiðzt af ufsa við landið á nýafstöðnu fisk- veiðiári. Verðið ytra er nú að meðaltali 79 krónur á kíló, en 52 á inniendum mörkuðum. Ufsiseldurá . : fiskmörkuðum í Þýskaiandi Janúar-ágúst 1995 og 1996 tonn a 150 100 50 ... slægðum fiski A. □ 1995 11996 llkmli irflrlrffl JFMAMJJÁ 30% minna út af karfanum Karfi seldur á Mlil fiskmörkuðum í Þýskalandi Janúar-ágúst 1995 og 1996 • VERULEGUR samdrátt- ur hefur einnig orðið í sölu á óunnum karfa til Þýzka- lands. Fyrstu átta mánuðina fóru aðeins 7.600 tonn utan, en 10.884 tonn á sama tíma í fyrra. Verðið á karfanum hefur lækkað um 5% milli tímabila. Minnaframboð hefur verið á ferskum heil- um karfa hérlendis. Meðal annars hefur veiði dregizt saman og hlutur frystiskipa í karfanum er stór. Enn- fremur er hann meira unn- inn í landi en oftast áður./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.