Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 TORFÆRA Sprengikraflur Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÞRÁTT fyrir gífurlegt afl og sprengikraft vélarinnar náði Gísll G. Jónsson ekki að vinna. Hann gerði mistök í fyrstu þrautinni og tímaþraut sem gerði vonir hans um titilinn að engu, þriðja árið í röð. Haraldur Pétursson og Gunnar Pálmi fögnuðu Islandsmeistaratitli á Hellu Góður undirbúningur lagði grnnn að báðum tttlum Síðasta torfæra sumarsins fór fram á Hellu um helgina. Gunnlaugnr Rögnvaldsson fylgdist með er Haraldur Pétursson og Gunn- ar Pálmi Pétursson tryggðu sér Islandsmeist- aratitlana sem keppt var um. Haraldur Pétursson frá Ölfusi varði íslandsmeistaratitilinn í flokki sérútbúinna jeppa í torfæru með þremur sigrum í fimm mótum sem giltu til meistara. Hann vann lokamótið á Hellu eftir öruggan og vandræðalausan akstur. Hornfirð- ingurinn Gunnar Pálmi Pétursson lék sama leik í flokki sérútbúinna götujeppa, vann þijú mót á árinu og keppnina á Hellu eftir jafna Draumur, martröð HARALD PÉTURSSON dreymdi einkennilegan draum nóttina fyrir lokamótið. I draumnum var Gunnar Egilsson sálufélagi og keppandi í torfær- unni að kenna honum saltfísk- verkun með furðulegri aðferð. Voru notaðar gúrkur, berjalyng, mosi og tól sem HaraJdur kunni engin skil á. Draumurinn hafði greinilega ekki slæm áhrif. Gísla G. Jónsson dreymdi hins vegar nokkrum dögum fyrir keppni hver úrslit mótsins á Hellu yrðu. Sá draumur rættist, en var í raun martröð fyrir Gísla sem þriðja árið í röð verður að sætta sig við annað sætið í meistarakeppninni. keppni við handhafa titilsins, Gunn- ar Guðmundsson. Haraldur, Einar Gunnlaugsson og Gísli G. Jónsson áttu allir mögu- leika á titlinum í sérútbúna flokkn- um þegar keppnin á Hellu hófst. En eins og Haraldur hafði spáð fyrir mótið þá réðu fyrstu þrautirn- ar miklu um úrslitin. „Ég spólaði niður öll dekk sem ég sá í tveimur þrautum og fékk mikla stigarefs- ingu fyrir vikið sem reyndist mér dýrt. Eg réð illa við jeppann í flýtin- um þar sem tími var tekinn í þrem- ur þrautum," sagði Einar, „þetta varð mér að falli. Ég átti mér ekki viðreisnar von og hélt í vonina að jeppi Haraldar drukknaði í mýrinni, en varð ekki að ósk minni, enda var óskin frekar Ijót. Það er vont að sjá á eftir titlinum aftur, en ég verð bara að taka sandspyrnutitil- inn um næstu helgi í staðinn.“ Klúðraöi í fyrstu þraut Gísla gekk lítið betur að kljást við Harald sem mætti vel undirbú- inn og rétt stemmdur, þótt vissu- lega stríddi taugakerfið_ öllum öku- mönnunum þremur. „Ég klúðraði hreinlega fyrstu þraut með því að standa ekki nógu hressilega á bens- íngjöfinni. Komst ekki þrautina til enda. Þá mistókst mér í fimmtu þraut, þar sem ekið var yfir ána á svæðinu. Setti venjuleg skófludekk undir jeppann og réð ekki við hann, þurfti að bakka og brölta sem kost- aði dýrmætan tíma í þraut sem var í kapp við klukkuna. Það var dýru verði keypt,“ sagði Gísli, „Það voru mistök að reyna þetta í keppninni án þess að hafa prófað þetta áður og nokkuð ljóst að maður verður að gefa sér meiri tíma fyrir hveija keppni á næsta ári. Það er dálítið erfitt að vera annar þriðja árið í röð, fyrst á eftir Einari 1994 og svo tvö ár í öðru sæti á eftir Haraldi. En Haraldur hefur getað undirbúið sig mjög vel og það skilar sér. íþróttin er að færast nær atvinnu- mennsku og vonandi mun það skila sér til ökumannanna í framtíðinni hvað erlendar sjónvarpsstöðvar sýna þessu mikinn áhuga.“ Á meðan Einari og Gísla mis- tókst sigldi Haraldur tiltölulega lygnan sjó í vandasömum þrautum og sveif mýrina í lokin af öryggi, síðustu hindrunina sem hefði getað fært helstu andstæðingunum titil- inn sem hann hafði geymt. Harald- ur hlaut 1620 stig, Gísli 1450 og Einar 1390 stig, þannig að sigurinn varð nokkuð öruggur. Gunnar Pálmi Pétursson var sigurstrang- legur fyrir keppni í fiokki sérútbú- inna götujeppa. Að sama skapi og hjá Haraldi hefur undirbúningurinn skilað honum góðum árangri. Undirbúningur lykill að árangri „Hver klukkustund sem ég hef eytt í jeppann skömmu fyrir keppni hefur skilað sér. Að koma úthvíldur og vel undirbúinn er lykillinn að góðum ár- angri. Börðin voru ljót í þessari keppni og fara mjög illa með jeppana, þótt þau líti sakleysislega út. Ég slapp nokkuð vel, skemmdi þó slöngu í stýr- isbúnaðinum sem ég náði að laga,“ sagði Gunnar. Hann varð efstur að stigum í mótinu með 1500 stig á móti 1360 stigum Gunnars Guð- mundssonar og 1145 stigum Rafiis A. Guðjónssonar. Nýkiýndur meistari ætlar að keppa af krafti að ári. „Ég sé engar breytingar í aðsigi hvað regl- ur í torfærunni varðar. Það verður erfitt að snúa tilbaka þeim reglum sem búið er að setja. Sjálfur er ég búinn að finna vankanta jeppa míns í mótum sumarsins og hvað ég þarf að bæta við stýrið. Því vetður kippt í liðin fyrir næsta tímabil og titilvöm- in verður grimm af minni hálfu.“ Hafðu þetta, vinur! GÍSLI G. Jónsson launar Haraldi Páturssyni það að hafa tekið titilinn að nýju með baðferð í ána sem kapparnir óku yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.