Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 8
mmmmmmmmwmmm mmmmimmm KNATTSPYRNA t { Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson Landslidsmenn KR-inga ÞAÐ mun væntanlega mæða mikið á landsliðsmönnum KR-inga í leiknum gegn AIK á Laugardalsvelli í kvöld. Hér eru þeir í Tékklandi í síðustu viku, frá vinstri: Ríkharður Daðason, Kristján Finnbogason, Einar Þór Daníelsson og Heimir Guðjónsson. KR og AIK leika fyrri leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli „Leikum til sigurs“ KR og AIK leika fyrri leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa á Laug- * árdalsvelli kl. 19 íkvöld. Þetta verður 25. Evrópuleikur KR en liðið lék fyrst íslenskra liða í Evr- ópukeppni, árið 1964, og mætti þá Liverpool. KR-ingar hafa að- eins unnið tvo Evrópuleiki, gegn Grevenmacher frá Lúxemborg f fyrra og á mót Mozyr frá Hvíta- Rússlandi fyrr f sumar. Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga, sagðist bjartsýnn fyrir leikinn. „Við förum í þennan leik til að sigra, ætlum ekki að leggjast í vörn heldur leika okkar hefðbundna sóknarleik. Ég sá AIK spila á móti Örgryte í sænsku deildinni fyrir skömmu og miðað við þann leik eigum við að geta náð hagstæðum úrslitum. Lið Orgryte lá þá í vörn allan leikinn og því kannski erfitt að átta sig á styrkleika AIK, en það eru margir góðir leikmenn í liðinu. Þetta verður erfiður leikur en ef við náum að leika eins og við getum best er ég óhrædd- ur. Við eigum að minnsta kosti meiri möguleika gegn AIK en á móti Barc- elona eða Liverpool," sagði Lúkas á blaðamannafundi í gær. „Við þurfum að ná hægstæðum úrslitum hér heima til að hafa með okkur gott veganesti til Stokkhólms eftir hálfan mánuð. Heimaleikurinn er okkur því mjög þýðingarmikill, þó svo að við höfum verið að standa okkur betur á útivöllum í deildinni í sumar. Eftir tapið á móti Breiða- bliki hefur liðið verið á uppleið og ég er ánægður með síðustu tvo leiki okkar í deildinni. Strákarnir eru all- ir staðráðnir í að standa sig og ég veit að þeir bera enga virðingu fyrir sænska liðinu," sagði þjálfarinn. Hann sagði að Guðmundur Bene- diktsson myndi ekki byija leikinn, en væri tilbúinn að koma inn á. Vanmetum ekkí KR-inga Erik Hamrén, þjálfari AIK, sagði að leikurinn gegn KR yrði erfiður. „Ég horfði á KR-inga leika gegn Fylki um daginn og sá þá að þeir eru með gott lið. Þeir léku þá mjög léttleikandi sóknarknattspyrnu þar sem þeir notuðu kantana vel. Við erum líka með gott lið og því tel ég góða möguleika á því að við kom- umst áfram, en það verður erfitt og ræðst mikið af úrslitum leiksins hér í Reykjavík. íslenskir knattspyrnu- menn hafa verið í mikilli framför. íslendingarnir sem leika með sænsk- um liðum hafa staðið sig vel og eins hefur íslenska landsliðið verið að gera góða hluti, náði meðal annars jafntefli á móti Svíum í Stokkhólmi í undankeppni EM. Þau úrslit stað- festa að við getum ekki vanmetið KR,“ sagði Hamrén. Hann sagði að almenningur í Sví- þjóð teldi þennan leik auðveldan fyr- ir AIK. „En við sem stöndum í þessu vitum betur og komum því einbeittir til leiks á Laugardalsvelli." GOLF Síðasta stigamót sumarsins ferfram í Grafarholtinu á laugardaginn Birgir og Ólöf örugg með sigur Attunda og síðasta golfmótið sem gefur stig til landsliðs, verður haldið á Grafarholtsvelli á laugar- daginn og munu kylfingar leika 36 •irholur þann daginn, fyrri hringurinn hefst klukkan átta árdegis en sá síðari um kl. 13. Staðan eftir sjö stigamót er þann- ig að í karlaflokki hefur Birgir Leif- ur Hafþórsson úr Leyni 42 stiga forystu á Björgvin Sigurbergsson úr Keili. Sá fyrmefndi hefur 405 stig en Björgvin 363. Birgir Leifur er því næsta öruggur með að verða stigameistari að þessu sinni því þó Björgvin geti vel fengið um 60 stig með mjög góðum leik báða hringina er ólíklegt annað en Birgir Leifur fái nægilega mörg stig til að tryggja sér sigurinn. Hjá stúlkunum er Olöf María Jónsdóttir úr Keili með 24 stiga forystu á Herborgu Arnars- dóttur úr GR og er nokkuð örugg með sigur í stigamótunum, Herborg er með 284 stig en Ólöf María með 308. Herborg getur þó hugsanlega fengið um 40 stig en Ólöf María mun örugglega fá einhver stig í mótinu um helgina og tryggja sér þar með sigurinn í stigamótinu. Það gæti hugsanlega orðið nokk- ur barátta um næstu sæti á eftir því þar er munurinn ekki eins mik- ill. Þórður Emil Ólafsson úr Leyni er í þriðja sæti með 356 stig, næst- ur er Þorsteinn Hallgrímsson úr Eyjum með 345. Öm Arnarson úr Leyni er stigi á eftir og Björgvin Þorsteinsson úr GA er í sjötta sæti með 333 stig. Þórdís Geirsdóttir úr Keili er í þriðja sæti hjá konunum með 241 stig og Ragnhildur Sigurðarsdóttir úr GR hefur 195 stig í fjórða sæti. AIK bauð Guðmundi samning GUÐMUNDUR Benediktsson æfði með AIK liðinu vorið 1995, áður en hann ákvað að ganga til liðs við KR-inga. „Ég var hjá lið- inu um tíma og æfði með því og var síðan boðinn samningur, en hann var ekki nægilega freist- andi og því ákvað ég að leika frekar hér heima með KR,“ sagði Guðmundur. Bibercic markahæstur MIHAJLO Bibercic, sem lék með KR í fyrra, hefur skorað flest mörk KR-inga í Evrópukeppni. Hann skoraði 4 mörk; 2 á móti Grevenmacher og 2 á móti Ever- ton. KR hefur leikið 24 EM leiki, unnið tvo, gert tvö jafntefli en tapað 20 leikjum. Markatalan er 22:89. Ellert lék 12 Evrópuleiki ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður KSÍ, lék 12 Evrópuleiki með KR á árunum 1964 til 1969. Hann var fyrirliði KR í fyrsta Evrópuleik íslensks liðs, KR-Liverpool, á Melavellin- um 1964. AIKer KR Sviþjóðar EINN íslendingur hefur leikið með AIK, Hörður Hilmarsson, en hann lék með liðinu 1980 og 1981. „Það fyrsta sem mér datt hug þegar ég kom út var að AIK minnti mig mjög á KR; fornfrægt félag sem hafði ekki unnið stóran titil í nokkurn tíma,“ segir Hörð- ur í leikskrá sem KR-ingar gefa út fyrir leikinn. Norskur dómari TORE Hollung frá Noregi dæmir leikinn í kvöld. Honum til aðstoð- ar eru Tore Aaland og Teije Pettersson. Eftirlitsmaður UEFA er Malcohn Moffet frá Norður-írlandi. Englendingur- inn Stephen Lodge dæmir síðari leikinn á Rásunda-leikvanginum eftir hálfan mánuð. KR-ingar hita upp á Órkinni KR-liðið fór til Hveragerðis í gærkvöldi og bjó á Hótel Örk í nótt. Liðið kemur síðan með rútu til Reykjavíkur rétt fyrir leik í kvöld. Stuðnings- menn KR hittast á Aski STUÐNINGSMENN KR-inga ælta að hittast á veitingahúsinu Aski kl. 17 til að hita upp fyrir Evrópuleikinn sem hefst kl. 19. Miðaverð fyrir fullorðna í stúku er 1.200 krónur, en 300 fyrir börn. Aðgangur er ókeypis fyrir 10 ára og yngri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.