Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Heilahvelin vöktuð Rafrænt hárnet getur ef til vill þokað okkur nær lausn á ýmsum námserfíðleikum sem stafa meðal annars aflesblindu, dyslexíu. Er hægt að greina væntanleg vandamál strax í heila nýburans? Hér er sagt frá nýjum áhugaverðum rann- sóknum um heilastarfsemi barnsins. HÁRNETIÐ sem greinir rafbylgjur heilans og magn athygli barns gagnvart tilteknum áreitum í umhverfinu. Nýfæddbörn snúa augum og höfði mismikið þegar þau bregöast við mismunandi andlitsmyndum Snúningur (gráður gu r) Augu IJ Höfuð Eðlilegt Ruglað Sviplaust andlit andlit andlit Börnunum virðist áskapað að bregðast best við venjulegum andlitum, það virðist ekki vera lært 55 HÁRNETIÐ er góð 2 leið til að fylgjast ¦¦ með athyglisgáfu jjP %f% ungbarna, sjón §§y^' *B5 þeirra og heyrn. ^ Það er samsett af 64 eða 128 skammlínuskynjur um sem hvíla þægilega á höfð- inu til að nema rafboðin í heilan- um. Tölva teiknar síðan upp kort af rafboðum sem kvikna út frá því sem manneskjan greinir gegn- um skynfærin. Prófessor Mark Johnson í Lond- on frá Stofnun um læknisfræðileg- ar rannsóknir um vitsmunaþroska (Medical Research Counsil's Cognitive Development Unit), seg- ir frá þessu framtaki í grein til birtingar í Child Developement. Sífellt umfangsmeiri gögn hafa safnast sem sýna að verulegur hluti námsörðugleika geti átt ræt- ur að rekja til þess hvern- ig heilinn meðhöndlar utanaðkomandi upplýs- ingar á fyrstu mánuð- um ævinnar. Er kort af helminum í hefla nýburans? Upplýsingarnar munu, að mati Johnsons, opna nýja möguleika til að takast á við spurninguna: „Er heilinn kortlagöur við fæðingu með vitneskju um heiminn eða er hann óskrifað blað sem mótast fullkomlega af ytri aðstæðum snemma á lífsleiðinni?" M.ö.o.: Hvað er erft og hvað lært, hvað áunnið, hvað meðfætt? Flestir vísindamenn eru nú þeirrar skoðunar að sannleikurinn liggi einhvers staðar milli þessara andstæðu póla. Líkt og gæði kö- kunnar helgast bæði af uppskrift- inni og hvernig hún er bökuð. Heilinn er háður genunum sem hann fær í arf frá foreldrum og áreitum umhverfis gegnum skyn- færin. Við Rannsóknarstofnunina er prófessor Johnson að reyna að finna ferlið sem gerir ' > barnsheilanum kleift, , gm 1 gegnum umhverfi sitt, að þroskast til að geta tekist á við flókið heila starf fullorðins einstaklings, eins og skólanám og tungu- mál. Frá fæðingu kanna börn heim- inn. Þau stara á hluti og fólk, og hlusta á hljóð sem vekja athygli þeirra. Með þessu kortleggja börn- in þróun heilans sem á eftir að margfaldast að rými fram að full- orðinsárunum. Enn mikilvægara er að heilinn er auðmótanlegur, hann getur fundið sér net nýrra tengileiða og sniðið þær af sem eru ekki nothæf- ar. „Mikið af þessari rýmisaukn- ingu er vegna þroskunar á nýjum tengingum milli taugafruma - /s ,. griplur sem leiða boð milli taugabola í heilabörknum - en í honum fer æðri \ starfsemi fram, svo sem I hugsun, málfærni, skipu- lagning og lausn vanda- mála," segir Johnsson pró- fessor. Heilinn skiptist í tvö heilahvel, og það sem ekki þrosk- ast í öðru má reyna að þroska í hinu með sérstakri tækni. Öld taugasálfræði hefur leitt í ljós að hinir tveir hlutar heilabark- arins sérhæfa sig í ákveðnum verkum - annar sér um málfarið meðan hinn sérhæfir sig í sjón- inni. Tilraunir með nagdýr og apa sýna að þótt grunnleiðirnar séu lagðar um fæðingu eru þær mark- aðar og endurgerðar með reynsl- unni. Grelning heilans á smáatriðum Hæfileikinn til að þekkja andlit eru gott dæmi. Fyrir fáeinum árum sýndi athyglisverð tilraun sem prófessor Johnson og starfsfé- lagi hans dr. John Morton stýrðu, að börn eru fædd með frumstætt „kerfi" sem gerir þeim fært að skilja á milli andlitslögunar og annarra forma - og litaklasa í kringum þau. Jafnvel á fyrsta hálftíma lífsins hreyfa nýburar höfuðið og augun lengur til að fylgjast með andliti fremur en öðrum flóknum formum sem eru í sjónmáli (sjá kort). Heil- inn gerir með öðrum orðum ráð O FÁGUÐ, örugg og alúðleg " j framkoma forstjóra jafnt sem * ritara, símavörslufólks, starfs- ^^ manna í móttöku og allra, sem Seiga samskipti við viðskipta- vini, á efalítið stóran þátt í *^í ímynd fyrirtækja og stofnana. 2S Sumum er slík framkoma í blóð borin en aðrir mættu að ósekju leggja meiri rækt við svokallaða „viðskipta- kurteisi" eins og Fanný Jónmunds- dóttir ætlar að kenna á tíu tíma námskeiðum Fagmennska í fram- komu í vetur. Námskeiðin eru ætluð konum á öllum aldri, en Fanný hyggst „fínpússa" karlana síðar. Fanný, sem um árabil hefur leið- beint á námskeiðum ætluðum til að efla sjálfstraust og fínna hæfnisvið hvers og eins, segir að þótt margar íslenskar konur séu meðvitaðar um dugnað sinn og hæfileika og öruggar með stöðu sína og starf virðist þær oft afar óöruggar, feimnar og jafn- vel ráðvilltar við ýmsar aðstæður sem skapast á vinnustað. „Samskipti við karlkyns vinnufélaga geta vafíst fyr- ir þeim, þær eru of hlédrægar, þora ekki að taka til máls á fundum og eru því oft ekki metnar að verðleik- um." Námskeiðið byggist, eins og flest fyrri námskeið Fannýjar, á kenning- um Kanadamannsins Brian Tracy um vænlegar leiðir til árangurs. Tracy hefur í fjóra áratugi rannsakað ástæður þess að sumir ná árangri en aðrir ekki og miðlað niðurstöðum sínum á fyrirlestrum og námskeiðum í áttatíu löndum. Fanný er yfírum- sjónarmaður námskeiða Tracys hér- lendis og hefur lagað námskeiðið Fagmennska íframkomu að íslensk- um aðstæðum og bætt ýmsu inn í, t.d. líkamsæfingum og ráðleggingum um næringu, fataval og snyrtingu. „Öryggi í framkomu skiptir miklu máli í mannlegum samskiptum. Kurteisi, alúðlegt viðmót og hæfileik- inn til að láta öðrum líða vel í návist sinni erumikilvægirþættiríviðskipt- um og á öðrum vettvangi. Án sjálfs- trausts og markmiða eru konur óánægðar og þeir sem eru í návist þeirra skynja slíkt undantekningar- laust. Grunnurinn að auknu sjálfs- trausti, vellíðan, öryggi í framkomu, árangri í starfi og farsælu einkalífi byggist á að konur séu ánægðar með útlitið. Ég legg mikla áherslu á að kenna þeim að klæðast viðeigandi og smekklegum klæðnað við hvert tækifæri, ennfremur leiðbeini ég hverri einstakri um snyrtingu og þess háttar." Aðspurð sagði Fanný að markmið námskeiðsins væri fjarri því að steypa allar konur í sama mótið, fremur væri lögð áhersla á að per- sónuleiki hverrar og einnar fengi notið sín. Fagurt útlit, fínn klæðnað- ur og vönduð snyrting, sagði hún, skipta litlu máli ef framkoman væri ekki aðlaðandi. Trúin og markmiðin Á sjálfstyrkingarnámskeiðum fyr- ir konur hefur Fanný kennt aðferð, sem sumum finnst harla kyndug og felst í því að horfa gaumgæfilega á spegilmynd sína drjúga stund, kvölds og morgna, og segja eitthvað á þessa leið: „I dag mun eitthvað frábært henda þig, því þú ert frábær og hæfileikarík og átt allt hið besta skilið. " Alúðleg framkoma bætir ímynd fyrirtækja og stofnana Fanný segir að allir hafi gott af að eiga stund með sjálfum sér í ró og næði. „Trúin á mátt sinn og megin eyk- ur styrk, þor og árang- ur. Með einbeitingu geta allir tileinkað sér fram- angreinda aðferð og náð góðum árangri með henni. Konur þurfa að læra að meta sjálfar sig að verðleikum, stefna að ákveðnum markmið- um og trúa á hæfni sína til þess að ná þeim. Flestar konur, jafnvel mestu fegurðardísir, eru að einhverju leyti óánægðar með útlitið. Mér fínnst fegurðin afstæð, hún kemur innan frá. Allar konur hafa eitthvað við sig, sem þær skynja ef til vill ekki Fanný Jónmundsdóttir fyrir slíku og bendi konum á leiðir til að draga fram það sem eykur þokka þeirra." Fanný er sannfærð um að sjálfstraust, ják- vætt hugarfar og skipulag sé undirstaða þess að ná settum markmiðum, svo fram- arlega sem þau gangi ekki algjörlega á skjön við heilbrigða skynsemi og blákaldan raunveru- leikann. Hún tekur svo- lítið afstætt dæmi, sem hún segir tæpast myndi ganga upp. „Markmið eins og að fá hjarta- knúsarann Antonio Banderas til að giftast sér kann að orka tvímælis. Hins vegar er ég viss um að vel tekst til að ná settu marki ef kona einset- sjálfar. Ég tel mig hafa næmt auga ur sér að giftast ákveðinni manngerð innan ákveðins tíma. Hún verður bara að skilgreina nákvæmlega hvaða kostum karlinn á að vera bú- inn, hvernig hann eigi að vera í hátt- um, framkomu og fleira," segir Fanný kímin og bætir við að ekki megi gleyma að ákveða aldur vænt- anlegs eiginmanns. „Eg nefndi markmiðið að ná sér í eiginmann, bæði í gríni og alvöru. Þótt námskeiðið Fagmannieg fram- koma sé einkum ætlað að beina sjón- um kvenna að starfi sínu, frama sín- um í fyrirtækinu, framkomu, vinnu- lagi og þess háttar, geta þær nýtt sér námsefnið og leiðbeiningarnar við hvers kyns viðfangsefni í daglega lífínu." Streitu segir Fanný einkenna ís- lenskar konur öðru fremur, enda engin furða því flestar þurfi jafn- framt starfi sínu að sinna búi og börnum í ríkari mæli en karlar auk þess sem mjög margar sjái einar um uppeldi baranna. „Mér finnst mikill sannleikur fólg- inn í orðum Goldu Meir, sem sagði að konur verði að vinna meira og betur til að standa jafnfætis körlum. í samanburði við kynsystur okkar annars staðar á Norðurlöndum hafa íslenskar konur meiri menntun og eru sjaldnar í fríi frá vinnu vegna veikinda, en samt er munurinn á launum karla og kvenna meiri hér en þar tíðkast. Ennfremur fá þær minni félagslega aðstoð og eiga að meðaltali fleiri börn." Á námskeiðinu segir Fanný að konur þurfi að horfast óvægið í augu við sjálfar sig, gera sér grein fyrir hvert þær stefni, hvað þær raunveru- lega vilji og hvernig þær geti yfirstig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.