Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 13.09.1996, Síða 8
8 B FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Glerkarlinn í blikkdósinni og hönnuðurinn Gaultier FRANSKI fatahönnuðurinn, Jean Paul Gaultier, vekur jafnan eftir- tekt og umtal í tískuheiminum. Hann þykir ögrandi hönnuður, djarfur í litavali og virðist hafa gaman af því að hneyksla til dæm- is með því að klæða karlmenn í kjóla og pils. Heimsathygli vakti hann árið 1987 þegar hann gerðist sérlegur fatahönnuður söngkonunnar Ma- donnu en til að mynda eru brjósta- höldin og lífstykkin hennar hugar- smíð hans. Fyrir nokkrum árum sneri Gaultier sér einnig að ilmvatns- gerð. Kvenilmurinn sem ber heitið Jean Paul Gaultier, hefur hlotið mikla athygli, ekki síður fyrir skemmtilega hönnun en góða ang- an og um þessar mundir er að koma á markað herrailmurinn „Le Male“. Briac Pinault frá Beauté Pre- stige International í París, var staddur hérlendis á dögunum, í þeim erindagjörðum að fylgja ilm- inum úr hlaði. Daglegt líf notaði tækifærið og fékk Pinault í létt spjall um Gaulti- er og söguna á bakvið ilmvatnið. Of lítið viöskiptavit „Gaultier ólst upp hjá ömmu sinni og afa og bæði ilmvötnin bera keim af því,“ segir Pinault. „Kvenlyktin á að minna á farðann og púðurang- anina sem einkenndi svefnherbergi ömmu hans en karlilmurinn á rak- arastofuna sem afi hans sótti." Útlit ilmvatnsflasknanna skiptir Gaultier jafnmiklu máli og anganin, segir Pinault. „Nýja flaskan er seld í blikkdósum , eins og kvenilmurinn og er í laginu eins og karlmannslík- ami. í auglýsingu um ilminn eru harði og mjúki maðurinn,að takast á í sjómanni báðir með dátahatta, eyrnalokka og húðflúr. Annar þeirra er klæddur eins og Stjáni blái, í röndóttum bol sem er ungra karlmanna. Meistararnir blönduðu eftir sínu nefi, vínanda, kryddblöndum, myntu, vanillu, þurrkuðum blómum og mörgu fleiru. Að því loknu var framkvæmd víðtæk neytendakönnun og svo var einn angan valin. Það er 24 ára gamall ilmvatns- meistari sem aldrei hefur blandað ilmvatn áður sem á heiðurinn að „Le Male“ uppskriftinni. Pinault segir það mikilvægt í ilm- vatnsheiminum að vera skapandi. „Ef frumleikann vantar, fellur ilm- urinn fljótt í skuggann. Ilmvatnið verður að vekja upp sterkar tilfinn- ingar. Annaðhvort verður fólk að elska ilmvatnið eða beinlínis hafa andstyggð á því. Ef margir hafa enga sérstaka skoðun er gefið að ilmurinn muni ekki seljast vel. Ég er til dæmis mjög ánægður ef einhver segist ekki þola lyktina sem ég nota, því þá veit ég að hún er góð.“ ■ hm Morgunblaðið/Júlíus BRIAC Pinault og nýi herrailmurinn. kennimerki Gaultiers, en hinn er ber að ofan. Að sögn Pinaults er Gaultier mjög skapandi og hefur ákveðnar skoðanir en því miður of lítið við- skiptavit. Sem dæmi nefnir hann að Gaultier hafi fyrst komið fram með þá hugmynd að láta nýja ilm- inn minna á svitalykt undir handar- krika karlmanna, en markaðsdeild- in hafi bent á að líklega yrði sú lykt lítil söluvara. Þá datt honum í hug það „snjall- ræði“ að gera ilm í líkingu við brunalykt sem myndast þegar hjól- barða er hemlað mjög snögglega. Markaðsmennirnir hrópuðu heldur ekki húrra yfir þeirri hugmynd og því varð úr að reyna að líkja eftir lyktinni sem einkenndi rakarastof- una sem afi Gaultiers var vanur að sækja. Pinault segir Gaultier vera mjög léttan og skemmtilegan og alls ekki hrokafullan.„Hann gerir grín að öllum, ekki síst sjálfum sér. Svo er hann óskipulagður og tekur hlutina aldrei of alvarlega. Undanfarið hefur Gaultier getið sér gott orð fyrir sjónvarpsþætti á MTV, tónlistarstöðinni auk þess sem hann er kynnir í Eurotrash, sjónvarpsþáttunum vinsælu." Sú saga gengur sem eldur í sinu um Parísarborg að Tískuhúsið Cristian Dior falist eftir Gaultier sem hönnuði. Sagt er að samningar standa yfir einmitt um þess mundir. „Nefið“ er 24 ára „Hugmyndin að „Le Male“ fædd- ist fyrir tveimur árum og þá var rætt við tíu bestu „Nefin“ sem starfa í ilmvatnsverksmiðjum Frakklands," segir Pinault. „Nefin“ sem eru meistarar í blöndun ilmvatna, fengu uppýs- ingar um að „Le Male“ ætti að minna á gamla rakarastofu og höfða til JEAN Paul Gaultier vildi að ilmurinn minnti á svitalykt eða brenndan hjólbarða. Leitið lengi að vinnu og þér munuð verða ánægðir SAMVISKUSEMI og skyldu- rækni er hátt á lista hjá fyrir- tækjum sem leita að starfsfólki. Hvernig stendur þá á því að þeir einstaklingar sem hafa þessa kosti til að bera eru leng- ur atvinnulausir eftir að hafa misst vinnuna en félagar þeirra sem slakari eru? I ljós kemur að til er rökræn skýring á því, að sögn rannsókn- arhóps Kent State: „Það er hugsanlegt að samviskusamt fólk leiti sér að vinnu af elju eftir starfsmissi en sé sérlega vandlátt og seint til að velja sér nýjan vinnuveitanda." Þökk sé þolinmæði þeirra er líklegt að þeir verði að lokum ánægðari með val sitt en þeir sem stökkva á fyrsta atvinnuboð sem þeir fá. Atvinnurekendur geta dregið lærdóma af þessari niðurstöðu og reynt að taka eftir hvort fólk sem sækir um vinnu hjá þeim, spyrji nógu mikið um væntan- legt starf, til dæmis um aðstöðu, kjör og annað sem vegur þungt þegar til lengdar lætur. Góðu starfmennirnir eru því lengur finna réttu störfin og atvinnurekendurnir oft of fljótir að ráða hina slakari í störfin. ■ Psychology Today Darphin er íslensk stúlka SNYRTIV ÖRUFRAMLEIÐEND- UR velja jafnan eina eða fleiri stúlkur til að vera andlit fyrirtækj- anna; í auglýsingum í tímaritum og sjónvarpi, á veggspjöldum í búðargluggum og víðar. Stundum er sama stúlkan andlit fyrirtækis- ins eitt ár í senn, stundum árum saman og blasa þá myndir af henni hvarvetna við þar sem nafn fyrir- tækisins kemur fyrir. Nýverið var 23 ára íslensk stúlka, Svava Haraldsdóttir, valin andlit franska fyrirtækisins Darp- hin, sem frá árinu 1958 hefur fram- leitt húð- og hársnyrtivörur. Til skamms tíma fengust Darph- in vörurnar einungis í Frakklandi. Að sögn Sigríðar Olafsdóttur, um- boðsmanns Darphan á Islandi, þótti eiganda og stofnanda fyrirtækis- ins, Pierre Darphin, frönskum húð- sjúkdómalækni, ekki ástæða til að færa út kvíarnar. „Fyrir nokkrum árum tók nýr eigandi við stjórnar- taumunum og ákvað að koma Darphin vörunum á alþjóðamarkað. Hann hófst jafnframt handa við að endurnýja allt kynningarefni. Núna eru vörumar seldar um allan heim og fyrirtækið í örum vexti.“ Sigríður segist hafa haft spurnir af að forsvarsmenn Darphin í Par- ís leituðu ljósum logum að „andliti fyrirtækisins". „Eina sem ég vissi var að stúlkan átti að vera ljós yfirlitum. Dóttur minni, Ingu Maju, sem býr í París, datt frænka okk- ar, Svava Haraldsdóttir, strax í hug. Við hvöttum Svövu til að senda myndir af sér til Parísar. Hún virðist hafa fallið vel að hug- myndum fyrirtækisins, því hún var beðin um að koma þegar í stað til Parísar í myndatöku." Fyrirsæta og háskólanemi Svava Haraldsdóttir var valin Ungfrú ísland 1991. Hún býr núna í Diisseldorf í Þýskalandi þar sem hún leggur stund á þýsku í háskól- anum samhliða tískusýningarstörf- um. Hún segist hafa nóg að gera í hvoru tveggja, en ætlar að leggja áherslu á námið. Áður en Svava flutti til Þýskalands starfaði hún eitt ár við sýningarstörf í Nice í Frakklandi. „Ég bíð spennt eftir að sjá myndirnar af mér fyrir Darp- hin auglýsingarnar. Ég ætla að halda áfram sem fyrirsæta meðan ég hef eitthvað að gera. Ef til vill verða þessar myndir til að auka atvinnumöguleikana. Annars hef ég ekki nokkrar áhyggjur, ég er ákveðin í að halda áfram í háskól- anum. Núna er ég að velta fyrir mér námi í arkitektúr," segir Svava, sem í dag leggur upp í ferð um Þýskaland ásamt tíu fyrirsæt- um í myndatöku fyrir þýska tíma- Morgunblaðið/Kristinn ritið Brigitte. ■ SVAVA Haraidsdóttir, veggspjald frá Darphin fyrirtækinu. vþj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.