Morgunblaðið - 13.09.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.09.1996, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Hjónaband, ást og lauslæti Ráðstefna um lauslæti var á Akureyri liðna helgi. Háskólamenn og heimspekingar ræddu fyrirbærið, hjónaband, framhjáhald og fleira. Gunnar Hersveinn hlýddi á og velti fyrir sér hvort eitthvað geti jafnast á við ástina í hjónabandinu. STEFNULEYSI í kvenna- eða karla- málum verður seint talið til dyggða. Lausung er léttúð og jafnvei fals gagnvart tilfinningum annarra. Lau- slátur er að vera fjöllyndur í ástamál- um í stað þess að vera einni mann- eskju trúr og tryggur ævilangt í blessunarríku hjónabandi. Lauslæti flokkast með hórdómi, meinum og löstum og er synd sem, að sögn Haraldar Bessasonar fyrrverandi rektors Háskólans á Akureyri, var flutt inn til landsins frá Saxlandi. Liðna helgi var haldin ráðstefna um lauslæti á vegum Kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Fyrirlesarar voru heimspekingamir Kristján Kristjánsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson og'Mikael M. Karlsson og Haraldur Bessason. Hér verður ekki sagt nákvæmlega frá henni því hugsanlega á ráðstefnan eftir að fara víðar. Þess í stað verður málefn- ið íhugað áfram með vísdóm fyrirles- ara í huga. Heimsmyndin á bak vlð orðið lauslæti Ástin er með æðstu gildum mann- lífsins og iðulega beinist hún að einni manneskju sem sendir ástarörvar á móti. Kynlífið er tjáning ástarinnar og hápunktur, afleiðingin er samein- ing elskendanna í börnum sínum. Sönn ást ævina á enda er draumur margra, og þeir segja „alltaf mun ég sakna þín“ þegar elskan þeirra hverfur á brott. Orðið lauslæti dæmir sig að vissu leyti sjálft því orðskýringin segir það notað yfir falska hegðun. Heims- myndin á bak við orðið sýnir gleði- konu, hórdóm og svik. Hún birtir líka karlrembu því gleðimaðurinn er ekki fordæmdur. Ekki þarf því að fara í grafgötur um að lauslæti er siðferði- lega röng hegðun. Hinsvegar er brýnt að spyija ann- arra spurninga eins og: Er siðferði- lega rangt eða rétt fyrir ungt fólk að vera laust í rásinni í kynferðismál- um? Getur það komið í veg fyrir að það myndi varanleg ástarsambönd síðar? Eru skyndikynni siðferðilega rétt eða röng? Eru rök fyrir framhjá- haldi? Framhjáhald stefnir fjölskyldunni í óvissu Samfélagið er ofíð úr fjölskyldum. í þeim eiga börnin að læra að lifa í félagsskap við aðra og að vera heil- steyptar manneskjur. Guðmundur Heiðar Frímannsson segir að það sé börnum hagstæðara að eiga móður og föður sem eru kynferðislega trú hvort öðru. Fram- hjáhald kallar á óreiðu og óvissu, meðal annars um hver eigi börnin og það veikir samstöðu fjölskyld- unnar. Hjónabandi er ætlað að vera lang- tímasamband og er í raun útilokun á kynlífssambandi við aðra. Framhjá- hald hlýtur því að stefna sambandinu og fjölskyldunni í voða. Fjölskyldan og öll sambönd með- lima hennar byggja á ást, virðingu, trausti og umhyggju. Hún starfar einfaldlega betur án tortryggni, svika og léttúðar gagnvart velferð meðlimanna. Framhjáhald býður hættunni heim, en það er skilgreint sem fast samband við manneskju sem stendur utan hjónabandsins. Lauslæti unga fólksins milll tvítugs og þrítugs Á Spáni og í fleiri löndum er kyn- líf fyrir hjúskap ekki viðurkennt opin- berlega. Unga fólkinu er í raun stranglega bannað, af fjölskyidu sinni, að stunda kynlíf fyrir hjóna- band. Þeim sem dirfist að bijóta bannið er vissara að leyna því vel fyrir foreldrum og ættinni allri, og að sjálfsögðu fyrir nágrönnunum. Kynlíf fyrir hjónaband hefur enga kosti samkvæmt opinberum viðhorf- um í þessum löndum. Það getur að- eins skyggt á hjónabandið sem er framundan, en í því hljóta amors- brögðin að lærast og þ.a.l. óþarfi að læra þau áður. Til er kenning, sem Kristján Krist- jánsson lýsti, um að lauslæti á yngri árum geri fólki grunnt í ástarefnum og geti hindrað ævarandi ástarsam- band síðar meir. Erfitt er samt að finna fullnægj- andi rök sem sýna fram á þessa grunnu ást. Samt er hægt að ímynda sér að fólk sem á i mörgum ástarsam- böndum, stundum alvarlegum og stundum til gamans, hætti að trúa á ástina sem eitthvað sérstakt og hætti að fínna logann í bijóstinu og fari að líta á ástina sem venjulega tilfinningu. Hins vegar getur, eins og Mikael M. Karlsson benti á, reynslan ein skorið úr um hvernig fyrrverandi dómum, sálrænum áföllum, vegna óljósrar sjálfsmyndar og fleiri áhættuþátta sem ómögulegt er að spá um fyrirfram. Fyrirlesarar á ráðstefnunni á Ak- ureyri um lauslæti voru allir sam- mála um að gæfuríkasti kosturinn fyrir einstaklinga væri ævilangt hjónaband og innilegt samband fjöl- skyldunnr.r. Það væri best bæði fyrir foreldra og börn. Þeir vildu vera laus- ir við lauslæti. Þetta eru engin ný sannindi. En vegna þess að hjóna- band og fjölskylda hentar flest öllum best, er hætta á að fjöldinn fordæmi þá einstaklinga sem hafna þeim sem kosti fyrir sig. Mikael M. Karlsson sagði að það mætti hugsa sér mann sem ynni hættulegt starf en svo gefandi að hann vildi ekki vinna við annað. Þessi maður telur síðan starfs síns vegna ekki rétt að stofna til hjónabands og barneigna. Stutt ástarsambönd falla honum því betur í geð. Vissulega fer hann á mis við að kynnast annarri manneskju í blíðu og stríðu, en á móti kemur að skyndi- kynnin geta á stundum verið blíð og gefandi. Um skyndikynni gildir það sama og um öll önnur mannleg samskipti, þau eiga að hvíla á siðferðilegum og sálrænum skyldum. Og þau ber ekki að fordæma nema manneskjurnar bijóti hvor á annarri eða öðru fólki. Niðurstöður Kynlíf er hvorki skammarlegt né aðdáunarvert í sjálfu sér. Hvort það er rangt eða rétt kemur í ljós þegar svör við spurningunum: Hveijir, hvernig, hvar, hvenær, og hvers- vegna, hefur verið svarað. Það er með öðrum orðum háttur þess sem vegur þungt. Lauslæti er ávallt rangt og fram- hjáhald líka, en skyndikynni ólofaðra fullveðja einstaklinga geta verið rétt eða röng eftir því hvaða forsendur liggja að baki þeim. Trúarsetn- ingar trúfélaga geta til dæmis bundið hendur safnaðarfólks í þessum efnum. Niðurstaðan er því að hin gömlu sannindi um að kynlíf í ástríku hjónasam- bandi sé best. Hinsvegar er hollt að kryfja freisting- arnar til mergjar, til að - geta staðist þær - eða fallið. ■ Fram- hjáhald er rangt vegna þess að það getur sundrað hjóna- böndum og fjölskyld- um. Laus- læti sem byggir á ótryggð, og misnotkun á sjálfum sér eða öðrum er líka rangt. Aftur á móti má spyija hvað mæli á móti skyndi- kynnum ólof- aðra fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni unglinga á kyn- lífssviðinu eru óæskileg ein- faldlega vegna áhættunnar á ótímabærri þung- un, kyn- sjúk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.