Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýliðun þorsks góð í Barentshafi NYLIÐUN þorsks í Bar- entshafi hefur tekist mjög vel og kemur það norskum og rússneskum fiskifræðingum verulega á óvart því að hrygningarstofninn hefur verið á niðurleið. Næststærsti árgangur frá upphafi mælinga „Við erum satt að segja mjög hissa á því, að hrygningarstofn, sem hefur verið að minnka, skuli geta komið með svona stóran ár- gang. Hann er sá næststærsti, sem við höfum mælt fyrr og síðar, að- eins árgangurinn frá ’92 var stærri," segir Arvid Hylen, sem var leiðangursstjóri þegar árgang- urinn var mældur. Sex stórir í röö Hylen sagði einnig, að þetta væri í fyrsta sinn í sögunni, að fram hefðu komið sex stórir ár- gangar í röð en hann vildi ekki spá neinu um áhrif mælinganna nú á þorskkvótann eftir nokkur ár. Kvað hann ekki vitað hve stóri þorskurinn æti mikið af þeim smáa Stuðla verslanir í Englandi að smáfiskadrápi? • ÚTGERÐARMENN og fisksalar á Humberside- svæðinu I Englandi hafa sakað stórverslanakeðjurn- ar um að hvetja til stórkost- legrar rányrkju á smáfiski. Geri þær það með því að heimta heU flök, sem séu þó ekki þyngri en á bilinu 56 til 113grömm. Á síðustu árum hafa stór- verslanirnar stöðugt verið að treysta tök sín á fisk- sölumarkaðnum og sjó- menn segja, að nú eigi þeir ekki um neitt annað að vejja en reyna að þóknast þessum voldugu kaupend- um með því að sækja í smá- fiskinn. 5.879 fiskaítonn af fiökum Samkvæmt töium, sem útgerðarfyrirtækið Boyd Line í Hull hefur látið frá sér fara, þá þarf 5.879 fiska til að framleiða eitt tonn af flökum, sem eru ekki nema 85 gramma þung, en til að fá í eitt tonn af 400 g flökum af sæmilegum fiski þarf ekki nema 1.260 fiska. Og til að fylla tonnið af 990 g flökum af stórum þorski þarf aðeins 504 fiska. Tilrœöl vlö stofnana Stórverslanirnar vilja kynna sig sem umhverfis- vænar og eins og kunnugt er hafa sumar stærstu verslanakeðjanna hætt að kaupa lýsi til að gera bræðslunni erfitt fyrir og stuðla þannig að „sjálflbær- um veiðum“. Gagnrýnend- ur þeirra segja hins vegar, að eftirsókn þeirra eftir smáum flökum sé beint til- ræði við fiskstofnana og þar með veiðarnar. Á það er bent, að auð- velt sé að skera bitana, sem stórverslanimar sækjast eftir, úr stórum flökum en sagt er, að forsvarsmenn þeirra teUi, að þá verði þeir of dýrir. Fiskframleið- endur segja aftur á móti, að það sé misskilningur því að stóru flökin séu I raun ódýrari en þau smáu. þegar lítið væri um annað æti. I leiðangrinum, sem farinn var á þremur norskum skipum og tveimur rússneskum, var einnig athugað með síldina og var niður- staðan sú, að 1996-árgangurinn væri í meðallagi stór. Átti það sama við um ýsuna. Nýliðun karf- ans er hins vegar áfram léleg og Iíklega aldrei minni en nú í ár. Þá stendur grálúðan illa og virðist lít- ið ganga hjá henni að rétta úr kútnum. Loðna á uppieið Meira fannst af loðnuseiðum nú en í mörg undanfarin ár en ekki er þó talið, að loðnuveiðar verði leyfðar á næstunni enda á eftir að koma í ljós hvemig seiðunum reiðir af. LUÐUNNILANDAÐ • HILMAR Sigurbjömsson, sem margir þekka betur und- ir nafninu Nínon, landar hér vænni lúðu í Vestmannaeyj- um. Hilmar hefur róið á trill- um lengst af ævi sinnar og Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson þekktur trillukarl í Eyjum, en landgræðsla hefur einnig átt hug hans á síðari árum. Kaupverð á varanlegum þorskkvóta aldrei hærra ÞAÐ sem af er nýju fisk- veiðiári hafa kvótavið- skipti ekki verið mikil. Aftur á móti hafa miklar þreifingar átt sér stað, að sögn Björns Jónssonar, kvótamiðlara hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna. Þorskur er nú í boði frá 80 til 90 krónur kílóið á leigukvóta- markaði, en hefur verið að seljast á 76 kr. kg síðustu daga. Kílóið af varanlegum kvóta er hinsvegar í 680 krónum og hefur aldrei verið hærra. Miklar þreifingar eiga sér stað á kvótamarkaði Björn sagði það hafa komið nokkuð á óvart hvað verð á varan- legum þorskkvóta hefði hækkað mikið á milli fiskveiðiáranna í ljósi þess að þorskkvótinn hafi verið aukinn umtalsvert. Svo virtist sem engin takmörk væru fyrir því hvað menn væru að bjóða í þetta. Enn sem komið væri, hefðu samt aðeins hátt í þijátíu tonn verið seld á þessu verði. í upphafí síðasta fískveiðiárs, var verð á varanlegum kvóta um 480 krónur, fór svo stighækkandi og endaði í 600 krónum. Bjöm sagði ómögulegt að spá um kvóta- verð á næstu mánuðum þó stað- reyndirnar töluðu sínu máli og hver sleikjan, sem komið hefði inn, ávallt farið hækkandi. Það gerist þegar eftirspurnin er svona mikil eftir þorskinum og raun ber vitni. Einfaldlega spurning um framboð og eftirspurn Leiguverð á þorski var allt árið í fyrra á bilinu 90 til 95 krónur kg., en seig niður í áttatíu krónur kg síðustu vikuna í ágúst undir lok síðasta fiskveiðiárs. „Kaupendum fínnst verðið of hátt eins og það er nú og eru að reyna að þrúkka því niður eins og hægt er. Og selj- endur vilja bíða og sjá til hvað muni gerast. Þarna ræður einfald- lega framboð og eftirspurn. Selj- andinn setur upp verð fyrir kvótann og endanlegt leiguverð hlýtur svo að ráðast af því hvað kaupandinn vill borga, hvort það gengur upp hjá honum að leigja kvóta á þetta háu verði og hafa samt eitthvað út úr þessu.“ Leiguverð á þorski var í byijun síðasta fískveiðiárs 75 krónur, en í lok september var það komið í 95 krónur kg. „Það er ómögulegt að segja til um leigukvótann á næstu vikum og mánuðum. Þetta er miklum breytingum háð. Ef það fer að rótfiskast af stórfiski, þá veit maður aldrei hvernig þetta kemur til með að þróast, en ein- hvern veginn fínnst manni að leigu- verðið ætti að vera lægra nú en í fyrra vegna þess að kvótinn var aukinn.“ Björn sagðist telja að rækjan væri næstverðmætust á kvóta- markaði. Varanleg væri hún að seljast á 370-400 kr. kg. Leigan væri á hinn bóginn í kringum 70 kr. kg. Aðspurður um síldarkvóta nú í upphafi síldarvertíðar, svaraði Björn því til að lítið væri um beinar sölur eða leiguviðskipti með síld. Algengara væri að menn væru að skipta sín á milli síld fyrir eitthvað annað. Verð á síld væri hinsvegar í kringum 8-9 kr. kg, sem væri ívið meira en fengist fyrir hana brædda. Geta ekki veitt skelkvótann fyrir vinnslu á Grundarfirði FISKIÐJAN Skagfírðingur hf. á Grundarfirði fær ekki að leggja upp í skelfískvinnslu sína á Grundarfirði kvóta þann sem fyrirtækið keypti og hafði áður verið landað í skelfísk- vinnslu á Brjánslæk. í skelfisk- vinnsluna á Bijánslæk voru lagðir upp tveir skelfískkvótar og keypti Fiskiðjan Skagfirðingur annan og verður samkvæmt lögum um hörpu- diskveiðar á Breiðafírði að leggja kvótann upp á Bijánslæk, en þar er ekki lengur starfrækt vinnsla. Forsvarsmenn Fiskiðjunnar Skag- fírðings hf. hafa bent sjávarútvegs- ráðuneytinu á þetta ósamræmi sem þeir segja að stangist á við sam- keppnislög. Með lagabreytingum 1991 voru settir kvótar á skelfískbáta, en kvótar bátanna voru þá bundnir því að þeir legðu afla sinn upp hjá ákveðinni vinnslu. Þá voru tveir bátar gerðir út frá Bijánslæk og voru þeir undirstaða þeirrar vinnslu sem þar fór fram, enda bundnir því að leggja þar upp, samkvæmt leyf- um og lögum. Þessir bátar hafa nú verið úreltir og keypti Fiskiðjan Skagfírðingur þá annan kvótann, 342 tonn, og var hann fluttur yfír á togarann Klakk, sem er í eigu fyrirtækisins. Fiskiðjan hafði skipti á aflaheim- ildum við útgerðaraðila Farsæls SH og Haukabergs SH á Grundarfírði, með það að markmiði að auka vinnslu í skelfiskvinnslu. Á því tímabili var ekki starfrækt skelfísk- vinnsla á Bijánslæk en eigi að síður fylgdi sú kvöð kvótaflutningnum að skylt væri að landa kvótanum á Bijánslæk og hefur því kvótinn aldrei verið veiddur eftir að kaupin fóru fram. Fiskiðjan Skagfirðingur fór fram á það við sjávarútvegsráðuneytið að fá að landa kvótanum á Grundar- fírði, en þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að lögum sam- kvæmt verði að landa þessum ákveðna kvóta í viðurkenndri skel- fiskvinnslu á Bijánslæk. Gegn markmiði samkeppnislaga Fiskiðjan sendi Samkeppnis- stofnun málið til umfjöllunar í fyrra. í niðurlagi álits stofnunarinnar seg- ir að sú kvöð, sem fylgi leyfí til veiða á hörpudiski, að landa ávallt hjá ákveðinni vinnslustöð, stríði gegn markmiði samkeppnislaga og komi í veg fyrir samkeppni og við- skipti með skelfisk og geti komið í veg fyrir að eðlileg verðsamkeppni myndist milli vinnslustöðva. Enn- fremur segir í álitinu: „Hvað varðar skilorðsbindingu sjávarútvegsráðu- neytisins í veiðileyfí til hörpudisks- veiða telur Samkeppnisstofnun að markmiðum samkeppnislaga yrði frekar náð ef skelfískveiðar litu sömu reglum og botnfiskveiðar, þ.e. lögum um stjóm fiskveiða. Megin- máli skiptir þó, að mati Samkeppn- isstofnunar, að koma á verðsam- keppni á milli skelfiskvinnslustöðva á hveiju svæði.“ Vaxandi samkeppni Atli Viðar Jónsson, framleiðslu- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings á Grundarfirði, segir að stærstu sam- keppnisaðilar fyrirtækisins bjóði viðskiptabátum sínum viðbótar- kvóta til löndunar, ofan á hefðbund- ið verð. Fyrirtækið hafi því með kvótakaupunum ætlað sér að mæta vaxandi samkeppni með sama hætti. „Við erum ekki eigendur að hörpudiskskvóta, heldur er hann gefinn út á plássið með því skilyrði að aðeins sé heimilt að landa kvót- anum hér í Grundarfirði hjá viður- kenndri vinnslustöð, en þær eru tvær hér í plássinu, þannig að við erum hér í bullandi samkeppni. Mín skoðun er sú að skelfískveiðar eigi að lúta sömu reglum og aðrar veið- ar. Á öðrum svæðum á landinu virð- ast þessar hömlur ekki vera fyrir hendi,“ segir Atli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.