Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 8
-} SERBLAÐ UM SJAVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 77. SEPTEMBER1996 Heiðraður fyrir 60 ára viðskipti við Olís UM ÞESS AR mundir eru liðin 60 ár frá því að Soffanías Cecils- son, útgerðarmaður í Grundar- firði, hóf olíuviðskipti við Olíu- verzlun Islands hf. Nýverið var haldið upp á þessi tímamót og Soffanias heiðraður sérstaklega fyrir viðskiptatryggð í garð fé- lagsins. Við þetta tækifæri af- henti forsfjóri Olís, Einar Bene- diktsson, Soffaníasi skipsskúlpt- úr sem smíðaður var á gullsmiða- verkstæði Jens Guðjónssonar. Olíuverzlun íslands hf. er elsta oiiufélagið á íslandi. Félagið, sem hóf starfsemi í byrjun árs 1928, var stofnað á haustmánuð- um 1927 og fagnar því 70 ára afmæli sínu á næsta ári. Soffani- as Cecilsson hóf útgerð sína í Grundarfirði árið 1936, þá 12 ára gamall, þegar hann ásamt Bær- ing bróður sínum keypti trillu- bátinn Óðinn sem var 2,8 tonn að stærð. Síðar eignaðist Soffaní- as fleiri báta og hóf fiskverkun árið 1965. Nú rekur fyrirtæki hans rækju-, skel- og fiskvinnslu í Grundarfírði ásamt þvi að gera út þrjú skip, Sóley SH 150, Fann- ey SH 25 og Grundfirðing SH12. „Trygg viðskiptasambönd eru hverju fyrirtæki mikilvæg og grundvöllur farsældar í viðskipt- um. Tryggð Soffaníasar við OIís verður þó að teljast einstök í ís- lenskri viðskiptasögu og ber þess ijóst vitni að samskipti fyrirtækj- anna hafa byggst á gagnkvæmu trausti og vilja til samstarfs,“ segir í frétt frá Olís. Útgerðarþjónusta Útgerðarþjónusta Olís er útgerðaraðilum alltaf til reiðu með alhliða þjónustu um land allt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Eldsneyti, smurolíur og hreinsiefni af öllum toga fyrir útgerðina. Útgerðarþjónusta Olís er einnig til staðar í erlendum höfnum og á úthafsmíðum með fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu. Olís, þjónar þér! Olíuverzlun íslands ehf. HéSinsgötu 10. Sími: 515 1000 Fax: 515 1010 Internel: httpy/www/mmedia.is/olis FÓLK Lífleg starfsemi • STARFSEMI Starfs- mannafélags HB á Akranesi hefur verið lífleg á árinu. For- maður félags- ins, Gunnar Rúnar Gunnarsson, segir í sam- tali við Fréttabréf HB, að síð- astliðinn vet- ur hafi starf- semin verið undir stjórn ýmissa nefnda og meðal ann- ars verið staðið fyrir spila- kvöldum, jólatrésskemmtun, íþróttaiðkun og mörgu fleiru. Þá var farið í Þjóðleikhúsið að sjá Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sumar- ferð var farin í Flatey á Breiðafirði og voru þáttak- endur 54. Nýting á sumarbú- stað félagsins að Stóra-Fjalli í Borgarfirði hefur að auki verið mjög góð í sumar. Stjórn Starfsmannafélags HB skipa auk Gunnars Rúnars, Guð- mundur Smári Guðmunds- son, ritari og Óskar Arnórs- son, gjaldkeri, Elín Bjarna- dóttir, Sigurður Vilberg Aðalsteinsson, Sigurður Haraldsson og Stefán Hólm- steinsson. Gunnar Rúnar Gunnarsson í hálfa öld hjá HB hf. • ÓALGENGT mun vera að menn starfi í hálfa öld eða meira hjá sama fyrirtækinu. Magnús Guðmunds- son, skrif- stofustjóri Haraldar Böðvarsson- ar hf. á Akranesi náði þó þess- um áfanga í sumar. Magnús á ættir að rekja til Arnessýslu en kom nýútskrifaður stúdent úr Verzlunarskóla íslands til starfa á Akranesi úr foreldra- húsum í Reykjavík að beiðni Haraldar Böðvarssonar árið 1946. Það var Haraldur sem réð því að fyrsti starfs- dagur Magnúsar hjá fyrir- tækinu var ekki fyrsti júlí, sem það árið bar upp á mánu- dag. Haraldur taldi að það yrði Magnúsi og fyrirtækinu gæfuríkara að upphaf starfs- ins yrði á þriðjudegi. Svo mikið er víst að fyrirtækið hefur á mörgum sviðum notið góðs af starfskröftum Magn- úsar allt síðan þá. Magnús segir aðspurður í nýjasta fréttabréfi HB, að sér hafi líkað afar vel að starfa með Haraldi Böðvarssyni, Stur- laugi syni hans og Haraldi syni Sturlaugs, þessa fimm tugi ára sem liðnir eru. Pilla um 2.000 tonn af rækju á • ÁRLEG framleiðsla á pillaðri rækju í Færeyjum er um 2.000 tonn, enda leyf- ir tollfrjáls innflutnings- kvóti til Evrópusambands- ins ekki meiri framleiðslu nema með miklum innflutn- ingstollum. Það er aðeins ein verksmiðja í Færeyjum, sem vinnur rækju, en Faroe Seafood sér um alla sölu afurðanna. „Við erum aðeins með eina rækjuverksmiðju í Færeyjum," segir Sjúrður Rasmussen, sölustjóri Faroe Seafood, í samtali við Verið. „Hún kaupir allt sitt hráefni af færeyskum rækjutogur- um, sem fiska á Flæmska hattinum og í Barentshafi. Auk þess hafa færeyskir togarar veiðiheimildir við hverju ári Austur-Grænland, en rækj- an þaðan er fer nánast öll fryst í skel til Japans. Fram- leiðslan síðustu árin hefur verið í kringum 2.000 tonn. Hæst hefur hún farið í 2.400 tonn, en lægst, og það var í fyrra, í 1.200 tonn. Með samningum okkar við Evr- ópusambandið 1992 var fengum við 2.000 tonna tol- fijálsan kvóta fyrir pillaða rækju til Evrópusambands- ins. Fari magnið yfir það, kemur 20% tollur á raikj- una. Fyrir vikið höfum við ekki áhuga á að fara yfir 2.000 tonnin. Faroe Seafood flytur alla okkar rækju út og við erum með skrifstofu í Englandi, sem sér að mestu um að selja rækjuna," segir Sjúrður. Fiskisúpa að hætti víkinga í bókinni „The Vicious Vikings“ sem tilheyrir bóka- flokknum „Horrible Histories“ er uppskrift að fiskisúpu. rW'fyfyTPll í innganginum segir að ekki hafi þurft að elda hluta matarins sem víkingar neyttu eins og osta og reykts kjöts. Ennfremur segir: „Brauð var bakað og kjöt steikt á teini eða grillað í djúpri holu sem þakin var með heitum steinum. Stundum var það soðið í járnpotti. Matur og kjöt voru reidd fram í viðarskálum og drukk- ið var úr dýrahornum, t.d. hreindýra. Víkingarnir not- uðu hnifa, fingur og stundum mjög litlar skeiðar til að gæða sér á matnum - en aldrei gaffla.“ Það er undir lesendum Versins komið hvort þeir nota sömu borðsiði og forfeður þeirra, en i uppskriftina að fiskisúpunni þarf: 1 stór fiskhaus 1 lítil ýsa salt pipar hveiti n\jólk Byrjið á því að skola fiskhausinn og ýsuna. Seljið hvort tveggja á pönnu með einum lítra af köldu vatni. Bætið út í tveimur teskeiðum af salti. Sjóðið vatnið og fleytið froðuna ofan af vatninu. Bætið við pipar og látið sjóða við vægan hita í 40 mínútur. Síið beinin úr og setjið aftur á pönnuna. Hrærið tvær teskeiðar af hveiti saman við bolla af mjólk. Sjóðið þar til súpan þykknar. Athug- ið hvort vantar meira af salti eða pipar. Reiðið fram með heitu brauði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.