Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER1996 B 3 IÞROTTIR FRJÁLSÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magnússon hafnaði í 8. sæti Talence eftirað hafa haftforystu eftirfyrri dag keppninnar „Eins og drullukaka ' I í hringnum“ JÓN Arnar Magnússon tugþrautarkappi hafnaði í 8. sæti á sterku móti í Talence í Frakklandi um helgina. Hann hafði forystu eftir fyrri dag keppninnar og allt útlit fyrir að hann næði að bæta íslands- og Norðurlandametið í greininni. En hann náði sér hins vegar ekki á strik t kringlukastinu, sem var önnur greinin síðari daginn. Hann kastaði aðeins 38,16 metra sem er rúmlega 13 metrum styttra en hann á best. Jón Arnar hiaut 8.105 stig en íslandsmet hans frá því á ÓL í Atlanta er 8.274 stig. Hvít-Rúss- inn Eduard Hamalainen sigraði íþrautinni með 8.478 stig.Tékk- inn Tomas Dvorak varð annar með 8.456 stig og landi hans, Robert Zmelik, þriðji með 8.425 stig. lón Arnar sagðist ekki ánægður upp á 7,90 metra hárfínt ógilt. með árangurinn í Talence. „Ég Kúlan flaug 15,88 metra og er það er svekktur yfir því að ná ekki að besti árangur hans í tugþraut. Hann fylgja góðum árangri frá fyrri deg- stökk síðan yfír 2,04 rnetra í há- inum eftir. Krimrlukastið fór alveer stökki en bað er Dersónuleert met með þetta og þar missti ég 200 stig. Ég veit satt að segja ekki hvað klikkaði. Ég var eins og drullu- kaka í hringnum og kannski var það spennan sem fylgdi því að vera með forystu sem olli þessu. Ég hef aldrei áður verið í forystu eftir fimm greinar á svona sterku móti. Nú þarf ég bara að læra af þessu og finna út hvernig ég á að slappa af og halda einbeitingu út alla þraut- ina,“ sagði Jón Arnar. Hann byijaði vel og sigraði í fyrstu greininni, 100 m hlaupi á 10,80 sekúndum. Stökk síðan 7,34 metra í langstökki, en gerði stökk KNATTSPYRNA Sjö Blika- stúlkur í lands- liðinu Islenska kvennalandsliðið mætir stöllum sínum frá Þýskalandi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli annað kvöld kl. 20.00. Liðin leika heima og heiman um laust sæti í úrslitum Evrópukeppninnar. Síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi 29. septem- ber. Kristinn Björnsson hefur valið landsliðshópinn gegn Þjóðveijum og eru sjö stúlkur úr Breiðabliki í hópnum og kemur það kannski ekki á óvart. Eftirtaldir leikmenn skipa liðið: Markverðir: Sigriður Sophusdóttir, Breiðabliki Sigríður F. Pálsdóttir, KR Aðrir leikmeim: Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki Erla Hendriksdóttir, Breiðabliki Inga Dóra Magnúsdóttir, Breiðabliki Katrín Jónsdóttir, Breiðabliki Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiða'oliki Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR Sara Smart, KR Ásdís Þorgilsdóttir, KR Guðrún Sæmundsdóttir, Val Ragna Lóa Stefánsdóttir, Val Laufey Sigurðardóttir, ÍA Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA Auður Skúladóttir, Stjörnunni. Þýska landsliðið kemur til lands- ins í dag og dvelur á Flug-Hótelinu í Keflavík. Þýska liðið er mjög sterkt, er núverandi Evrópumeistari og var í 2. sæti í síðustu heims- meistarakeppni. utanhúss. Loks hljóp hann 400 metra á 47,39 sek. og var þá kom- inn með 4.425 stig og hafði forystu. Síðari daginn byijaði Jón Arnar á að hlaupa 110 m grindahlaup á 14,30 sek. en síðan kom kringlu- kastið, sem varð honum að falli. „Ég gat ekki annað en hlegið. Þetta var alveg út í hött. Hann hefur verið að kasta 47 til 50 metra á æfingum og á best 51,30 metra svo þetta var alveg út úr kortinu hjá honum,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars. Næsta grein var stangarstökk og þar sveiflaði hann sér yfír 4,80 metra og kast- Mynd/C. Rochard Yfir grindurnar JÓN Arnar Magnússon er hér annar Irá hægrl í grlndahlaup- inu í Talence ( Frakklandi. Hann hljóp ð 14,30 sekúndum. aði spjótinu 61,08 metra. Loka- greinin, 1.500 metra hlaupið, var svo í lakari kantinum, hljóp á 4.51,49 mín. en hann á best 4.40,36 mín. Hvað tekur nú við hjá íþrótta- manni ársins? „Ég tek þátt í klukkustundar tugþraut í Austurríki um næstu helgi og hún er svona meira upp á grín. Það verður endirinn á erfiðu og jafnframt skemmtilegu keppnis- tímabili hjá mér. Svo veit ég ekkert um framhaldið. Það fer alveg eftir því hvort ég fæ styrki til að halda áfram að æfa. Ég hef áhuga á því, enda er ég kominn það nálægt þeim bestu og það væri slæmt að hætta á þessum tímapunkti," sagði Jón Arnar. HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND Stórleikur Patreks Dagur Sigurðsson handarbrotinn og verðurfrá í nokkrarvikur Islendingarnir í þýsku 1. deildinni í handknattleik byijuðu vel, er keppni hófst um helgina. Patrekur Jóhannesson og Róbert Sighvatsson voru m.a. markahæstir í liðum sín- um. Patrekur gerði sjö mörk, þar af eitt úr víti, og átti stórleik er Essen sótti lið Minden heim og sigraði 28:24. Sigurður Bjarnason og sam- heijar hans í Minden voru betri í fyrri hálfleik og höfðu forystu, 14:12, í leikhléi. Patrekur og félagar tóku síðan til sinna ráða í seinni hálfleik og sigruðu örugglega. Krebietke og Tuschkin gerðu báðir fjögur mörk fyrir Essen. Franski landsliðsmaðurinn Stefan Stoecklin var markahæstur hjá Minden með sjö mörk (eitt víti) og Sigurður Bjarnason gerði þijú, þar af einnig eitt úr víti. Fredenbeck sigraði Schutterwald 26:23 í öðrum „Islendingaslag" þar GOLF sem Héðinn Gilsson gerði þijú mörk fyrir heimaliðið en Brazkiewicz var markahæstur með átta. Róbert Sig- hvatsson var markahæstur hjá Schutterwald með fimm og Daninn Andersson gerði einnig fimm, þar af eitt úr víti. Lærisveinar Kristján Arasonar hjá Wallau Massenheim sigruðu Magdeburg 30:29 og var sá sigur mun öruggari en tölurnar gefa til kynna. Wallau var yfir 16:12 í leik- hléi, hafði forystu allan tímann en leikmenn liðsins slökuðu á í lokin. Magdeburg átti hins vegar enga möguleika. Línumaðurinn rúss- neski, Torgovanov, var markahæst- ur hjá Wallau með níu, gamla kempan Martin Schwalb gerði fimm (fjögur víti) og franski landsl- iðsmaðurinn snjalli Frederick Volle gerði fjögur. Meistarar Kiel hófu titilvörnina með öruggum sigri á Hameln, 29:21, þar sem Svíinn Magnus Wis- lander var besti maður meistaranna sem endranær. Hann var einnig markahæstur, gerði sjö mörk. Önnur úrslit urðu þau að Gross- wallstadt sigraði Flensburg 25:20, Gummersbach lagði Rheinhausen 24:22, Niederwúrzbach tapaði heima fyrir Lemgo, 20:26 og Dor- magen tapaði einnig heima, 23:30, fyrir Nettelstedt. Áfall Wuppertal Dagur Sigurðsson, landsliðsmað- ur hjá Wuppertal í 2. deildinni, slas- aðist á æfingu hjá liðinu á föstudag- inn. Handarbrotnaði og ljóst að hann verður frá um tíma. Reiknað er með að Dagur verði ekki með næstu sex vikurnar. Viggó Sigurðsson þjálfar liðið og með því leika einnig Olafur Stefánsson, fyrrum félagi Dags hjá Val, og Dmitri Filippov, sem fór með Viggó frá Stjörnunni. Herborg jafnaði metið Herborg Arnarsdóttir úr Golf- klúbbi Reykjavíkur sigraði á síðasta stigamóti GSÍ í golfi á laug- ardginn, lék hringina tvo á 147 höggum. Síðari hringinn lék Her- borg á 72 höggum og jafnaði vallar- met Karenar Sævarsdóttur af aft- ari kvennateigum, frá því 12. ágúst 1992. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili varð önnur, lék á 154, höggum og Þórdís Geirsdóttir úr Keili lék á 155 höggum og varð þriðj'a. Ólöf Maria tryggði sér með þessu sigur í stigamótum sumarsins. Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni var öruggur sigurvegari í karlaflokki, lék mjög vel, fyrri hringinn á 72 höggum og þann síð- ari á 70, eða alls á 141 höggi. Birg- ir Leifur hafði nokkra forystu í stigakeppni karla og jók hana enn frekar með þessum glæsilega sigri. Annar varð Þorkell Snorri Sigurðar- son úr GR á 148 höggum og Þor- steinn Hallgrímsson úr GV þriðji á 149 höggum. Tap hjá Teiti í fýrsta leik TEITUR Örlygsson og félag- ar i körfuknattleiksliði Lar- issa í Grikklandi töpuðu fyrsta leiknum í deildinni sem hófst á laugardaginn. Larissa tók á móti Sporting frá Aþenu og tapaði 66:62 en fyrir tímabilið var búist við að bæði þessi lið yrðu í neðri hluta deildarinnar. Teitur sagðist svekktur með að tapa og það hefði verið algjör óþarfi. „Þegar 20 sek- úndur voru eftir vorum við tveimur stigum undir og með boltann enleikstjórnandinn hjá okkur ætlaði að gera allt sjálfur og fékk dæmda á sig sóknarvillu þannig að þar með var það búið,“ sagði Teitur. Hann sagðist hafa lent í villuvandræðum, en gengið ágætlega að halda bandariskum leikmanni Sporting niðri. „Hann gerði ekki nema fimm stig,“ sagði Teitur sem gerði sjálfur 11 stig I leiknum en hann lék í 24 mínútur og fékk góða dóma í blöðunum, sagður besti maður Larissa ásamt ítölskum miðheija liðsins. Sigurður meiddist íjeikvið Örgryte SIGURÐUR Jónsson nveidd- ist i „íslendingaslagnum“ í Sviþjóð í gær þegar Örebro heimsótti Örgryte. Liðin skildu jöfn, 1:1. Sigurður fékk slæmt högg á lærið í síðari hálfleik og varð að yfirgefa völlinn. í gærkvöldi var ekki vitað hversu alvar- leg meiðsli hans voru en hann fer til læknis I dag. Ljóst er að hann verður að minnsta kosti ekki með Örebro á morgun þegar leikið verður í bikarkeppninni sænsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.