Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 D 3 Hvitar orvar auka f jarlægðina EITT af hvetjum 14 umferðarslysum í Álborg í Danmörku eru aftanákeyrslur sem helgast af of lítilli fjarlægð milli bíla. Þessi staðreynd fékk umferðarör- yggisráðið í Álborg til þess að rannsaka hvort og með hvaða hætti væri hægt að fá bílstjóra til þess að hafa meiri fjarlægð milli bíla. Rannsóknin leiddi í ljós að með því að mála hvítar örvar á veginn jókst fjarlægðin milli bíla. Sé fólksbíl ekið á 85 km hraða á klst og vöruflutningabíl ekið á sama hraða 20 metrum á eftir fólksbílnum er hætta á ferðum. Nauðhemli fólksbíll- inn lendir vöruflutningabíllinn aftan á honum á 45 km hraða á klst. sem næg- ir til þess að valda dauðaslysi. LítiA bil milli bíla hvarvetna vandamál Það er ekkert síður hér á landi en í Danmörku og annars staðar í heiminum sem of stutt bil á milli bíla er vanda- mála hvítar örvar á tvo vegi á Álborgar- svæðinu. Á öðrum veginum er leyfilegur hámarkshraði 80 km á klst og 60 km á klst á hinum. Með vegskiltum voru ökumenn látnir vita að þeir héldu nægi- lega löngu bili milli bílanna sæju þeir ávallt tvær örvar á milli þeirra. Rannsóknirnar leiddu í ljós að marg- ir ökumenn hafa of lítið bil milli bíla. Á veginum með leyfilegum 80 km há- markshraða hafði helmingur allra öku- manna of lítið bil milli bíla áður en örv- arnar voru málaðar á veginn. Eftir að það hafði verið gert höfðu aðeins 23% ökumanna of lítið bil milli bíla. Þeir sem höfðu haft hættulega lítið bil milli bíla, minna en 15 metra, fækkaði úr 13% í 2%. Svipaðar niðurstöður urðu á vegin- um með leyfilegum 60 km hámarks- hraða. Hlutfall ökumanna sem hafði of lítið bil milli bíla lækkaði úr 24% í 13%. Skilgreining á réttri fjarlægð milli tveggja bíla er stundum nefnd „tveggja sekúnda akstur", sem þýðir í raun að lar Með því að mála örvar á götur i Álaborg tókst að fá 75% ökumanna (i staðinn fyrir 50% venjulega) til að halda öruggri fjarlægð á milli bifreiða Örugg fjarlægð við 60 km/klst.: 33 metrar við 80 km/klst.: 45 metrar við 110km/klst.: 61 metri 1 ÖR HÆTTULEGT 2 0RVAR 0RUGGT 200 metrar 100 metrar Stór götuskilti leiðbeindu ökumönnum um hvað lesa mætti úr örvunum. FINNDU ÞINA ÖRUGGU FJARLÆGÐ Ö metrar við 60 km hraða á klst á að vera 33 metra bil milli bílanna. Við 80 km hraða á klst þarf bilið að vera 45 metrar og við 110 km á klst þarf bilið að vera 61 metri. Þumalf- ingursreglan er sú að fjarlægðin milli bílanna á að vera hraðinn deildur með tveimur. Önnur lönd hafa tekið upp örva- merkingar á veginum til þess að auka Qarlægð milli bíla, t.a.m. Frakklandi. ■ Plymouth og Jeep-Eagle í eina sæng CHRYSLER Corporation hefur sameinað Chrysler-Plymouth og Jeep-Eagle deildirnar og með því skapað fyrirtækjaeiningu se_m er jafn stór og Dodge deildin. Á síð- asta ári sledi Chrysler-Plymouth og Jeep-Eagle samtals 1.038.029 bíla, aðeins 88.285 færri bíla en Dodge fólksbíla- og pallbíladeildin. VW Polo í Japan VW setti Polo smábílinn á markað í Japan í síðustu viku og setti um leið fram nýja söluspá á þessu ári. Gert er ráð fyrir að VW og Audi selji sameiginlega 62 þúsund bíla í Japan á árinu í stað 58 þús- und áður. Árið 2000 þegar ný Bjalla VW verður komin á markað er gert ráð fyrir að salan á VW verði 100 þúsund bílar og um 25 þúsund Audi bílar. ■ TILBOÐ ÓSKAST Ford Escort GT árgerð '94 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 17. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Fjórir 400 hestafla MAN bílar afhentir KRAFTUR hf., umboðsaðili MAN vö- rubifreiða á Islandi, afhenti nýlega Olíudreifingu haf. fjórar nýjar og full- búnar MAN 26.403 DFL T dráttarbif- reiðar og eina MAN 26.403 DFLC tankbifreið. Bílarnir eru úr F-2000 línu sem var valin börubifreið ársins árið 1995. Bifreiðarnar eur með 400 hest- afla vélum með forþjöppu og millikæli. Vélarnar eru með rafeindastýrðu olíuverki sem stýrir nákvæmlega því magni af eldsneyti sem fer inn á vélina og lágmarkar þannig olíueyðslu. Nýr tölvubúnaöur Samkvæmt prófun sem gerð var undir eftirliti óháðra aðila á síðastliðnu ári kom fram að unnt var að ná olíu- eyðslu þessa bíls niður fyrir 26 lítra á hveija 100 km með 40 tonna bifreið með festivagni. Meðal búnaðar er hraðastillir, raf- eindastýrð loftfjöðrun á afturöxlum, ABS-hemlakerfi, svefnhús með lúxus- innréttingu, útvarp og segulband, loft- fjaðrandi bílstjórastóll með stillanlegum loftpúðum fyrir bak, fjórir rafstýrðir og hitanlegir speglar, rafdrifin rúðu- vinda, 400 1 olíutankur og fleira. BJÖRN Erlingsson, framkvæmdastjóri Krafts ehf. afhnedir Knútir Haukssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar lyklana að bifreiðunum. MAN 26.403 er með nýjum tölvu- búnaði sem hannaður var í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Hug. Tölvubúnaðurinn vinnur þannig að í gegnum farsímakerfið, bæði NMT og GSM, eru sendar upplýsingar til bílstjóra um þær afgreiðslur sem fyrir liggja, þ.e. á hvaða bensínstöð eða til hvaða viðskiptamanns á að fara og hversu mikið magn á að afgreiða. Eftir hveija afgreiðslu sendir bílstjóri með aðstoð tölvu móðurtölvu Olíudreifingar upplýs- ingar um það magn sem afgreitt var auk þess sem hann prentar út af- greiðslunótur til móttakanda. Olíu- dreifíng sendir síðan staðfestingu til móðurfélags, þ.e. Olíufélagsins eða Olís, um afgreiðslu í gegnum tölvul- ínu. Kraftur ehf. heldur upp á 30 ára afmæli sitt á þessu ári. Undanfarin ár hafa MAN vörubifreiðar verið leið- andi á íslenská markaðnum með yfír 36% markaðshlutdeild. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er MAN með 25 nýskráðar vörubifreiðar af 51 nýskráningu sem er tæplega 50% markaðshlutdeild. ■ Morgunblaðið/Golli MIKE Auld (t.v.) afhendir Agli Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Brimborgar, viðurkenninguna. Ford veitir Brim- borg vióurkenningu FORD Motor Company hefur tilkynnt að Brimborg hf. hafi verið valið til að veita móttöku sérstökum útflutnings- verðlaunum Ford, Ford Worldwide Export Operations General Manager’s Growth Challenge Award. Viðurkenn- inguna fá 20 umboðs- og dreifíngarað- ilar Ford á 153 markaðssvæðum um allan heim fyrir að hafa staðið undir söluáætlunum Ford á fyrsta ársfjórð- ungi 1996. Mike Auid, aðalframkvæmdastjóri útflutningsdeildar Ford í Michigan segir að viðurkenningin snúist um annað og meira en bílasölu. „Hún snýst ekki síður um að byggja upp gott sam- band við viðskiptavini Ford og upp- fylla þarfir bílkaupenda hvarvetna í heiminum. Það er mér sérstakur heiður að veita Brimborg hf. viðurkenningu fyrir þá alúð sem þeir hafa sýnt Ford merkinu og fyrir góða þjónustu við kaupendur Ford bíla á Islandi," sagði Auld. ■ í Isuzu Rodeo 4 W/D árgerð '93 (ekinn 29 þús. mílur), Tæknimenn Opel og GM um Opel Sintra Arangursrík tæknisamvinna SINTRA er nafnið á nýjum fjölnota- bíl frá Opel sem kemur á markað í haust og var nýlega kynntur blaða- mönnum frá flestum heimshomum í Bandaríkjunum. Sintra er sjö til átta manna bíll eftir sætaskipan, framdrif- inn, með 2,2 eða 3 lítra bensínvélum, sjálfskiptur eða handskiptur. Sintra er fyrsti bíllinn frá Opel sem hannað- ur er frá grunni eftir þeirri stefnu bandaríska bílarisans GM sem mörk- uð var fyrir nokkrum árum að gera fyrirtækið að alþjóðlegum bílafram- leiðanda. Tuttugu verkfræðingar og tæknimenn frá tækniþróunardeild Opel í Þýskalandi voru sendir til Bandaríkjanna fyrir nærri fjórum árum til að hefía þessa samvinnu við starfsbræður sína hjá GM í Warren, einni nágrannaborg Detroit. -Við höfum átt mjög ánægjulega og árangursríka samvinnu og mér þykir nokkuð ljóst að þessi háttur verði hafður á við fleiri bíla í framtíð- inni, sagði Fred J. Schaafsma verk- fræðingur hjá GM í spjalli við blaða- mann Mbl. þegar bíilinn var kynntur. -Okkur voru sett ákveðin markmið. I þessum bíl skyldi sameina það besta úr nýja og gamla heiminum hvað varðaði eyðslu, vinnslu, aksturseigin- Ieika, rými og fjölbreytileika, segir Schaafsma ennfremur en Sintra verð- ur kynntur sem Opel Sintra á heims- markaði en undir merkjum Chevrolet, Oldsmobile og Pontiac í Bandaríkj- unum og ýmsum nöfnum. -Við getum nefnt sætin sem dæmi um ólík við- horf og ólíkar kröfur, heldur Scha- afsma áfram. -Bandarískir bílakaup- endur vilja mjúk sæti, þeim fínnst sætin í evrópskum bílum alltof stíf og þama reyndum við að fínna lausn sem við teljum að henti á báðum mörkuðum. Og það hefur þegar kom- ið fleira út úr þessari samvinnu en við notum fyrir Sintra því við höfum til dæmis fundið hluti í fjaðrabúnaðinn sem hægt er að nota í fleiri bíla frá okkur. Þar með náum við betri samn- ingum vegna magns sem kemur öllum til góða. Mjög víðtækar prófanir fóru fram á Sintra áður en fjöldaframleiðslan var ákveðin og var tilraunabílunum ekið alls um sjö milljónir km. Var bíllinn m.a. sendur í venjulegt próf- unarkerfi Opel sem er 100.000 km próf í Evrópu sem ákveðið var að gera líka í Bandaríkjunum. Þar voru TÆKNIMENN frá Opel og GM sameinuðust í hönnun Sintra og höfðu aðsetur hjá GM í Warren nálægt Detroit. Fremstur er Fred J. Schaafsma frá Bandaríkjunum og síðan Þjóðveijarn- ir Manfred Treber og Udo Reuter. TÆKNI nútimans og list Daniel Chester French voru látin mætast á skemmtilegan hátt í Chesterwood listasafninu þegar blaðamönn- um var kynnt tæknihlið Sintra. Listamaðurinn gerði meðal annars styttuna af Abraham Lincoln sem er í höfuðborginni Washington. SMÁRI Yngvarsson er fyrsti sendibílsljórinn sem tekur við rafrænum greiðslum jafnt af kredit- sem debetkortum. BOSCH Verkstæðið Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar Astandsskoðun • Dieselverkstæði ^ • Dieselstillingar • Endurskoðun • Hemlaviðgerðir • Ljósastillingar • Rafviðgerðir • Smurþjónusta • Vélastillingar B R Æ Ð U R Sösö? SOSCH Lógmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Norman L. Pilcher, einn af banda- rísku hönnunarstjórunum, stakk uppá að þeir sem kæmu með raunhæfar hugmyndir til að létta bílinn um fjórð- ung punds (um 113 g) fengju ávísun á „quarter-pounder", hamborgara frá McDonalds og sagði hann að upplitið á starfsmönnum í fíármáladeildinni hefði orðið skrítið þegar McDonalds fór að rukka um greiðslumiðana sem urðu furðu margir. En meðal þess sem hægt var að létta með notkun áls var t.d. vélarlok um 6,2 kg, sætagrindur um 3 kg, kælir og fleira og síðan var notað magnesíum eins og áður er getið og alls er bíllinn talinn um 54 kg léttari en annars hefði verið. Sala á Sintra á að heijast í nóv- ember í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og vestan hafs en í byijun næsta árs í öðrum löndum Evrópu. Hjá Bílheim- um, umboði Opel hérlendis, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Sintra verður fenginn hingað til lands en það ræðst af samningum um verð sem eiga eftir að fara fram. Talsmenn Opel gera ráð fyrir að framleiddir verði kringum 40 þúsund Sintra bílar árlega. í Evrópu seldust 162 þúsund fjölnotabílar árið 1994 og er gert ráð fyrir að salan verði komin í um 340 þúsund bíla 1988 sem yrði nálægt 2,4% af allri fólksbílasölunni. ■ jt Primera Supertouring NISSAN hefur kynnt nýjan hug- myndabíl til akstursíþrótta, svo- nefndan Primera Supertouring. Bíilinn kemur á götuna í haust og á að gefa hugmynd um hvern- ig keppnisbíll Nissan fyrir keppnistímabilið 1997 mun lita út. ■ Farsími med innbyggðu línutengi ÞRJÚ fyrirtæki, Nesradió, Radíómiðun og VISA ísland ásamt sendibílstjóran- um Smára Yngvarssyni, hafa átt sam- starf um að bjóða nýtt rafrænt greiðslukerfi tengt farsíma fyrir at- vinnubílstjóra og fleiri. Farsíminn er frá Dancall í Danmörku og í honum er innbyggt svokallað línutengi. Hægt er að tengja við búnaðinn alls kyns tæki, eins og t.d. venjulegan heima- síma, faxtæki eða greiðsluvélar sem einnig kallast posar. Línutengið er ein- göngu ætlað NMT farsímum. Skúli Magnússon hjá Radíómiðun segir að í raun sé farsímalínunni breytt í bæjarlínu með línutenginu. Fyrsti sím- inn með innbyggðu línutengi var af- hentur Smára Yngvarssyni hjá Nýju sendibílastöðinni fyrir skemmstu. Búið er að semja við bæði greiðslukortafyrir- tækin um að hafa milligöngu um raf- rænar greiðslur. Búið er að setja tæki af þessari gerð í kaffisöluna um borð í Heijólfi. Tækið kostar á sérstöku kynningarverði 88.750 kr., þ.e. farsími og innbyggt línutengi. Leigukostnaður á greiðsluvél frá greiðslukortafyrir- tækjunum ræðst af notkun. Skúli segir að farsími með inn- byggðu línutengi geti einnig hentað farandsölumönnum og fleiri aðilum. Hann segir að búnaður af þessu tagi sé mikið notaður erlendis. Hér á landi hefur slíkur búnaður verið seldur til skipa því notkun faxtækja um borð í skipum hefur aukist talsvert. ■ Vii þjónustum þig! SINTRA kemur á markað í nokkrum Evrópulöndum í haust en í byrjun næsta árs um víða veröld. Morgunblaðið/Ásdís BÚNAÐURINN er ekki fyrirferðarmikill og hefur verið komið fyrir í lofti bílsins. hins vegar eknar 100.000 mílur! Hemlaprófun í Evrópu fór fram á 2.700 m háum fíallgarði í Ölpunum og 4.300 metra ljalli í Colorado í Bandaríkjunum og til að prófa mis- munandi akstur á langleiðum var ekið um fjalllendi í Portúgal og á Spáni og flatlendinu í Arizona fylki og ýmist á malarvegum eða inalbikuð- um. Þá var eitt prófíð fólgið í því að aka tvö þúsund sinnum 300 m spotta í Belgíu á steinlögðum strætum þar sem hristingur er mikill. Og vegna áreynslu á ökumann mátti hver tæknimaður aðeins aka í klukku- stund í senn við þessar próf- anir en ferðimar urðu alls 6.600 á þessum grófa kafla. Annars fóm flestar próf- anir fram á sérstökum reynslubraut- um og með flóknum tölvubúnaði og mælitækni. Eitt prófíð vakti sérstaka undrun bandarísku tæknimannanna en það var regnprófið. Þar sem bflum í Evrópu er oft með önnur hjólin upp á kantsteinum þurfti að prófa sérstak- lega hvemig hurðimar stæðust álag vatns og vinda þar sem þær ná vel upp á þakbrúnina. Eitt verk- efni tæknimanna var að gefa þyngd- inni sérstakan gaum og reyna að létta bílinn sem mest. Fred J. Schaafsma sagði að ál, magnesíum og fleiri létt- málmar hefðu verið reyndir sérstak- lega og notaðir til dæmis í ramma í sætunum, í fjaðrabúnað og gerðar vom tilraunir með að stansa út göt í ákveðna hluta til að létta bílinn ef ljóst var að það kæmi ekki niður á styrk hlutar- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.