Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Svona ýmislegt! HÆ, Myndasögur! Gætuð þið gert mér greiða? Viljið þið biðja um síma og heimilisfang hjá Halldóri Karli Halldórssyni. Ég vil ekki gefa upp nafn. - Innskot Myndasagna Moggans (MM): Þá er komið að því, Halldór Karl, ef þú ert áhuga- samur sendir þú síma og heimilisfang til: Myndasögur Moggans - Svona ýmislegt Kringlunni 1 103 Reykjavík og við komum því til leynd- ardómsfullu stelpunnar sem spurði (við höfum heimilisfangið hennar!). Viðurkenning Ég heiti Guðrún og les ALLTAF blaðið ykkar og mig langaði að segja ykk- ur, að þetta er ROSALEGA GOTT BLAÐ. Þakka kærlega fyrir. - Myndasögur Moggans þakka fyrir sig. Ég vil senda kveðjur til Kristínar, Þórdísar, Ölmu, Maju, Guðlaugar og líka til Eyglóar á Selfossi. Líka til ömmu og afa í Reykjavík, til ömmu og afa á Eski- firði, frá ykkar elskulega bamabarni. Ingunn Eir Friðriksdóttir, Fífubarði 10, 735 Eskifjörður. Sumarhátíð Síðustu forvöð ÞESSI mynd heitir Sumarhá- tíð. Þetta eru börn með ís, flugdreka og fána. Myndina teiknaði Unnur Helga Briem, 5 ára síðan í maí, og hún býr á Bergstaðastræti 84, 101 Reykjavík. Það eru síðustu forvöð að halda sumarhátíð. Veðrið undanfarna daga hefur minnt okkur á að sumri hallar; rok, rigning og nepja (= bitur kuldi, nístandi vindur). Kveðjumynd ÚLFHILDUR Flosadóttir, 8 vinkonu sinni og Snorra bróður ára, Stóragerði 11, Reykjavík, hennar. Tinna og Snorri eru sendi þessa mynd af Tinnu flutt í Kópavoginn. VEGNA þrengsla urðu hinar vinsælu Lausnir að bíða birt- ingar í síðasta blaði og þökk- um við sýnda biðlund, kæru lesendur. oOo Höfuð númerað með tölu- stafnum sjö mun vera rétta svarið. oOo Lausnir Skjaldbökunni er hollast að fara leiðina, sem merkt er með bókstafnum sé. oOo Auðvitað er ekki neitt svar í Lausnum við minnisprófinu. Þið eigið að standa á eigin fótum þar. oOo Fleira en eitt svar er við talnaþrautinni; t.d. (= til dæmis) 6 - 16 - 28; 4 - 28 - 18; 36 - 8 - 6. oOo Laufblöð númer eitt og fimm eru eins útlits. oOo GRETTW '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.