Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 B 3 DAGLEGT LIF Skógarbirnir og gullgraf arar eru nágrannar hennar í Alaska HÚN heggur við í eldinn og ber vatn úr ánni. Þegar hún kemur heim á kvöldin er heitara inni í ísskáp en í húsinu. Hún heitir Guðfinna Aðal- geirsdóttir og þar sem hún býr er tíska að búa frumstætt eða í Fair- banks í Alaska. Guðfinna er fædd á Akureyri árið 1972 og hefur verið heilluð af snjó og jöklum frá því hún man eftir sér. Núna nemur hún jöklafræði og gerir yfirborðsmælingar á jökulum. „Ég var alltaf á skíðum í æsku og með námi mínu fæ ég tækifæri til að vera á jöklum, sem er ósegjan- lega heillandi," segir hún. í glórulausum bylíáttadaga Guðfinna er með B.S.-gráðu frá Háskóla íslands, 1994, hefur unnið við íssjármælingar með Helga Björnssyni jöklafræðingi og í námi sínu í Alaska með Keith Echelmayer hefur hún mælt yfirborðshæð 30 jökla í Alaska, Kanada og Bandaríkj- unum. Echelmayer kennarinn hennar er eins og hún, hann þráir ekkert heit- ar en að vera á jöklum. Hann fann upp og smíðaði mælingartæki í flugvél og tókst með því móti að skapa sér verkefni á jöklum. í maí síðastliðnum flaug hann ásamt Guð- finnu og samstúdent hennar á Harding Icefí- eld í Alaska. Ætlunin var að vera eina til tvær nætur við vinnu. Þau tjölduðu en um morg- uninn sást varla í tjald- ið og flugvélin var í hættu. Þau voru hulin snjó eftir skafrenning, sem stóð látlaust í 6 daga. Jöklafararnir urðu því að vera í 8 daga með 1 bók, spilastokk og mat sem átti að duga í tvo daga. Flugvél- ina bundu þau niður með köplum úr tækum og festu með bílarafgeymi öðrum megin og niðurgröfnum skíð- um hinum megin til að hún hæfist ekki á loft. „Ef eitthvert okkar neyddist til að fara út til að létta á sér, varð það sama blautt í gegn og snjór komst inn í tjaldið," segir hún. Að lokum lægði og þau gátu grafið flug- vélina upp. Guðfinna var hér heima í júlí og ágúst og fór að sjálfsögðu beinustu Guðfinna Aðalgeirsdóttir. býr hún GUÐFINNA og ferðafélagar hennar hírðust lengi inni í tjaldinu. leið upp á Vatnajökul í rannsóknarvinnu með Helga Björnssyni, með- al annars fyrir hol- lenskar og austurrískar veðurstöðvar. Vinnan felst í að safna gögnum um veð- urfar á Vatnajökli, bora holur og mæla eðlism- assa o.fl., en Evrópur- áðið styrkir þessar rannsóknir. Á Vatnajökli bjó Guðfinna í skúr með vini sínum sem er lag- inn við vélar. En hún er ekki óvön sérstöku húsnæði, því í Alaska heimatilbúnu húsi sem meðal annars er byggt úr þverspýt- um gamallar lestarbrautar, og for- stofan er gerð úr járntanki. „Húsið verður ískalt og ég er upp í klukku- tíma að hita það eftir að ég kem heim úr skólanum," segir hún. Villt útivistarland í bænum Fairbanks er annarsveg- ar herstöð og hinsvegar háskóli og lífið byggist á þessu tvennu. „Alaska er villt útivistarland og fólk getur gert hvað sem er," segir hún og upplýsir að gullgrafarar séu í skógin- um sem hún býr við, 10 km frá IBUÐARHÚS Guðfinnu í skógarjarðinum, Alaska. SRÚRINN sem Guðfinna gisti í tvo mánuði á Vatnajökli í sumar. skólanum, og birnir séu skotnir ef því er að skipta. „Þetta óhefta land heillar marga," segir hún. „í skólanum er til dæmis líbanskur strákur sem er að læra hvernig leggja eigi vegi í frera eða á svæði þar sem frost fer aldrei al- veg úr jörð." Hún segir að bílastæði í borginni séu óvenjuleg að því leytinu til að þeim fylgi rafmagnsinnstunga, og úr bílunum hangir snúra. Kuldinn er nefnilega svo mikill að ekki dugir annað en að halda bílnum heitum með því að stinga honum í sam- band. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir að olían og aðrir vökvar í bílnum frjósi og ómögulegt að koma bílnum í gang. Vinnan og áhugamálið eitt og hið sama Guðfinna segist hafa lært mikið af því að búa svona frumstætt. „Nú get ég búið hvar sem er við hvaða aðstæður sem er," segir hún, og FLUGVELIN á jöklinum graf- in upp og búin til brottfarar. varla þarf að taka fram að hún hef- ur ekki sjónvarp í húsinu sínu. Hún mun núna snúa sér að síðara áfanga í mastersnámi sínu í Alaska og virðist ætla að takast ætlunar- verk sitt: „Ég hef verið á skíðum frá því ég var 15 ára, verið í hjálpar- sveitum á Akureyri og í Reykjavík og ég ákvað að læra eitthvað sem væri líkt og að fá borgað fyrir að vera á skíðum." B Gunnar Hersveinn Hnetuofnæmi færist í vöxt í Bretlandi VI SIFELLT fleiri börn hafa ofnæmi fyr- ir hnetum. Ástæðuna rekja breskir læknar til þess að barnshafandi konur borða hnetur í ríkari mæli en áður og ¦ j auka þannig líkur á að ófædd börn þeirra verði viðkvæmari en ella fyrir þessari fæðutegund. Hnetuofnæmi er lífshættulegasta fæðu- ofnæmið og sé það á háu stigi getur jafn- vel ein lítil hneta valdið mjög alvarlegum ofnæmisviðbrögðum. Dr. Jonathan Hourihane og samstarfs- menn hans við sjúkrahús í Southampton gerðu prófanir á 622 fullorðnum og börnum sem talin voru eða vitað var að hefðu hnetu- ofnæmi. Niðurstöðurnar, sem birtust í The British Medical Journal, leiddu í Ijós að ofnæmið er mun algengara en talið hefur verið fram til þessa. Samkvæmt þeim er rúmlega 1% Breta með ofnæmi fyrir hnetum og 7% systkina einhvers með slíkt ofnæmi einnig. Fá of næmiö í móourkviði Læknarnir sögðu að oft erfðist hnetuof: næmi og þá fremur frá móður en föður. í breska læknablaðinu segir dr. Hourihane að löngum hafí verið talið að börn fengju ofnæmi fyrir hnetum áður en þau höfðu nokkurn tíma innbyrt sh'ka fæðu. Þau hafi einfaldlega fengið ofnæmi í frumbemsku af þurrmjólk, sem innihaldi hnetuprótín eða hnetuolíu. „Rannsókn okkar á hnetuneyslu mæðra ofnæmisbarnanna á meðgðngu og meðan þær höfðu börnin á brjósti bendir til að börnin hafi fengið ofnæmið í móður- kviði eða með brjóstamjólkinni. Við ráð- leggjum því barnshafandi konum og konum með börn á brjósti að forðast að borða hnetur, sérstaklega ef þær hafa einhvers konar ofnæmi." Önnur rannsókn undir handleiðslu dr. Syed Tariq við sjúkrahús heilagrar Maríu í Newport leiddi í ljós að eitt af hundrað börnum geti fengið hnetuofnæmi um fjög- urra ára aldur. Prófanir á tólf hundruð börnum sýndu að erfðir réðu töluvert um hverjir væru líklegir til að fá ofnæmið og væri það algengt í fjölskyldunni ætti að forðast hnetur eins og heitan eldinn. Enn fremur sýndi rannsóknin að börn með hnetuofnæmi voru undantekningarlaust með annars konar ofnæmi, t.d. exem eða asma. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.