Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 4
GOLF ínámR TORFÆRA Útlit fyrir æsispennandi baráttu í síðustu stigakeppni sumarsins á Hellu Þríreiga möguleika á meistaratitli LOKAMÓTIÐ í íslandsmótinu ítorfæru fer fram á Hellu í dag og hefst kl. 13.00. Ráðast þá úrslit í flokki sérútbúinna jeppa og sérútbúinna götujeppa og eiga þrír ökumenn í hvorum flokki möguleika á meistaratitli. Sex þrautir verða eknar í dag og þrjár þeirra eknar í kapp við klukkuna. Sá okkar sem verður ofar hinum, í einhveiju af fimm efstu sæt- unum, verður meistari. Það ætla margir aðrir að vinna, þannig að harkan verður mikil en ég vonast til að hafa þetta á reynsl- unni. Það var mikið taugastríð í Gunntaugur Rögnvaldsson skrifar Grfurlegt áhorfá torfæruna ERLENDAR sjónvarpsstöðv- ar sýna torfærunni stórauk- inn áhuga. Eurosport hefur sýnt frá öllum mótum ársins og raótið á Hellu verður sýnt á a.m.k. þremur öðrum stöðv- um. Breska sjóvarpsstöðin BBC mun sýna frá keppninni í sérstökum skemmtiþætti og mun torfærujeppi Gunnars Egilssonar verða notaður á sviði í kringum kynningu þáttarins sem 10 milljónir manna eru taldir horfa á. Einnig er í undirbúningi að jeppi Gunnars verði á stórri bflasýningu í London í októ- ber. Þá verður torfæran sýnd i Trans World Sport þáttaröð- inni sem sýnd er i 144 löndum. „Þessi áhugi sjónvarps- stöðva fer stigvaxandi. Við erura í samningaviðræðum við ísraelska og svissneska sjónvarpsstöð þessa dagana og Hellukeppnin mun a.m.k. ná augum 35 mil^jón manna á næstu vikum. Torfæran hef- ur farið víða og ég vona að þessi gróska verði til að lijálpa fslenskum ökumönnum að komast á stig atvinnu- mennsku á næstu tveimur árum. Áhugi sjónvarpsstöðv- anna á að geta fært mönnum auknar auglýsingatekjur frá stórum fyrirtækjum í Evrópu þegar fram líða stundir. Þeg- ar er vísir að slíku hjá nokkr- um aðilum i dag,“ sagði Bragi Bragason framkvæmdastjóri LÍA sem gerir sjónvarpsþætt- ina Mótorsport og selur efnið utan í samvinnu við danska sjónvarpið. fyrra á lokamótinu, en ég er einu ári reyndari núna. Égtek örugglega einhveija áhættu og grundvallarat- riði er að jeppinn hangi í lagi. Ég held að margt muni ráðast í fyrstu tveimur þrautunum, en mér líst ekkert of vei á að hafa þijár tíma- brautir,“ sagði Haraldur Pétursson, meistari í sérútbúna flokknum. Hann er í öðru sæti að stigum með 63 stig, Gísli G. Jónsson er með 65 og Éinar Gunnlaugsson 61. Sólgleraugun kostuðu titilinn Traustið er talsvert milli manna í torfærunni ef marka má það að aðstoðarmenn Haraldar eru að gera upp sjálfskiptingu í jeppa Gísla, keppinautarins. Gísli hefur verið að endursmíða jeppa sinn síðustu daga af krafti, laga nítró-innspýtinguna sem hrekkti hann í tveimur síðustu mótum. „Ég mun ekki nota sólgler- augu í þessari keppni eins og varð mér að falli í fyrstu þraut í fyrra. Þá sá ég ekki barð sem var í brekku og stórskemmdi jepp- ann. Missti af titl- inum fyrir vikið,“ sagði Gísli. „Ég varð jafnhissa og allir hinir sem á horfðu þegar jepp- inn skall í barðið og framfjöðrunin hrundi ásamt fleiru. Ég býst við að nota skófludekk í tímabrautunum, ekki ausudekk sem erfitt er að stýra. - 11 Jjjj í ; I If I Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Stadan í stigakeppninni Sérútbúnir götujeppar Gunnar Pálmi Pétursson. 13 20 17 20 70 Sigurður Þ. Jónsson 20 17 15 11 63 Rafn A. Guðjónsson 18 11 15 20 63 Gunnar Guðmundsson 15 15 13 13 56 Sérútbúnir jeppar Gísli G. Jónsson 13 20 15 17 65 Haraldur Pétursson 20 13 20 10 63 Einar Gunnlaugsson 17 15 9 20 61 Sigurður Axelsson 15 10 17 11 53 Gunnar Egilsson 10 17 5 15 47 Ásgeir Jamil Allansson.... 4 11 11 9 30 Stigagjöfin Fyrir sigur fást 20 stig, annað sæti 17, þriðja 15, fjórða 13, fimmta 11, síðan 10 og niður í eitt stig. Fjögur mót af fimm telja. Hvað gerist? GÍSLI G. Jónsson var stúrinn eftir að hafa mistekist í lokaþraut- inni á Hellu í fyrra og tapað þar með af Is- landsmeistaratitlinum en myndin var tekin á því augnabliki sem það varð ljóst. Gísli er nú efstur að stigum í flokki sérútbúinna jeppa. Hvað gerir hann í dag? Mýrin verður mjög erfið viðureign- ar, þar sem mikið hefur rignt að undanförnu en ég mun ekkert gefa eftir. Mig langar í titilinn." „Ég ætla að valta yfir þessa kalla eins og í fyrra. Mér hefur alltaf gengið vel á Hellu og eftir afhroðin í heimsbikarmótinu verð ég að sanna mig í lokamótinu. Það má bara ekki bila, en ég er bjartsýnn á góða útkomu," sagði Einar um sína möguleika. Fjögur mót af fimm gilda til lokastiga í meistarakeppn- inni og í flokki götujeppa er Gunn- ar Pálmi Pétursson með 70 stig, Sigurður Þ. Jónsson og Rafn A. Guðjónsson 63. Færri keppendur geta blandað sér í toppbaráttuna en í hinum flokknum og truflað toppmanninn sem vann heimsbikar- inn í sínum flokki. ISHOKKI Oddaleik þavf Kanada og Bandaríkin mætast í hreinum úrslitaleik í heims- bikarkeppninni í íshokkí í Montreal í dag en Bandaríkjamenn jöfnuðu þar metin í úrslitarimmunni, þegar þeir unnu 5:2 í fyrrinótt. John LeClaier gerði tvö mörk fyrir Bandaríkin og er markahæstur í keppninni með sex mörk en Mike Richter, landi hans, varði 35 skot. John LeClair kom Bandaríkja- mönnum í 2:1 þegar í byijun ann- ars leikhluta og eftir það létu þeir forystuna ekki af hendi. Brett Hull bætti öðru marki við í leikhlut- anum en þótt Kanada væri allt í öllu í þeim þriðja, átti m.a. tvö stangarskot, tókst liðinu aðeins að gera eitt mark í 18 skottilraunum, Joe Sakic skoraði þegar liðlega fimm mínútur voru til leiksloka. Bandaríkjamenn innsigluðu síðan sigurinn á síðustu 68 sekúndunum þegar Keith Tkachuk og Scott Young skoruðu í markmannslaust markið. Bestu kylfingar Evrópu áfundi Vilja betriog erfiðari velli Bestu kylfingar Evrópu hittust í vikunni á fundi í Frakklandi þar sem þeir ræddu um ástand golf- valla í Evrópu og þá sérstaklega þeirra valla sem keppt væri á í evr- ópsku mótaröðinni, en eitt slíkt mót stendur yfír um helgina í Frakk- landi. Á fundinum voru meðal ann- ars Nick Faldo, sem nú keppir aðal- lega í Bandaríkjununum, Seve Ball- esteros, fyrirliði Ryders liðs Evrópu, og Colin Montgomerie, efsti maður á evrópska peningalistanum. Kylfingarnir lýstu sérstakri óánægju með í hvernig ástandi Coll- ingtree Park völlurinn var þegar breska meistaramótið var haldið fyr- ir hálfum mánuði, en flatirnar voru mjög slæmar og hafa mótshaldarar beðið keppendur afsökunar á því. „Vikan fyrir mótið var erfið fyrir vallarstarfsmenn," sagði Faldo og bætti við: „Síðustu þijú árin hef ég rætt ýmislegt sem betur mætti fara á evrópskum völlum og í Jjessu móti var það allt til staðar. Eg held að þegar einhver klúbbur tekur að sér að halda svona mót verði að gera allt sem hægt er til að hafa vallar- skilyrði eins góð og kostur er.“ Faldo hefur oft dásamað vellina í Bandaríkjunum, og þá fyrst og fremst fyrir hversu jafnar flatirnar eru - aðstæður breytast lítið milli daga. Slíku er ekki fyrir að fara á völlunum í Evrópu. „I Bandaríkjun- um hangir uppi í búningsherbergj- unum á völlunum hvaða breytingar standa fyrir dyrum og það er alltaf verið að gera vellina betri og erfið- ari,“ sagði Faldo. Um helgina verður keppt á St. Nom la Breteche vellinum nærri Par- ís og hefur mikil vinna verið lögð í að hafa völlinn sem bestan. „Það þurfti að gera völlinn erflðari og það hefur verið gert,“ sagði Montgo- merie. „Það er búið að fjölga glomp- um og breyta þeim sem fyrir voru þannig að nú eru þær meira í leik en áður. Annað höggið er orðið miklu erfiðara en það var og mér sýnist vel hafa tekist til héma,“ sagði Skot- inn. SUND Popov stefnir á Sydney Alexander Popov er að jafna sig eftir hnífstungu í liðnum mán- uði og segist ætla að vera með á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ég er sannfærður um að ég verð með í Sydney," sagði þessi besti sprettsundmaður heims undanfarin ár, en hann varð tvöfaldur ólympíu- meistari í Atlanta fyrr í sumar. „Ég get ekki sagt til á þessari stundu hvort ég verð sigurvegari í Sydney því fjögur ár eru í leikana en ég geri allt sem ég get til að sigra.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.