Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER1996 C 5 „Ending Dyneema er með ólíkindum“ Vestmannaeyjar - LÍNUSKIP- IÐ Byr VE 373 hefurtekið þátt í tilraunum með Dyneema fiskilínu sem Hampiðjan hefur verið að þróa frá því í júlí 1995. Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður bátsins, segist mjög ánægður með línuna og ending hennar sé með ólíkindum. Hann segir að þeir hafi verið með 7 mm línu og hafi þeir fyrst fengið 8 rekka en síðan hafi þeir bætt við níu rekkum tveim mánuðum síðar. Alls hafi þetta verið 24.840 stöðvar eða 39.799 metr- ar af línunni. Sveinn Á Byr VE ánægður með nýju Dynex fiskilínuna Sveinn segir að línan sem þeir byijuðu með hafi verið í Ijórum mismunandi útgáfum og verið fléttuð utan um mismunandi sver- an merg. Tilgangurinn með því hafi verið að finna út hvaða gerð iínunnar legði sig best að rekkun- um og hefði réttar bugtir. „Við héldum að Dynexlínan myndi ekki hringa sig eins vel niður úr upp- stokkaranum eins og hefðbundin fiskilína gerir þar sem Dynex- tógið er alveg dautt. Þessar áhyggjur reyndust óþarfar þar sem línan sat afar vel á rekkunum og mjög gott er að stokka hana upp. Þá leggst hún mjög vel af rekkunum í gegnum beitninga- vélina,“ segir Sveinn. Hann segir að tölu- verð vandkvæði hafi verið vegna fugls er línan var lögð því Dynexlínan er mun eðlisléttari en hefð- bundin lína. „Þá fannst mér línan flökta töluvert eftir botninum og aukin ábótarnotkun leiddi af því og hún kom illa út í straumi vegna léttleikans. Það var því ákveðið að setja 40 sm blýþráð inn í línuna á milli annars hvors sigurnagla. Eft- ir það sást varla fugl á línunni og virðist línan liggja mjög nærri plottfari sínu þegar lagt er. Þá virðist mér vera eðlileg ábót þegar dregið er í miklum straumi." Einn sverleiki Sveinn segir að vegna mismun- andi svers mergs í línunni hafi komið upp smávandamál vegna þess að línan gildnaði þar sem mergurinn var sverastur og því hafi sigurnaglarnir hætt að snúast jafnauðveldlega um línuna og áður. Þetta hafi haft töluvert að segja í sambandi við að skila fiski upp af miklu dýpri og í þungum straumi. Þetta vandamál hafi Hampiðjan nú hins vegar leyst og væri línan nú einungis framleidd í einum sver- leika og snerust sigurnaglarnir eðlilega eftir þá breytingu. Sveinn segir að ending Dynexlínunnar sé með ólíkindum góð, hvort sem er verið að tala um slitþol eða núningsþol. „Við erum núna með línu um borð sem hefur verið í notkun í eitt ár og höfum við aðeins tapað tveim rekkum á þessum tíma. Mjög Iítið sér á lín- unni og samkvæmt slitþolsmæl- ingu á línunni eru um 80% eftir af upphaflegum styrk hennar. Við höfum lagt línuna vestur á Hampiðjutorgi og lagt hana á allt að 1.400 metra dýpi. Þá höfum við verið djúpt út af Berufjarðarál við afar erfiðar aðstæður en þessir staðir hafa verið helstu ógnvaldar línu- skipa er stunda grál- úðuveiðar, en alltaf skilaði línan sér upp og lítið sér á henni þrátt fyrir erfitt botn- lag.“ Sveinn segir að með þessari 7 mm Dynexl- inu hafi þeir notað 6,5 mm Dynexfæri með 3.000 kílóa slitstyrk og hafi þau reynst mjög vel á grál- úðuveiðunum. Þau tækju á sig lítið rek, væru létt í miklum straum og mjög meðfærileg um borð í saman- burði við 14 mm færi sem aðrir hafa notað og þeir hafi enn ekki slitið þau frá sér. „Það er augljóst að auðveldara er að nota 7 mm línu með allt að 2.800 kílóa styrk í miklum straumi og á miklu dýpi í stað 11,5 mm línu og einnig að nota 6,5 mm færi á miklu dýpi og þungum straum í stað 14 mm færa en vera samt með meiri styrk á línu og færi. Það gefur augaleið að þetta tvennt er ólíkt í drætti og allri meðhöndlun og fyrirferð. Slær við öðrum tegundum Mér finnst því liggja í augum uppi að þessi nýja Dynexlína frá Hampiðjunni eigi eftir að slá við öðrum þekktum fiskilínum á mark- aðnum. Hampiðjumenn hafa lagt mikið á sig við þessa tilraun og ég er sannfærður um að hún á eftir að skila sér í margfalt aukinni sölu og þróun á öðrum veiðarfærum úr Dynema sem nota á við erfiðar aðstæður.“ Svein Rúnar Valgeirsson Morgunblaðið/Sigurgeir BYR VE hefur gert það gott með nýju Dynex fiskilínuna frá Hampiðjunni, en útgerðin og Hamiðjan hafa staðið saman að þróun og gerð hennar. LÚÐVÍK Börkur Jónsson, framkvæmdastjóri IFSA, í einni af verslunum Auchan með Icelandic vöru fyrirtækisins. Icelandic France semur við stóra verslunarkeðju ICELANDIC France Selja fiskafurðir undir ^£2“ eigin merki í Frakklandi SSd“s”hefuí gert samning við eina stærstu verslunarkeðju Frakklands, Auchan, um sölu á vörum undir Icelandic merki fyrirtækisins, en Frakkland er eitt af fáum löndum þar sem hægt er að finna vöru í stórmarkaði merkta íslenskum framleiðanda. Lúðvík Börkur Jónsson, framkvæmdastjóri IFSA, segir að Frakklandsmarkaður sé einn erfiðasti markaðurinn til að komast inn á með smásöluvörur, markaðssetning vörunnar sé dýr enda hafi ver- ið ákveðið að fara rólega inn á þennan markað og í raun sé hér um til- raunaverkefni að ræða. Fram að þessu hafa íslendingar nær eingöngu framleitt sjávaraf- urðir fyrir iðnaðar- og veitinga- markaði víðast hvar í heiminum og sjaldan er hægt að finna íslenska vöru í sérmerktum íslenskum um- búðum í erlendum verslunum. „Okkar markmið er að reyna að vinna á öllum sviðum markaðarins, bæði í veitingahúsageiranum og í stórmörkuðum. Við höfum verið að reyna að komast inn á smá- sölumarkaðinn undir okkar eigin merki allt frá árinu 1992 og erum komnir í um 400 búðir í dag. Það er mjög mikilvægt að geta boðið mikla breidd í vörun- um, verið bæði með íslensku vörurnar, það er náttúru- legan fisk eins og hann kemur fyrir, og einnig full- unna vöru sem er tilbúin máltíð." Sveiflur í aðföngum frá íslandi Lúðvík segir mjög dýrt að koma vöru undir merki framleiðanda í búðir og markaðssetja merkið þann- ig að fólk kannist við það. Það kalli meðal annars á auglýsingar í sjón- varpi, sem séu gífurlega dýrar. „Samkeppnin er gríðarleg í þessum stóru löndum, stórmarkaðir eru að stækka, en þeim fækkar jafnframt. ÚFLUTNINGSRÁÐ íslands stendur fyrir námskeiði þann 12. september fyrir stjórnendur og starfsmenn fyr- irtækja sem taka þátt í í sjávar- útvegssýningunni í Laugardalshöll sem hefst 18. september nk. Námskeiðið ber yfirskriftina „Framkoma og atferli á sýningum" og er ætlað að hjálpa fyrirtækjum að gera þátttöku sína í sýningum arðbærari í harðnandi samkeppni. M.a. verðúr þátttakendum gerð grein fyrir því til hvers af þeim er ætlast sem starfsmönnum, sam- bandi þeirra við sýningargesti og kennd rétt afstaða og mat á persón- um. Þá veður farið í táknmál líkam- ans, samtals- og sölutækni og gæða- Við tókum þá ákvörðum strax í upphafí að komast hægt og rólega inn á þennan markað og leggja ekki í of miklar íjárfestingar og sjá hvaða möguleika við hefðum til að standa okkur í samkeppninni. Það má segja að margt hafi komið upp á þessum tíma. Island er náttúru- lega á nokkuð erfiðum stað, því það eru oft og tíðum miklar sveiflur í aðföngum þaðan og erfitt að ætla sér að byggja smásöluvöru í stórum keðjum eingöngu á íslensku hrá- efni. Þá eru of fáir framleiðendur á íslandi sem geta framleitt smá- söluvörur og sem framleiðsluland er ísland skammt á veg komið í stjórnunar á sýningum. Fyrirlesari á námskeiðinu er Jón Þorvaldsson, kynningarráðgjafi, sem er einn helsti sérfræðingur á Islandi á sviði vöru- og þjónustusýn- inga. Hann starfaði um árabil sem kynningarstjóri Útflutningsráðs og stjórnaði uppbyggingu á sýningar- básum tjölmargra íslenskra fyrir- tækja, auk þess sem hann hefur veitt fjölmörgum fyrirtækjum ráð- gjöf um þennan miklvæga þátt í markaðsstarfi. Námskeiðið verður haldið að Hall- veigarstíg 1 í Reykjavík og þarf að skrá fyrirtæki til þátttöku í síðasta lagi daginn fyrir námskeiðið. Nánari uppýsingar veitir Útflutningsráð. framleiðslu, sölu og dreifingu á smásöluvörum,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að í dag sé IFSA komið með ákveðinn grundvöll til að vinna á í smásölu og hjá þeim starfi í dag fólk sem geri ekki ann- að en að sinna þessum markaði. „En ef við myndum spyija fólk út á götu hvort það þekkti Iceland merk- ið væri ekki líklegt að það myndi gerast. Við erum aðeins með um 3-4% markaðshlutdeild í þessum geira. Það er mjög lítið en samt sem áður nokkuð mikið ef á það er litið að þetta er ekki það sem íslending- ar hafa verið að gera. Við gerum þetta án mikilla fjárfestinga, án þess að auglýsa í sjónvarpi eða nokkuð í þá veru. Við erum hinsveg- ar að auka magnið í smásölupakkn- ingum á hveiju ári, en það er spurn- ing hvað við getum haldið þetta út lengi, því að þetta er í raun mark- aðstilraun sem hefur staðið yfir í fjögur ár. Hún er mjög dýr því hér eru umtalsverðir fjár- munir í húfi. Það hefur hins- vegar komið í ljós árangur á hveiju ári þannig að við höf- um haldið áfram,“ segir Lúð- vík. 13. stærsta keðja Evrópu Samstarfið við Auchan verslunarkeðjuna hófst i byijun árs 1994, en í sumar hefur samvinnan náð góðum skrið þar sem margar vörur eru í versluninni, bæði frá íslandi og verksmiðju IFSA í Grimsby. Lúðvík segir að áhersla IFSA sé í dag að komast með smásöluvörur inn í verslunarkeðjurnar og nú þegar er IFSA komið í samstarf við um 400 verslanir. Auchan verslunarkeðjan er stærsta verslun- arkeðja, sem IFSA hefur gert samn- ing við hingað til. Hún er þrettánda stærsta verslunarkeðja Evrópu og í hópi fimm stærstu verslunarkeðja í Frakklandi og þykir hafa mjög góða ímynd meðal neytenda þar í landi. Fyrirtækið rekur 53 stór- markaði, þá stærstu um 20 þúsund fermetra. VÖRUBRETTI Eigum ávallt á lager bretti. Gerið verðsamanburð. Vörubretti ehf. Flatahrauni 1, Hafnarfirði. Sími: 555-3859, fax 565-0994. Námskeið um framkomu og atferli á sýningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.