Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐHD MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT + FÖSTUDAGUR13. SEPTEMBER1996 C 3 IÞROTTIR IÞROTTIR KR-AIK 0:1 Laugardalsvöllur, fyrri leikur í 1. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu, fimmtudaginn 12. september 1996. Aðstæður: Rigning en hlýtt. Mark AIK: Krister Nordin (80.). Gult spjald: KR-ingarnir Óskar Hrafn Þorvaldsson (8.) og Heimir Guðjónsson (37.). Svíarnir Krister Nordin (60.) og Johan Mjálmby (65.). Allir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Tore Hollumg frá Noregi. Aðstoðardómarar: Tore Aaland og Terje Pettersen frá Noregi. Áhorfendur: 2.407 greiddu aðgangs- eyri. KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Egilsson, Brynjar Gunnarsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Sigurður Örn Jóns- son - Hilmar Bjömsson, Heimir Guðjóns- son, Þorsteinn Jónsson (Guðmundur Benediktsson 46.), Ólafur Kristjánsson, Einar Þór Daníelsson - Ríkharður Daða- son. AIK: Magnus Hedman - Per Millqvist, Michael Brundin, Gary Sundgren, Pierre Gallo - Krister Nordin, Johan Mjálmby, Ola Andersson, Marco Ciardi (Thomas Lagerlöf 66.) - Pascal Simpson, Cesar Pacha (Patrik Fredholm 85.). 0B 4| KR-ingar gáfu ■ I Svíum hornspyrnu á 80. minútu. Upp úr henni ætlaði Óskar Hrafn Þorvaldsson að koma boltanum fram á völlinn en sendi beint á 01 a Andersson, sem var rétt fyrir utan miðjan vítateiginn. Hann sendi fram og til hægri á Krister Nordin, sem var rétt innan við vítateigshom- ið og sendi boltann með við- stöðulausu skoti í hornið nær. Frábær sending, glæsilegt mark og óveijandi. Evrópukeppni bikarhafa Aðrir leikir gærdagsins, fyrsta umferð, fyrri leikir. Eschen, Liechtenstein: FC Vaduz - Paris Saint-Germain....0:4 - Paul Le Guen (12.), Julio Cesar Dely Valdes (40.), Leonardo (44.), Bernard Allou (73.) Áhorfendur: 1.900 Moskvu, Rússlandi: Lokomotiv - Varteks (Króatíu).....1:0 Igor Cherevchenko (12.) Áhorfendur: 5.000 Batumi, Georgíu: Dynamo Batumi - PSV Eindhoven......1:1 Amiran Mudjiri (21.) - Luc Nilis (vsp. 39.) Áhorfendur: 20.000 Arósum, Danmörku: Árhus - Olimpija Ljubljana (Slóv.).1:1 Lennart Bak (15.) - Kliton Bozgo (57.) Áhorfendur: 5.900 Bistrita, Rúmeníu: Gloria - Fiorentina (Ítalíu)........1:1 Ilie Lazar (3.) - Gabriel Omar Batistuta (53.) Áhorfendur: 10.000 Sion, Sviss: Sion - Niva Vinnitza (Ukraínu).......2:0 Christian Colombo (50.), Christophe Bonvin (85.) Áhorfendur: 6.500 Briigge, Belgíu: Cercle Briigge - Brann (Noregi).....3:2 Michael Gernsoe (6.), Dominique Vanmaele (27.), Alex Camerman (32.) - Tor Andre Flo (38.), Claus Eftevaag (90., vsp.) Áhorfendur: 3.500 Aþenu, Grikklandi: AEK - Chemlon Humenne (Slóvakíu) ..1:0 Daniel Lima Batista (45.) Áhorfendur: 25.000 Graz, Austurríki: Sturm Graz - Sparta Prag (Tékkl.)....2:2 Ivica Vastie (8.), Roman Maehlich (85.) - Tomas Repka (57.), Lokvenc (72.) Áhorf- endur: 5.000 Nimes, Frakklandi: Nimes - Kispest Honved (Ungv.).......3:1 Cyril Jeunechamp (64.), Antoine Prejet (75.), Gregory Meilhac (87.) - Mihaly Toth (69.) Áhorfendur: 9.000 Kaiserslautern, Þýskalandi: Kaisersl. - Rauða Stjarnan (Júgósl.) ....1:0 Uwe Wegmann (59.) Áhorfendur: 26.000 Lissabon, Portúgal: Benfiea - Ruch Chorzow (Póll.)......5:1 Osmar Donizete (24.), Joao Pinto (25.), Jamir Gomes (31.), Valdo Filho (68. og 89.) - Dariusz Gesior (73.) Áhorfendur: 17.000 Anjalankoski, Finnlandi: MyPa-47 - Liverpool (Engl.)..........0:1 - Stig-Inge Björnebye (61.) Áhorfendur: 5.500. Chisinau, Moldavíu: Constructorul - Galatasaray (Tyrkl.)...0:l Adrian Knup (73.) Áhorfendur: 7.000 Barcelona, Spáni: Barcelona - ÁEK Larnaca (Kýpur)......2:0 Ronaldo 2 (18., 77.) Áhorfendur: 23.000 Lið Barcelona: 1-Vitor Baia, 3-Abelardo Fernandez, 5-Gheorghe Popescu (4-Josep Guardiola, 71.), 7-Luis Figo (11-Angel Cu- ellar, 71.), 9-Ronaldo, 10-Giovanni, 12- Sergi Baijuan, 15-Laurent Blanc, 19-Juan Pizzi, 21-Luis Enrique Martinez, 22-Robert Prosinecki (24-Roger Garcia, 71.) Körfuknattleikur Reykjanesmótið Haukar-Keflavík..................86:102 ■Shawn Smith gerði 30 stig fyrir Hauka og Sigfús Gizzurarson 17, en Damon Johan- son 23 fyrir Keflavík og Guðjón Skúlason 20. Reykjavíkurmót.ið Breiðablik - ÍS....................72:53 ■Andre Bovain var með 20 stig fyrir Breiðablik en Lárus Árnason gerði 15 fyrir ÍS. í kvöld Knattspyrna 1. deild kvenna kl. 18.00 Kópavogur: Breiðablik - Stjarnan Akranes: ÍA - Afturelding Vestm’eyjar: ÍBV - Valur KR-völlur: KR - ÍBA Handknattleikur Meistarakeppni HSI KA-húsið: KA-Valur.....kl. 20 Körfuknattleikur Reykjanesmótið Njarðvík: Njarðvík - Grindavíkkl. 20 Sigurhátíð í Smáranum BLIKASTÚLKUR taka á móti Islandsbik- arnum eftir leikinn við Stjörnuna á Kópa- vogsvelli í kvöld. Eftir leikinn munu Blika- stúlkur fagna uppskeru sumarsins í Smár- anum og eru allir velkomnir að samfagna þeim þar. FELAGSLIF Aðalfundur handknatt- leiksdeildar HK Aðalfundur handknattleiksdeildar HK verð- ur haldinn föstudaginn 20. september kl. 20 í Hákoni digra. Venjuleg aðalfundar- störf. Nú tippum vib á aaal... enskan seðil! nú er ekki eftir neinu oð bíða. Sölu lýkur kl. 13:00 alla laugardaga og úrslit leikja liggja fyrir kl. 1 6:00. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA IÞROTTAHREYFINGIN HAIMDBOLTIIUIU A LEIUGJUIMIUI! Ellert B. Schram um hugmyndir þess efn- is að ÍSÍ verði lagt niður í núverandi mynd Rangarog óaðgengileg- ar forsendur ELLERT B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, segist ekki hafa mikið álit á þeim nýju tillögum Tryggva Geirssonar, formanns Þróttar og kjörins endurskoðanda ÍSÍ, sem greint er frá á forsíðu íþróttablaðsins í dag, þar sem Tryggvi leggurtil að ISÍ verði lagt niður í núverandi mynd. Ellert segist ekki sjá að tillög- urnar komi tii með að draga úr rekstrarkostnaði og um- svifum í æðstu stjórn íþrótta- mála og komi ekki til með að leysa neinn vanda. pllert sagði við Morgunblaðið ™að forsendurnar fyrir tillögum Tryggva væru þær að draga úr rekstrarkostnaði og umsvifum í æðstu stjórn íþróttamála. „Ég get ekki séð að þessum markmiðum verði náð ef farið verður að tillög- um Tryggva. Hann gerir ráð fyrir að stofnuð verði tvö ný sambönd og ég geri ráð fyrir að hvort sam- band um sig þurfi þá eigin skrif- stofu og varla minnkar kostnaður- inn við það.“ Ekki einfalt Varðandi þá tillögu að leggja ÍSÍ niður í núverandi mynd, sagði Ellert: „Þetta er ekki svo einfalt. Er íþróttahreyfingin tilbúin að ieggja íþróttasambandið niður og deila verkefnum út til annarra? Eru íþróttabandalögin og héraðs- samböndin tilbúin að afsala sér öllum áhrifum varðandi utanríkis- mál, sérstaklega í ljósi þess að alþjóðasamskipti eru að verða æ snarari þáttur í störfum hreyfing- arinnar? Vill hreyfingin hætta að útdeila styrkjum í núverandi mynd? Eiga núverandi aðilar ÍSÍ að afhenda eignarhluta sinn í hús- eignum í Laugardalnum og af- henda hann nýjum samtökum sem yrðu þá eingöngu mynduð af hluta hreyfingarinnar? Það sjá allir að breytingarnar, sem hann leggur til, eru svo róttækar að það er ekki á dagskrá að gleypa þær orðalaust. Þær eru síst tii þess. fallnar að friður skapist í hreyfing- unni. Þær byggjast á röngum og óaðgengilegum forsendum. Fyrir mitt leyti get ég ómögulega séð að hægt sé að fara eftir þeim.“ Sameining áríöandi Ellert sagði mjög áríðandi að sameina ÍSI og OÍ og að tillaga þar um þyrfti helst að vera tilbúin fyrir íþróttaþing sem fram fer í lok október. „Sameiningarnefndin, sem var sett á stofn, er að leita leiða innan hreyfingarinnar til _að ná sáttum og sameina ÍSÍ og Óí. Allir sjá að það er algjörlega óþol- andi ástand í hreyfingunni. Hún er klofin í herðar niður og menn vilja gera eitthvað í þessu, en þess- ar tillögur Tryggva eru ekki út- spil sem hjálpar til í þeim efnum,“ sagði Ellert. KR-INGAR að frátöldum mark- verðinum Kristjáni Finnboga- syni voru töluvert frá sínu besta þegar þeir mættu AIK frá Sví- þjóð ífyrri leik liðanna í 1. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þó hugmyndaflugið væri yfirleitt ekki upp á marga fiska fengu þeir færi til að skora en þegar það gekk ekki var eins og þeir gæfu sóknarleikinn frá sér. And- varaleysi og klaufaskapur í vörn- inni í lokin kostuðu þá mark og erfitt verður að vinna það upp í Stokkhólmi eftir hálfan mánuð. Að mörgu leyti var þetta gamla, góða saga íslensks liðs í Evr- ópukeppni; þreifingar til að byija með, barátta lengi vel, gott spil á köfl- Stemþor i i i Guöbjartsson um, nokkur mark- skrifar tækifæn, mistök í lokin og mark. Mót- heijamir síst betri, ánægðir með jafntefli en notfærðu sér marktæki- færi fært á silfurbakka og fóru fagnandi heim. KR-ingar hafa leikið best með spili upp kantana með fyrirgjöfum þaðan inní vítateiginn. Þessu gleymdu þeir alltof oft í gærkvöldi en þegar hugsunin var rétt sköpuðu þeir hættu upp við mark mótheij- anna. Einar Þór var til dæmis ná- lægt því að skora á 13. mínútu eft- ir góða sendingu Heimis á Hilmar hægra megin sem var í góðu skot- færi. Hann kaus frekar að renna til vinstri á fyrrnefndan samheija sinn en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Einar Þór var aftur á ferðinni á svipuðum slóðum fjórum mínútum síðar en eftir að hafa komist fram- hjá þremur Svíum tókst þeim að bjarga í hom. Svíar stöðvuðu skemmtilegt spil Brynjars, Ríkharðs og Hilmars upp hægri kantinn um miðjan seinni hálfleik áður en í óefni var komið en það voru svona spilkaflar sem sáust allt of sjaldan hjá KR auk þess sem hnitmiðuðu sendingar Heimis fram á við hefðu mátt vera fleiri þó hann hafi verið kjölfestan á miðjunni, gert margt gott og ver- ið arkitekt liðsins. Þess í stað bar meira á ónákvæmum sendingum og fyrir bragðið voru Svíarnir meira með í leiknum en ástæða var til. Eftir frekar daufan fyrri hálfleik komu KR-ingar margefldir til leiks og sóttu mjög stíft í fimm mínútur. Fengu þá ma. íjórar hornspyrnur og voru nálægf því að skora í tví- gang; fyrst Ólafur með þrumuskoti sem bjargað var í horn og eftir horn- spyrnu Einars Þórs skallaði Rík- harður í slá, en Svíar hreinsuðu. Þar með datt botninn úr spili heima- manna og gestirnir áttu algerlega síðstu 20 mínúturnar. Eftir markið, sem var glæsilega gert, fengu þeir þijú mjög góð færi en Kristján sá til þess að munurinn varð ekki meiri. KR-ingar léku mjög vel gegn Fylki á dögunum en þá var þjálfari AIK á meðal áhorfenda og hann átti svarið - lokaði nær gersamlega á kantmenn KR í seinni hálfleik. En heimamenn voru Svíum líka hjálplegir. Áður var minnst á allt of lítið kantspil og misheppnaðar sendingar, jafnvel þversendingar á miðsvæðinu, en uppstillingin orkaði líka tvímælis. Til dæmis á KR betri miðjumenn með Heimi en Ólaf en hann er hins vegar sennilega besti vinstri bakvörður hópsins. Þorsteinn Jónsson er bestur sem vinnumaður á miðjunni en hann týndist á milli miðjunnar og Ríkharðs sem var yfir- leitt einn frammi. Með öðrum orðum skilaði leikaðferðin ekki því sem hún átti að skiia - ef til vill vegna þess að ekki var raðað á besta hátt. Leikmenn AIK voru mun agaðri. Þeir hugsuðu um að gera ekki mis- tök í vörninni, voru yfirleitt yfirveg- aðir á miðjunni og áttu góðar rispur upp kantana en gekk illa upp við markið. Þeir spiluðu eins og lið vilja oft gera á útivelli í Evrópukeppni - tóku ekki áhættu en nýttu sér klaufaskap mótheijanna. „Leikurinn og úrslitin eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Kristján Finnboga- son, markvörður KR. „Við náðum ekki að spila eins og við getum best. Það voru einstaka kaflar í leiknum ágætir en svo datt þetta niður á milli. Við náð- um ekki að spila eins og við ætluðum að gera, upp kantana og fara á bak við vörnina. Nú verðum við bara að þjappa okkur enn frekar saman fyrir síðari leik- inn. Þetta er ekki alveg búið enn.“ Ríkharður Daðason var ógnandi og átti m.a. skalla í slá í upphafi síðari hálfleiks. „Ég hefði viljað sjá hann í netinu. Annars sá ég boltann ekki vel áður en ég skallaði og náði því ekki al~ veg að stýra honum eins og ég vildi. Ég er þokkalega sáttur við fyrri hálfleik- inn hjá okkur og upphafsmínúturnar í þeim síðari, en síðan duttum við niður á hælana eftir því sem leið á. Við vorum hræddir að spila boltanum. Völlurinn var blautur og því erfitt að hemja boltann. Síðari leikurinn verður erfiður en þetta er ekki búið hjá okkur.“ Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga Við getum gert betur ÞAÐ voru niðurlútir KR-ingar í búningsklefanum í Laugardaln- um eftirtapið á móti AIK ífyrri leik liðanna í gærkvöldi. „Ég er ekki ánægður með leik okkar. Við vorum þó inni í þessum leik nær allan tímann nema kannski síðasta stundarfjórðunginn. Þeir skoruðu markið eftir okkar eigin mistök,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR. Lúkas sagði að til að vinna lið eins og AIK yrði KR-liðið að spila eins og það getur best. „AIK er ekki með miklu betra lið en við, en nokkrir leikmenn okkar náðu sér ekki á strik og það geng- ur ekki í Evrópukeppni. Við fengum færi í þessum leik til að komast yfir og þeir fengu sín tækifæri líka. Auðvitað eigum við enn möguleika, en hann er minni en fyrir þennan leik. Ég veit að liðið getur spilað betur og nú þurfum við bara að læra af þeim mistökum sem við gerð- um í þessum leik. Það voru alltof margar slæmar sendingar út úr vörninni og eins var ekki nægilega mikil hreyfing á leikmönnum án bolta. Við vorum því að missa bolt- ann allt of oft á hættusvæði. Það er ekkert útilokað í knattspyrnunni og við erum ekki búnir að gefa upp alla von,“ sagði Lúkas Kostie. Hefði veríð sáttarí við 2:0 Erik Hamrén, þjálfari AIK, var ánægður með sigurinn. „Ég er auð- vitað ánægður með 1:0 sigur, en við fengum tækifæri í lokin til að hafa mörkin tvö, en markvörður KR kom í veg fyrir það. Ég hefði verið sátt- ari við 2:0. KR-liðið lék eins og ég bjóst við fyrirfram. Við lögðum áherslu á að loka á kantspilið og það tókst bærilega. Við vorum ekki í miklum vandræðum, nema þá fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfieik." Verður síðari leikurinn ekki auð- veldur fyrir ykkur á heimaveUi? „Nei, alls ekki. Fyrst við gátum skorað eitt mark hér á Laugardals- velli geta KR-ingar það alveg eins á Rásunda. 1:0 er ekki forskot sem hægt er að treysta á. Það má ekk- ert fara úrskeiðis í síðari leiknum hjá okkur og við tökum hann mjög alvarlega. Við eigum að spila þijá erfiða leiki í deildinni á aðeins sex dögum áður en kemur að Evrópu- leiknum. Við höfum því ekki efni á að vanmeta KR,“ sagði Hamrén. Vantaði sjálfstraust Heimir Guðjónsson stóð sig vel á miðjunni. Hann sagðist auðvitað vera svekktur að hafa misst ieikinn niður í tap. „Við ætluðum okkur stóra hluti í þessum leik, en við náð- um einfaldlega ekki því besta hjá okkur. Þeir Iokuðu vel á okkur og við hreinlega hættum að spila. Þeir hafa greinilega kortlagt okkur ræki- lega því það var fátt sem kom þeim á óvart í okkar aðgerðum. Við vorum of ragir og það vantaði sjálfstraust- ið. Þetta lið er ekki óvinnandi vígi. Ef við hefðum spilað eins og við gerðum á móti Mozyr hefðum við unnið þetta Iið,“ sagði Heimir, sem verður í leikbanni í síðari leiknum. Valur B. Jónatansson skrifar Leikið á þrjá Morgunblaðið/Golli EINAR Þór Daníelsson sýndi stundum skemmtilega takta í fyrri hálfleik. Myndin sýnir þegar hann komst framhjá þremur mótherjum inni í vítateig Svíanna en í kjölfarið tókst þeim að bjarga í horn. KA-VALUR 18:40 ' 19:55 Huddersfield - Oldham KA - Valur —pagssgiiiaaiHiK kallagrimúr - KA 1,45 3,10 3,15 2,80 4,25 3,10 1,55 3,00 4,75 3,35 5,15 3,50 io:do Víkingur - FH ÍR - Þróttur Þór A,- Völsungur Fjölnir - HK Grótta - Dalvík Reynir S. - Víðir 4,25 1,75 3,70 / 1,35 Opin golfmót í Leiru sunnudaginn 15. septemher. laugardaginn 28. september, sunnudaginn 13. október. Fvrirkomulag: Punktakeppni 7/8 forgiöf. Hámarksforgjöf 24 hiá körlum en 28 hiá konum. Verðlaunaveisla á sunnudaginn 10 bestu geta valið úr stórkostlegum verðlaunapökkum þar á meðal tvær golfferðir til Cork á írlandi með SeuKVctutMý&utcctn Aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 3. og 16. braut. 1 il fjáröflunar Evrópuferðar íslandsmeistara 1. deildar. Skráning hafin í síma 421 4100. Vonbrigði fyrir okkur Heimir og Ósk- ar í leikbann HEIMIR Guðjónsson, leikstjórnandi KR-inga og Oskar Hrafn Þorvaldsson, varnarmaður, fengu báðir að líta gula spjaldið í leiknum á móti AIK á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi. Þeir fengu einnig áminningu gegn Mozyr í undankeppn- inni og hafa því fengið tvö gul spjöld í keppninni og taka því út leikbann í siðari leiknum gegn AIK í Stokkhólmi eftir hálfan mánuð. KR-ingar gáfu mögu leiicana frá sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.