Morgunblaðið - 12.09.1996, Page 1

Morgunblaðið - 12.09.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Dean Martin til Hong Kong DEAN Martin, enski útherjinn sem Ieikið hefur með 2. deildarliði KA á Akureyri í knattspyrnu undanfarið, er á leið úr landi og verður því ekki með í síðustu leikjum liðsins í deildinni í sumar. Martin hefur samið við félag í Hong Kong og leikur með því í vetur, en KA-menn gera sér að sögn vonir um að hann komi til Akureyrar á ný næsta sumar og verði með félag- inu í baráttu um 1. deildarsæti á ný á næstu leiktíð. 9 r in 9 c .f KNATTSPYRNA Sammer bestur í Þýskalandi MATTHIAS Sammer, miðvörður Dortmund og þýska landsliðsins, var í gær útnefndur knatt- spyrnumaður ársins 1996 í Þýskalandi af íþrótt- afréttamönnum. Þetta er annað árið í röð sem hann er útnefndur. Sammer, sem er 29 ára, fékk 166 atkvæði í kjörinu, sem knattspyrnutímariðið Kicker stendur fyrir. Jiirgen Klinsmann, miðheiji Bayem Miinchen og fyrirliði landsliðsins, varð I öðru sæti með 154 atkvæði og markvörðurinn Andreas Köpke, fyrrum markvörður Frankfurt, sem leikur nú með Marseille í Frakklandi, varð þriðji með 91 atkvæði. Sammer er fyrirliði Dort- mund, sem varð þýskur meistari annað árið í röð. 1996 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER BLAD Sheringham frá ísexvikur TEDDY Sheringham, framherjinn snjalli hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur, meiddist á dögunum á æfingu enska landsliðsins í Moldavíu, fyrir leik Englendinga og heima- manna í heimsmeistarakeppninni í knattspymu. Nú er komið I yós að meiðslin eru verri en í fyrstu var talið og ljóst að Sheringham verður frá keppni í sex vikur. Hann tognaði í læri. Stærsti sigurinn í Madríd ATLETICO Madrid fagnaði stærsta sigrinum í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu en spænska liðið tók á móti rúm- ensku meisturunum Steaua Búkarest og vann 4:0. Arg- entínumennirair Juan Ed- uardo Esnaider og Diego Simeone voru í sviðsljósinu í Madrfd. Esnaider gerði tvö mörk í fyrri hálfleik og Sim- eone endurtók leikinn eftir hlé en á myndinni fagnar hann fyrra marki sínu. Óvæntustu úrslitin urðu í Mílanó þar sem AC Milan tap- aði 3:2 á móti Porto. ■ Keppnin/B4-B5 AC Milan sigur- stranglegast þrátt fyrir tap AC Milan er talið líklegast hjá enskum veðbönkum til að lyfta bikarnum í Meistaradeild Evrópu í vor þrátt fyrir að hafa tapað 3:2 á heimavelli á móti Porto í 1. umferð í gærkvöldi. Fyrir leiki kvðlds- ins vom líkurnar á sigri AC Milan sagðar vera 8 á móti 11 en 1 á móti 2 þegar úrslitin lágu fyrir. Juve kemur næst (3/1), þá Ajax (5/1) og síðan Manchester United (6/1). Lárus Orri er undir smásjá Newcastle Lárus Orri Sigurðsson, vamar- maðurinn sterki hjá Stoke City í ensku 1. deildinni, hefur verið undir smásjá stórliðsins Newcastle United síðustu vikumar. íslenski landsliðsmaðurinn hefur leikið mjög vel með Stoke og út- sendari frá Newcastle hefur fylgst með honum í nokkrum leikjum. Það fékk Morgunblaðið staðfest í herbúðum Stoke í gær. Lárus Orri gat lítið sagt um málið er Morgunblaðið ræddi við hann, enda sagði hann leikmenn oft þá síðustu til að frétta af því þó áhugi annarra félaga væri stað- reynd. „En það yrði örugglega allt í lagi að leika með Alan Shearer í liði - að minnsta kosti betra að vera með honum en á móti!“ sagði Lárus Orri í gríni, en kvaðst raun- ar ekkert vita um málið. Sóknar- leikur Newcastle liðsins hefur verið frábær, enda valinn maður í hverju rúmi í fremstu víglínu, þar á með- al enski landsliðsmiðheijinn Shear- er, dýrasti leikmaður heimsins, en vörnin hefur oft brugðist. Keegan hyggst reyna að laga þann leka í von um að púsla endanlega saman liði sem getur orðið enskur meist- ari og svo virðist sem Lárus Orri geti verið inni í framtíðarplani Keegans. Manchester City undirbjó tilboð í íslendinginn á dögunum, eins og fram kom í Morgunblaðinu, og hugðist bjóða eina milljóna punda í hann, andvirði rúmlega 100 millj- óna króna. Það var Alan Ball, knattspyrnustjóri félagsins, sem ætlaði sér þannig að styrkja vörn þessa gamalgróna liðs, sem féll í 1. deild í vor - enda veitir víst ekki af því, en síðan hætti Ball störfum hjá City og tilboðið var aldrei sent. Ahugi annarra liða á Lárusi Orra kemur þeim sem grannt fylgj- ast með Stoke ekki á óvart. „Hann hefur verið frábær í vetur. Hefur verið geysilega sterkur í vörninni og er orðinn fyrsti maður í liðið, þegar það er valið,“ sagði blaða- maður á Stoke Evening Centinel við Morgunblaðið í gær. KIMATTSPYRIMA: KR-INGAR LEIKA TIL SIGURS Á MÓTIAIK / B8 i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.