Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 5

Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 B 5 KIMATTSPYRNA Manchester United hefur ekki sigrað í Evrópuleik á Ítalíu ítæplega 30 ár Evrópumeistarar Juve byriuðu með glæsibrag í fimm mánuði. Hér togar hann nna í gærkvöldi. plaði tmund Esnaider gaf tóninn strax á fimmtu mínútu er hann átti skot í stöng. Hann var nálægt því að skora fyrsta markið á 28. mínútu er hann var að sleppa inn fyrir vörn Steaua og Marius Baciu braut á honum og fékk að líta rauða spjaldið að launum. Rúm- enska liðið lék því mest allan leik- inn einum leikmanni færri og átti varla eitt einasta skot að marki. Markvörður þeirra, Daniel Ghera- sim, átti frábæran fyrri hálfleik en bæði mörkin í síðari hálfleik, sem Simeone gerði, má skrifa á /mwr FOLK ■ MÓNAKÓ fagnaði sigri í gegn Hutnik Krakow í Póllandi, 1:0, í UEFA-keppninni, þó svo að liðið hafi leikið með tíu leikmenn mest- an hluta seinni hálfleiksins. Philippe Leonard var rekinn af leikvelli á 62. mín., eftir að hafa séð sitt annað gula spjald. Níger- íumaðurinn Viktor Ikpeba skor- aði sigurmark Mónakó, sem réði ferðinni allan leikinn, þremur mín. fyrir leikslok. ■ ANDREI Tikhonov var hetja Spartak Moskvu í 3:2 sigri á danska liðinu Silkeborg í UEFA- keppninni í gær. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum og bjargaði síðan á marklínu hinu megin á lokamínútu leiksins er Danir gátu jafnað. Ruslan Nig- matullin, markvörður Spörtu, var rekinn af leikvelli á 88. mín. fyrir að handleika knöttinn utan víta- teigs. Kanada stöðvaði sigur- göngu Bandaríkjanna Kanada stöðvaði sigurgöngu Bandaríkjanna í heimsbikar- keppninni í íshokkíi með 4:3 sigri í fyrsta leik af mest þremur í úrslita- rimmunni um gullið sem fór fram í Philadelphia í fyrrinótt. Aðeins Bandaríkjamenn fóru í gegnum for- keppnina án þess að tapa en að þessu sinni mættu þeir oij'örlum sínum. Steve Yzerman gerði sigurmark- ið þegar 10 mínútur og 37 sekúnd- ur voru liðnar í bráðabananum að venjulegum leiktíma loknum. „Ég skaut til hliðar á markið og Richter sló pökkinn í netið,“ sagði Yzerman um sigurmarkið. „í raun missti ég marks.“ Bandaríkjamenn sögðu að dæma hefði átt markið af vegna rangstöðu. „Þetta var rangstöðu- mark en samt sem áður lékum við ekki nógu vel til að sigra og sigur Kanadamanna var sanngjarn," sagði Ron Wilson, þjálfari Banda- ríkjamanna. „Ömurlegt er að verða vitni að atviki eins og rangstöðu- marki en þetta gerist. Brind’Amour var rangstæður." Eric Lindros hjá Philadelphia Fly- ers kom Kanada á bragðið og gerði eina markið í fyrsta leikhluta, skot af um 16 metra færi þegar Kanada- menn voru einum fleiri. Varnarmað- urinn Darian Hatcher hjá Dallas kom Bandaríkjunum yfir í öðrum leikhluta með tveimur mörkum en Claude Lemieux hjá Stanley-bikar- meisturum Colorado jafnaði á síð- ustu mínútu leikhlutans eftir send- ingu frá Mark Messier, leikmanni New York Rangers. Theo Fleury hjá Calgary gerði þriðja mark Kanada þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar í þriðja leikhluta og leit út fyrir að það yrði sigurmarkið en Brian Leetch, varnarmaður hjá Rangers, jafnaði þegar sjö sekúnd- ur voru til leiksloka. Lið Kanada var sókndjarfara í venjulegum leiktíma og átti sjö skot að marki gegn einu í bráðabanan- um. Dómarinn fékk pökkinn í and- litið í þriðja leikhluta og varð fjórum tönnum fátækari fyrir vikið auk þess sem annar dómari varð að taka við. Bandaríkjamenn unnu m.a Kanadamenn i undankeppninni en sjá fram á að úrslitin geta ráðist í Montreal í nótt. „í svona leikjum ræður reynslan úrslitum,“ sagði Glen Sather, þjálfari Kanada. „Við vitum hvernig á að sigra þegar mikið liggur við.“ TÉKKINIM Karel Poborsky hjá Manchester United tll vinstrl og Frakkinn Didi- er Deschamps berjast um boltann í leik Juventus og Man. United í gærkvöldi. EVRÓPULEIKUR ÁRSINS «.......... sSJ /ilíD . Jtlir / MIKILVÆGUR ^ KR - AIK Laugardalsvöllur (immtudaginn 12. sept kl. 19.00 Upphitun á Aski v/Suðurlandsbraut frá kl. 17.00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar á vægu verði. Cvrópumeistarar Juventus fóru á kostum í Tórínó ™ í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Englands- og bikarmeisturum Manchester United í fyrsta leik c-riðils meistaradeildar Evrópu. Heimamenn unnu 1:0 með glæsilegu marki Króatans Alens Boksic eft- ir liðlega hálftíma leik en yfirburðir heimamanna voru mun meiri en markatalan gefur til kynna. Boksic var gagnrýndur fyrir að fara illa með færin í deildarleik Juve í Reggiana um helgina en hann stóð vel fyrir sínu í fyrsta Evrópuleik sínum með Juve og markið var vel gert. Einu sinni sem oftar misstu gestirnir boltann á vallarhelmingi heima- manna sem sneru vörn skjótt í sókn; Frakkinn Zined- ine Zidane gaf hárnákvæma sendingu fram á Boksic, sem hristi Nicky Butt af sér og sendi framhjá danska markverðinum Peter Schmeichel en hann renndi sér örvæntingarfullur á móti Króatanum án árangurs. Yfirburðir Juve voru sérstaklega miklir í fyrri hálfleik og hvað eftir annað splundruðu leikmenn liðsins flatri fjögurra manna vörn United með hröðu spili upp kantana og sendingum fyrir markið en mótherjarnir voru varla með. Eftir eina slíka sókn upp vinstri kantinn að tveggja stundarfjórðunga við- ureign lokinni fengu heimamenn aukaspyrnu rétt utan vítateigs. í framhaldi af henni varði Schmeic- hel þrumuskot frá Gianluca Pessotto en hélt ekki boltanum. Fyrirliðinn Antonio Conte náði honum og skoraði en var dæmdur rangstæður. Conte fékk líka gott færi á móts við fjærstöng snemma leiks eftir sendingu frá Boksic utan af vinstri kanti en fyrirlið- inn hitti boltann illa, skaut í jörð og þaðan fór bolt- inn yfir markið. Alessandro Del Piero lék á Gary Neville á 27. mínútu og gaf fyrir frá vinstri en Christian Vieri skallaði yfir úr opnu færi. Með öðrum orðum átti Juve fyrri hálfleikinn og þó meiri broddur hefði verið í United eftir hlé geta gestirnir þakkað fyrir að hafa ekki tapað með meiri mun. Juve sigraði Ajax í úrslitaleik keppninnar á liðnu vori en aðeins sex leikmenn í sigurliðinu þá voru með Juve að þessu sinni. En þrátt fyrir miklar breyt- ingar lofa Evrópumeistaramir góðu. Þetta var fimmti Evrópuleikur Manchester United á Italíu síðan tímabilið 1957 til 1958 og hafa þeir allir tapast með samtals markatölu 12:1. ISHOKKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.