Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 1
■ HJÓNABAND OG LAUSLÆTI/2 ■ SKÓGARBIRNIR SEM NÁGRANN- AR/3 ■ NY BALLERINA/4 ■ HEILAHVELIN VOKTUÐ,/6_______ ■ FRAMKOMA/6 ■ GLERKARLINN í BLIKKDÓSINNI/8 HAUSTIÐ er að ganga í garð; blómin blikna, laufin falla af trjánum og fataverslan- irnar fyllast af nýjustu tískunni í haust- og vetrar- fatnaði. Til að kynna sér það sem vinsælast er í kvenfatnaði um þessar mundir kikti blaðamað- ur Daglegs lífs í búðir og talaði við verslunarstjóra nokkurra tískuvöruverslana í Reykjavík. í samtölum við verslunarstjór- ana kom í ljós að svartir og gráir litir eru helst ríkjandi í haustfatn- aði kvenna. Einnig er nokkuð um dökkbrúna, kamel, dökkvínrauða og dökkbláa liti. „Stærri fatnaður eins og til dæmis dragtir og jakk- ar eru mikið í fyrrnefndum litum, en toppar eða aðrir fylgihlutir eru ýmist í skærari eða mun fölari lit- um,“ sagði einn verslunarstjórinn. Mikið er um að kápur og dragt- ir séu úr ullarefnun, en einnig eru teygjanleg efni vinsælli nú en oft áður og má sem dæmi nefna teygjanlegt flauel í buxum, bolum og jökkum. „Þá eru algeng föt úr efn- um sem eru þægileg og krumpast ekki, því fólk er orðið þreytt á því að eiga föt sem þarf að strauja og hugsa allt ofmikið um,“ sagði annar verslunarstjór- inn. Flestir voru sammála um það að kvenleg og einföld föt réðu nú ríkjum í hausttískunni. Til dæmis er mikið um fínar en um leið látlausar buxnadragtir, sem auðveldlega er hægt að ganga í dags daglega. Og það sama ætti við um pilsdragtir sem enn eru vinsælar. Aðspurðir um síddina á pilsunum kom í ljós að konur viidu annaðhvort alveg síð pils eða þá pils sem væru vel fyrir ofan hné. „Þó að í erlendum tískublöðum sé mikið verið að auglýsa pils sem ná rétt ofan við hné, gengur slík sídd ekki vel hér á Iandi.“ Daglegt líf fékk unga konu til að klæða sig upp í gráa dragt frá Centrum, en skórnir eru frá Sautján. ■ Morgunblaðið/Ásdís Málað gegn vímu- efnum GÖNGIN undir Fjallkonuveg við Foldaskóla í Grafarvogi voru grá, bara grá, en núna eru þau marglit, máluð beinskeyttum skilaboðum gegn hættunum í lífinu og gryflunum sem fólk fellur gjaman í. Höfundar skilaboðanna em unglingar sem unnu verkið á vegum Vinnuskóla Reykja- víkur og íþrótta- og tóm- stundaráðs. Myndirnar beinast gegn vímuefnanotkun og eru gerðar eftir miklar umræður um efnið í vinnuhóp. ■ 0 ry & ■1 nÉBHÉnn cq - Rofabæ - Rverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.