Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 5
+~^" MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LIF Wl Morgunblaðið/Ásdfs 5al- Ólöf, unnu við hlið unglinganna í íafi undirgöngunum og voru um leið að spjalla við þá um vímuefni og imt önnur mál er snerta unglinga. ina Þannig spunnust líka umræður um >em málefni eins og ofbeldi og fjöl- nir, skylduaðstæður. „Við vorum með og stöðugt áreiti á krakkana," segir Aðalheiður „og fengum að heyra það að það væri ofboðslega erfitt að þurfa að hugsa svona mikið í vinnunni. Það var alveg nýtt fyrir marga þeirra." Sumarið milli áttunda og níunda bekks Aðalheiður og Ólöf eru sammála um að Vinnuskóli Reykjavíkur eigi að vera meira en bara sumarvinna fyrir unglinga. Mikilvægt sé að uppeldismenntað fólk fylgi ungling- unum yfir sumartímann, veiti þeim uppbyggjandi aðhald og sinni þörf þeirra fyrir þekkingu og fræðslu sem og athafnaþörf. „Flestar kann- anir sem gerðar hafa verið á þessu sviði sýna að það verður stigbreyt- ing í lífi margra unglinga á sumr- in," segir Aðalheiður. „Þá byrjar hluti þeirra að bragða áfengi og mikil hætta er á að þau leiðist út á rangar brautir vegna aðhaldsleys- is og aðgerðarleysis. Þess vegna skiptir máli að vera með þeim og fylgja þeim í gegnum sumarið og þar er Vinnuskólinn mjðg mikilvægt afl." Ásta, Lára, Tinna og Dagbjört um vinnu gegn vímuefnum Ásta Sveinsdótt- ir og Lára Vil- bergsdóttir miðl- uðu vangaveltum sínum um vímuefni og vímuefnanotkun með veggjaskreyt- ingum í sumar. „Við höfum fengið mjög jákvæð við- brögð við veggja- skreytingunum og fræðslan skilar sér bæði til okkar sem vorum að vinna við þetta og til yngri krakka sem ganga þarna í gegn og sjá skilaboðin sem við viljum koma á framfæri. Það er í rauninni nauðsynlegt að hafa svona verkefni í Vinnuskólan- um í öllum hverfum í Reykjavík og á landinu svo krakkarnir fái góða fræðslu um vímuefnamál og skilji hvaða afleiðingar það geti haft að neita vímuefna," segir hún. Tinna Rut Ólafsdóttir: „Ég held að það séu frekar krakkar sem hafa fá áhugamál sem fara út í vímuefnaneyslu og helst þeir sem hafa lítið sjálfstraust. Það þarf að byrja að efla sjálfstraust hjá krökk- um þegar þeir eru litlir svo þeir þori að segja nei og treysta á eigin dómgreind þegar þeir verða ungl- ingar." „Það vantar einnig eðlilegri sam- skipti á milli aldurshópa, t.d. í skól- um," segir hún. „Leiðin fyrir 8. bekking til þess að kynnast 9. eða 10. bekkingum á ekki að vera með því að reykja í undirgöngum í frí- mínútum eða með því að byrja að drekka." Dagbjört Jónsdóttir segist vera heppin að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í forvarnarstarfi Vinnuskólans og Fjörgynjar í þrjár vikur í sumar. „Flestum krökkum sem ég var með í Vinnuskólanum fannst ég vera rosalegaheppin að fá að vera með í þessu. Ég er mjög ánægð með þetta forvarnarstarf og núna veit ég mun meira um þessi mál en ég gerði áður. Ég held að aðal markmiðið með þessu hafi verið að fá unglinga til að hugsa um vímuefnamál án þess að vera að predika yfir þeim," seg- ir hún. „Það er mjög algengt að krakkar byrji að reykja og drekka sumarið eftir 8. bekk þó sumir byrji seinna eða aldrei. En það er mjög mikil- vægt að byrja forvarnarstarfið snemma svo að krakkar hugsi sig vel um áður en þeir byrja að prófa. Það er svo auðvelt að loka augunum fyrir vandamálunum ef fólk er kom- ið í neyslu." ¦ Sigrún Sigurðardóttir irf dansari að hafa? dansinum mðsyn „Dansæfin er svo stutt. Oft er miðað við að konur hætti um 35 ára aldur, en karlar um fertugt. Einstaka dansari getur auðvitað dans- að Iengur, þó hann þurfi að fara að lækka seglin, því hann passar ekki lengur í öll hlut- verk." Hvaðþarftilað geta orðiðgóður dansari? „Þeir þurfa fyrst og fremst að vera hraustir, hafa góða líkamsbyggingu og eðlileg hlutföll," segir Ingi- björg. „Klassískur ballett bygg- ist á því að hafa liðuga mjaðmal- iði og því er það mikilvægur eiginleiki dansara. Þá þurfa þeir að vera ákaflega mús- íkalskir og hafa síðast en ekki síst þessa ást á dansinum," seg- ir Ingibjörg að lokum. ¦ irgunblaðið/Þorkell rg Björnsdótt- ólastjóri List- kóla íslands. að ballettskólann í Stokkhólmi. „Fyrr um sumarið var ég í ballettnámi í Danmörku og þar kynntist ég krökkum sem sögðu mér frá Sænska ballettskólanum," segir Katrín. „Hann þykir mjög góður og hefur þann kost að þar getur maður tekið bóklegt nám samhliða listnámi. Hann minnir svolítið á skólann í bandarísku þáttunum „Fame", sem hafa verið sýndir hér á landi," segir hún. Dansaði sólóhlutverk í ballettlnum don Kíkóte Katrín vildi komast inn í skólann strax um haustið, en til þess þurfti hún sérstaka undanþágu, vegna þess að inntökuprófið hafði verið veturinn áður. „María Gísladóttir hringdi fyrir mig í skólastjórann og fékk hann til þess að kíkja á mig. í framhaldi af því fór ég til Svíþjóðar, aðeins fimmtán ára gömul. Þegar ég kom var ég látin æfa einn tíma með stelpunum sem þá voru að byrja og fylgdust skóla- stjórinn og kennararnir grannt með. Eftir tímann hafði skólastjór- inn samband við mig og sagði að þetta hefði gengið mjög vel og eftir að hafa fengið samþykki kennaranna í bóklega náminu komst ég inn í skólann," segir hún. Katrín segir að tíminn í Svíþjóð hafi verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur. „í skólanum lagði ég mesta áherslu á klassískan bal- lett og var meðal annars í táskó- tímum og tímum þar sem æft er að dansa á móti karldansara. Þess á milli stundaði ég stærðfræði, líf- fræði og annað bóklegt nám. Á hverju ári settum við upp nemendasýningu og nú síðast sett- um við upp stytta útgáfu af spænska ballettinum don Kíkóti og fórum með hann í sýningar- ferðalag um Norður-Svíþjóð. Þar dansaði ég meðal annars sólóhlut- verk, hægan og flottan dans með mikilli þyngd, og finnst mér mikill heiður að hafa fengið að gera það," segir Katrín. Hún nefnir einnig að sýning þessi hafi hlotið lofsamlega dóma í Norður-Svíþjóð og því vak- ið töluverða athygli. Á eftir að læra mlkið Katrín æfir nú með íslenska dansflokknum frá níu til fimm alla virka daga. „Það er erfitt fyrir dansara að fá vinnu þegar þeir eru nýbúnir að ljúka dansnámi. Ég er því mjög heppin," segir Katrín. „Það er líka gott að vera í íslenska dansflokknum. Þetta er lítill flokk- ur og því fær maður mun fleiri tækifæri, heldur en ef um stærri dansflokk væri að ræða. Þau verk- efni sem flokkurinn mun taka að sér í vetur eru spennandi að mínu mati, en áhersla verður lögð á nútímadans. Ég vonast þó til þess að í framtíðinni verði klassískur ballett einnig á efnisskránni, þar sem ég hef einbeitt mér að því að æfa sííkan dans á undanförnum árum. Ég á þó örugglega eftir að læra mikið í vetur og lít björtum augum til komandi vetrar." ¦ Arna Schram kamátctr aa Verum hraust í vetur með MULTI VIT § Ifl TI TTI MULII FJÖLVITAMIN EÐ STEINEFNUM NÁTTÚRULEGT 180 töflur Guli miðinn tryggir gæðin Þegar þú tekur inn MULTI VIT ert þú að innbyrða 11 steinefm', 12 vítamín, 22 vaiin bætiefni. Dagleg neysta byggir upp eru saman með þarfir tíkamann og stuótar að hreysti íslendinga í huga. og góóri heilsu. MULTI VIT Fæst í heilsu- í frumskógi vítamína og búðum, apótekum og bætiefna qetur verió erfitt að heilsuhiltum matvöruverstana. og góóri heitsu. I frumskógi vitamína og bætiefna getur verió erfitt að velja rétta glasió. Glösin með guta mióanum tryggja að þú fáir vönduð náttúruteg bætiefni, sem sett jEilsuhusið Skóluvörðustíg & Kringtunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.