Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA 1996 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER BLAÐ KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Newcastle hyggst ekki gera Stoke City tilboð í vamarmanninn Lárus Orra Sigurðsson, skv. upplýsingum talsmanns Newcastle í gær. Útsendari félagsins hefur fylgst með leikjum Stoke undanfarið, eins og fram kom í Morgunblað- inu i vikunni, og heimildir úr herbúðum Stoke hermdu að hann hefði verið að fylgjast með íslenska landsliðsmanninum. Um það hefur líka síðan verið Qallað í enskum fjölmiðlum og raunar minnt á að Lárus Orri hafi verið orðaður við nokkur félög síðan hann kom til Stoke. Morgunblaðið náði ekki í Kevin Keegan, en biaða- fulltrúi Newcastle, veitti blaðamanni þær upplýs- ingar eftir að hafa rætt við stjórann, að ekki væri á döfinni að bjóða í íslending- inn. „Keegan kannast við Sig- urðsson og segir hann mjög góðan leikmann, en segir hann ekki inni í myndinni hjá sér. Tiiboðs sé því ekki að vænta." Sigurreifar Blikastúlkur BLIKASTÚLKUR fögnuðu innilega að leikslokum i gærkvöldi þegar þær bundu endahnútinn á einn glæsilegasta árangur ís- lensks knattspyrnuliðs. Þær unnu alla leiki sína og hömpuðu öllum blkurum er í boðl voru á knattspyrnutíðinni. Vanda Sigur- geirsdóttir þjálfari og leikmaður heldur á íslandsbikarnum umvafin samherjum sínum. Stoltur af stúlkunum „ÉG er mjög stoltur því frammistaða stúlknanna í gegnum árin er glæsileg, öðrum féiögum og íþrótta- hreyfingunni til fyrirmynd- ar,“ sagði Logi Kristjánsson formaður Breiðabliks að leikslokum í gærkvöldi. „Þær hafa góð áhrif hér í Kópavog- inum, allir hljóta að taka eft- ir því og taka sér til fyrir- myndar. Við munum sakna Vöndu en væntum þess að hennar bíði spennandi verk- efni og vonum að við fáum jafnvel að njóta krafta henn- ar í framtíðinni. Ég held að Breiðablik hafi frá upphafi lagt sig fram um að sinna íþróttastarfi kvenna ekki síð- ur en karla, þær eiga þó á brattan að sækja í þjóðfélag- inu og það útaf fyrir sig er jákvætt að þeim sé sinnt eins. En menn þurfa að átta sig á því hvers vegna það er meira brottfail í íþróttum þjá stúlk- um en drengjum og það þarf að taka á því.“ Ekki von á tilboði frá Newcastle í Lárus Orra ! Gulllið Breiðabliks var ósigrandi á tímabilinu Breiðablik innsiglaði einstaka knattspyrnuvertíð með 11:0 sigri á Stjörnunni í Kópavoginum í S^rkvöldi. Þar með Stefán iauk ári þar sem Stefánsson Blikastúlkur töpuðu skrifar ekki leik og marka- talan úr deildinni er 79:3, sem er met er verður seint ef þá varla slegið. Fyrra metið áttu þær reyndar sjálfar með marka- töluna 73:8 árið 1981 en þess ber að geta að Valsstúlkur unnu alla tólf leiki sínaí 1. deild kvenna 1986. Hlutskipti Stjörnunnar í gær- kvöldi var ekki öfundsvert; að mæta langbesta liði deildarinnar, sem ætlaði svo sannarlega ekki að slaka á klónni og stefndi að stór- sigri því möguleiki var á að slá sitt eigið markamet. Mörkin komu líka á færibandi til að byija með og eftir fimmtán mínútur voru þau fjögur. Garðbæingar lögðu þó ekki árar í bát en það dugði ekki til, þijú bættust við. Átta mínútum eftir hlé kom ann- að mark Ásthildar en eftir það stóðu gestirnir uppi í hárinu á heima- mönnum fram á 71. mínútu er Ást- hildur kláraði þrennu sína. Kristrún L. Daðadóttir skoraði tíunda mark Blika og Sigrún fyrirliði batt síðan endahnútinn á 87. mínútu. Blikar sýndu svo ekki varð um villst hversvegna þeir eru á toppn- um, því þrátt fyrir yfirburði spiluðu þær skemmtilega knattspyrnu, nýttu kantana og vörnin var góð. Það sýnir best hversu baráttuand- inn er einstakur í liðinu og önnur félög ættu að bæta sig. Margrét Sigurðardóttir og Vanda Sigur- geirsdóttir voru sterkar í vörninni, Ásthildur og Sigrún tóku miðjuna. Langbesta liðiö Stjörnustelpur mega þrátt fyrir tapið vera þokkalega sáttar með að komast inní leikinn á köflun. „Þetta var auðmýking fyrir liðið, Stjörnuna og íþróttina en þær eru með langbesta liðið,“ sagði Helga Helgadóttir, sem stóð á milli stanga Garðbæinga, en hún varði þrátt fyrir allt þokkalega og Steinunn Jónsdóttir var einnig ágæt. „Þetta var stórkostlegur kveðju- leikur og það er blendin tilfinning að fara frá svona góðu liði, við erum eins og fjölskylda og það er erfitt að fara frá góðum vinurn," sagði Vanda þjálfari eftir sinn síðasta leik með Blikum, en hún mun nú hverfa á vit nýrra verkefna. „Það er oft talað um að hætta á toppnum og það er varla hægt að hætta á hærri toppi. Það er hinsvegar kom- inn tími til að breyta til, stelpurnar hafa gott af að fá nýjan þjálfara og ég af því að takast á við ný og ögrandi verkefni. Ég reikna með að deildin jafnist næsta ár en hin liðin verða að taka sig á, þó ekki væri nema fyrir íslenska kvenna- knattspyrnu. Við í Breiðabliki erum með góða umgjörð og flota stuðn- ingsmanna, sem skiptir verulegu máli og aðrir ættu að taka til fyrir- myndar. Það er heldur ekki svo að við séum með aðkeypt lið því flest- allar stelpurnar eru uppaldar í Breiðabliki. Sigurviljinn er ótrúleg- ur, sem sést best á því að markatal- an úr þremur síðustu leikjunum er þijátíu og eitt mark gegn engu. Þetta er afreksmannahugsunar- háttur og því að þakka að stelpurn- ar eru tilbúnar að leggja allt í söl- urnar,“ sagði Vanda eftir leikinn. HANDKNATTLEIKUR: KA MEISTARIMEISTARANNA / C2 r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.