Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 C 3 WEMA-SYSTEM" VIÐTAL Fiskeyri hf. á Stokkseyri sérhæfir sig í vinnslu utankvótategnnda STEFÁN Muggur Jónsson við vinnslu svartháfs. Mælistöðvar fyrir 2 eða 7 tanka með skynjurum í öllum lengdum fyrir olíu og vatn, lekaviðvörunarkerfi, lensi- dælustýringar, rofa með öryggi og gaumljósi, siglingaljósaeftirlitsbúnað auk ýmissa annarra sérhæfðra lausna á sviði eftirlits um borð i bátum og skipum radio lil '. Fiskislóð 94 Reykjavík sími: 552 0230 fax 562 0230 S/. Fyrirtæki á Stokkseyri sérhæfir sig í vinnslu utankvótategunda svo sem háfs og tindabikkju og nú er hafin tilrauna- vinnsla á svartháfi. I heimsókn Helga Bjarnasonar kom fram að misjafnlega gengur að afla hráefnis og líkur taldar á að meiru sé hent en áður. FISKEYRI hf. var stofnuð í mars 1993 og starfar í hluta af hús- næði Árness hf., áður Hraðfrysti- húss Stokkseyrar. Starfsmenn eru yfirleitt um fimmtán, þar af þrír af fjórum eigendum fyrirtækisins. Frá fyrstu tíð hefur fyrirtækið sérhæft sig í vinnslu utankvóta- tegunda. Þórður Guðmundsson, einn eigendanna, segir að í upp- hafí hafi gengið vel að ná í hrá- efni. Síðan hafi afurðaverð lækkað og þar með hafi minna verið hægt að greiða fyrir hráefni og við það hafi minnkað áhugi hjá sjómönn- um á að hirða þær fisktegundir sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í. Mest hefur verið unnið af háf og tindabikkju. Báðar tegundirnar koma sem meðafli við aðrar veiðar og fara aftur í sjóinn í töluverðu magni. Þórður bendir á að hann hafi einu sinni fengið 25 tonn af tindabikkju upp úr einum bát og það sýni hvað geti farið aftur í sjóinn. Hann segir að sjómenn vilji gjarnan hirða þennan afla, ef þeir fái sæmilega greitt fyrir hann, en hann taki pláss sem ekki sé of mikið af í bátunum. Óstöðugt framboð Háfurinn er skráprifinn, ugga- skorinn og snyrtur. Hann fer á markað í Belgíu, Frakklandi og Englandi. Þórður segir að nokkuð vel hafi gengið að gera úr honum markað. Gekk það svo vel að nú er verið að hefja vinnslu á fimm tonnum til að láta betur á þetta reyna. Línubátar fá þessa tegund í djúpköntunum og hefur hann allur farið aftur í sjóinn. Stefán Muggur Jónsson, félagi Þórðar í Fiseyri, nefnir sem dæmi að 40 tonn hafi farið í hafið í einum túr. En nú flýgur fiskisagan og mikill áhugi er á því að koma þess- um fiski til vinnslu hjá Fiskeyri. Hins vegar hefur verið bræla á miðunum og lítið veiðst að undan- förnu. Svartháfurinn er lítið verkaður, aðeins haus og kynfæri skorin af fyrir frystingu. Verðið í Japan er viðunandi, að sögn Stefáns. Verðum að þrauka Fiskeyri hefur sérhæft sig í ókvótabundnum fisktegundum eins og áður segir en gripið í fryst- ingu og_ söitun til að fylla upp í eyður. Ýmis fyrirtæki hafa áður reynt við þessa vinnslu en þetta er fyrsta alvarlega tilraunin til að byggja rekstur frystihúss á vinnslu utankvótategunda, að sögn Þórðar. Nú eru nokkur fyrir- tæki farin að nota þessa vinnslu til að fylla upp í eyður í almennri bolfiskvinnslu. „Við verðum að þrauka í þessu. Það er svo þröngt í öðrum greinum og þetta er mjög hentugt verkefni fyrir lítið fyrir- tæki eins og okkar,“ segir Stefán Muggur. Stefán segir að sjómenn verði að standa sig með að hirða þennan fisk því úr honum sé hægt að gera markaðsvöru. Telur hann að mikið hafi farið aftur í hafið í sumar, að minnsta kosti hafi mun minna framboð verið af þessum tegundum í en í fyrra. „Þetta er reglulegur ræfill. En kannski það sé svona mikið af þorski að þeir komist ekki að þessu fyrir hon- um,“ segir Þórður. Tilraunavinnsla á svartháfi hafin Morgunblaðið/RAX GIRNILEG matvara til útflutnings er búin til úr tindabikkjunni. Tilraunavinnsla á svartháf Þórður segir að ýmsar djúpháfa- tegundir komi í talsverðum mæli á línu. Fiskeyri hefur verið að taka þennan fisk til vinnslu til reynslu og gengið þokkalega. markaðsvöru enda háfur þekktur matfiskur víða um Evrópu. Hann segir að helsta vandamálið við vinnsluna sé hvað framboðið er ójafnt. Þeir séu að fá örfá hundruð kíló í einu annan daginn og svo komi kannski 45 tonn hinn dag- inn. Þeir bjóða sjómönnum fast verð, 45 kr. fyrir kílóið af óslægð- um háfi. Bendir Þórður á að út- gerðirnar hafi verið að senda út í gámum lítið magn og fengið gott í vor var gerð tilraun með verð en svo þegar magnið kemur vinnslu svartháfs fyrir Japans- þá falli verðið og sjómennirnir hætti að hirða fiskinn. Tindabikkjan veiðist gjarnan með kola, oft í miklu magni. Lítið framboð hefur verið í haust og telur Þórður að það hljóti að vera vegna lítils kolaafla. Tindabikkjan er börðuð og roðrifin og fer mest á markað í Frakklandi og Belgíu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna selur fiskinn fyrir Fiskeyri. Það er nokkuð erfitt og tíma- frekt verk að vinna tindabikkju og háf og nýtingin á tindabikkj- unni er til dæmis aðeins 25%. Aðalfundur Samtaka fískvinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 13. september 1996 kl. 10.00. Dagskrá Skvrsla stiórnar: Arnar Sigurmundsson, formaður SF Ársreikningur 1995 Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda Erindi: Laun og launakostnaður í fiskvinnslu: Ágúst H. Elíasson, framkvæmdastjóri SF Staða fiskvinnslu á íslandi og í Noregi: Jón Þólðarson, forstöðurn. sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri Ræða: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Markaðsniái sjávarafurða: Bandaríkjamarkaðurínn: Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Ltd. E vrópusambandsmarkaðurinn: Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. Saltfiskmarkaðir: Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF hf. Fiskvinnsluhús framtíðarinnar: Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Framtíft ísienskrar fiskvinnsin: Pallborðsumræður undir stjórn Páls Benediktssonar fréttamanns. Þátttakendw: Einar Svansson, Magnús Gústafsson, Logi Þormóðsson, Sighvaiur Bjamason, Steingrímur J. Sigfússon og Þráinn Þorvaldsson. Önnur mál. Stjórnin. VORUBRETTI Eigum ávallt á lager bretti. Gerið verðsamanburð. Vörubretti ehf. Flatahrauni 1, Hafnarfirði Sími: 555-3859, fax 565-0994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.