Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR11. SEPTEMBER1996 C 7 Ófremdarástand ríkir nú í fjarskiptamálum ÞAÐ má með sanni segja að löngu sé orð- ið tímabært að sjó- menn láti í sér heyra varðandi fjarskipta- mál. Undanfarin ár hefur orðið sprenging hvað varðar úthafs- veiðar okkar íslend- inga. Um þessar mundir eru við veiðar á fjarlægum miðum á að giska 80-100 ís- lensk skip, ýmist í Smugunni, Flæmska hattinum eða á Græn- landshafi. Á hveiju skipi eru að meðaltali að minnsta kosti tuttugu menn þannig að um er að ræða 1.500 til 2.000 íslenska þegna sem eru að bagsa við að draga björg í bú. Flestir hveijir eru fjölskyldu- menn, sem fýsir að vera í sem mestu og bestu sambandi við sína nánustu. Því miður er langur veg- ur frá því að svo sé. Raunar svo langur að nokkrir sjómenn eru hættir að ergja sig á því að reyna að tala heim. Ekki er um að kenna starfsmönnum fjar- skiptastöðvanna sem standa sig yfirleitt ótrúlega vel undir því gífurlega álagi, sem hlýtur að hvíla á þeim á mestu annatímum. Staðreyndin er ein- faldlega sú að stöðv- arnar eru á engan hátt búnar þeim tækjakosti, sem þarf til að anna því marg- falda álagi, sem dunið hefur yfir þær síðustu árin. Nú á tímum eiga skipstjórnarmenn á fjarlægum miðum yfir höfði sér að vera með fárveika eða slasaða menn um borð án þess að geta náð sambandi við lækni fyrr en eftir dúk og disk. Það hlýtur að vera krafa okkar sjómanna að úr verði bætt hið snarasta og bún- aði stöðvanna verði komið í nú- tímahorf. Tæknin og þekkingin er fyrir hendi, en viljann eða fjármagnið vantar. Miðað við vægi úthafs- veiða fyrir þjóðarbúið, þá eru það Langur vegur er frá því að þeir fjölmörgu sjó- menn, sem stunda út- hafsveiðar, geti verið í sambandi við sína nán- . — ustu, skrifar Arni Bjarnason, sem telur orðið tímabært að bún- aði fjarskiptastöðvanna sé komið í nútímahorf. lágmarksréttindi að geta á örugg- an hátt verið í sambandi við um- heiminn. Ég skora á þá ráðamenn, sem með þennan málaflokk fara, að sparka nú í afturendann hvor á öðrum og gera eitthvað róttækt i málunum. Höfundur er 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Akur- eyrinni EA 110 Árni Bjarnason Mikil hreyfing er nú í viðskiptum með smábáta Skipasalan Hóll tekin til starfa EKKI HEFUR verið opnuð ný skipa- sala hér á landi í töluvert langan tíma enda myndi margur halda að það væri að bera í bakkafullan lækinn á tímum niðurskurðar og samdráttar. Á Fasteignasölunni Hóli var þó fyrir um tveimur mánuðum stofnuð ný skipadeild. Þeir Franz Jezorski, lögfræðingur og löggiltur fasteigna- sali, og Sigurður Héðinn Harðarson, sölu- og markaðsstjóri, hafa haft veg og vanda af skipasölunni og telja að þörf sé fyrir nýja og ferska skipasölu í landi því mikið sé um að vera á skipasölumarkaðnum. Franz og Sigurður segja að ætl- un þeirra sé að koma inn á skipa- sölumarkaðinn með nýjar hug- myndir og ferskar áherslur. Franz segir að á Fasteignasölunni Hóli hafi alltaf verið lögð mikil áhersla á þjónustuna við viðskiptavininn og í skipasölunni verði sama áhersla lögð á að veita öllum, stór- um sem smáum, góða þjónustu. „Við byggjum á traustum grunni Fasteignasöl- unnar Hóls, með mikla reynslu í sölumennsku, skjalagerð og frágangi samn- inga. Nýjar söl- ur eru alltaf full- ar af krafti og menn takast á við verkefnin með miklum áhuga, hafa gaman af þeim og leggja sig fram,“ segir Franz. Margir vilja staðgreiða Franz og Sig- urður segja að móttökur hafi verið góðar frá því að skipasal- an tók til starfa. „Það virðist vera til staðar þörf fyrir nýja skipasölu og okkur finnst að menn hafi ver- ið að bíða eftir ferskum vindum á þessu sviði. Við höfum fundið greinilega fyrir því að það er stór hópur manna að leita sér að bátum og við erum með lista yfir kaupend- ur sem eru tilbúnir til að stað- greiða báta í dag. Það er mikill hraði í þessum viðskiptum og þeir bátar sem komið hafa hingað inn seljast fljótt og vel enda bráðvant- ar okkur báta á skrá.“ Skoða bátana og gefa góð ráð Sigurður hefur lokið öðru stigi í Stýrimannaskólanum í Reykja- vík, auk þess sem hann leggur stund á útflutningsmarkaðsfræði við Tækniskóla íslands. Hann seg- ir að með þennan bakgrunn muni hann leitast við að bjóða upp á nýstárlega þjónustu. „Við munum fara um allt land og skoða báta og sýna þá áhugasömum kaup- endum, sé um stærri báta að ræða. Það hefur einnig komið á daginn að menn leita til okkar með ýmiss konar mál sem ekki snerta beinlín- is skipasölu. Þá kemur sér vel að hafa kynnst þessum geira og enn- fremur höfum við kynnt okkur vel lög og reglugerðir í kringum þessi mál,“ segir Sigurður, og Franz bætir við: „Mönnum hefur líkað þessi þjónusta vel og einnig að hafa hér mann sem er menntaður í þessum fræðum og fá hann til að skoða bátana með sér. Við höfum líka kappkostað að halda góðum og persónulegum tengslum við okkar viðskiptavini." Þeir félagar á Hóli-skipasölu ráðgera einnig að koma á fót öflug- um samskiptum við erlenda aðila og fara út á alþjóðamarkað. „Inter- netið gerir okkur það kleift. Við munum því geta leitað að skipum fyrir menn í hvaða stærðar- flokki sem er með aðstoð milliliða erlend- is,“ segir Franz. Mikil hreyfing á smábátum Sigurður segir að fram að þessu hafi verið lang- mest hreyfing á smábátum og mikil geijun sé í þessum flota. „Þorskaflahá- markið hefur gert það að verk- um að í dag eru komnar tvær tegundir útgerð- ar innan smábát- anna. Það virðist vera nokkuð mik- ið gap milli þessara tveggja hópa og að markaðurinn sé mun viljugri til að taka við þorskaflahámarks- bátunum og borga fyrir þá mun hærra verð,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Ásdís FRANZ Jezorski og Sigurður Héðinn Harðarson segjast eiga fullt erindi inn á skipasölumarkaðinn enda séu mikla hræringar innan hans þessa dagana. Gullæði í makrílnum Ósló. Morgunblaðid. NÓTASKIPIÐ Slaatteroy frá Mæri og Raumsdal hefur sett Noregsmet á makrílnum. Á inn- an við viku hefur það landað afla fyrir 23 milljónir íslenskra króna. Góð veiði og hátt verð hafa kynt undir nokkurs konar gullæði í útgerðarbæjunum á vest- urströndinni en að því er fram kemur í Sunnmersposten var kílóverðið á makrílnum í Slaat- erey frá 535 ísl. kr. og upp í 1.170 kr. Meðalverðið var 920 kr. Ástæðan fyrir þessu háa verði er litlir kvótar og einnig, að í svipinn eru Norðmenn einir um makrílveiðina. Hafa kaupendur í Noregi barist um fiskinn en það á eftir að koma í ljós hvemig Japanir bregðast við verðinu. Stutt er í lokin á makrílævin- týrinu á þessu ári og á miðviku- dag fyrir viku vom veiðamar stoppaðar hjá stærstum hluta bátaflotans. Þá var hann búinn með 18.000 af 20.000 tonnum en 2.000 eru ætluð skipum undir 13 metrum og þeim, sem em með net og línu. VIÐ ERUM FLUTT AÐ TRÖNUHRAUN11, HAFNARFIRÐI. Sjáumst á Sjávarútvegssýningunni í bás E-144 SiMURTÆKMÍ A.BIARiVASON HF. perma Laitram UNCOLN A TVINNUAUGIÝSINGAR Fólk ífiskvinnslu vantar hjá Skinney hf., Hornafirði. Upplýsingar í símum 478 1399, Ingvi og 478 1408, Aðalsteinn. Baader-maður óskast Vanan Baader-mann vantar á frystitogara af minni gerðinni. Nánari upplýsingar í síma 481 1610. BÁTAR — SKIP Síldarbátar Óskum eftir að kaupa síld til manneldis- vinnslu á komandi síldarvertíð. Upplýsingar í síma 481 1100. ísfélag Vestmannaeyja hf. m sölu KViÉTABANKINN Þorskur til leigu. Þorskaflahámarktil sölu. Sími565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Ódýr beitusíld kr. 35,- kílóið (heil bretti). Jón Ásbjörnsson hf., heildversl., sími 551 1747.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.