Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs í sept. 1996 (178,4stig) 0 Matvörur(16,4%) -0,75% ■ Maí 1988 = 100 06 Kartöflur og vörur úr þeim (0,6%) l 07 Sykur (0,2%) I |+1,6% 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) -0,1 % i -0,6% □ 111 Gosdrykkir og iéttöl (1,1 %) 2 Föt og skófatnaður (5,7%) /CS, 0+0,3% 21 Fatnaður (4,2%) LD V Q +0,4% 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,8%) Eö EB ®S+1-0% 31 Húsnæði (14,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,6%) I +0-1% Breyting 5 Heilsuvernd (2,9%) fráfyrri manuðl 6 Ferðir og flutningar (20,3%) 63 Notk. alm. flutningstækja (1,1 %) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,8%) ■ +1,0% 74 Skólaganga (1,5%) r i +4,0% 8 Aðrar vömr og þjónusta (14,%) 1 +0,2% 82 Ferðavörur, úr, skartgr. (0,6%) -3,( 1%| L | 83 Veitingahúsa- og hótelþjón. (3,4%) ra-1,1% Tölurlsvigum VIRR til v&gis VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) I! +0,2% einstakra liða. Verðbólgiihraðinn 3,9% sl. þijá mánuði Markaðsverð íbúðarhúsnæðis fer hækkandi SÍA-stofur með 1,9 milljarða ársveltu VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í septemberbyrjun reyndist vera 178,4 stig og hækkaði um 0,2% frá ágústmánuði. Samsvarar þetta um 2,7% verðbólgu á heilu ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5%. Undanfarna þtjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,0%, sem jafngildir 3,9% verðbólgu á ári, skv. tilkynningu frá Hagstofu íslands. Kartöflur lækkuðu um tæplega 19%, sem lækkaði vísitölu neyslu- verðs um 0,10%. Húsnæðisliðurinn hækkaði um 1,2%, sem hækkaði vísitöluna um 0,18%. Þar er um að ræða u.þ.b. 2% hækkun á mark- aðsverði íbúðarhúsnæðis á þriðja ársfjórðungi. Hækkun á skóla- gjöldum um 4,0% olli 0,06% hækk- un neysluverðsvísitölunnar, Vísitala neysluverðs í september giidir til verðtryggingar í október. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbind- ingar, sem breytast eftir lánskjara- vísitölu, er 3.623 stig fyrir október. Verðbólgan í ríkjum Evrópu- sambandsins var 2,5% að meðal- tali frájúlí 1995 til júlí 1996, lægst í Finnlandi, 0,5% og 0,6% í Sví- þjóð. Verðbólgan á Islandi á sama tímabili var 2,4% og í helstu við- skiptalöndum íslendinga 2,1%. BYKO opnar verslun í Reykja- nesbæ BYKO hf. hefur í hyggju að opna byggingavöruverslun í Reykjanesbæ nú í byrjun október. Fyrirtækið hefur gengið frá samningum við Kaupfélag Suðurnesja um leigu á húsnæði því sem nú er verið að reisa í framhaldi af bruna hjá Járn- og skip, byggingavörudeild kaup- félagsins, að því er segir í frétt frá samningsaðilum. í samningum BYKO og kaupfélagsins felst jafnframt að BYKO mun annast áfram- haldandi rekstur fullkominn- ar byggingavöruverslunar á svæðinu. Fyrsti hluti verslunarinnar verður sem fyrr segir opnaður í byijun október en seinni hluti henn- ar verður opnaður eins fljótt og auðið er. Eflir starfsemina á Suðurnesjum „Með þessu er BYKO að efla starfsemi sína á Suður- nesjum, en þar hefur BYKO rekið stærstu glugga- og hurðaverksmiðju landsins undanfarin ár. BYKO og Kaupfélagið vænta áfram- haldandi góðs samstarfs og eru þess fullviss að þetta samstarf sé hagstætt fyrir íbúa og aðila byggingariðn- aðarins á Suðurnesjum,“ segir ennfremur í tilkynn- ingu frá samningsaðilum. SAMANLÖGÐ velta þeirra 8 aug- lýsingastofa sem aðild eiga að Sambandi íslenskra auglýsinga- stofa (SÍA) nam alls tæplega 1,9 milljörðum á árinu 1995. Er það um 21% aukning frá árinu 1994, en hafa þarf í huga að ný stofa Fíton bættist við á árinu 1995 eft- ir sameiningu Grafít og Atóm- stöðvarinnar. Að henni undanskil- inni nemur veltuaukningin tæplega 13% á milli ára. A meðfylgjandi mynd sést hver velta einstakra stofa hefur verið á undanförnum árum. Hallur A. Baldurssson, formað- ur SÍA segir í ávarpi sínu í nýútkominni ársskýrslu sambands- ins að íslenskar auglýsingastofur hafi gengið gegnum mikinn hreins- unareld á undanförnum árum. Arið 1988 voru 18 auglýsingastofur innan Sambands íslenskra auglýs- ingastofa, en nú átta árum síðar eru þær 8 talsins. Starfsmönnum hefur fækkað úr 195 í 100 manns á þessum tíma, en heildarveltan aftur á móti aukist nokkuð á þess- um tíma, reiknað á föstu verðlagi. Ríflega 40% markaðshlutdeild Það kemur fram hjá Halli að markaðshlutdeild SIA-stofanna hefur einnig haldist í horfinu og er hún nú ríflega 40% af heildar- veltu auglýsingamarkaðarins. SÍA stofur hafa þó mun stærra hlut- fall af veltu stærstu ijölmiðlanna, en hlutfall SÍA-stofa af birtingum í Ríkissjónvarpi og- Stöð 2 er ná- lægt 70%. Fjárhagsstaðan hefur einnig batnað umtalsvert. Veltuíjárhlut- fall hefur styrkst og eiginfjárhlut- fall stofanna tvöfaldast á síðast- liðnum 4 árum. Segir Hallur að mikil rekstrarhagræðing hafi átt sér stað meðal íslenskra auglýs- ingastofa og hún hafi þegar skilað sér til atvinnulífsins í aukinni hag- kvæmni við framkvæmd markaðs- og auglýsingaherferða. Velta auglýsingastofa innan SÍA1992-1995 * JBb/ Birtingarkostnaður hjá fjölmiðlum er meðtalinn Miiljónir króna 1992 1993 1994 1995 '94-'95 íslenska augl. 367,0 346,0 382,0 376,0 -1,6% Hvíta húsið 286,8 320,0 249,0 279,0 12,0% Gott fólk 224,4 263,0 241,5 254,0 5,2% AUK 196,0 205,0 229,0 236,0 3,1% Ydda 202,4 168,0 190,2 220,0 15,7% Hér og nú 84,0 75,0 90,3 140,0 55,0% Fíton 126,0 Argus f\ Samein. 96,0 81,0 170 0 124,0 -27,1% Orkin v 7994 86,2 87,0 SAMTALS 1.542,8 1.565,0 1.552,0 1.879,0 21,1% r EIGIÐ FYRIRTÆKI Á ^ SVIÐI NÁMSKEIÐSHALDS Deilan um eignarhald á spænsku saltfiskverksmiðjunni La Bacladera Fyrst viku þjálfunarnátnskeið fyrir vœntanlega umboðsmenn ... síðan ákvörðun! Crestcom þjálfun er veitt hjá fleiri en 80 sjálfstœðum umboðsmönnum í meira en 40 löndum. Við markaðssetjum námskeið í stjórnun og sölumennsku, sem byggja á nýjustu myndbandatækni og persónulegri kynningu. Þúsundir ánægðra viðskiptavina um heim allan. Fyrstu viðtöl fara fram í Reykjavík í lok september. Þeir umsækjendur sem verða samþykktir, þurfa að geta farið til Denver/Phoenix í 7-10 daga þjálfun innan 45-60 daga. Spennandi tækifæri á ört vaxandi starfssviði. Krafist er 70.000 dollara fjárfestingar, þar í innifalin þjálfun og búnaður. Upplýsingar veitir K Krausc í Bandaríkjunum. Sími: 00 1 303 267 8200 Fax: 00 1 303 267 8207 j/ \y CRESICOM- Troms Fisk segist aðeins hafa nýtt forkaupsrétt 01*6. CffiSTCOM iKTEMATIOIW. LTD FRAMKVÆMDASTJÓRI norska fyrirtækisins Troms Fisk, sem keypt hefur spænsku saltfiskverk- smiðjuna La Bacladera, þá sömu og SÍF hafði áður talið sig hafa gengið frá samningum um kaup á, segir að Troms Fisk hafi einung- is nýtt sér forkaupsrétt sinn sem falist hafi í hlutafé sem fyrirtækið hafi áður fest kaup á. Framkvæmdastjórinn segir jafn- framt að sér skiljist að einungis Sááfund sem finnur —góða aðstöðu! SCANDIC LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og stma 50 50 160 hafi verið undirrituð viljayfirlýsing um sölu verksmiðjunnar til SIF, en eiginlegur sölusamningur hafi aldr- ei verið gerður. Gunnar Örn Krist- jánsson, framkvæmdastjóri SIF, vísar þessum fullyrðingum hins vegar á bug og segir jafnframt að umrædd hlutafjárkaup norska fyrirtækisins hafi aldrei verið til- kynnt formlega. Jack Robert Moller, fram- kvæmdastjóri Troms Fisk, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að samningar um kaup á saltverk- smiðjunni hafi verið staðfestir og það sé því alveg ljóst að Troms Fisk sé eigandi hennar í dag. Viðræður við La Bacladera hafnarIfebrúar Hvað varðar þá staðhæfingu SÍF að verksmiðjan hafi verið tvíseld sagði Moller að mikilvægt væri að líta á þetta mál í réttri tímaröð. „Við áttum í viðræðum við La Bacladera strax í febrúar um kaup á hlutabréfum og við keyptum síð- an lítinn hlut í fyrirtækinu í maí á þessu ári. Þessir samningar voru ekki fullfrágengnir enn, en það var hins vegar ljóst að við vorum orðn- ir hluthafar í fyrirtækinu. Við vissum af því að SÍF hefði áhuga á því að gera slíkt hið sama, en við fengum hins vegar engar upplýsingar um að SÍF vildi kaupa alla verksmiðjuna. Ég sendi því símbréf til SÍF til að lýsa yfir furðu minni á því að okkur, sem hluthafa í La Bacladera, væri ekki tilkynnt um þessi kaup.“ Moller segir að í framhaldinu hafi fyrirtækið tekið upp viðræður við eigendur La Bacladera og gert kröfu á að nýta sér forkaupsrétt á hlutabréfum í fyrirtækinu, sem einn af hluthöfum þess. Þennan forkaupsrétt hafi fyrirtækið tryggt sér í samningum um kaup á upp- haflegum hlut í verksmiðjunni, og það hafi ákveðið að nýta sér hann til að kaupa öll hlutabréfin. Moller segir að yfirlýsingar SÍF um að fyrirtækið hafi verið búið að ná bindandi samningum við La Bacladera um kaup á verksmiðj- unni, séu alfarið mál SIF og La Bacladera. „Okkur skilst hins vegar að hér hafi aðeins verið um viljayf- irlýsingu að ræða,“ segir Moller. Klárlega um bindandi samning að ræða Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, vísar því á bug að aðeins hafi verið um viljayfirlýs- ingu að ræða. „Slík viljayfirlýsing er yfirleitt upp á um hálfa síðu en hér er um að ræða samning sem tekur til ýmissa hluta varðandi verksmiðjuna og er upp á einar 12 síður,“ segir Gunnar. Hann bendir jafnframt á að í þessum samningi sé ítrekað vísað til kaupanda og seljanda og því klárlega ekki um neina viljayfirlýsingu að ræða. Gunnar segir að hvað varði hlutafjárkaup Troms Fisk á sínum tíma í La Bacladera, þá hafi þar verið um hlutafjáraukningu að ræða, en nýir hluthafar hafi hins vegar aldrei verið tilkynntir til við- komandi hlutafélagaskrár á Spáni. „Þeir voru búnir að borga inn 35 milljónir peseta sem áttu að vera hlutafé. Því var hins vegar aldrei lýst formlega né haldinn formlegur hluthafafundur til að skrásetja að hækkun á hlutafé hefði átt sér stað. Samkvæmt firmaskrá í San Sebastian er hlutafé skráð 200 milljónir pe- seta.“ Að sögn Gunnars var hins vegar í efnahagsreikningi að finna upp- lýsingar um væntanlegt hlutafé í fyrirtækinu, en hins vegar hafi ekki verið búið að ganga formlega frá þeirri hlutafjáraukningu við undirskrift kaupsamninganna. Morgunblaðið náði tali af Sant- iago Fuerdes, talsmanni fyrrum eigenda La Bacladera, í gær en hann sagðist ekki geta tjáð sig um þetta mál að svo stöddu, en að fyrirtækið myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag, fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.