Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆItl Einkavæðing Skýrr hf. /4 ÚTFLUTNINCUR Pizza 67 til Danmerkur /6 plorgtinMíiíiiö TÖLVUR Lognið á undan storminum /7 VIDSKIPn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 BLAÐ Víetnam FYRIRTÆKIÐ Nordic Techno- logy Solutions (NTS), sem er m.a. í eigu Skýrr, Pósts og síma og HeH, dótturfyrirtækis Islenskra aðalverktaka, hefur ákveðið að opna skrifstofu í Víetnam með einum starfsmanni. Skrifstofunni er ætlað annast markaðssetningu og dreifingu í Asíu, einkum í Víet- nam. Sjá bls. 4b. Hugverk Ráðstefna um þróun hugverka- réttinda verður haldin á Hótel Sögu í dag á vegum Einkaleyfa- stofunnar, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis og Samtaka um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Þar verður m.a. fjallað um alþjóðlega þróun á sviði vörumerkja og hönn- unar, þýðingu vörumerkjaverndar fyrir íslenskt atvinnulíf og al- þjóðasamstarf á sviði einkaleyfa. Kína Íslensk-kínverska viðskiptaráðið stendur fyrir félagsfundi í dag kl. 16. í Húsi verslunarinnar. Þar mun Hr. Zhang Gujoun.fulltrúi frá ráðuneyti utanríkisviðskipta í Kina, fjalla um fjármálamark- aðinn í Kína og möguleika til fjár- festinga. Hann mun dvelja á Norð- urlöndum í eitt ár. SÖLUGENGI DOLLARS íslenskar sjávarafurðir Úr milliuppgjöri 1996 Rekstrarreikningur Mnijónir króna Jan.-júní 1996 1995 Rekstrartekjur Rekstrargjöld 16.164 15.815 20.185 19.950 Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta Fjármagnsgjöld Reiknaðir skattar 350 54 95 235 103 30 Hagnaður tímabilsins 201 101 Efnahagsreikningur Milljónir króna Eignir: Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals Skuldir oq eigid (ó: | Skammtímaskuldir 6.067 4.933 Langtfmaskuldir 947 894 Eigið fé 1.664 1.163 Skuldir og eigið fé samtals 8.827 7.320 30/6 '96 6.995 1.832 8.827 30/6 '95 5.684 1.636 7.320 Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 18,8% 1,15 261 15,9% 1,15 206 * Metvelta og afkoma hjá Islenskum sjávarafurðum hf. á fyrri árshelmingi Hagnaður nam 201 millj. kr. HAGNAÐUR íslenskra sjávarafurða hf. og dótturfyrirtækja (IS) nam 201 milljón króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins og er hann tvöfalt meiri en hagnaðurinn allt árið í fyrra, sem nam 101 milljón. Velta samstæðunnar nam rúmum 16 millj- örðum króna fyrstu sex mánuði þessa árs en um 20 milljörðum allt árið í fyrra. Þegar hefur komið fram í fréttum að velta íslenskra sjávaraf- urða jókst um 5 milljarða á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Á töflunni birtast helstu tölur úr milliuppgjöri samstæðunnar. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera ánægður með útkomuna og hina miklu veltuaukningu á tíma- bilinu. „Meginástæðan fyrir þessari miklu aukningu er framleiðsluaukn- ing hjá framleiðendum ÍS á tímabil- inu. Það segir sína sögu að heildar- framleiðsla frystra afurða hjá ÍS jókst úr 40 þúsund tonnum fyrstu átta mánuði ársins 1995 í 100 þús- und tonn fyrstu átta mánuði þessa árs. Aukningin nemur um 150% og hana má að mestu leyti þakka stór- auknum umsvifum ÍS, bæði hér heima og sérstaklega í Rússlandi." Landvinnslan að gefast upp Benedikt segir að ÍS hafí í síaukn- um mæli lagt áherslu á að öðlast betri aðgang að bolfiski og þá sér- staklega Alaskaufsa og lýsingi til að styrkja sölunet sitt, „Tilgangur- inn með auknum umsvifum fyrir- tækisins í Rússlandi og Namibíu var ekki síst sá að öðlast betri aðgang að þessum tegundum enda eru þetta mikilvægustu bolfísktegundir í heimi. Þessi viðleitni okkar er sér- staklega þýðingarmikil nú því að bolfiskvinnslan í landi er að gefast upp. Ef sölusamtökin treystu ein- göngu á landvinnsluna til hráefni- söflunar en leituðu ekki fanga er- lendis væri mikil hætta á því að ís- lendingar yrðu fyrir gífurlegum skaða á erlendum mörkuðum. Það er því gífurlegt hagsmunamál fyrir þjóðina að sölusamtökin styrki sölu- net sitt með því að tengjast erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum.“ Aukinn kvóti í Namibíu ÍS mun áfram reyna að afla við- skipta við framleiðendur erlendis en Benedikt vill þó ekki nefna hvort samningar við ný fyrirtæki séu í deiglunni. „Nú síðast í dag [í gær] var kvóti okkar framleiðanda Sea- flower Whitefish Corporation í Namibíu aukinn um 3.000 tonn, eða í 13 þúsund tonn með góðri aðstoð íslensku utanríkisþjónustunnar, sem byggt hefur upp gott samstarf við stjórnvöld í Namibíu. Þá eigum við í viðræðum við Rússa um framleng- ingu á samningnum, sem gerður var í fyrra.“ Benedikt segist vera sæmilega bjartsýnn á rekstur samstæðunnar síðari hluta ársins en vill þó engu spá um hvort hagnaðurinn verði eins mikill og á fyrri hluta þess. „Það bendir margt til að það sé góð síldar- vertíð fram undan og það lítur vel út með sölu á síld til manneldis til ýmissa Evrópulanda. Við vonumst einnig eftir góðri loðnuvertíð og síð- ast en ekki síst væntum við áfram- haldandi góðs árangurs af erlendum verkefnum." 1 & , LANDSBREF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Til fyrirtœkja og vekstravaðila: Hactkvœm lán til! 25 ára I • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. 108 REYKJAVIK, S í M I 588 9200, BRÉFASÍMI 5 8 8 8 5 9 8 SUÐURLANOSBRAUT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.