Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Grindvíking- ar kjöldregnir á Skaganum SKAGAMENN sýndu það enn einu sinni á sunnudag að þeir eru engum líkir. Þrátt fyrir að vera með þrjá lykilmenn í leik- banni, vera einum leikmanni færri í 58 mínútur, misnota vfta- spyrnu og vera 2:0 undir í byrjun síðari hálfleiks náðu þeir að snúa leiknum gegn Grindvíkingum sér í hag. Þeir gerðu fimm mörk í röð á aðeins 14 mfnútna kafla og sigrðu örugg- lega 6:3. Varamaðurinn Haraldur Hinriksson stimplaði sig eftir- minnilega inn þvf hann gerði tvö mörk og átti stóran þátt f öðrum tveimur í fyrsta leik sfnum f deiidinni f ár. Skagamenn sýndu mikinn styrk í sfðari hálfleik og láta íslandsbikarinn ekki af hendi átakalaust. Grindvíkingar sitja hins vegar í botn- sæti deildarinnar og aðeins kraftaverk getur bjargað liðinu frá falli. ValurB. Jónatansson skrifar Guðjón skipstjóri lagði úr höfn á Kútter Haraidi í leikinn á móti Grindavík án þriggja fasta- manna, Olafs Þórð- arsonar, Bjarna Guðjónssonar, og Zorans Miljkovic. Nýir hásetar, Jó- hannes Harðarson, Kári Steinn Reynisson og Stefán Þórðarson, voru því settir um borð. Róðurinn var þungur og áralagið ekki nógu samæft enda mótvindur mikill. Fyrsta aldan reið yfir eftir hálftíma siglingu er dómarinn kastaði Stef- áni Þórðarsyni fyrir borð og ekki lagaðist áralagið við það. Grindvík- ingar nýttu sér liðsmuninn og sigldu framúr, 1:0. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk skipshöfnin á Haraldi vítaspyrnu eftir að Sigur- steinn var togaður niður í djúpið. Haraldur Ingólfsson tók spyrnuna, en Albert Sævarsson varði meist- aralega og hélt Suðurnesjamönn- um í forystu í kaffihléinu. Þrátt fyrir að Kútter Haraldur væri með góðan byr í seglin í síð- ari hálfleik, fékk hann óvænta ágjöf frá Suðurnesjamönnum og allt í einu var staðan orðin 2:0 og útlitið dökkt. Þá sagði karlinn í brúnni hingað og ekki lengra. Hann setti varamanninn Harald Hinriksson um borð og þá fóru hjólin ioks að snúast. Fimm mörk á 14 mínútna kafla og Grindvíking- ar hreinlega kjöldregnir. Kútter Haraldur kom í höfn með stigin þrjú og er aflahæstur sem fyrr. Skagamenn vilja sjálfsagt gleyma fyrri hálfleiknum sem fyrst. Þeir fengu þó nokkur færi en Albert Sævarsson markvörður Grindvíkinga varði allt sem á markið kom. Stefán Þórðarson var mest einn frammi meðan hans naut við. Kantmennirnir Haraldur Ingólfsson og Kári Steinn lágu of aftarlega og náðu því ekki að tengja Stefán við miðjuspilið. í síð- ari hálfleik blés skipstjórinn til sóknar og sýndi hversu klókur hann er. Hann skipti Haraldi Hinrikssyni inn á í sóknina og setti bakvörðinn Gunnlaug Jónsson einnig fram. Leikfléttan heppnaðist og Skaga- menn fóru hreinlega á kostum eft- ir það. Grindvíkingar léku af skynsemi í fyrri hálfleik, vörðust vel, byggðu á vel útfærðum sóknum og fengu tvö dauðafæri og nýttu annað. En eftir að þeir fengu á sig fyrsta markið áttu þeir engan mótleik og leikur þeirra hrundi og fall í 2. deild blasir nú við. Guðjón Þórðarson Heilladísir enn á okk- ar bandi GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Grindvík- ingum. „Það var verulegt mótlæti í fyrri hálfleik. En við sýndum karakter og héldum haus og það er það sem skiptir öllu máli. Heilla- dísirnar eru enn á okkar bandi. Ég ætlaði að reyna að spila 4-3-3, en það gekk ekki í fyrri hálfleik því kantmennirnir lágu of aftar- lega. Eftir að við vorum komnir 2:0 undir og leikurinn nánast tap- aður varð ég að gera breytingar og þær heppnuðust fullkomlega. Boltinn gekk þá mjög vel og við sköpuðum okkur fullt af færum. Haraldur kom mjög sterkur inn og gerði góða hluti. Það er ljóst að Haraldur hefur með frammi- stöðu sinni aukið valkostina fyrir næsta leik á móti Vestmannaeyj- um,“ sagði Guðjón. íttémR FOLX ■ REYNIR Leósson, sem er nýlega orðinn 17 ára, og Viktor Viktorsson , sem er 19 ára, léku fyrsta leik sinn í 1. deild með Skagamönnum á sunnudaginn. Þeir komu inn á sem varamenn þegar ein mínúta var til leiksloka. ■ SVEINN Guðjónsson, varnar- maður Grindvíkinga, varð að yfir- gefa völlinn um miðjan síðari hálf- leik vegna meiðsla. Hann fékk högg í andlitið með þeim afleiðingum að neðri vör sprakk og það blæddi mikið. ■ STEFAN Þórðarson var rekinn af leikvelli á 33. mínútu fyrir að rjúka í Guðjón Ásmundsson og troða ofan á honum. ■ GUNNLA UGUR Jónsson skor- aði fyrir ÍA í leiknum og var það fyrsta mark hans í 1. deild. ■ STURLAUGUR Haraldsson var kosinn leikmaður ágústmánaðar hjá Skagamönnum. ■ GUÐMUNDUR Torfason, þjálf- ari Grindvíkinga, neitaði að tjá sig um leikinn þegar Morgunblaðið leit- aði eftir því. „No comment" var það eina sem hann sagði. Om H| Grindvíkingar unnu ■ ■ boltann á miðjum vallarhelmingi Skagamanna á 35. mín. Kukic renndi boltanum inn fyrir vörnina og Óli Stefán Flóventsson stakk sér inn fyrir og lék upp að vítateig og skor- aði örugglega í hægra mark- hornið framhjá Þórði Þórðar- syni, sem kom út á móti. OB Falleg sókn Grind- ■ ■■■víkinga upp hægri kantinn á 53. mínútu. Oli Stefán Flóventsson lék upp að víta- teigshorni hægra megin, sendi boltann fyrir markið og þar kom Kukic á ferðinni og skoraði í hægra markhomið með við- stöðulausu skoti. II ^J.Jóhannes Harðarson ■ ■■átti góða sendingu fyrir markið frá hægri kanti á 61. mín. Ólafur Adolfsson var mættur inn í teiginn og stökk upp fyrir framan Albert Sævars- son, markvörð, og skallaði í net- ið. 2b Osókn upp hægri ■ ■■væng Skagamanna á 68. mín. Haraidur Hinriksson komst með knöttinn upp að víta- teigshomi hægra megin, sendi á fjærstöng og þar var Alexand- er Högnason mættur og skoraði af öryggi frá markteigshorni. 3b O Brotið var á Haraldi ■ ^■Hinrikssyni rétt utan vítateigs hægra megin á 70. mínútu. Nafni hans Ingólfsson tók spyrnuna, sendi fyrir markið á Kára Stein, sem var við mark- teigshornið vinstra megin. Hann sendi rakieiðis inn á miðjan markteiginn og þar var Gunn- laugur Jónsson sterkastur og skallaði boltann örugglega í net- ið. 4m ^Haraldur Ingólfsson ■ ■■lék upp að enda- mörkum vinstra megin á 72. mínútu, sendi fyrir markið á Harald Hinriksson sem kom á fullri ferð og hamraði boltann í netið. 5» ^pSigursteinn Gíslason ■ áC*lék upp að ^■■■lék upp að miðjum vítateig á 75. mín., sendi út til vinstri á Harald Ingólfsson sem skoraði fallegt mark með skoti í hægra markhornið fjær. 5m*ÍSturlaugUr Haralds- ■ 'fcPson braut á Gunnari Má Gunnarssyni innan vftateigs á 86. mín. og dæmd vítaspyma. Zoran Ljubicic tók spyrnuna og skoraði af öryggi hægra megin við Þórð I markinu. 6B ^jHaraldur Hinriks- ■ ■i#son var með boltann út við hægra vítateigshomið á 90. mfn. Hann skrúfaði boltann efst í íjærhornið, glæsilegt mark. Líklega átti þetta að vera fyrirgjöf hjá Haraldi, en vindur- inn sá til þess að boltinn skrúf- aðist í markið. Maður mánaðarin: STURLAUGUR Haraldsson og félagar hans í Skagaliðinu sýndu grí< ast töpuðum leik í öruggan sigur á móti Grindvíkingum á sunnudag. förnu og var kosinn lelkmaður ágústmání Leiflur ko Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Ólafsfirði Leiftur frá Ólafsfirði tryggði sér þriðja sætið í deildinni og um leið þátttökurétt í Evrópukeppni - TOTO-keppninni ef ÍA verður meistari en UEFA-keppninni ef KR verður meist- ari - á næsta ári er liðið sigraði Breiðablik 3:1. Blikarn- ir beijast því enn á botninum. Einn forsvarsmanna liðsins var bjartsýnn fyrir leikinn. „Allt er þegar þrennt er,“ sagði hann og ætlaðist þá til að Kópavogsmenn sigruðu þriðja toppliðið, en sem kunnugt er hafa bæði Skagamenn og KR-ingar legið fyrir Blikunum. Fyrri hálfleikurinn í Ólafsfirði var opinn og fjörugur. Bæði liðin fengu færi á upphafsmín- útunum og síðan pressuðu heima- menn nokkuð stíft. Cardaklija hafði nóg að gera. Hann varði vel frá Baldri og Gunnari Má en Páll og Gunnar Oddsson þrumuðu yfir markið. Blikar fengu þó hættuleg- asta færið á 11. mín. þegar ívar Sigutjónsson slapp í gegn eftir sendingu Kristófers en Þorvaldur bjargaði glæsilega með úthlaupi. Heimamenn komust yfir á 24. mín. og bættu við öðru marki tíu mínút- um síðar en fóru þá að dotta og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.