Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 8
VE)SKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 SKIPURIT MARKAÐSDEILDAR SÓLAR hf. Markaðsstjóri: Jón Sch. Thorsteinsson SOLUSKRIFSTOFA Kjartan Sigurðsson DREIFING Grettir Gíslason Verslunarkeðjur og hverfaverslanir Sölustjóri: Sigurður Rúnar Sveinmarsson Mið-lagerar Sölustjóri: Leifur Grímsson Norðurland Sölustjóri: Halldór Askelsson Kaldir drykkir Gísli Ingason Fólk saksóknara. Þau eiga eina dóttur. • LEIFUR Grímsson er sölu- Skipulags- breytingar hjá markaðsdeild Sólarhf. NÝTT skipurit fyrir markaðsdeild Sólar hf. tók gildi 1. september sl. Markaðssviði Sólar hefur nú verið skipt í fimm hluta og fær hver hluti sinn umsjónarmann. Markmið söludeildar er að upp- fylla þau þjónustumarkmið sem hún setur sér og auka sölu á vör- um og þjónustu um a.m.k 15% á hverju ári. • JÓN Sch. Thorsteinsson, er |H markaðsstjóri Sól- ar hf.. Hann er fæddur 1963 og er stærðfræðingur að mennt. Hann lauk B.Sc. prófi við Háskóla ís- lands 1987 og M.Sc. prófi í að- gerðargreiningu frá Stanford há- skóla 1990. Á árunum 1987-1989 var Jón framleiðslustjóri Sólar. Hann var síðan verksmiðjustjóri Sólar og íslensks bergvatns á árunum 1990-1996. Jón hefur verið stundakennari i Háskóla íslands, Tækniskóla íslands og við Menntaskólann í Reykjavík. Jón er kvæntur Ragnheiði Harð- ardóttur yfirlögfræðingi hjá ríkis- stjóri miðlagera hjá Sól. Hann er 1 I fæddur 1962 og á %| ‘ , varð stúdent frá T^'^HhWIT 4' Verslunarskóla íslands 1991. Hann starfaði áður að sölu- og 1 4BE8MB bókhaldsstörfum, en hann hóf störf í söludeild Sólar 1992. Leifur er kvæntur Guðrúnu Mary Ólafsóttur, þýðanda hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna; Leifur á tvö böm. • GÍSLI Ingason annast sölu köldum drykkj- um. Hann er fæddur1960. Gísli starfaði áður hjá Hafskipum, en hefur unnið við sölu og dreifingu hjá Sól undanfar- in tíu ár. Sambýl- iskona hans er Hrafnhildur Hauksdóttir og eiga þau þijú börn. • SIGURÐUR Rúnar Svein- marsson er sölu- stjóri í verslana- keðjum og hverfa- verslunum. Hann erfæddurl969og útskrifaðist úr Hótel- og veit- ingaskóla íslands 1990. Hann starf- aði áður á Hótel Óðinsvéum og í Perlunni. Sigurður hóf störf hjá Sól hf. 1994 í söludeild. Sigurður er kvæntur Margréti Jónasdótt- Viðskiptaferðir TIL LONDON frá kr. 1 9a930 Hcimsferðir bjóða 2 flug í viku til London í vetur frá 26. september, alla fimm- tudaga og mánudaga. Þú getur notað tímann í miðri viku, farið út á mánudegi kl. 19.55 og komið heim aftur á fimmtudegi með flugi okkar frá London kl. 16.00 með Boeing 737 vélum Sabre Airlines. Verð kr. 19.930 Flugsæti til London, frd mdnudegi til fimmrudags, 14. og 21. okt., 11. og 18. nóv. Glœslleg hótel Verð kr. 29.530 Flug og gisting d Baileys hótelinu, m.v. 2 í herbergi. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600 ur sölufulltrúa hjá Permu hf. Þau eiga eina dóttur._ • HALLDÓR Áskelsson er sölu- stjóri á Norður- landi. Hann er fæddur árið 1965. Halldór starfaði áður sem fast- eignasali og skrif- stofustjóri hjá fyr- irtækinu Vör hf. á Akureyri. Hall- dór er stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1987, og lagði stund á iðnrekstrarfræði við Há- skólann á Akureyri á árunum 1990-1992. Sambýliskona Hall- dórs er Hulda Ringsted hjúkrun- arfræðingur og þau eiga tvær dætur. • GRETTIR Gíslason sér um dreifingu á Sólar- vörum á höfuð- borgarsvæðinu. Hann er fæddur árið 1957. Grettir starfaði áður um fjórtán ára skeið sem sölumaður hjá Kjörís en hóf síðan störf hjá Sól hf. árið 1991. Grettir er kvæntur Sigríði Magn- úsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn. • KJARTAN Sigurðsson er skrifstofustjóri söludeildar Sólar hf. Hann er fædd- ur árið 1952. Kjartan starfaði sem sjómaður en rak svo eigin sendibifreið um árabil. Kjartan hefur starfað fyrir Sól frá árinu 1986 og verið sölumaður undanf- arin sex ár. Hann er ókvæntur, en á fjögur börn. Ný tannsmíðastofa opnuð ÁRDÍS Olga Sigurðardóttir og Margrét Guðmundsdóttir, tannsmiðir, hafa opnað Tannsmíðastofu Grétu og Olgu á Reykjavíkurvegi 66, Hf. • Árdís Olga útskrifaðist frá Tandteknikskolen í Kaupmannahöfn 1990. Hún hefur kennt krónu- og brúargerð við Tannsmiðaskóla íslands, ásamt því að vinna hjá Einari Karli Einarssyni tannsmið. • Margrét útskrifaðist frá Tannsmiðaskóla íslands árið 1993. Hún vann áður hjá Herði Sævaldssyni tannlækni. Tannsmíðastofa Grétu og Olgu mun annast alla gervitannasmíði, krónusmíði og brúargerð. Afgreiðslutími stofunnar er alla virka daga frá 8-17. Ráðinn til VÍB á Akureyri • ANDRI Teitsson hefur verið ráð- inn forstöðumaður hjá VÍB á Akur- eyri. Andri lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986 og prófí í vélaverkfræði frá Háskóla Islands árið 1990. Árið 1991 lauk hann MS prófí í iðnaðarverk- fræði frá Stanford University í Kaliforníu. Andri hóf störf hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins haustið 1991 og starfaði síðan til vorsins 1993 fyrir nefnd á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins um mótun sjáv- arútvegsstefnu. Næsta árið var hann rekstrarráðgjafí hjá Stuðli hf. Hann hefur einnig starfað sem stunda- kennari í framleiðslustjórnun í verk- fræðideild og fjármálum í viðskipta- deild Háskóla íslands. í júní 1994 hóf Andri störf sem ráðgjafí hjá Kaupþingi Norðurlands hf. á Ak- ureyri og starfaði þar til febrúar 1996. Andri er kvæntur Auði Höm Freysdóttur, lögfræðingi. Torgid Gróska í hlutabréfum NÚ hafa flest fyrirtæki á hluta- bréfamarkaði birt upplýsingar um afkomu sína á fyrstu sex mánuðum ársins. Fyrirfram var búist við betri afkomu fyrirtækja í ár en í fyrra og hafa þær væntingar að mestu gengið eftir, með nokkrum undan- tekningum þó. Hins vegar er það spurning hvaða augum beri að líta þær gríðarlegu hækkanir sem orð- ið hafa á gengi hlutabréfa hér á landi á þessu ári, í Ijósi afkomu fyrirtækjanna. Endurspeglar hluta- bréfaverð nú raunsætt mat á markaðsvirði fyrirtækja eða er gengi hlutabréfa orðið óeðlilega hátt? Samanlagður hagnaður þeirra 28 fyrirtækja sem skilað hafa milli- uppgjöri og skrá hlutabréf sín á Verðbréfaþingi íslands eða OTM, nam 2.034 milljónum króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Þetta er röskum 781 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þá dregur 844 milljóna króna rekstrartap Flugleiða nokkuð úr þessum samanlagða hagnaði, en afkoma félagsins er yfirleitt mun lakari á fyrri hluta ársins. Sjávarútvegsfyrirtækin ofmetin? Sjávarútvegsfyrirtækin standa upp úr á þessu ári, en samanlagð- ur hagnaður þeirra 12 sjávarút- vegsfyrirtækja ó hlutabréfamark- aði sem skilað hafa milliuppgjöri sínu er 1.496 milljónir króna, 891 milljón krónu meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þessi góða afkoma í sjávarútvegi hefur líka endurspeglast í gengi hlutabréfa í þessum fyrirtækjum, en hlutabréfavísitala sjávarútvegs- fyrirtækja á Verðbréfaþingi hefur hækkað um tæp 80% á þessu ári. Þingvísitala hlutabréfa hefur hins vegar hækkað um rúm 55%. Aukinn hagnað sjávarútvegsfyr- irtækja á þessu ári verður að meta með það í huga að aðstæður hafa verið sérstaklega hagstæðar, hvað varðar veiðar á uppsjávarfiski. Þannig var t.d. loðnuvertíðin óvenjugóð í ár, verðlag var hátt á afurðum samtímis því sem afla- brögð voru mjög góð. Því mætti í það minnsta spyrja hvort forsend- ur séu fyrir frekari hækkunum á hlutabréfum sjávarútvegsfyrir- tækja á þessu ári. Á móti má svo benda á að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa náð að skila hagnaði, þrátt fyrir að rekstur botnfisksvinnslunnar í landinu gangi enn mjög illa. Því er spurning hvað gerist með af- komu þessara fyrirtækja, verði breyting á afkomu í botnfisks- vinnslu í bráð. Því til viðbótar kann aukinn þorskkvóti á nýhöfnu kvóta- ári að bæta afkomu þessara fyrir- tækja eitthvað. Hvað varðar afkomu annarra fyrirtækja vekja Flugleiðir nokkra athygli. Afkoma félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins var slæm, og mun verri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta leiddi til þess að gengi hlutabréfa í félaginu tóku dýfu í kjölfar þess að milliuppgjör þess var birt. Upp frá því hefur gengi bréfanna hins vegar farið hækkandi á ný og hefur það nú hækkað um 14,2% frá því sem það var lægst eftir birtingu milliupp- gjörsins. Erfitt er að sjá rök fyrir þessum hækkunum, en gjarnan er bent á að Flugleiðir séu góður langtíma- fjárfestingarkostur og bréfirt hafi verið vanmetin. Engu að síður hljóta menn að þurfa að líta á þá staðreynd að afkoma félagsins verður líkast til talsvert lakari en á síðasta ári. Engu að síður er gengi hlutabréfa í fyrirtækinu tæpum 52% hærra en um áramót. Þetta hlýtur að vera umhugsunarefni. Miðað við rekstrarumhverfi ís- lenskra fyrirtækja á þessu ári og aukinn hagnað þeirra þarf það ekki að vekja neina furðu að gengi hlutabréfa hafi farið hækkandi. Hins vegar virðist enn eitthvað eira eftir af því ástandi sem verið hefur á hlutabréfamarkaði hér á landi, þar sem eftirspurn eftir hlutabréf- um er umtalsvert meiri en fram- boð. Hækkandi gengi hefur þó greini- lega aukið framboðið, en þó virðist skorturinn enn vera mikill áhrifa- valdur í þróun gengis. Slík verð- myndun hlýtur hins vegar að vera varhugaverð, í það minnsta til lengri tíma litið, sér í lagi þegar leiðin fer að liggja niður á við í yfir- standandi hagsveiflu. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.