Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 1

Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Jllo C 1996 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER BLAÐ United samdi til fimm ára við ungu strákana MANCHESTER United hefur gert samninga til fímm ára við fimm unga leikmenn, bræðurna Gary og Philip Neville, David Beckham, Nicky Butt og Paul Scholes. Gary Neville sagði að þeir hefðu ekki verið ánægðir með sögur þess efnis að þeir væru að fara frá félaginu eða að hann, David Beckham og Philip Neville stæðu í ströngu við umboðsmenn. „Þetta var tóm þvæla og við erum ánægðir með að hafa skrifað undir. Ef mér væri boðinn samningur til 10 ára skrifaði ég þegar undir því ég vil spila fyrir Manchester United og ekkert annað féiag.“ United hefur einnig staðfest að það geri ráð fyr- ir að danski markvörðurinn Peter Schmeichel, sem er 32 ára, ljúki ferlinum hjá Manchester. Honum hefur verið boðin samningur til fimm ára, sem trygg- ir honum fjórar milljónir punda (um 415 millj. kr.). ÍÞRÓTTAHREYFINGIN || KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Formaður Þróttar og kjörinn endur- skoðandi ÍSÍ með róttæka tillögu VilMeggja ÍSf niður TRYGGVI Geirsson, formaður Þróttar í Reykjavík, sem einnig er kjörinn endurskoðandi íþróttasambands íslands (ÍSÍ) hefur sent bréf til ÍSÍ, Ólympíunefndar íslands (Óí), sérsambanda, íþróttabanda- lags Reykjavíkur (ÍBR) og fé- laga í Reykjavík þar sem hann leggur til að ÍSÍ verði lagt nið- ur í núverandi mynd og í þess stað verði þeim verkefnum sem ÍSÍ hefur haft með hönd- um skipt upp á milli nýrra samtaka sem verðj kölluð Ólympíusamband íslands (Óí) og íþróttasamstarfið (ÍS). Hann telur fjármál ÍSÍ ekki f réttum farvegi, skrifstofuhald og yfirstjórn sambandsins taki of stóran hluta af þeim peningum sem eru til ráðstöf- unar. Tryggvi sagði við Morgunblaðið að hann vildi leggja fram nýjar hugmyndir, sem hann teldi að kæmu íþróttamálum betur en fyrirhuguð sameining ISI og 01, sem að hans áliti leysi engan vanda. Tillögur hans eru í þá átt að stofna ný samtök, Ólympíusam- band íslands. Aðilar að því yrðu öll sérsamböndin og íþróttir fyrir alla (ÍFA). Þetta samband yfírtæki starfsemi Ólympíunefndar Islands og auk þess hluta af núverandi starfsemi ÍSÍ. Eins yrði leitað eft- ir samstarfi Ungmennafélags ís- lands, héraðssambanda og íþrótta- bandalaga til að stofna ný samtök, íþróttasamstarfið. Þessi samtök tækju þá yfir starf ungmennafé- laganna og hluta af núverandi starfi ÍSÍ. Tryggvi segir tilganginn með þessum tillögum að efla gras- rótina og samstöðu héraðs- og íþróttabandalaga, en þó yrði reynt að halda skrifstofuhaldi og umsvif- um í lágmarki. „Ég legg fram hugmyndir í þessum efnum sem ég tel vel þess virði að skoða. Ég vil með þessum hugmyndum aðallega benda gras- rótinni á að mér finnst umfang rekstrar ÍSÍ vera of mikið og vil að peningarnir renni í meira mæli í grasrótina. Ég held að það sé rétta tækifærið að ræða þessar hugmyndir núna vegna umræðn- anna um sameiningu ÍSÍ og Ólympíunefndar íslands. Það eru ekki forystumenn íþróttahreyfing- arinnar sem eiga að sameina, held- ur eigum við sem stöndum að gras- rótinni og ráðum hreyfingunni að taka ákvörðun um hvernig við vilj- um hafa æðstu stjórn íþrótta- mála,“ sagði Tryggvi. Hann segir að hver maður, sem les ársreikning ISÍ, hljóti að sjá að þar sé ýmislegt að. „ÍSÍ fékk á síðasta starfsári 171 milljón frá íslenskri getspá [Lottóinu]. Af því er 101 milljón dreift beint til íþróttahreyfingarinnar eftir skipti- reglu sem þar gildir, 12 milljónir fara í afreksmannasjóð og afgang- urinn er færður sem tekjur í rekstrarreikningi íþróttasam- bandsins. Skrifstofuhaldið sjálft kostar um 30 milljónir. Ég tel að við eigum að draga úr yfirstjórn íþróttamála og spara þar verulega peninga. Við þurfum að breyta þessum áherslum og leggja ISÍ niður. Vægi þess er orðið miklu minna en áður. Við ieitum í ríkara mæli til sveitarfélaganna um okk- ar mál í íþróttafélögunum svo að þörfin fyrir samtök eins og ÍSÍ í núverandi mynd er alltaf að minnka. Að undanförnu hefur eingöngu verið talað um að sameina Óí og ÍSÍ en ekki nefnt einu orði hvern- ig eigi að hagræða og spara þann- ig peninga. Hvernig ætla menn að reka þetta? Hvar á að spara peninga? Hvaðan koma meiri pen- ingar í grasrótina? Þessum spurn- ingum er öllum ósvarað," sagði Tryggvi. ■ Viöbrögö for- seta ÍSÍ / C3 Morgiinblaðið/Golli KR tapaði á heimavelli KR tapaði fyrir sænska liðinu AIK, 0:1, í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa á Laug- ardalsvelli í gærkvöldi. Ríkharður Daðason var ógnandi i framlínunni og komst næst því að skora fyrir KR er hann náði að skalla boltann í þverslá AIK-marksins. Hér er hann í skallaeinvígi við Pár Milqvist. ■ KR-ingar / C2 HANDKNATTLEIKUR: LIÐ AFTURELDINGAR SIGURSTRANGLEGAST / C4 *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.