Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI * Islenskir veitingamenn og fjárfestar stofna fyrirtæki til að flytja út íslenska flatbökumenningu PIZZA 67 á sér ekki langa sögu að baki. Árið 1992 opnuðu fjórir ungir menn pizzastað undir þessu nafni í Nethyl í Reykjavík og lögðu áherslu á heimsendingar á pizzum. Staðurinn náði brátt miklum vin- sældum á reykvískum pizzamarkaði og ári síðar var annar staður opnað- ur í Tryggvagötu. Brátt fóru aðilar í veitingarekstri úti á landi að sýna vörumerkinu áhuga og föluðust eftir því að fá að nota nafnið við rekstur veitingastaða sinna. Haustið 1993 voru tveir slíkir staðir opnaðir úti á landi, annar á Selfossi en hinn á Akranesi. Þeir ■ keyptu framleiðslusérleyfi hjá Pizza 67 en fengu í staðinn að nota nafn keðjunnar, matseðil og uppskriftir. Síðan hefur stöðunum fjölgað jafnt og þétt og er Pizza 67 nú orðin stærsta veitingahúsakeðja á íslandi með samtals 15 staði, fjóra á höfuð- borgarsvæðinu en 11 á landsbyggð- inni. Nú hafa fjórmenningarnir selt staðinn í Nethyl en tveir þeirra reka enn staðinn í Tryggvagötu. Fyrir- tæki fjórmenninganna á hins vegar nafnið sameiginlega og fá sérleyfís- tekjur af því. Einar Kristjánsson, rekstrarhag- fræðingur, einn fjórmenninganna, seldi sinn hlut í staðnum á Tryggva- götu á síðasta ári og fór að kanna • möguleika á því að markaðssetja Pizza 67 erlendis. Hann segir að þá hafi Pizza 67 verið búið að ná svo góðri útbreiðslu á íslandi að erfítt hafí verið að gera betur. „Eftir að hafa kynnt mér lauslega pizzamark- aðinn á Norðurlöndum komst ég að því að hann er mun vanþróaðri en hér. Því áleit ég að þær aðferðir, sem við höfðum notað og þróað í rekstri okkar á íslandi, ættu erindi þangað. Ég leitaði til Gísla Gíslasonar lög- fræðings og fékk hann til liðs við mig og saman höfum við unnið að málinu í rúmt ár.“ Opnað á Ráðhústorginu um mánaðamótin Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að fyrsti Pizza 67 staðurinn verður opnaður á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn um næstu mánaða- mót. Gísli og Einar hafa stofnað fyrirtækið Hafmeyjuna hf., og hefur það keypt réttinn af móðurfyrirtæki Pizza 67 til að stofna staði og selja sérleyfí á Norðurlöndunum. Hlutafé Hafmeyjunnar er 25 millj- ónir króna og er því ætlað að standa straum af því að koma starfseminni af stað á Norðurlöndunum. Gísli og Einar stofnuðu Hafmeyjuna og fengu ýmsa fjárfesta til liðs við sig, ekki síst úr veitingarekstri. Þar á meðal má nefna Þórð Pálmason, fyrrverandi eiganda Fógetans í Aðal- stræti, Ólaf Þór Jónsson, eiganda Pizzahússins, Hermann Haraldsson, eiganda Pizza 67 í Nethyl og Marínó Sveinsson, eiganda Pizza 67 á Akur- eyri. Auk þeirra eru Friðrik Larsen í Brosbolum hf. og Kristmann Árna- son Fjárfestingarfélaginu ehf. hlut- hafar. Gísli segir að hlutaféð eigi að nægja til að koma rekstrinum af stað í Danmörku. „Markmið Haf- meyjunnar hf. er ekki að eiga og reka staði heldur að selja sérleyfi. Við teljum hins vegar rétt að opna einn eða tvo staði í Kaupmannahöfn til að sýna væntanlegum kaupendum hvað við erum og hann verður þann- ig fyrirmynd annarra staða, sem síð- ar verða opnaðir. Staðsetningin við Ráðhústorgið gerir það einnig að verkum að hann verður frábær aug- lýsing." Ör fjölgun nauðsynleg Gísli segir að eftir opnun fyrsta Pizza 67 staðarins verði unnið hörð- um höndum að því að fjölga þeim þannig að þeir dekki allt Kaup- ’ mannahafnarsvæðið. „Við þurfum að §ölga stöðunum ört því að ekki er hægt að hefja heimsendingarþjón- ustu fyrr en þeir eru komnir nokkuð víða um borgina. Við höfum skipt Kaupmannahöfn niður í hverfi og teljum að opna þurfí 10-15 staði áður en það er hægt. Við erum farn- - ir að bera víumar í þá pizzastaði í EINAR Kristjánsson rekstrarhagfræðingur (t.v.) og Gísli Gisla- son lögfræðingur á Ráðhústorginu skammt frá staðnum þar sem Pizza 67 verður opnað um næstu mánaðamót. Pizza 67 leggur kind undir fót Pizza 67 er stærsta veitingahúsakeðjan á íslandi með 15 staði. Nú teygir hún anga sína til Danmerkur og verður fyrsti staðurinn opnaður um næstu mánaða- mót. Gísli Gíslason og Einar Kristjánsson segjast í samtali við Kjartan Magnús- son vera bjartsýnir á að stöðunum eigi eftir að fjölga hratt og að keðjjan muni brátt ná til enn fleiri landa. I UTLITSHONNUN Pizza 67 er áhersla lögð á litadýrð í anda 7. áratugarins. Svona mun matseðillinn t.d. líta út. Markmiðið að selja sérleyfi en ekki að eiga staðina þessum hverfum sem okkur líst vel á og bjóða þeim til samstarfs. Þegar staðirnir verða orðnir nógu margir verður farið út í heimsend- ingar á pizzum og það verður eitt helsta trompið okkar. Á íslandi fínnst öllum sjálfsagt að hringja eft- ir pizzu á hvaða tíma sólarhringsins sem er og fá hana rjúkandi heim til sín eftir hálftíma. I Danmörku er þetta öðru vísi en þarlendir pizza- staðir leggja lítið upp úr slíkri þjón- ustu. Þar kostar yfírleitt um 25 danskar krónur (290 íslenskar) aukalega að fá pizzuna senda heim og enginn sendir heim eftir klukkan tíu á kvöldin." Góðar viðtökur Gísli segir að viðtökur þeirra, sem boðið hafí verið til samstarfs, hafí verið góðar. Nokkrir pizzastaðir ytra hafí þegar ákveðið að taka þátt í að mynda keðjuna og fleiri hafí sýnt áhuga. En hvað græða pizzastaðirn- ir á því að ganga til liðs við íslenska pizzakeðju? „Þeir, sem kaupa sér- leyfi frá okkur, verða þannig Pizza 67 staðir og skuldbinda sig til að greiða okkur 6% af allri veltu sinni en fá hins veg- ar ýmis fríðindi á móti. Keðjan stendur sameiginlega að auglýsingum, sem kemur öllum til góða og staðirnir fá algerlega nýtt útlit, nýja matseðla og aðgang að uppskriftum okkar og annarri þekk- ingu. Útlit staðanna og matseðlanna byggist á sömu grunnhugmynd og Pizza 67 hér heima en það hefur verið betrumbætt og gert enn litrík- ara en áður. í Danmörku eru flestir pizzastaðir svipaðir í útliti en það er orðið nokkuð þreytt og sú ímynd sem við bjóðum er mun ferskari. Þeir sem tengjast keðjunni munu einnig fá aðgang að afsláttarkerfí Pizza 67 en við höfum nú þegar samið við nokkra birgja um veruleg- an afslátt. Eftir miklar samningavið- ræður við kók og pepsi völdum við að skipta við kókfyrirtækið og ég efast satt að segja um að það veiti nokkurri keðju annan eins afslátt og okkur. Við erum einnig að semja við Tuborg og höfum náð góðum samningum við ýmsa hráefnissala. Menn gera sér einnig góðar vonir um að sameiginlegt heimsending- arkerfi, sem mun ná yfír alla Kaup- mannahöfn, færi þeim aukin við- skipti en nú er engin pizzakeðja sem býður slíka þjónustu. Við höfum tryggt okkur símanúmerið 80 67 67 67 í þessu skyni. Við bjóðum þeim pizzastöðum, sem ganga til sam- starfs við okkur nú að breyta öllum innréttingum hjá þeim aftur í upp- runalegt horf eftir eitt ár ef þeir telji sig ekki hafa grætt á samstarf- inu fyrir þann tíma.“ Miklar gæðakröfur Gísli segir að gífurlegir vaxtar- möguleikar liggi í framleiðslusér- leyfakerfínu og það sé mun vænlegra til útbreiðslu en að ætla sér að standa í fjár- festingum og rekstri „Það væri óhemju dýrt að ætla að bijóta sér leið inn á markaðinn með því að kaupa staði og sjá síðan um rekstur þeirra. Með sölu sérleyfa fáum við arð af rekstrinum en þurf- um að sannfæra menn um ágæti þess að ganga inn í slíkt kerfi. Ef áætlanir ganga upp verður Hafmeyj- an hf. aðeins hluti af stóru neti pizza- staða og það leggur henni þær skyld- ur á herðar að vera sífellt að stækka netið og létta róðurinn fyrir þá, sem tengjast því. Eftir því sem fleiri stað- ir ganga til liðs við keðjuna verður að sjálfsögðu auðveldara að knýja fram betri afsláttarkjör hjá hráefn- isframleiðendum og öðrum birgjum og auglýsingakostnaður ætti að lækka hlutfallslega. Hlutverk Haf- meyjunnar hf. yrði einnig að fylgjast með því að staðimir fullnægðu ávallt ýtrustu kröfum. Eftirlit yrði t.d. haft með því að ávallt væri notað 1. flokks hráefni, staðirnir væru snyrtilegir og afgreiðslufólkið kurt- eist. Aldrei mætti slaka á þeim kröf- um því að nokkrir slakir staðir gætu eyðilagt fyrir allri keðjunni." Pizza 67 í Bandaríkjunum, Færeyjum og víðar? Eins og áður sagði er nú unnið að því hörðum höndum að koma keðjunni á fót í Danmörku. Þeir Gísli og Einar hafa hins vegar fleiri járn í eldinum og em m.a. í sam- bandi við Frank Booker, sem bjó á íslandi um árabil og lék körfuknatt- leik. Gísli segir að Booker hafi nú þegar fengið hóp fjárfesta til liðs við sig og undirbúi nú stofnun Pizza 67 sérleyfísstaðar í Georgiu í Banda- ríkjunum og hafi fullan hug á frek- ari útbreiðslu. „Samstarfíð við Boo- ker lofar góðu en við höfum verið svo uppteknir við að koma þessu á legg í Danmörku að við höfum ekki haft tíma til að sinna því enn sem komið er. í tengslum við þessa útrás okkar til Danmerkur höfum við kom- ist í samband við fjölmarga aðila í hinum ýmsu löndum, sem hafa sýnt áhuga á samstarfí. í undirbúningi er að stofna stað í Færeyj- um og er þegar búið að finna honum stað, á besta stað í Þórshöfn. Þá hafa aðilar haft samband við okkur og lýst yfír áhuga á því að opna staði í Sví- þjóð, Finnlandi og Luxemborg," seg- ir Gísli. íslenska piparpylsan stendur fyrir sínu Stefna Hafmeyjunnar hf. er að kaupa sem mest af hugviti, þjónustu og jafnvel hráefni frá Islandi að sögn Gísla. Hann tekur piparpylsu (pep- peroni) sem dæmi en það er eitt vin- sælasta áleggið ofan á pizzur. „Við höfum ekki fundið piparpylsu með réttu bragði í Danmörku þrátt fyrir mikla leit. Við erum því með það í athugun að flytja hana inn frá ís- landi! Við fyrstu sýn virðist verðið ekki ætla að vera fyrirstaða vegna þess að skera þarf pylsuna niður í smátt og þrátt fyrir að kjöt sé ódýr- ara í Danmörku eru laun lægri á Islandi. Það þarf því ekki að vera svo óhagkvæmt að flytja unnar kjöt- vörur til Danmerkur. Ekki má gleyma því að á íslandi eru 15 Pizza 67 staðir og þeir nota gífurlegt magn hráefnis. Vel má vera að með keðjunum á íslandi og í Danmörku takist samstarf um innkaup og fleira, sem verður þeim báðum til hagsbóta.“ Það vekur athygli að nokkrir eig- endur pizzastaða, sem hafa verið í harðri samkeppni við Pizza 67 hér á landi eru í hluthafahópi Hafmeyj- unnar hf. Gísli segir að það sé ekíri óeðlilegt enda hafí fleiri verið að gera góða hluti í pizzugerðinni hér- lendis en Pizza 67. „Markmiðið hjá okkur var að fá með okkur samhent- an hóp fjárfesta og ég tel að það hafi tekist. Þessir menn hafa náð árangri á pizzamarkaðnum og gjör- þekkja þær aðferðir, sem ætlunin er að innleiða í Danmörku. Af þeim ástæðum vildum við fremur leita til innlendra fjárfesta en erlendra. Maður verður oft var við að íslendingar hafi minnimáttarkennd gagn- ...—... vaft útlendingum og treysti sér ekki til þess að hefja viðskipti á erlendri grund. Staðreyndin er hins vegar sú að við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir íslenska pizzamarkaðinn, sem er mjög þróaður og á honum ríkir mun harðari samkeppni en t.d. í Danmörku. Fljótlega eftir að starf- semin þar hefst stefnum við að því að efna til hlutafjárútboðs og breikka hluthafahópinn og ef vel gengur kemur til greina að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkaði. Margir íslendingar, sem eru að þreifa fyrir sér erlendis, hafa stofnað sérstök fyrirtæki þar og vilja losna við öll íslensk sérkenni. Við förum hins vegar þá leið að halda þeim enda erum við að flytja út íslenskt hugvit og þekkingu. Hafmeyjan er og verður íslenskt fyrirtæki og þar af leiðandi mun hagnaður af rekstri hennar skila sér til íslands," segir Gísli. Heimsending- in verður helsta tromp- ið í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.