Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 KNATTSPYRIMA M0RGUN3LAÐIÐ Tékkinn Berger skaut Liverpool á toppinn - kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk gegn Leicester. lan Wright skor- aði þrjú mörk þegar Arsenal skellti Sheffield Wed. á Highbury í gærkvöldi TÉKKINN Patrick Berger opnaði markareikning sinn hjá Liverpool og gerði tvö mörk i 3:0 sigri í Leicester á laugardaginn. Berger kom inná fyr- ir Stan Collymore í seinni hálfleik og skoraði fljót- lega með góðu skoti eftir samleik við Steve McManaman. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka fékk hann boltann við miðlínu, dans- aði framhjá varnarmönnum mótherjanna og skoraði aftur með vinstri. Michael Thomas gerði annað mark Liverpool, sem er á toppnum í Eng- landi, þar sem Sheffield Wed. varð að sætta sig við tap fyrir Arsenal í gærkvöldi, 4:1. Leikmenn Sheffield Wed. byrjuðu í úrvalsdeildinni með miklum látum, unnu fjóra fyrstu leiki sína. Síðan kom bakslag og tveir tapleikir í röð. Ian Wright, miðheiji Arsenal, fór á kostum í gærkvöldi, skoraði þijú mörk (61., 78. og 89. mín.) og hefði með smá heppni getað bætt við mörkum, átti t.d. skot sem hafn- aði á þverslá. Arsenal-liðið fór ekki á ferðina fyrr en í seinni hálfleik, eftir að vera undir 0:1. David Platt kom liðinu á bragðið með glæsilegu marki á 57. mín., síðan hófst „þáttur“ Wright, sem skemmti 33.461 áhorf- endum á Highbury, eins og svo oft áður. Alan Shearer, miðheiji enska landsliðsins, lét fyrrum samheija í Blackburn finna fyrir sér í Newcastle á laug- ardaginn. Hann skoraði úr umdeildri vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé og átti stóran hlut að máli í marki Les Ferdinands eftir klukkutíma leik. Chris Sutton minnk- aði muninn fimm mínútum fyrir leikslok en mörkin urðu ekki fleiri og Newcastle vann því 2:1. Vítaspyrnan orkaði tvímælis. Colin Hendrey fékk boltann óvænt frá Ferdinand utarlega í vítateignum. Boltinn fór í arm Hendreys sem lagði hann fyrir sig með búknum áður en hann kom honum frá sér en dómarinn dæmdi heridi og gestirnir mótmæltu harð- lega. „Enginn tekur boltann viljandi með hendi inni í teignum en boltinn fór í hönd hans og að mínu áliti á að dæma vítaspyrnu ef slíkt gerist innan teigs,“ sagði Shearer um vítaspyrnudóminn. Tim Flowers, markvörður Blackburn, var nálægt því að veija vítið. „Tim hringdi í mig kvöldið fyrir leik og sagðist vita í hvort hornið hann ætti að fara ef ég fengi vítaspyrnu," sagði Shearer brosandi. „Hann hafði rétt fyrir sér en sem betur fer náði hann ekki boltan- um.“ Hins vegar kom Flowers í veg fyrir að Shearer skoraði eftir fimm mínútna leik. George Graham stjórnaði Leeds í fyrsta sinn og hann var varla sestur þegar Andy Couzens skoraði. John Salako og Noel Whelan svöruðu fyrir Coventry í seinni hálfleik og fyrsti sigur liðsins á tímabilinu var í höfn. Manchester United fékk Notting- ham Forest á Old Trafford og vann 4:1 eftir að hafa verið marki undir. Þetta var fyrsti sigur meistaranna á heimavelli í deildinni að þessu sinni og honum var vel fagnað. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var í byijuanrliði United í staðinn fyrir Jordi Cruyff og virt- ist þetta henta Eric Cantona vel. Norðmaðurinn Alf-Inge Haaland skoraði fyrir Forest en Solskjær jafnaði. Ryan Giggs kom United yfir með glæsilegu marki; Cantona ruglaði vörn Forest með því að senda boltanum með hælnum á Tékkann Karel Poborsky sem gaf fyrir markið beint á kollinn á Giggs. Cantona skoraði með þrumuskoti utan teigs í stöng og inn og átti síðan síðasta orðið þegar hann skor- aði af öryggi úr vítaspyrnu. Forest sigraði United á Old Traff- ord í desember 1994 en síðan hefur liðið ekki tapað 32 heimaleikjum í röð. Tottenham vann Southampton 1:0 á útivelli og gerði Chris Arm- strong markið úr vítaspyrnu. Króat- inn Aljosa Asanovic skoraði líka úr vítaspyrnu þegar Derby vann Sund- erland 1:0. Everton hafði mikla líkamlega yfírburði í fyrri hálfleik á móti Middl- esbrough og fékk tækifæri til að gera fleiri mörk en það sem Craig Short skoraði en spil gestanna var markvissara eftir hlé. Þá jafnaði Nicky Barmby og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Brasilíumanninn Juninho níu mínútum fyrir leikslok. Wenger tekur við Arsenal FRAKKINN Arsene Wenger verður næsti knattspyrnu- stjóri Asenal og tekur hann við liðinu 30. september. Þetta var staðfest i gær eftir að hann hafði fengið sig laus- an hjá Grampus Eight í Jap- an. Wenger, sem er 47 ára, er fimmti stjóri Arsenal á undanförnum 18 mánuðum og fetar í fótspor George Grahams, Stewart Houstons, Bruce Riochs og Pat Rice sem stjórnar nú liðinu. Hann er fjórði útlendingurinn sem ráðinn er stjóri hjá stórliði á Englandi en hinir er Slóvak- inn Jozef Venglos (Aston Villa), Argentínumaðurinn Ossie Ardiles (Tottenham) og Hollendingurinn Ruud Gullit (Chelsea). Wenger var áður þjálfari hjá Nancy og Mónakó í frönsku deildinni. Barcelona hefur ekki Reuter STEVE McManaman sækir aö markl Leicester, án þess aö Mustafa Izzet koml vörnum vlö á Fllbert Street. Chelsea og Aston Villa gerðu 1:1 jafntefli á Stamford Bridge. Andy Townsend, fyrrum leikmaður Chelsea en nú fyrirliði Villa, skoraði eftir aukaspyrnu á 18. mínútu og var það gegn gangi leiksins. Markið var hins vegar gott; Townsend fór í þriggja manna vamarvegg um 25 metra frá marki, fékk boltann úr auka- spymunni vinstra megin við sig, sneri sér við og lét vaða með vinstri. Frank Leboeuf jafnaði rétt áður en flautað var til leiksloka og þó Chelsea hefði ráðið ferð- inni í seinni hálfleik tókst liðinu ekki að bæta við mörkum. MARTIN Keown, varnarmaður Arsenal, hefur betur í vlður- elgn sinni við Davld Hlrst á Hfghbury í gærkvöldi. Þegar Ronaldo lék á þijá menn og skoraði leit út fyrir að Barcelona væri á leiðinni að sigra Racing í fyrsta sinn í 14 ár en Fern- ando Correa sá til þess að svo fór ekki með því að jafna eftir mistök hjá Luis Enrique í seinni hálfleik. Barcelona byrjaði með miklum látum en heimamenn tóku sig á í seinni hálfleik og Vitor Baia þurfti oft að taka á honum stóra sínum í marki gestanna. Hann átti samt ekki mögu- leika á að koma í veg fyrir jöfnunarmarkið. Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í spænsku deildinni um helgina. Real Sociedad náði aðeins 1:1 jafntefli við Sporting Gijon á heimavelli, Sevilla vann Tenerife 2:0 á útivelli og meistar- ar Atletico Madrid máttu þola 2:0 tap á móti Deportivo Coruna á heimavelli. Valencia og Zaragoza gerðu 1:1 jafntefli og var þetta fyrsta stig Valencia í deildinni að þessu sinni. Xavier Aguado skoraði fyrir Zaragoza snemma leiks en leikur liðsins hrundi eftir að framheijanum Santiago Aragon var vikið af velli eftir tæplega hálftíma leik. Dómar- inn, sem var að dæma í fyrsta sinn í 1. deild, missti líka tökin og bókaði sex menn áður en hann flautaði til leikhlés en skömmu áður jafn- aði Gabriel Moya. Espanyol fékk líka fyrstu stigin en liðið vann Valladolid 1:0 með marki frá Miguel Angel Benitez. Fjórir hjá Hearts sáu rautt Pórir leikmenn Hearts fengu að sjá rauða spjaldið í seinni hálfleik í viðureign liðs- ins á móti Glasgow Rangers í skosku úrvalsdeildinni um helg- ina. Gordon Durie kom Rangers í 1:0 rétt áður en flautað var til hálfleiks en þegar leikurinn hófst að nýju fækkaði smátt og smátt í liði Hearts. Pasquale Bruno fékk reisupassann fyrir brot á Durie og skömmu síðar bætti Paul Gascoigne öðru marki Rangers við. David Weir braut á Durie og var vikið af velli og síðan fékk Neil Pointon sitt annað gula spjald fyrir að gera hróp að línuverði og sparka í markstöng og þar með varð hann að fara í bað. Paul Ritchie fór sömu leið skömmu síðar eftir að hafa mótmælt dómi. Ally McCoist gerði þriðja markið á síðasta stundarfjórð- ungnum og innsiglaði fimmta sigur Rangers í fimm leikjum. Malky Mackay tryggði Celtic 2:1 sigur á móti Dundee með marki á síðustu sekúndunum. Hollendingurinn Dutchman Pi- erre Van Hooydonk skoraði í fyrri hálfleik en Gary McSweg- an jafnaði fyrir Dundee þremur mínútum fyrir leikslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.