Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 4
'?in/ MORGUNBLAÐIÐ j 1 fl wqj aaarM3T*?3s m wioaoiwyii? 4 C SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 FERÐALÖG ERLENDIR gestir, sem áttu hér viðdvöl í sumar, undruðust mjög lífið í landinu; fólk- ið, menninguna, byggingar og gróður. Þeir höfðu ímyndað sér fölt mannlíf og gróðurlít- ið land, eins og líta má í flestum kynningar- ritum um ísland. Hér hefur mikil áhersla verið lögð á myndræna landkynningu, víðáttu og ósnortna náttúru en minna um líf fólksins í iandinu. Sú stefna hefur svo leitt til alls kyns ranghugmynda sem erfitt reynist að afmá. Má þar nefna myndir af drukknum íslenskum unglingum, sem sýndar hafa verið víða um lönd, og álitið er að séu í stöðugri áfengisvímu. Líf fólks, siðir og venjur vekja áhuga gesta sem hingað koma, og þó að innlendir aðilar hafi ekki talið viðfangsefnið verðugt til kynningar, hafa gestir okkar tekið að sér ómakið - á eftir- minnilegan hátt. Sönn karlmennska og glæsflegt útlit Á síðasta ári kom á markað austan hafs og vestan lítill ferðabæklingur sem er kynn- ing á íslendingum og ber hann titilinn „The Xenophobes Guide to the Icelanders". Höf- undurinn Richard Sale er breskur, litur hann á íslendinga og íslenskt mannlíf i spéspegli og ber víða niður. Hann notar óspart hið fræga breska háð til að krydda frásögnina. Um þjóðerni og þjóðarvitund íslendinga segir höfundur að þeir líti á sig sem Evrópu- menn en aðeins að 200 mílunum. Þeir vilji ganga í Evrópubandalagið þar sem þeir telji sig hafa heilmikið til málanna að leggja. Vandamál geti komið upp þegar þjóð, sem telur sig merkustu þjóð jarðar, leiti eftir inngöngu í klúbb þar sem Frakkar eru fyr- ir. Islendingar eru stoltir af landi sínu, en óblíð náttúruöfl minni á smæðina í hinum stóra heimi, óöryggið sem því fylgi þjappi þjóðinni saman og hún beri sig eins og sé hún nafli heimsins. íslendingar eru sagðir telja sig öðrum æðri vegna göfugs uppruna frá víkingum, glæsilegs útlits og sannrar karlmennsku. Bræðraþel gagnvart öðrum eins og t.d. Norðurlandaþjóðum sé ekki til. Hlegið sé t.d. að Norðmönnum vegna áhuga þeirra á útiveru, sem sanni það sem Islendingar hafi alltaf vitað að Norðmenn væru bæði tregir andlega og leiðinlegir ... listamenn þeirra séu sennilega afkomendur íslenskra víkinga, oliuauðurinn hafí litlu breytt, þeir séu sem fyrr tregir og leiðinlegir - en heppnir. Islendingar telja sig vera heimsmenn, íslendingar í augum útlendingg Mannlíf í spéspegli Hvernig sér ferðamaður fóikið í landinu? Við erum í meira lagi skopleg í litríkum lýsingum í nýleg- um erlendum ferðabæklingi, segir Morgrét Þorvaldsdóttir, sem kynnti sér efnið. segir höfundur, því til sönnunar bendi þeir á fréttablað sem komi út á ensku mánaðar- lega. Blaðið er þó ekki merkilegur pappír, en athyglisvert - klisjur og slanguryrði leiði greinilega í ljós að það sé ekki skrifað af neinum sem hafi ensku að móðurmáli. íslendingar leggja bílum eins og hestakerrum Ákveðin menning er þó sögð vera til stað- ar hjá íslendingum. Þeir vilji fremur ganga um berfættir en vera án bóka og allir séu þeir skáld í hjáverkum. - Ljóðskáld noti mikið myndlíkingar - þeim mun flóknari og óskiljanlegri, því betri! Íslendingar eigi góð tónskáld eins og Jón Leifs og Árna Björnsson og tónlist þeirra sé leikin af Sin- fóníuhljómsveit íslands ... sem er merki- legt fyrirbæri fyrir svo lítið land, ekki síst fyrir það að hægt skuli vera að finna nægi- lega marga hljóðfæraleika til að leika í henni. Svo er það íslenski karakterinn. Vegir og brýr, sem voru byggð meira af hyggju- viti en þekkingu, gerðu landsbyggðarfólki FORSÍÐA bæklingsins „The Xenop- hobe’s Guide to the Icelanders". auðveldara að flytja á mölina. Hestakerru- menningin á íslandi sýnir hve erfitt hefur reynst að aðlagast reglum þéttbýlisins. Bíl- um er lagt eins og hestakerru beint við dyrnar... svo eru götur fullar af yfirgefn- um bílum og bílageymslur tómar. Já, svo eru það bílar sem koma úr gagnstæðri átt og stöðvaðir eru á miðjum vegi á meðan bílstjórarnir ræða málin í kjölinn - rétt eins og í hestakerrum forðum. Síðan íslendingar eignuðust heimsins sterkasta mann og heimsins fegurstu konur telja þeir sig í hópi hinna gáfuðu og fal- legu, segir höfundur. - Það er þó ekki hægt að sjá það á þungu yfirbragði. „Skoð- ið bara hópmyndir af Islendingum, það mætti halda að þeir séu við jarðarför eða við aftöku - en ekki meðal vina.“ Hann kann að móðga þessi maður! Vlð segjum ekkl nóg íslendingar hafa „style“, segir hann, þeir eru fullir sýndarmennsku og öfundsjúk- ir út í þá sem vegnar betur í lífinu, en miklir efnishyggjumenn. Þeir klæðast nýj- ustu tísku hvort sem hún hentar aðstæðum eða ekki. Heimilin eru hlaðin nýjustu tækj- um og allt er lagt í sölurnar til að eignast allt hið nýjasta á markaðnum. Hrópleg mótsögn er ömurlegt ástand raf- og pípu- lagna innan dyra - lekir kranar og hang- andi Ijósastæði í loftum. Fínheit innan dyra ná þó aðeins að dyrum, garðmenning er engin, plöntur drepast fljótt hvort sem um þær er hugsað eða ekki. Ekki er byggingum betur viðhaldið, jafnvel bestu hótelin eru skellótt eins og tískumálverk. Hinn dæmigerði íslendingur er þögull og hlédrægur. Á mannfundum segir hann helst ekki neitt og er alltaf jafn undrandi á þeim sem varpa fram spurningum. Undarlegt að konurnar hrífist af körlunum á klakanum íslenskar konur fá ljúfari meðferð. Þær eru eru sagðar sjálfstæðar og viljasterkar, sennilega frá þeim tíma er þær sáu um börn og bú á meðan karlar sóttu fisk í sjó. Kvennahreyfingin var skref aftur á bak, segir höfundur - hvers vegna fara fram á jafnrétti þegar þú hefur alla stjórn í hendi? Hann segir það undrunarefni að íslensk nútímakona skuli giftast íslenskum nútíma- karlmanni. Á íslandi fæðast fleiri lausaleiksbörn en annars staðar í heiminum, segir höfundur, engin smán fylgi því að vera einhleyp móð- ir - það er ekki lengur talið nauðsynlegt að drekkja föðurnum. Þetta er aðeins brot af öllu spauginu. Kímnigáfu íslendinga segir höfundur að menn þurfi að læra að meta, útlendingum sé hún lítt skiljanleg og gefur dæmi. Hafn- arfjarðarbrandarar hafa þó ekki farið fram hjá honum, hann hefur jafnvel komist í kynni við vini Hafnarfjarðar. ■ Hausttilboð á gist- ingu á Suðurlandi SIGURÐUR Ragnarsson, rekstrarstjóri Fossnestis og Inghóls, og Björn S. Lárusson í Gesthúsum bjóða gestum að skoða sumarhús- in á útivistarsvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Sel/ossi. Morgunblaðið. HOTEL Vík í Mýrdal og Gesthús á Selfossi bjóða upp á allt að þijár nætur í gistingu á verði einnar. Um er að ræða hausttilboð þessara staða sem gildir frá september til áramóta. Gisting í tveggja manna herbergi með baði kostar 4.900 krónur, sem er 25% afsláttur frá sumarverði einn- ar nætur. Gestir fá gistikort við komuna á hvorn stað og gefur það 10% afslátt þegar því er framvísað síðar á stöð- unum. Hausttilboðið er liður í söluá- taki á vegum þessara gististaða og veitinga- og skemmtistaðarins Ing- hóls á Selfossi, en staðirnir eru rekn- ir af Ferðaþjónustu KÁ á Suður- Iandi. Tilboð frá þessum stöðum verða send til fyrirtækja, félaga og einstaklinga víða um land. í tilboðinu er höfðað til þeirra sem vilja gera sér dagamun, sem einstaklingar eða í hópi vina eða vinnufélaga. Gesthús á Selfossi er parhúsa- byggð í sumarhúsastíl á útivistar- svæði við Engjaveg á Selfossi. Húsin eru 11 talsins og í hveiju þeirra eru tvö tveggja manna herbergi með baði og eldunaraðstöðu. Veitingasal- ur þjónustumiðstöðvar Gesthúsa tek- ur allt að 60 manns í sæti. Þar er framreiddur morgunverður og kvöld- verður til gesta ásamt því að hann er á kvöldin opinn undir heitinu Osta- kofinn, en þá er íslenskur kostur aðaluppistaðan á matseðlinum og boðið upp á drykki með. Gesthús er steinsnar frá veitinga- og samkomusalnum Inghól í Foss- nesti þar sem góð aðstaða er til funda- og veisluhalda. Gesthús og Inghóll eru boðin sem góður kostur fyrir þá sem hyggjast halda fundi og minni ráðstefnur. Hótel Vík í Mýrdal býður upp á 21 tveggja manna herbergi með baði og 5 sumarhús með tveimur her- bergjum í hveiju og sameiginlegu baði. Hótelið er kynnt sem góður kostur til ráðstefnu- og fundahalda ásamt því að liggja vel við þegar ferðast er um hringveginn. Kvöld- verður er framreiddur í veitingasaln- um Ströndinni í Víkurskála, sem er steinsnar frá hótelinu og þar er einn- ig hægt að fá hið margrómaða sjáv- arréttahlaðborð sem ýmist er fram- reitt innandyra, í sjávarhelli eða uppi á Mýrdalsjökli allt eftir því hvað hver vill. Starfsfólk Gesthúsa og Hótel Vík- ur í Mýrdal aðstoða gesti gjarnan við útvegun á afþreyingu og meðal þess sem bent er á eru kajakferðir á Stokkseyri, heimsókn í ferða- mannafjós undir Ingólfsfjalli, göngu- ferðir, jeppaferðir, hestaferðir og ferð með hjólabátnum frá Vík í Mýrd- al. ■ Gengið um Vestfirði BÆKUR Lcidarlýsing GÖNGULEIÐIR Á ÍSLANDI Vestfirðir. Frá Rauðasandi til isa- fjarðardjúps eftir Einar Þ. Guðjohn- sen. Víkingur 1996, 95 bls. EINAR Þ. Guðjohnsen var lands- kunnur göngugarpur, ferðamála- frömuður og leiðsögu- maður um árabil. Hann lést áður en sú bók sem nú kemur á prent var fullbúin og hafa synir hans séð um útgáfuna. Áður hafði Einar samið og gefið út fimm bækur í flokknum Gönguleiðir á íslandi. Hafa þær orð- ið vinsælar. í þessari litlu bók er lýst 94 gönguleiðum. Hefst ferðin syðst í Pat- reksfirði, síðan er farið yfir á Rauðasand og hæfilegum gönguleiðum lýst allar götur vestur eða norður í ísafjörð, Einar Þ. Guðjohnsen Hverri leiðarlýsingu fylgir kort af svæðinu, þar sem leiðin er merkt inn og fremst í bók er yfirlitskort af Vestfjörðum þar sem sjá má hvar hvert einstakt leiðarkort fellur inn í. Margar myndir eru í bókinni af áhugaverðum stöðum. Eru það vel- gerðar litmyndir, sumar stórfallegar. Bók þessi er samtímis gefin út á erlendum málum. Hef ég fyrir fram- an mig enska og þýska útgáfu. Nokkuð finnst mér augljóst að rit- ið er ekki síður ætlað erlendum en íslenskum göngumönnum. Er ekki nema gott eitt um það að segja, því að full þörf er á slíkum leiðar- vísum. í bókarlok er örnefnaskrá. Prýðilega er þessi bók gefin út og af þeirri stærð að hún hentar vel til að hafa í vasa á ferðalög- um. Heyrt hef ég að sum- um þyki leiðarkortin falleg og vel gerð. Og satt er það og rétt enda hefur auðsjáanlega ver- ið lögð í þau mikil einkum nálægt ströndum. Flestar eru leiðir þessar stuttar, sjaldnast mjög erfiðar og hæfílegar fyrir dagsstund- argöngu. Leiðarlýsingar eru yfirleitt stuttar, gagnorðar og greinargóðar. Bent er á það sem helst er skoðunar- vert og hvar meiri fróðleik er að finna fyrir þá sem fróðleiksþyrstir eru. vinna. Þó falla mér ekki alls kostar þau frávik sem hér eru frá venjuleg- um kortastöðlun og gjarnan hefði ég kosið að á þeim væru gráðumerking- ar, svo að hægt sé að koma við átta- vita. En vera má að þetta sé aðeins sérviska mín. Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.