Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 C 3 FERÐALOG Aufúsugestir með dollarana dýrmætu Fyrir valdatöku Fidel Castros 1959 var Kúba rómuð ferða- mannaparadís. Þar til hin síðari ór hefur leiðtoginn haft öðrum hnöppum að hneppg en að lokka og laða ferða- menn til eyjunnar. Valgerdur Þ. Jónsdóftir ræddi við nokkra íslenska Kúbufara, las sér til um eyjuna og komst að raun um að eftir hrun Sovétríkjanna er rífandi gangur í ferðaþjónustu, erlendir fjórfestar horfa hýru auga til eyjunnar og Castro hefur ekkert við slíkt að athugg. ÁRUM saman var ímynd Kúbu eink- um sól og strendur, vindlar, romm, gítartónlist, lífsglatt fólk og léttur salsadans. Byltingin á nýársdag 1959 þegar skæruliðahreyfing Fidel Castros tók völdin breytti ímyndinni töluvert. Eftir stóð vitaskuld að enn var landið fagurt og frítt, eða eins og Kristófer Kólumbus skrifaði í dagbók sína í október 1492: „Þetta er fallegasta land sem mannleg augu hafa séð.“ Vindlarnir og rommið hurfu ekki, en líf rúmlega tíu milljóna íbúa, bæði alþýðunnar og yfirstéttarinnar, tók miklum stakkaskiptum. Castró og kommún- ismi varð ásjóna Kúbu. Kúba er tæplega 111 ferkíló- metra eyja sunnan við Flórídaskag- ann og stærst Stóru-Antillaeyja í Karíbahafí. Þar er hitabeltisloftslag, veðursæld mikil, meðalhitinn 26 C; mestur 28c C í ágúst og lægstur 23 ' C í janúar. Landslag er víðast láglent nema á suðausturströndinni. Talið er að Kólumbus hafi fyrst stig- ið á land á austurströndinni, þar sem kóralrifm þykja þau fegurstu á Kúbu. Tæplega þriðjungur er ræktað land og um 17% skógi vaxin. Þótt jarðvegur sé auðugur af nikkel, járni og kopar hefur ekki fundist olía svo nokkru nemi. Landbúnað- ur, mikilvægasta atvinnugreinin, er rekinn á stórum ríkisbúum og smábýlum með samvinnusniði. All- margir stunda fiskveiðar og iðnað- ur hefur aukist. Aðalútflutnings- vörur eru sykurreyr, tóbak, kaffi, sísalhampur, mahóní og sedrusvið- ur. Sumarhallir og drossíur Opinbera tungumálið er spænska, enda laut eyjan yfirráðum Spánar- konungs til ársins 1898 þegar Bandaríkjamenn hernámu landið í spænsk-ameríska stríðinu. Hemám- inu var aflétt 1902 og Kúba lýst sjálfstætt lýðveldi, en Bandaríkin höfðu íhlutunarrétt til ársins 1934. Bandarískir og evrópskir auðjöfr- ar ásamt ýmsu frægu fólki komu í auknum mæli til landsins. Þeir reistu sér sumarhallir og óku um göturnar á drossíum af fínustu gerð. Kúba og höfuðborgin Havana voru í tísku. Af frægu fólki má nefna að nóbelsverðlaunaskáldið Ernest Hemingway keypti húsið Finca Vig- ia eða varðturninn, sem er 20 km frá höfuðborginni, árið 1940 og bjó þar í tuttugu ár. Húsið er nú safn og hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Annar frægur, en af allt öðru sauðahúsi, mafíósinn ill- ræmdi A1 Capone, átti líka sitt sum- arhús í Havana. Því hefur verið breytt í veitingastað eins og mörg- um húsum sem voru í eigu útlend- inga, sem hurfu á brott þegar eign- ir þeirra voru teknar af þeim. Efnahagslega var Kúba háð Bandaríkjunum. Þeir ríku urðu sí- fellt ríkari og þeir fátæku fátækari. Yfirstéttin lifði í vellystingum og naut hins ljúfa lífs meðan alþýða bjó við kröpp kjör. Spillingin var allsráðandi og yfirstéttin naut STRÖNDIN í Varadero. SUMSTAÐAR í sveitunum er eins og tíminn hafi staðið í stað. BÍLAR frá fimmta og sjötta áratugnum eru algeng sjón á Kúbu. Morgunblaðið/Andrés Andrésson HÚS í nýlendustíl í Havana. SANTIAGO de Cuba, næststærsta borg Kúbu. Um þúsund Islendingar til Kúbu í ár TÆPLEGA eitt þúsund íslendingar halda til Kúbu 13. og 19. nóvember á vegum Samvinnu- ferða/Landsýnar. Dvalið verður fimm nætur á hóteli í baðstrandarbænum Varadero, sem er 130 km frá höfuðborginni Havana á norður- ströndinni. Þetta er í fyrsta skipti sem landan- um býðst skipulögð hópferð til Kúbu í beinu leiguflugi á vegum íslenskrar ferðaskrifstofu. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur og Ferðaskrif- stofa stúdenta hafa þó um þriggja ára skeið boðið ferðir til Kúbu í samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur. Flogið hefur verið til London eða Amsterdam og síðan með kúbönsku flug- félagi til áfangastaðar. Helgi Jóhannsson, framkvæmdasljóri Sam- vinnuferða/Landsýnar, viðurkennir að hafa tekið áhættu þegar hann ákvað að taka 480 sæta þotu flugfélagsins Atlanta á leigu til að flytja íslendinga til Kúbu. Viðbrögð segir hann hafa verið vonum framar, fljótlega hafi komið í ljós að sætaframboð dugði ekki til að anna eftirspurn og því var afráðið að taka þotuna aftur á leigu og fara aðra ferð viku síðar. Núna, tveimur mánuðum fyrir brottför, er uppselt í báðar ferðir. Helgi segir að verð- ið hafi mikil áhrif á eftirspurnina, en með fullskipaðri vél sé hægt að bjóða 5 nátta ferð á fjögurra stjörnu hóteli á tæpar fjörutíu þúsund krónur. ■ FRÁ SJÓNARHÓLIÍSLENSKRA FERÐALANGA stuðnings valdhafanna þar sem Bat- ista fór í broddi fylkingar. Tengslin við Sovétríkin Þegar Castro komst til valda hófst hann handa við að bæta kjör smábænda og leiguliða og þjóðnýta eignir útlendinga. Bandaríkjamenn, sem var byltingin lítt að skapi, rufu stjórnmálasambandið og settu við- skiptabann á Kúbu. Eyjarskeggjar beindu þá viðskiptum sínum til Sov- étríkjanna. Tengsl ríkjanna urðu náin og árið 1962 var Kúba lýst sósíalískt ríki. Miklar félagslegar og efnahagslegar breytingar fóru í hönd. Árið 1975 rufu Bandaríkja- menn að nokkru einangrun Kúbu en fímm árum síðar harðnaði af- staða þeirra aftur vegna stuðnings Kúbustjórnar við stjórn sandinista í Nicaragua. Um svipað leyti var pólitískt frelsi aukið á Kúbu og í kjölfarið voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir versnandi efnahag og skrif- ræði. Fjöldi fólks fór til Bandaríkj- anna eða Austur-Evrópu vegna at- vinnuleysis eða af pólitískum eða félagslegum ástæðum. Enn urðu sviptingar þegar Sovét- ríkin riðuðu til falls. Stjórnvöld urðu að leita leiða til að fá er- lent ijármagn inn í landið og uppbygging ferðaþjónustu þótti vænlegur kostur til að að bæta efnahags- lífíð. ' Spánveijar, Þjóðveijar, ítal ir, Kanada- menn og fleiri þjóðir hafa und- anfarin ár byggt hótel og gistirými út um allt en Banda- ríkjamenn eru Qarri góðu gamni, enda vinskapur þjóðanna ekki upp á marga fiska, viðskiptabannið enn í al- gleymingi og þeim meinaður að- gangur að landinu. í niðurníðslu íbúar í höfuðborginni Havana eru tvær milljónir. Þótt glæpa- mennirnir, sem ráku vændishúsin og spilavítin forðum, séu horfnir af sjónarsviðinu, er vændi ekki óþekkt fyrirbæri og trúlega ekki spilamennskan heldur. Matsölu- og skemmtistöðum hefur fjölgað, m.a. hefur rykið verið dustað af Tropic- ana, næturklúbbnum fræga, og ýmislegt gert til að endurheimta fornan ljóma hins ljúfa lífs. Havana er skipt í gamla og nýja hlutann. í þeim gamla eru þröngar götur og húsasund og byggingarnar þykja minna á spánska nýlendutím- ann. Fram til þessa hafa þær verið í mikilli niðurníðslu en UNESCO hefur friðað gamla bæinn og nú er verið að endurreisa og gera við byggingarnar. I nýju Havana, vest- an við gamla bæinn, er meira um nýjar byggingar, sem ekki þykja eins aðlaðandi. Þeir sem til þekkja segja að al- þýða manna sé vel menntuð og eng- inn líði skort, enda hafi Castro allt- af lagt áherslu á menntun og mat. Skortur á eldsneyti er áberandi, bíl- ar fáir og gamlir, hjólreiðafólk al- geng sjón og hvarvetna má sjá fólk reyna að húkka sér far. Havana er ekki sjálfri sér nóg um matvæli. Hún er þó vel í sveit sett, milli tveggja auðugustu héraða landsins, Pinar del Rio og Matanz- as, og þaðan fást aðföngin sem upp á vantar. Ferðamenn þurfa ekki að óttast að fá ekki gnótt matar og drykkjar eða verða strandaglópar vegna bensínskorts. Ofurkapp er lagt á að gera þeim til hæfis enda koma þeir með dollarana dýrmætu. Eins og tíminn hafi staðið í stað Skammt frá höfuðborginni er baðstrandarbærinn Vara-dero. Þar eru glæsihótel í tugatali við 20 km strandlengju. Þar geta gestir notið fjölbrejdtrar afþreying- ar; kafað, farið á sjóskíði, seglbrettasiglingu og gert sér sitthvað fleira til dundurs. Þótt Valadero sé trúlega vin- sælasti strand- bærinn, státar Kúba af mörgum góðum ströndum, t.d. Gu- ardalavaca í Holguin og suðausturströndinni í nágrenni Santiago de Cuba, næststærstu borgar landsins. En Kúba raunveruleikans er ekki bara ferðamannaparadísir. Á slíkum stöðum hlýtur að vera óra- fjarlægð milli ferðamannsins og þess innfædda sem fær mánaðar- launin sín, sem samsvara yfirleitt ekki meira en 600 krónum íslensk- um, greidd í peso. Til þess að kynn- ast landi og þjóð, menningu og lífs- háttum þarf að rífa sig upp úr le- tilífmu, ferðast um landið, og kynn- ast fólkinu í borgum og sveitum landsins. Sagt er að sums staðar í sveitum sé eins og tíminn hafi stað- ið í stað í nokkrar aldir og borgar- menningin minni að mörgu leyti á fimmta áratug þessarar aldar. Margir spá því að enn eigi Kúba eftir að ganga í gegnum mikið breytingaskeið þegar dagar Castros eru taldir og nýir herrar taka við stjórnartaumunum. ■ Gréta Björk Valdimarsdóttir túlkur Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sommvinnuferóa/Landsýnar Inga Engilbertsdóttir rekstrarstjóri Ferðaskrifstofu stúdenta Andrés Andrésson grafískur hönnuður Ekki ólga en almenningur óánægóur „MÉR fannst ég vera komin fjörutíu ár aftur í tímann þegar ég kom til Havana fyrir tveimur árum. Ég varð ekki vör við að reynt væri að halda húsunum við og fannst allt afskaplega hrörlegt en þó aðlaðandi. Eiginmaður minn, Calcedone Gonzales, fór einkum í tengslum við starf sitt, en hann er læknir, sérhæfður í að setja upp súr- efnisbúnað á spítölum. Við kynntumst kúbönskum kollega hans, sem sagði að þótt almenningur væri óánægður með stjórnarfarið, væri ekki ólga í landinu, enda vonað- ist fólk til að með aukinni uppbygg- ingu ferðaþjónustu vænkaðist hagur þess. Þessi kunningi okkar, sem eryfir- læknir, er með ígildi 650 króna í mánaðarlaun og þurfti að fá sérstakt leyfi stjómvalda til að kaupa sér notað hjól. Hann sagði flesta búa í kaup- leiguíbúðum sem ríkið útdeildi og allir væru jafn fátækir. Flestir bílarnir eru frá því fyrir byltingu, handmálaðir og vel við hald- GRÉTA Björk með Cuba libra. ið. Öll farartæki eru full af fólki og maður sér aldrei eina manneskju í bíl. Fólk hangir jafnvel utan á bílunum til að komast leiðar sinna. Kunningi okkar sagði að eldsneytisskortur, skortur á sápu, sýkla- og fúkalyljum væri orðið mjög alvarlegt vandamál. Við bjuggum í glæsilegasta lúxus- hóteli sem ég hef nokkurn tíma stigið fæti inn í. Ég var því með hálfgerðan móral þá tíu daga sem við dvöldum þarna í öllum vellystingunum. Við höfðum ekki tök á að ferðast mikið og sáum landið bara með augum ferðamannsins, en mig langar til að fara aftur og ferðast um.“ ■ Hægt að nó tíu bandarískum stöövum „ÉG ÞVÆLDIST um alla eyjuna á fímm dögum í sumar og heillaðist af landi og þjóð. Flestir spá því að innan skamms verði miklar breytingar á öllum sviðum og því fannst mér stórkostlegt að upp- lifa Kúbu áður en vestræn menning verður allsráðandi. Á flugvellinum blasti við stórt skilti sem á stóð að öllum bæri skylda til að skipta gjaldmiðli sínum í peso. Ég var með svolítið samviskubit að hlíta ekki lögunum en komst síðar að raun um að ekki tók nokkur maður mark á þessu enda átti að taka skiltið niður 1969. Kúbubúar eru ekkert að flýta sér og stundum er eins og tíminn hafi staðið í stað. Þarna eru reglur um alla hluti. Fólk fær matarmiða frá ríkinu, mismarga eftir fjölskyldu- stærð, t.d. fæst ákveðinn skammtur af mjólk fyrir hvert barn á mánuði. Launin eru ótrúlega lág og fólk beitir öllum brögðum til að fá dollara. Sum- ir eru svo heppnir að eiga ættingja í Bandaríkjunum, sem senda þeim nokkra dollara öðru hveiju, aðrir leigja út herbergi eða bjóða ferðamönnum þjónustu af einhverju tagi. Almenningur er vel menntaður en þörfin fyrir dollara hefur leitt til þess að kjarneðlisfræðingurinn kann að gerast þjónn og heilaskurðlæknirinn herbergisþema. Mér kom á óvart að auk kúbanska sjónvarpsins er hægt að horfa á tíu bandarískar sjónvarpsstöðvar. Þótt ferðamannastaðimir hafi upp á margt að bjóða, er stórfenglegt að ferðast um eyjuna, sjá ósnortna náttúruna og sveitafólkið sem er allsendis ókunnugt tækninýjungum síðari ára en unir glatt við sitt.“ ■ Vöruskortur bitnar ekki ó ferðamönnum „ÉG dvaldi í Varadero og Havana í fímm daga í febrúar 1995, en ferðaðist ekki um eyjuna að öðm leyti en því að fara um svæðið þar í kring. Havana er gífuriega fögur borg með fallegri innsiglingu. Margar byggingar eru óskaplega rómantískar en í mikilli nið- umíðslu. Húsakostur almennings er bágborinn en veðursæld bjargar því og líklegt er að kröfurnar séu ekki miklar. Mér fannst fólkið mjög elskulegt og hjálplegt. Þrátt fyrir fátækt er lítið um betl. Krakkar sníktu stundum nammi og þess háttar af ferðamönnum, en gerðu _sér enga rellu ef ekkert var að hafa. Ég komst að raun um að læknis- þjónusta er mjög góð, enda Kúbubúar vel menntaðir og standa framarlega í lyfjaframleiðslu. Samt sagði fararstjóri mér að ekki væri hægt að fá asperín í apóteki og skortur væri á ýmsum varningi. Skorturinn er augljós en vel séð um að ferðamenn skorti ekki neitt. Bensínskorturinn bitnar ekki á þeim, en innfæddir eru í vandræðum með að koma sér milli staða og teljast heppnir að komast inn í troðfullan strætisvagn. Ferðamenn geta líka farið í svokallaðar dollarabúðir og keypt dýrindis tísku- varning og hvað sem er fyrir dollarana sína. Með dollara í vasanum er ódýrt að lifa á Kúbu og á okkar mælikvarða er verð á gistingu, mat og vörum afar hagstætt. Eyjarskeggjar eru allir af vilja gerð- ir að gera ferðamönnum til hæfís. Ég gef þeim tíu fyrir viðleitni og elskuleg- heit, en þjónustan ber þess stundum merki að vera nýlærð-Hröð uppbygg- ing ferðaþjónustu hefur orðið til þess að einstaklingsframtakið blómstrar á laun og margir bjóða þjónustu sína fyrir dollara." ■ Valdhafar vilja ekki „sextúrista" „í SUMAR fór ég í þriðja skipti til Kúbu. Ég dvaldi í tvær vikur og ákvað að vera ekki „týpískur“ túristi heldur kynnast landi og þjóð. Ég flaug frá Cancun og kynntist á leiðinni Spán- veija, búsettum á Miami, sem flutti notuð föt og lyf fyrir sjúkrahús á veg- um einhverra kirkju- eða útlagasam- taka. Spánveijinn var með 200 kg yfirvigt. Slíkar aðferðir við aðdrætti eru lýs- andi dæmi um bágborið efnahags- ástand og skortinn sem Kúbanir búa við. Þrátt fyrir það geislar af þeim hrífandi lífsgleði og þróttur. Leigubíl- stjórinn sem keyrði mig frá flugvellin- um gerðist einkabílstjóri minn í Ha- vana fyrir tuttugu dollara á dag. Þar var ég lengur en til stóð, enda borgin algjör perla. Kúba hefur breyst mikið frá 1992. Smáveitingahús spretta upp í bakgörðum, menn leigja út, herbergi og bjóða ýmiss konar þjónustu. Verð er mjög hagstætt, t.d. kostar frábær máltíð frá 5-10 dollurum. Ég mæli sérstaklega með sjávarréttum, t.d. ANDRÉS með Havanavindil. risahumri og ostrum. Með þessu má fá innlendan bjór, Havana Club romm á eftir og loks góðan vindil. Það besta sem Kúba hefur upp á að bjóða er ekki í Varadero, nema menn vilji einangra sig á lúxushóteli og flatmaga í sólbaði. I Varadero virt- ist mér kúbanskar meyjar stunda vændi í ríkum mæli. Valdhafar reyna að stemma stigu við slíkri starfsemi, enda vilja þeir ekki fá sama stimpil og Thai- land sem „sextúristaland". Þeir sem fara til Kúbu ættu að fara til Santiago de Cuba. Þar er nýlendustíllinn allsráð- andi, íbúar dekkra yfírlitum en annars staðar á Kúbu og tónlistin og dansinn er meira undir afrískum áhrifum." ■ Sumarbréf frá Italíu ítalskur njóli Ásamt fjölskyldu sinni ferðað- ist Konróð S. Konróðs- $on um Suður-Ítalíu á ný- liðnu sumri. Eitt oq annað sem fyrir augu bar vakti minn- ingarfrá æskuárunum heima á íslandi. ÞAÐ vex njóli á Ítalíu og ekki hvar sem er! Sú staðreynd kom mér á óvart þar sem við brunuð- um í húsbílnum okkar eftir ný- legri, sólvermdri og eggsléttri hraðbrautinni vestanvert á Pó- sléttunni í sólarátt. Fundur slíkrar plöntu í bakgarði einhvers eyðibýlis hefði ekki verið mér tilefni til neinnar undrunar en að sjá hnarreistan njólann hallast undir þýðum sunnanblæn- um þarna í vegkanti hraðbrautarinnar fannst mér allt að því óviðeigandi. Enda þótt við værum í al- faraleið vorum við spölkorn frá byggð í því héraði sem kennt er við síðskegglinga eða Lang- barðaland. Annars var mér erfitt að finna eitthvert samband á milli nefndrar plöntu og skegg- vaxtar í héraði þar enda þótt ég hafi sjaldan séð njóla prýða ít- alskar hraðbrautir annars stað- ar._ í ungdæmi mínu á Akureyri norður var njólinn okkur strákunum afar hagnýt planta, einkum þó í indíánahasar. Þá leituðum við miðbæjarpollarnir upp í bakgörðum Brekkugötunn- ar. Þar var innan um verðlauna- garða virtra bæjarbúa að finna aðra garða gróskumeiri og með annarri flóru. Var mest um vert að njólinn væri hávaxinn og beinn. Reyndum við með báðum höndum á stönglinum að kippa upp plöntunni með áfastri stöng- ulrótinni. Með skeiðahnífnum voru blöðin skorin af, nema aft- ast, og rótin telgd í odd. Þar með var fengið allgott kastspjót í höndum okkar indíánanna. Nokkuð framþungt að vísu en eina ráðið við því var að kasta hærra. Undir stýri húsbilsins með fjölsklylduna hálfsofandi í kring- um mig áleiðis í sumarfríið voru endurminningarnar frá Akureyri ekki aðeins bundnar við vopna- burð ungra stríðsmanna á sumardegi því nú rifjaðist upp fyrir mér að einu sinni áður hafði njólinn valdið mér áþekkri furðu og nú. Fyrir þá sem ekki þekkja til var Kaupangur á þessum árum, og er eflaust enn í dag, glæsilegt bændabýli í vestanverðri Vaðla- heiðinni gegnt Akureyri í sveit sem kennd er við býlið sjálft, Kaupangssveit. Man ég vel eftir svipmiklum og vel máluðum bæjarhúsunum með svip bursta- bæjarins. Þökin áberandi rauð og þilin snjóhvít. Bæjarstæðið er áberandi í hlíðinni og hallaði vel girtu túninu með hvítum girð- ingarstaurum frá hlaðinu. Allt með sama myndarskap en það óx njóli í túninu! Ég man enn þann dag í dag hversu hlessa ég var strákpattinn þegar ég tók eftir þessu sitjandi á milli for- eldra minna í framsætinu á fag- urgrænum Fairline Fordinum þar sem við hossuðumst á malar- veginum á milii Eyjarfjaðr- arbrúnna áleiðis austur í heiði einhvern sunnudagsseinnipart- inn. Ekki man ég hvaða skýringu ég fékk hjá foreldrum mínum á fyrirbæri þessu en einhvern veg- inn finnst mér sem hún hafi ver- ið strákpattanum ófullnægjandi. Annars hefði þessi ímynd hugans ekki verið mér jafn ljóslifandi og minnisstæð þennan sólardag rúmum þremur áratugum síðar þar sem við liðum suður á bóginn til móts við suðræna sumarblíðu, steikjandi sól og síðkvöldin stjörnubjört og svöl. Höfundur er læknir, búsettur í Svíþjóð. Vetrgrbælclingur f rá Úrval/Útsýn !► ÚRVAL-Útsýn hefur gefíð út fjöl- breyttan bækling yfir vetrarferðir, en í hon- um eru kynntar m.a. sólarferðir til Kanarí- eyja, Agadir í Ma- rokkó, Aruba og fjög- urra áfangastaða í Flórída þ.e. Fort My- ers, Orlando, Ft. Lauderdale og Naples sem nú er boðinn í fyrsta skipti á ís- lenskum ferðamark- aði. ► Af borgarferðum eru í boði ferðir til Edinborgar, Glasgow, London, Kaupmannahafnar, Amsterdam, Newcastle og Hali- fax, en þær tvær síðastnefndu eru nýjung hjá ferða- skrifstofunni. ► Skíðaferðir njóta aukinna vinsælda ár frá ári, og þjónaði Úrval-Útsýn nálega 500 farþegum í slík- um ferðum á sl. vetri. Boðið er uppá ferðir til Austurríkis, Ítalíu og Frakklands auk einnar ferðar til Col- orado í Bandaríkjun- um. ► Úrval golfferða og tónleikaferða er í þessum vetrarbæklingi, auk kynn- ingar á siglingum með Celebrity í Karíbahafi, en Úrval-Útsýn hefur nú fengið einkaumboð á íslandi fyrir þetta 5 stjörnu skipafélag. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.