Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ UPPDRÁTTURINN sýnir fyrirhugaða íbúðarbyggð norðaustan við Nesstofu. Þar er gert ráð fyrir 24 íbúðum í einbýlishúsum og parhúsum. Til vinstri sést afstöðumynd af skipulagssvæðinu gagnvart núverandi byggð. Nýtt byggingasvæði á Seltjarnarnesi Framboð á lóðum hefur verið lítið á Sel- tjamamesi á undanfömum ámm. Nú er til kynningar deiliskipulag á nýju bygg- ingasvæði með 24 lóðum. Magnús Sig- urðsson kynnti sér skipulagið. SELTJARNARNES hefur ávallt verið eftirsótt til íbúðar og verð á fasteign- um þar því yfírleitt verið hátt, enda eftirspum eftir eignum þar mun meira en framboðið. Þar við bætist, að mjög lítið er eftir af lóðum. Nýtt byggingasvæði á vest- anverðu Nesinu með lóðum fyrir 24 hús hefur því vakið talsverða athygli. Áhugi á þessum lóðum er mikill enda margir, sem gætu hugsað sér að búa á jafn góðum stað á Seltjamarnesi. Arkitektamir Helga Bragadóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttur og landslagsarkitektinn Ingibjörg Kristjánsdóttir hafa skipulagt þetta svæði. Deiliskipulagið tekur mið af verðlaunatillögu þeirra frá 1994, en með því er reynt að skapa nýjan valkost á Nesinu með nokk- uð þéttri byggð meðalstórra sér- býla á tiltölulega litlum einkalóðum og sameiginlegu útivistarsvæði. Húsin eiga að standa við tvær nýjar götur, Norðurtún og Nýjatún og við það miðað, að þau myndi jaðar við safnasvæðið, en þar eru m. a. Nesstofa og Lyfjafræðisafn. Fyrirhugaðu Lækningaminjasafni er einnig ætlaður þar staður og bessi söfn munu gefa svæðinu mikið menningarsögulegt gildi. Fyrir vestan íbúðarsvæðið er síðan útivistarsvæðið á Seltjamarnesi, en það á sér vart sinn líkan svo nálægt byggð á höfuðborgarsvæð- inu. Nánar tiltekið afmarkast bygg- ingasvæðið af línu sem dregin er frá Nesstofu í vestasta húsið í iðn- aðarhverfínu við Bygggarða og að norðan og austan af byggðinni við Sefgarða og Nesbala. Fyrirhugað Lækningaminjasafn verður stað- sett í útjaðri byggðarinnar með aðkomu frá götu, er liggja á sam- hliða Sefgörðum og með góðu út- sýni yfír útivistarsvæðið, Gróttu, Bakkatjörn og Suðurnes. Lækn- ingaminjasafnið mun vafalítið sóma sér vel í nágrenni Nesstofu og Lyfjafræðisafnsins án þess þó að skyggja á þær byggingar. Tvenns konar húsagerðir Lóðirnar verða 500-700 ferm. að stærð og hallast eilítið til vest- urs. Húsin verða af tvenns konar gerð, annars vegar einbýlishús á einni hæð og hins vegar parhús á tveimur hæðum. Einbýlishúsin verða nær útjöðrum svæðisins að sunnan og vestan en parhúsin verða á svæðinu norðan og austan verðu. Eins og fram er komið, tekur byggingasvæðið mið af verðlauna- tillögu frá 1994. Eitt af megin- markmiðum tillögunnar var að láta þessa nýju byggð mynda eðlilegan jaðar við safnasvæðið og útivistar- svæðið og taka mið af þeirri byggð, sem fyrir er. Áherzla er lögð á, að byggingarjaðarinn myndi heild- armynd í framhaldi af íbúðabyggð við Nesbala til norðurs og myndi um leið jaðar að útivistarsvæðinu og safnasvæðinu. Á jaðrinum er lagt til að komið verði fyrir lágum aflíðandi jarð- vegshólum, sem sáð er í melgresi. Þeir eiga að mynda mild skil milli svæðanna þannig að útivistargestir fái þá tilfinningu, að þeir séu úti í náttúrunni en ekki inni í einka- görðum. Ibúðarsvæðinu er skipt i tvær húsaþyrpingar með inngötu. Þess- ar húsaþyrpingar eiga að umlykja leiksvæði og opin svæði fyrir íbú- ana. Þær hafa hvor sína stefnu, •sem taka mið af Nesstofu og Lyfja- fræðisafni. Aðkoma verður frá Sefgörðum og greinist hún í tvær tengingar að húsaþyrpingunum, en gestastæði fyrir bíla eru nyrst. Inngata fyrir íbúana á að liggja milli húsanna og leiksvæðis og opinna svæða í hverfinu og frá inngötunni verða ennfremur stíga- tengsl að útivistarsvæðinu á Nes- inu, safnasvæðinu og núverandi byggð. Ætlunin er sú, að opnu svæðin verði einnig aðgengileg öðrum en íbúunum. Jarðvegsmön á að skilja að íbúðarsvæðið frá iðnaðarsvæðinu við Bygggarða. Gert er ráð fyrir, að húsin verða meðalstór sérbýli, þar af 11 hús við Nýjatún og 13 hús við Norður- tún. Heildarflatarmál bygginga- svæðisins er um 20.000 ferm. og nýtingarhlutfall er 0,4. Bílskúrar eiga að standa sér og auk þess munu tvö bílastæði auk gesta- stæða fylgja hveiju húsi. Húsagerð, stærð, hæð og stað- setning er sýnd í deiliskipulaginu, án þess að endanlega sé ákveðið um þakform, útbyggingar og efnis- og litaval og nánari útfærslu hús- anna. Mikilvægt er þó, að um sam- ræmda hönnun verði að ræða til þess að heildaryfírbragð náist á íbúðarsvæðinu. Safnasvæðið skipar mikinn sess Safnasvæðið skipar að sjálf- sögðu mikinnn sess í skipulaginu. Ásamt Nesstofu og Lyfjafræði- safni mun Lækningaminjasafnið mynda þríhyrnt svæði og standa við mörk útivistarsvæðisins. Áherzla er lögð á, að svæðið verði aðlaðandi og áhugavert sem safna- svæði og fornminja- og útivistar- svæði. Aðkoma akandi fólks verður að norðanverðu um veg, sem ligg- ur samsíða Sefgörðum og er vegur- inn síðan sveigður vestur fyrir Móakotstóft og að safnasvæði. Gert er ráð fyrir 50 bílastæðum við safnasvæðið. Áætlað er, að Lækningaminja- safnið verði 650-700 ferm. á einni til tveimur hæðum. Byggingareit- urinn fyrir safnið, sem er um 1100 ferm., býður upp á mismunandi útfærslur í hönnun og er gert ráð að arkitektar fái nokkuð fijálsar hendur um staðsetningu safnsins innan reitsins. Staðsetning Lækningaminja- safns er samt við það miðuð að frá safninu verði gott útsýni yfír Vest- ursvæðið og Bakkatjörn og það á ekki að skerða bæjarhól Nesstofu en vera í vissri fjarlægð frá þeim söfnum, sem nú eru til staðar og fyrirhugaðri íbúðabyggð. Fornleifarannsóknir hafa farið fram á svæðinu umhverfís Nes- stofu undanfarin ár og eru ennþá í gangi. Skýrslur sem gerðar hafa verið um niðurstöður sýna, að forn- leifar eru ekki taldar á umræddum svæðum. Gert er ráð fyrir að rúst- ir bæjarins Móakots verði óhreyfð- ar og grænt svæði næst þeim. Þrátt fyrir þessar niðurstöður úr fornleifarannsóknum er lögð áherzla á, að aðgát verði höfð í framkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.