Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 B 9 náði markmiðinu sigri á botnliðinu Fram með Það reyndist ekki erfitt fyrir leikmenn Fram að leggja Leikni að velli á Valbjamarvelli á laugardaginn og ná þar með markmiði sínu fyrir ivar tímabilið - að vinna Benediktsson sæy ; ; deild karla eftir eins árs veru í 2. deild. Tvö mörk með stuttu milli- bili undir lok fyrri hálfleiks nægðu til 2:0 sigurs og þrátt fyrir að eiga færi í síðari hálfleik til þess að bæta við létu þeir þar við sitja. „Svo virðist sem markmiði okk- ar sé náð og ég er að sjálfsögðu ánægður með það,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram, en það kom í hans hlut að marka liðinu braut til þeirra bestu á ný er hann tók við þjálfun fyrir yfirstandandi tímabil. „Þessi leikur var í raun aldrei nógu góður hjá okkur en nægði. Við fengum fullt af færum til að bæta við en það er nú einu sinni þannig að aldrei tekst að nýta öll færi,“ sagði Ásgeir ennfremur. Framliðið lék gegn strekkings- vindi í fyrri hálfleik en það kom ekki í veg fyrir að það réði lögum og lofum á leikvellinum. Strax á 3. mínútu skallaði Ásgeir Hall- dórsson knöttinn í slá eftir horn- spyrnu Hólmsteins Jónassonar, besta manns Fram að þessu sinni. Ágúst Ólafsson fékk skömmu síð- ar ágætt færi í miðjum vítateig en skaut rétt framhjá. Leiknis- menn urðu að játa sig sigraða á miðjunni strax í upphafi og áttu þar af leiðandi í vandræðum með að byggja upp árangursríkar sókn- ir. Eina marktækifæri þeirra í fyrri hálfleik kom á 24. mínútu er Ró- bert Amþórsson komst inn fyrir vörn Fram eftir stungusendingu en Ólafur Pétursson bjargaði með öruggu úthlaupi. Framliðið hélt uppteknum hætti og sótti og þar kom á 35. mínútu að Hólmsteinn skoraði með skoti rétt utan vítateigslínu eftir að hafa leikið á þrjá varnarmenn Leiknis. Skömmu síðar var Þor- björn Atli Sveinsson felldur innan teigs eftir snotra sendingu frá Steinari Guðgeirssyni. Dæmd var vítaspyrna og úr henni skoraði Þorbjörn. Leikmenn Fram sóttu mun meira í síðari hálfleik en Leiknis- menn voru þó ekki af baki dottnir og fengu nokkur góð færi og það besta á 79. mínútu er Guðjón Ing- varsson var einn á markteig eftir aukaspyrnu frá hægri en Ölafur varði skot hans snilldarlega. Tæki- færin voru þó fleiri hinum megin á vellinum en mörkin létu á sér standa enda áfanganum náð hjá Fram og liðið gat leyft sér að taka lífinu með ró. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRAMARAR endurhelmtu sæti í 1. deild að ári og fagna því hér á viðeigandi hátt. I lausu lofti Jjafnteflisleikur ÍR og Þróttar, 2:2, í Breiðholtinu á laugardag- inn skilur liðin enn eftir í lausu lofti; ÍR hefði með Stefán si/ri sér Stefánsson aframhaldandi veru skrifar í 2. deild og Þróttur hefði komist í þægi- lega stöðu í kapphlaupi um laust sæti í 1. deild. Orlögin ráðast því ekki fyrr en í lokaumferð mótsins næsta föstudag. Fyrsta mark ÍR á fjórðu mínútu kom sem reiðarslag en þá skaust Kristján Brooks framúr Willum Þór Þórssyni í vörninni og skoraði. Eftir það bökkuðu ÍR-ingar í vörn- ina og gestirnir sóttu án afláts án árangurs. í síðari hálfleik freistuðu Þróttarar þess að draga heima- menn framar á völlinn og á 51. mínútu jafnaði Heiðar Siguijóns- son eftir að Sigurður Hallvarðsson lagði boltann laglega fyrir hann. Við markið neyddust ÍR-ingar til sækja, settu mann í framlínuna og á 65. mínútu stakk Kristján sér aftur innfyrir og kom IR í 2:1. Þróttarar reyndu allt hvað þeir gátu og á síðustu rnínútu leiksins þegar boltinn fór í hendi ÍR-ings og Þróttur fékk vítaspyrnu, sem Sigurður skoraði úr. IR-ingar fá prik fyrir skynsemi þegar þeir bökkuðu með sterka vörn, sem Ian Ashbee stjórnaði og skutust síðan í skyndisóknir með Kristján snöggan fram. Hinsvegar var oft leiðinlegt að horfa uppá háloftaspyrnur fram völlinn án þess að nokkur samheiji væri á svæðinu. Þróttarar hinsvegar þurftu að hafa verulega fyrir sínu og fá líka prik fyrir að gefast ekki alveg upp. Árni Sveinn Pálsson var sterkur í vörninni, Þorsteinn Hall- dórsson skilaði ágætu hlutverki á miðjunni og Heiðar átti góða spretti. Mikilvægt ao nájafntefli Skallagrímsmenn enn í öðru sætinu Við fáum annan möguleika, sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Skallagríms, eftir 1:1 jafn- tefli Skallagríms og KA í Borgar- nesi á laugardag- Theódór inn. „Liðið var dálít- Þóröarson ið taugaveiklað í upphafí, menn voru að gera hlutina of flókna og fara erfiðustu leiðina. En það var mjög mikilvægt að ná jafntefli," sagði Ólafur. „Þetta var alveg eins og ég átti von á,“ sagði Pétur Ormslev, þjálf- ari KA. „Þetta var jafn leikur. Við vorum skárri í fyrri hálfleik en þeir voru betri í þeim seinni. Skallagrímsmenn hafa staðið sig alveg frábærlega vel og ég vil bara óska þeim til hamingju með stöð- una í deildinni.“ Leikmenn KA byijuðu þennan leik vel og voru betri aðilinn í byij- un. En þegar leið á leikinn sóttu liðsmenn Skallagríms í sig veðrið og þyngdu sóknir sínar. Síðan var eins og vörn Skallagríms dottaði á verðinum um stund og á 44. mín- útu náði Steinn Gunnarsson boltanum eftir útspark, lék á tvo varnarmenn Skallagríms og skor- aði 0:1 fyrir KA. Borgnesingarnir voru mun sprækari eftir leikhlé, sóttu fast og áttu nokkur góð skot sem fóru hárfínt fram hjá og önnur sem Eggert Sigmundsson varði snilld- arlega. Á 79. mínútu jafnaði Sindri Þór Grétarsson fyrir heimamenn með meistaralegum skalla, eftir horn- spyrnu sem Valdimar K. Sigurðs- son tók. Var þetta jöfnunarmark í takt við leikinn og voru heima- menn nær því að bæta marki við en liðsmenn KA. Bestu menn Skallagríms í þess- um leik voru; Björn Axelsson, Sindri Þór Grétarsson, Valdimar K. Sigurðsson og síðast en ekki síst, Friðrik Þorsteinsson mark- vörður. Hjá KA var markvörður- inn, Eggert Sigmundsson, einnig með bestu mönnum, þá áttu þeir Steinn Gunnarsson og Örvar Gunnarsson einnig mjög góðan leik. Um 500 manns sóttu þennan leik og er það mesta aðsókn á knattspyrnuleik í Borgarnesi í sumar. Leikið var á æfingagra- svellinum og þar hafa heimamenn ekki tapað leik í sumar. Var völlur- inn nokkuð „þungur" og mun Blautari en aðalvöllurinn og líklegt er því að gamla „góða“ hjátrúin hafi ráðið því á livorum vellinum var leikið að þessu sinni. Húsvíkingar verða að sigra Skallagrím Akureyrarliðin í 2. deild hafa farið langt með að senda nágranna sína frá Húsavík niður í 3. deild í tveimur síðustu umferðum, fyrst KA með marki úr vítaspyrnu á lokamínútunni í 16. umferð ■■IB og sl. laugardag lögðu Þórsarar Völs- Stefán Þór unga að velli 4:1. Nú þurfa Húsvík- Sæmundsson ingar að freista þess að vinna Skalla- sfcnfer frá grím í lokaumferðinni en Borgnesing- ureyn ar þurfa að sama skapi sigur til að tryggja sér sæti í 1. deild. Þórsarar voru öllu betri í leiknum á laugardag- inn. Þeir fengu þijú góð færi á fyrstu 20 mínútun- um en Völsungar áttu aðeins eitt þokkalegt mark- skot í öllum hálfleiknum. Knattspyrnan var ekkert sérstök en heimamenn skoruðu þijú glæsileg mörk í fyrri hálfleik. Páll Gíslason tók boltann viðstöðu- laust utarlega í vítateig eftir sendingu frá Bjarna Frey Guðmundssyni og hamraði í netið. Kristján Örnólfsson sendi fyrir mark Völsungs frá vinstri og Hreinn Hringsson stökk hæst og skoraði með hörkuskalla. Eftir gott spil lagði Kristján boltann fyrir Birgi Þór Karlsson sem skaut hnitmiðuðu skot- ið í bláhornið. Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Birgir fjórða mark Þórs eftir að hafa feng- ið boltann inn í vítateig úr aukaspyrnu Páls Gísla- sonar. Hjörtur Hjartarson skoraði eina mark Völs- ungs á 61. mínútu. Mikil læti voru í vítateig Þórs eftir hornspyrnu, Hjörtur fékk boltann utarlega í markteig og lyfti honum nánast aftur fyrir sig í netið. Nói Björnsson, þjálfari Þórs, skipti síðan þremur ungum strákum inn á, þ.á m. tveimur ís- landsmeisturum úr 3. flokki félagsins. Yngri leik- mennirnir hafa verið að gera góða hluti í liðinu og fái þeir að blómstra gæti framtíðin verið björt hjá félaginu. Völsungur teflir einnig fram ungum strák- um og þeirra tími á eftir að koma. Vonbrigði Víkinga Vonbrigði Víkinga leyndu sér ekki þegar þeir gengu af leikvelli í Stjörnugróf á laugardag eftir að hafa tapað 1:0 fyrir FH-ingum en fyrir vikið eru þeir enn í fallhættu. I Fyrri hálfleikur var markalaus. Edwin Víkingar byijuðu síðari hálfleikinn Rögnvaldsson af krafti, en það entist ekki lengi og skrifar jafnræði var með liðunum lengst af. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka dró loks til tíð- inda, en FH-ingurinn Davíð Ólafsson komst inn í samleik varnarmanna Víkings, lék að vítateignum og skoraði framhjá Stefáni Arnarsyni í marki heima- manna. Víkingum leist ekkert á blikuna og reyndu að klóra í bakkann. Á 82. mínútu átti Gunnar Guð- mundsson langt skot í þverslá FH-marksins. Þrátt fyrir þunga sókn Víkinga, komst Hörður Magnús- son inn fyrir vörn Víkinga á 85. mínútu og fékk dæmda vítaspyrnu. Spyrnuna tók hann sjálfur, en Stefán sá við honum og varði glæsilega. Heima- menn sóttu stíft síðustu mínúturnar, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir voru meira með boltann í heildina, en FH-ingar sköpuðu sér hættulegri færi og gerði það gæfumuninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.