Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 B 7 DAGLEGT LÍF Unnið á lesblindu með hljóðæfingum Kortlagning heilabylgja er líffræðileg sönnun fyrir því að talsvert af börnum með tungumálaörðnugleika - þar með talið dislexíu - líði fyrir það hvernig heili þeirra vinn- ur úr hljóðum. Náms- og einbeitinga- rörðugleikar eru algengustu kvillar æskunnar og há 5-9% af þeim á skólaaldri. Með því að mæla og skrá rafbylgjur sem tengjast ósjálfráðri skráningu hljóða í heilanum hafa visinda- menn komist að því að einn þriðji af börnum með námsörðugleika bregðast ekki eins við töluðu máli og önnur börn. Börn sem eiga í erfiðleikum með að greina á milli hárfínna blæbrigða í málinu eru líkleg til að eiga í erfiðleikum með lestur og stafsetningu. Rannsóknarhópur Nínu Kraus prófessors í Northwestern Uni- versity, Illinois, hefur gert for- vitnilega athugun á 300 börnum frá sex og fimmtán ára aldri. Mörg þeirra þjást af námsörðugleikum. I timaritinu Science gerir hún grein fyrir hvernig börn voru látin greina á milli hraðra talbreytinga - eins og frá „da“ til „ga“ og frá „ba“ til „wa“. Hljóðaröðum, svo sem „da-da-da“ og síðan „da-da- ga“, var spiluð vægt í eyru þeirra meðan þau horfðu á sjónvarp. Rafskaut á höfðum barnanna skráðu rafbylgjurnar og fundu prófessor Kraus og félagar hennar að rafbylgjurnar breyttust þegar „ga“ kom í stað „da“ nema hjá einstaka barni sem átti í námsörð- ugleikum. Bendir þetta til þess að strax í skráningu hljóða frá eyr- anu, jafnvel áður en barnið er meðvitað um hljóðið, hefur heilan- um láðst að gera greinarmun á hljóðum og skerðir því hljóðfræði- lega hæfileika barnsins. Prófessor Kraus leggur áherslu á að mörg önnur vandamál t.d. einbeitingarleysi og vitsmunaleg- og hljóðfræðileg vandamál geti tengst tungumálaerfiðleikum. En prófið hennar getur greint á milli þessara barna og annarra sem eiga í erfiðleikum með ómeðvitaða hljóðskráningu. Vegna þess að rafbylgjurnar sem hún athugaði voru í hluta heilans sem hefur hæfileika til að breytast með námi er hugsanlegt að hægt sé að „Iæra að heyra hljóð öðruvísi" segir hún. Niðurstaða Kraus fellur vel að rannsókn sem kynnt var fyrr á þessu ári af hópi við Rutger University og University of Californm, og bendir til að milljónir slíkra barna gætu hagnast á „tölvuleikja“-meðferð. Við Rutger sýndi Paula Tallal prófessor að sum dislexiu- börn áttu í erfiðleikum með að skilja tal, sérstaklega hljóð sem breyta hratt um tíðni, eða hljóð sem byrja eða enda skyndilega eins og „ba“ og „da“. Síðan uppgötvaði Paula að með því að hægja á hljóðbreytingunum gátu þessi börn skráð hljóðin rétt. Hún þróaði æfingakerfi í formi tölvuleiks ásamt Michael Merz- enich prófessor, sem er virtur taugalífeðlisfræðingur. Svo dæmi séu tekin fékk barnið stig ef það gat greint á milli „ba“ og „da“. í leiknum er bilið milli skjótra breytinga stytt til að ná eðlilegum hraða eftir því sem færni bamsins eykst. Málskilningur barn- anna jókst upp að og yfir meðalmál- skilning hjá öllum börnunum sjö nema einu á fjögurra vikna ferli til að endurþjálfa heyrn þeirra og hjá öllum nema einu af ellefu böm- um sem síðar luku svipaðri þjálfun. fyrir að andlit sé eitt af því sem nýburinn eigi að veita mikla at- hygli, segir prófessor Johnson. Að stara á andlit eftir andlit markar sérstakar tengingar milli taugabola í heilaberkinum, með þeim afleiðingum að sérstök svæði fara að sérhæfa sig í skráningu flókinna upplýsinga um andlit - svo sem hver manneskjan sé, af hvaða kyni og hvort manneskjan er brosandi eða grett. Vaxandi von - en sýnið blðlund Aðrar tilraunir við Rannsóknar- stofnunina og annars staðar benda til að nýburar sýni álíka hlut- drægni gagnvart hljóðum í málinu. Frá fæðingu eru börn næm á hljóð- fræðileg mörk eins og að gera greinarmun á „ba“ og „pa“. „Með því að taka eftir mismuninum á slíkum hljóðum feta börnin þá leið sem heilabörkurinn sérhæfir sig seinna fyrir tungumálið," segir hann. „Þetta opnar nýja sýn á hvernig má móta þróun í málskilningi og málnotkun. Ef þýðingarmikill hluti heilabarkar ungbarnsins starfar óeðlilega getur það haft mjög al- varlegar afleiðingar.“ Dr. Annette Karmilloff-Smith á Rannsóknarstofnuninni er að kanna fátíða arfgenga truflun á heilastarfseminni, sem nefnd er Williams-syndróm, en líkur eru á að hann sé líka dæmi um gallaða sérhæfingu heilans sem leiðir til vandamála í þroskun. Williams-sjúkdómurinn er at- hyglisverður að því leyti að um miðja barnæsku eiga þeir sem greinast með hann ekki í nokkrum vandræðum með að skrá upplýs- ingar um andlit og tungumál, en sýna talsverðar þroskahömlur á öðrum hugrænum sviðum. Hugsanlega er hægt að skýra van- hæfni þeirra á sumum sviðum með því að óeðlileg sérhæfing hafi orð- ið á einhveijum svæðum heila- barkarins. Niðurstöðurnar benda því til að bjarga megi vanhæfni nýburans, því ef breyta má sérhæfingu heila- hvela getur sértekin þjálfun kveikt von um að greina megi sumar þroskahömlur strax á fyrstu mán- uðunum, og nota rétt þjálfunar- kerfi til að leiðrétta heilastarfsem- ina. Þessi leið er þegar farin að skila árangri í meðferð á einstök- um flokkum námserfiðleika. ■ Þýtt: G.H. Texti eftir Rogers Highfield vís- indaritstjóra The Daily Telegraph. ið ýmis vandamál til að ná markmið- um sínum. „Fyrst og fremst reyni ég að fá konur til að öðlast jákvætt viðhorf til sjáifrar sín og umhverfis- ins. Þegar þeim áfanga er náð eykst sjálfstraustið, þær víla ekki fyrir sér að taka til máls á fundum eða stjórna þeim og eru ófeimnar að láta skoðan- ir sínar í ljós. Lítið sjálfstraust kvenna hefur áreiðanlega haft mikil áhrif á hve fáar konur eru í stjórnun- arstöðum og að konur skuli enn vera með lægri laun en karlar." Fanný telur að allir hafi gott af að staldra við, líta yfir farinn veg og íhuga hvað betur hefði mátt fara. „A námskeiðinu veltum við fyrir okkur hvort við vildum vera í sömu sporum og við vorum fyrir fimm árum, stöðu okkar að sama tíma liðnum, hveiju við höfum áorkað og hvað við getum gert til að uppfylla vonir okkar og væntingar í framtíðinni. Til þess að vel takist til kenni ég konum að búa til nákvæmar áætlanir varðandi tíma- setningar og fleira og að vinna sam- kvæmt þeim til að ná markmiðum sínum. Skipulag af þessu tagi getur komið í veg fyrir streitu og óreglu á mörgum sviðum. Eitt leiðir af öðru; sjálfstraust, aðlaðandi framkoma, áræðni og öryggi í fasi spillir hvorki fyrir leið- inni upp metorðastig- ann né hamingju- sömu lífi,“ segir Fanný, sem hefur óbilandi trú á að sé rétt á spöðum haldið geti hver og einn haft ör- lög sín í hendi sér. vþj ■ „íslenskar konur eru áberandi stress- aðar, enda þurfa margar að sinna búi og börnum samfara ábyrgðarmiklu starfi. Síminn er mesta þarfaþing þeg- ar eitthvað bját- ar á heima og leita þarf ráða hjá MEÐ AUGUM LANDANS Kirkjan mín £ María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfþ viðskiptafulltrúa Útflutnings- ráðs Islands við íslenska sendiráðið. I Moskvu eru margar fallegar kirkjur, gaml- ar, glæsilegar bygging- ar, merkileg minnis- merki um byggingarl- ist síns tíma, mikið út- ~ flúraðar að utan, en þó J f I enn meira að innan, að 1 ekki sé talað um fjöld- * an allan af helgimynd- Oum, íkonum, upp um alla veggi og gylltar skreytingarnar sem setja óneitanlega mik- inn svip á þessa helgi- staði. Um nokkurt skeið voru kirkjurnar notaðar undir ýmislegt þarflegt, svo sem smá- iðnað, viðgerðarverk- stæði og birgðageymslur, svo eitthvað sé nefnt og þá fór ýmis- legt forgörðum af helgimyndum, skreytingum og gömlum munum. Nokkrar kirkjur eru í hverfinu mínu, en sú sem ég held mest uppá naut þeirra forréttinda að fá að vera kirkja, þegar flestar aðrar kirkjur fengu annað hlut- verk. Kirkjan mín heitir St. John the Warrior og stendur við Bolshaya Yakimanka stræti, sem tekur við af Leninski stræti og Hringinn og liðast sem leið liggur í áttina niður að Kreml. Beint á móti er franska sendiráðið í húsi sem minnir á sætabrauðshúsið sem freistaði Hans og Grétu í mínu ungdæmi og gerir líklega enn. Þessi kirkja er ekki stór að flatar- máli, er reyndar tvö samtengd hús, með háum turnum sem gera hana tignarlega. Hún var reist í upphafi átjándu aldar og er talin gott dæmi um byggingu þar sem vel fara saman Moskvu-barokk stíllinn og ný-klassískur stíll. Hér er ekki til siðs að hafa stóla og bekki í kirkjum, fólk ýmist stendur eða krýpur á meðan á guðsþjónustum stendur, en ann- ars finnur fólk sér stað, gjarnan við einhveija helgimyndina, til að eiga sína hljóðu stund. Hér eru kirkjur alltaf opnar og gamlar konur gæta þess að allt fari vel fram. Trúin og kirkjusiðir viðhéld- ust þannig að þeir eldri kenndu þeim yngri og það virðist hafa skilað sér til næstu kynslóðar, sem nú sækir kirkjur. Kirkjugestimir eru flestir konur á miðjum aldri og eldri, þó er nokkuð um yngra fólk og böm. Flestir kaupa kerti til að kveikja á og koma þeim fyrir á til þess gerðum stjökum, sem standa við helgimyndirnar. Þar eru beðnar bænir, fólk signir sig og kyssir á helgi- myndina. Messað er daglega og þá syngur presturinn messu ásamt kórnum, sem stendur á bak við mikið gylltan og útflúraðan stól, þanng að þeir sem þar standa sjást ekki fyrr en að lokinni athöfn. Þar em saman- komnar sannkallaðar englaraddir, yfirleitt um fimm eða sex kvenraddir og ein til tvær karlraddir. Söngurinn hljómar um guðshúsið og lyftir viðstödd- um á efri hæðir, samt ekki hærra en svo, að gömlu konurnar gleyma ekki að signa sig og hneigja og beygja á réttum stöðum í messunni. Þessar stórkostlegu englaraddir búa ekki í englum^ eins og ég hélt að þeir litu út. Ég var furðu lostin í fyrsta sinn sem ég sá „englaraddirnar“ mjaka sér framundan stólnum. Þær búa nefnilega í þreyttum, miðaldra, gömlum, lotnum konum og svipur þeirra er ekki einu sinni fallegur. Þannig eru þær líka konurnar sem sjá um kirkjuna, selja kertin, hreinsa kertastjakana, sjá um að allt sé eins og það á að vera. Þó að þær leggi allt í sölumar fýrir kirkjuna sína, er ekki hægt að segja að þær séu mjög vinsam- legar á svipinn og ef þær vita hvað hamingja er, þá fara þær vel með það. Athöfnin er hátíðleg og alvar- leg og fólk tekur þátt í henni samviskusamlega. Því finnst mér merkilegt, að pestarnir virðast fylgja helgihaldinu meira af gömlum vana en fullri einlægni, þeir gjóta augum á viðstadda og mæla þá út frá toppi til táar, klóra sér í eyranu eða laga á sér skrúðann um leið og þeir flytja boðskap dagsins, eða blessa fólk og sveifla yfir það reykelsismekk- inum. Að athöfn lokinni setur fólk framlag sitt til bágstaddra á hlið- arborð fremst í kirkjunni. Þar skilur fólk eftir brauð, græn- meti, egg, jafnvel mjólk í flösku. Grunar mig að þar séu stórar gjafir. Yfirleitt em fáir karlmenn með- al kirkjugesta og sumir dvelja þar aðeins skamma stund. Ég hef stundum velt þeim fýrir mér, sem stoppa fínu, svörtu bflana sína fýrir utan kirkjuna, nokkrir sam- an, ganga upp tröppurnar, signa sig áður en þeir ganga inn, kaupa mörg kerti og kveikja á þeim á nokkrum stöðum í kirkjunni, signa sig og hneigja, síðast út á tröppum, áður en þeir snarast upp í þá svörtu og gefa í botn. Þetta eru menn á besta aldri, ákveðnir, vel klæddir. Vonandi hafa þessar stuttu heimsóknir góð áhrif á gjörðir þeirra og vonandi álíta þeir ekki sem svo, frekar en aðr- ir, að nóg sé að biðja um fyrirgefn- ingu, þar með séu gamlar syndir horfnar og mál að syndga á ný. Það á við um þá, eins og prestana og okkur öll, að hugurinn, ein- lægnin, fylgi málum, jafnt í trúni sem því, sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég kem stundum við í kirkj- unni minni, þegar ég fæ mér göngu um hverfið eða ég á leið hjá. Þar er alltaf fólk, aðallega konur, þær koma við á leið heim úr vinnu, með innkaupapokana sína, kveikja á kerti, eiga hljóða stund á helgum stað mitt í hring- iðu hversdagslífsins. Það er nota- legt að koma við í kirkjunni sinni, það er í leiðinni, á hvaða tíma sem er, það er góð tilfinning að kveikja á kerti, hugsa heim, hugsa til þeirra sem glíma við erfiðleika og vonbrigði, hugsa til vinanna sem hverfa skyndilega, áður en hægt er að kveikja, áður en tími gefst fyrir enn einn kaffi- bollann og notalegt rabb um lífið og lífsgátuna. Er meiri tími til að hugsa til þeirra þegar þeir eru farnir, eigum við að vera minn- ugri þess að njóta þess sem við höfum í dag, enginn veit hvað verður á morgun. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.