Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ásdís Undirgöng máluð skilaboðum í Vinnuskóla Reykjavíkur VIÐ félagsmiðstöðina Pjörgyn í Grafarvogi átti sér stað athyglis- vert starf í sumar. Unglingar á aldr- inum 13-15 ára söfnuðust þar sam- an á vegum Vinnuskóla Reykjavík- ur og Iþrótta- og tómstundaráðs, en í stað þess að reita arfa og sópa gangstéttir, eins og venjan er, eyddu þau tíma sínum í að mála og skreyta göngin undir Fjallkonu- veg. Máluðu þau myndir og orð á veggina sem áttu að minna aðra á hættur og freistingar sem allir unglingar standa frammi fyrir. Þannig miðluðu þau hugmyndum sínum til annarra, settu svip á umhverfið, og nýttu sköpunargáf- una til hins ýtrasta. Myndverkið var afrakstur mikilla umræðna sem höfðu átt sér stað í hópi þessara unglinga. Umræðna sem spruttu útfrá fræðslu um vímuefni sem unglingarnir fengu í vinnuskólan- um. Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir og Ólöf Björg Steinþórsdóttir stjórnuðu verkefni unglinganna í Grafarvogi. Þær eru báðar mennt- aðar í uppeldisfræðum og hafa mikla reynslu af starfi með ungling- um. Fjölþætt áhrif af gefandi vinnu Ég hitti þær Aðalheiði og Ólöfu að máli, bæði á meðan starfið stóð yfir og eftir að því lauk. Og dag einn, þegar veðrið var kalt og blautt, heimsótti ég unglingana í vinnuskólann við Pjörgyn í Grafar- vogi. Krakkarnir lágu flestir á hnjánum inni í stórum sal og þrifu upp málningarslettur. Sumir voru fúlir yfir því að geta ekki verið úti að mála í rigningunni, aðrir voru skjólinu fegnir. Unglingarnir virðast hafa lagt metn- UNG og efnileg ballerína, Katrín A. Johnson, mun í vetur dansa sín fyrstu spor sem atvinnudansari við Islenska dansflokkinn. Katrín er nítján ára og útskrifaðist sem list- dansari og stúdent frá Sænska ballettskólanum _ í Stokkhólmi síðastliðið vor. í sumar fékk hún nemendasamning við íslenska dansflokkinn, en auk hennar eru sjö dansarar fastráðnir við flokkinn. Katrín byrjaði í Ballettskóla Eddu Scheving þegar hún var fimm ára og hefur verið í ballett síðan þá. Níu ára gömul byijaði hún í Listdansskóla Þjóðleikhússins og fyrir þremur árum hóf hún nám í Sænska ballettskólanum sem hún, eins og fyrr segir, kláraði í vor. „Það er eiginlega móður minni, Helgu Möller auglýsingastjóra og barnabókahöfundi, að þakka að ég byijaði í ballett á sínum tíma,“ seg- ir Katrín í samtali við Daglegt líf. að sinn í að gera veggjaskrautið sem best úr garði, enda er útkoman víða góð og líkleg til að skila ár- angri. Það er dálítið stuðandi að ganga meðfram löngum vegg og lesa nöfn margra af helstu leikurum og poppstjörnum sögunnar, t.a.m. Jimmy Hendrix, Elvis Presley, Rivi- er Phoenix og Kurt Cobain og þurfa svo að horfast í augu við setning- una „þau urðu öll vímuefnum að bráð“. Dansar sín fyrstu spor sem atvinnudansari í vetur „Móðir mín, sem sjálf er danskenn- ■ ari að mennt, ákvað að setja mig í ballett, vegna þess að hún telur hann vera góða hreyfingu og stuðla að fallegum líkamsburði. Hún gerði sér hins vegar engar vonir um að ég yrði ballerína,“ segir hún. Katrín fékk fljótt mikinn áhuga á ballettinum og þegar hún var> átta ára dansaði hún sín fyrstu spor á stóra sviðinu í Þjóðleikhús- inu. Þá var hún reyndar enn í Ballettskóla Eddu Scheving en var fengin að láni til að dansa lítið hlutverk í leikritinu Upphitun. „Leikritið fjallaði um gamla bal- lerínu sem riíjar upp gamla tírna, A sýningunni áttu að dansa fimm litlar stelpur, sem allar voru í List- dansskóla Þjóðleikhússins, en nokkrum dögum fyrir frumsýningu meiddist ein stelpan og því var ég fengin í hennar stað,“ segir Katrín og heldur áfram að segja frá. Krakkarnir eru ánægðir með af- rakstur sumarsins, enda hafa þeir fengið góð viðbrögð frá þeim sem leið hafa átt um undirgöngin og aðeins einn lætur í ljós efasemdir um tilgang verksins. „Það verður krotað yfir þetta strax aftur,“ segir hann. Aðalheiður Osk, verkefnisstjóri, bætir við að það sé mjög mikilvægt að unglingar sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum hafi gaman af því sem þau eru að gera. „Viðhorf þeirra gagnvart vinnunni verður mun jákvæðara þegar þau sjá afrakstur hennar og þeirrar fræðslu sem þau hafa feng- ið á undanförnum vikum á svona áþreifanlegan hátt,“ segir hún. Fræðslan sem unglingarnir fengu í Vinnuskólanum fór fram á fjölbreyttan hátt, t.a.m. var Jafn- ingjafræðsla framhaldsskóla- nema með stóran hluta af henni og telja þær Aðal- heiður og Ólöf að sú fræðsla hafi skilað góðum árangri. Aðalheiður segir að jafnframt hafi verið lögð mikil áhersla á hina óformlegu hlið fræðslunnar, sem fólst í því að verkefnisstjórarnir, þær Aðalheiður og Ólöf, unnu við hlið unglinganna í undirgöngunum og voru um leið að spjalla við þá um vímuefni og önnur mál er snerta unglinga. Þannig spunnust líka umræður um málefni eins og ofbeldi og fjöl- skylduaðstæður. „Við vorum með stöðugt áreiti á krakkana,“ segir Aðalheiður „og fengum að heyra það að það væri ofboðslega erfitt að þurfa að hugsa svona mikið í vinnunni. Það var alveg nýtt fyrir marga þeirra." Sumarið milli áttunda og níunda bekks Aðalheiður og Ólöf eru sammála um að Vinnuskóli Reykjavíkur eigi að vera meira en bara sumarvinna fyrir unglinga. Mikilvægt sé að uppeldismenntað fólk fylgi ungling- unum yfir sumartímann, veiti þeim uppbyggjandi aðhald og sinni þörf þeirra fyrir þekkingu og fræðslu sem og athafnaþörf. „Flestar kann- anir sem gerðar hafa verið á þessu sviði sýna að það verður stigbreyt- ing í lífi margra unglinga á sumr- in,“ segir Aðalheiður. „Þá byijar hluti þeirra að bragða áfengi og mikil hætta er á að þau leiðist út á rangar brautir vegna aðhaldsleys- is og aðgerðarleysis. Þess vegna skiptir máli að vera með þeim og fylgja þeim í gegnum sumarið og þar er Vinnuskólinn mjög mikilvægt afl.“ Ásta, Lára, Tinna og Dagbjört um vinnu gegn vímuefnum Ásta Sveinsdótt- ir og Lára Vil- bergsdóttir miðl- uðu vangaveltum sínum um vímuefni og vímuefnanotkun með veggjaskreyt- ingum í sumar. „Við höfum fengið mjög jákvæð við- brögð við veggja- skreytingunum og fræðslan skilar sér bæði til okkar sem vorum að vinna við þetta og til yngri krakka sem ganga þarna í gegn og sjá skilaboðin sem við viljum koma á framfæri. Það er í rauninni nauðsynlegt að hafa svona verkefni í Vinnuskólan- um í öllum hverfum í Reykjavík og á landinu svo krakkarnir fái góða fræðslu um vímuefnamál og skilji hvaða afleiðingar það geti haft að neita vímuefna," segir hún. Tinna Rut Ólafsdóttir: „Ég held að það séu frekar krakkar sem hafa fá áhugamál sem fara út í vímuefnaneyslu og helst þeir sem hafa lítið sjálfstraust. Það þarf að byija að efla sjálfstraust hjá krökk- um þegar þeir eru litlir svo þeir þori að segja nei og treysta á eigin dómgreind þegar þeir verða ungl- ingar.“ „Það vantar einnig eðlilegri sam- skipti á milli aldurshópa, t.d. í skól- um,“ segir hún. „Leiðin fyrir 8. bekking til þess að kynnast 9. eða 10. bekkingum á ekki að vera með því að reykja í undirgöngum í frí- mínútum eða með því að byija að drekka.“ Dagbjört Jónsdóttir segist vera heppin að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í forvarnarstarfi Vinnuskólans og Fjörgynjar í þijár vikur í sumar. „Flestum krökkum sem ég var með í Vinnuskólanum fannst ég vera rosalega heppin að fá að vera með í þessu. Ég er mjög ánægð með þetta forvarnarstarf og núna veit ég mun meira um þessi mál en ég gerði áður. Ég held að aðal markmiðið með þessu hafi verið að fá unglinga til að hugsa um vímuefnamál án þess að vera að predika yfir þeim,“ seg- ir hún. „Það er mjög algengt að krakkar byiji að reykja og drekka sumarið eftir 8. bekk þó sumir byiji seinna eða aldrei. En það er mjög mikil- vægt að byija forvarnarstarfið snemma svo að krakkar hugsi sig vel um áður en þeir byija að prófa. Það er svo auðvelt að loka augunum fyrir vandamálunum ef fólk er kom- ið í neyslu." ■ Sigrún Sigurðardóttir Morgunblaðið/Þorkell KATRIN Á. Johnson, listdansari. „Ég man að ég var mjög stress- uð vegna þess að ég hafði ekki nema tvo daga til að setja mig inn í hlutverkið, en líka vegna þess að ég var að byija að dansa með stelp- um sem voru einu ári eldri en ég og auk þess frá Listdansskóla Þjóð- leikhússins, sem var aðalskólinn í okkar augum. í fyrstu litu þær mig líka hornauga, en seinna átt- um við eftir að verða bestu vinkon- ur,“ segir Katrín og brosir. Kenndi okkur að elska dansinn Ári síðar byrjaði Katrín í for- skóla Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins, en eftir forskólann fór hún beint upp í annan flokk skólans, en sleppti þeim fyrsta. Og þar með var hún komin í sama flokk og stelpurnar sem hún dansaði með í leikritinu Upphitun. „Þegar ég var þrettán ára breyttist skólinn úr Listdansskóla Þjóðleikhússins í Listdansskóla íslands og skólinn var fluttur að Engjateigi 1. María Gísladóttir bytjaði að kenna við skólann og kenndi mínum flokki í tvö ár eða þangað til hún tók við stjórnun Listdansflokksins,“ segir Katrín. „María hafði mikil og góð áhrif á mig og stelpurnar sem ég var með í flokki. Áður en hún kom vorum við með of háar hugmyndir um okkur sjálfar. Hún var hins vegar raunsæ og lét okkur gera æfingar sem voru í samræmi við okkar getu. Og við höfðum svo sannarlega gott af því.“ Katrín segist einnig hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá Alan Howard, bandarískum ballettkenn- ara sem kenndi í Listdansskólanum um skeið. „Hann kenndi okkur meðal annars að elska ballettinn og njóta þess að dansa,“ segir hún. „Hann átti það hins vegar til að vera mjög öfgakenndur. Einn daginn hrósaði hann manni í hást- ert, en þann næsta var maður rakkaður niður, allt eftir því hvern- ig skapi hann var í, enda óhætt að segja að eftir þann tíma bíti ekkert á mann lengur.“ Þegar Katrín var á sextánda ári og hefði með réttu átt að byrja í framhaldsskóla, tók hún þá ákvörðun að fara fremur í Sænska Hvaða kosti þarf dansari að hafa? Ástin á dansinum er nauðsyn INGIBJÖRG Björns- dóttir, skólastjiiri Listdansskóla Is- lands, segir að Katr- ín Á. Johnson, sem nýbyrjuð er á nem- endasamningi hjá íslenska dansflokkn- um, hafi alltaf þótt mjög efnilegur bal- lettdansari. „Það sáum við frá fyrstu stundu, því hún hafði allt til að bera sem til þarf. Hún hefur góða líkams- byggingu, fallegar hreyfingar og er mjög músikölsk. Auk þess var hún afar áhugasöm og gerði allar sínar æfingar af mikilli einbeit- ingu og nákvæmni. Og hún hef- ur ekki valdið okkur neinum vonbrigðum." Ingibjörg segir ennfremur að Katrín, sem er nítján ára, sé í raun á eðlilegum aldri til að byija í atvinnumennsku. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Björnsdótt- ir, skólastjóri List- dansskóla íslands. „Dansæfin er svo stutt. Oft er miðað við að konur hætti um 35 ára aldur, en karlar um fertugt. Einstaka dansari getur auðvitað dans- að lengur, þó hann þurfi að fara að lækka seglin, því hann passar ekki lengur í öll hlut- verk.“ Hvað þarf til að geta orðið góður dansari? „Þeir þurfa fyrst og fremst að vera hraustir, hafa góða líkamsbyggingu og eðlileg hlutföll," segir Ingi- björg. „Klassískur ballett bygg- ist á því að hafa liðuga mjaðmal- iði og því er það mikilvægur eiginleiki dansara. Þá þurfa þeir að vera ákaflega mús- íkalskir og hafa síðast en ekki síst þessa ást á dansinum," seg- ir Ingibjörg að lokum. ■ ballettskólann í Stokkhólmi. „Fyrr um sumarið var ég í ballettnámi í Danmörku og þar kynntist ég krökkum sem sögðu mér frá Sænska ballettskólanum," segir Katrín. „Hann þykir mjög góður og hefur þann kost að þar getur maður tekið bóklegt nám samhliða listnámi. Hann minnir svolítið á skólann í bandarísku þáttunum „Fame“, sem hafa verið sýndir hér á landi,“ segir hún. Dansaðf sólóhlutverk í ballettinum don Kíkóte Katrín vildi komast inn í skólann strax um haustið, en til þess þurfti hún sérstaka undanþágu, vegna þess að inntökuprófið hafði verið veturinn áður. „María Gísladóttir hringdi fyrir mig í skólastjórann og fékk hann til þess að kíkja á mig. í framhaldi af því fór ég til Svíþjóðar, aðeins fimmtán ára gömul. Þegar ég kom var ég látin æfa einn tíma með stelpunum sem þá voru að byija og fylgdust skóla- stjórinn og kennararnir grannt með. Eftir tímann hafði skólastjór- inn samband við mig og sagði að þetta hefði gengið mjög vel og eftir að hafa fengið samþykki kennaranna í bóklega náminu komst ég inn í skólann,“ segir hún. Katrín segir að tíminn í Svíþjóð hafi verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur. „í skólanum lagði ég mesta áherslu á klassískan bal- lett og var meðal annars í táskó- tímum og tímum þar sem æft er að dansa á móti karldansara. Þess á milli stundaði ég stærðfræði, líf- fræði og annað bóklegt nám. Á hveiju ári settum við upp nemendasýningu og nú síðast sett- um við upp stytta útgáfu af spænska ballettinum don Kíkóti og fórum með hann i sýningar- ferðalag um Norður-Svíþjóð. Þar dansaði ég meðal annars sólóhlut- verk, hægan og flottan dans með mikilli þyngd, og finnst mér mikill heiður að hafa fengið að gera það,“ segir Katrín. Hún nefnir einnig að sýning þessi hafi hlotið lofsamlega dóma í Norður-Svíþjóð og því vak- ið töluverða athygli. Á eftir aö læra mikiö Katrín æfir nú með íslenska dansflokknum frá níu til fimm alla virka daga. „Það er erfitt fyrir dansara að fá vinnu þegar þeir eru nýbúnir að ljúka dansnámi. Ég er því mjög heppin,“ segir Katrín. „Það er líka gott að vera í íslenska dansflokknum. Þetta er lítill flokk- ur og því fær maður mun fleiri tækifæri, heldur en ef um stærri dansflokk væri að ræða. Þau verk- efni sem flokkurinn mun taka að sér í vetur eru spennandi að mínu mati, en áhersla verður lögð á nútímadans. Ég vonast þó til þess að í framtíðinni verði klassískur ballett einnig á efnisskránni, þar sem ég hef einbeitt mér að því að æfa slíkan dans á undanförnum árum. Ég á þó örugglega eftir að læra mikið í vetur og lít björtum augum til komandi vetrar.“ ■ Ama Schram Verum hraust í vetur með MULTI VIT FJOLVITAMIN MEÐ STEINEFNUM 180 töflur Guli miðinn tryggir gæðin Þegar þú tekur inn MULTI VIT ert þú að innbyrða 11 steinefni, 12 vítamín, 22 valin bætiefni. Dagleg neysta byggir upp eru saman með þarfir likamann og stuólar að hreysti íslendinga í huga. og góóri heilsu. MULTI VIT Fæst í heilsu- í frumskógi vitamína og búóum, apótekum og bætiefna getur verió erfitt aó heilsuhillum matvöruverslana. velja rétta glasió. Glösin meö gula mióanum f ji tryggja að þú fáir vönduð I—Iheilsuhúsið náttúruteg bætiefm, sem sett ....... Úhei eilsuhúsið Skólavöróustíg & Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.