Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fKbontgmM$Atb 1996 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER BLAÐ c Velkomin í hópinn Morgunblaðið/Kristinn ISLAND og Þýskaland leika fyrrl lelk sinn um laust sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á Laugardalsvelli í kvöld kl. 20.00. Þýska liðið er núverandl Evrópumeistari og silfurhafi frá síðustu helmsmelstarakeppnl. Vanda Sigurgeirsdóttlr, fyrlrllðl íslenska liðsins, og Guðrún Sœmundsdóttir eru lelkreyndastar í íslenska lands- IIAinu. Vanda tiefur leiklð 35 leikl og Guðrún 34. Hér halda þær á eina nýllðanum í hópnum, Söru Smart úr KR. Spennandi verkefni / C4 Einar gerðiöll þrjú EINAR Brekkan, sem leikur knattspyrnu með sænska lið- inu Síríus í norðurhluta fyrstu deildarinnar þar í landí, var heldur betur í sviðsíjósinu um helgina. Þá tóku Einar og félagar á mðti Luleá og- sigruðu nokkuð ör- ugglega 3:0. Staðan í Ieikhléi var 0:0 en í síðari hálfleik gerði Einar sér lítð fyrir og skoraði ðll þrjú mörkin og á aðeins tíu mínútna kafla. Það fyrsta á 55. minútu, næsta tveimur mínútum síðar og síðasta markið á 65. mínútu. IÞROTTAHREYFINGIN Guðmundur Bragason semur við BJC Hamborg GUÐMUNDU R Bragason, fyrirliði íslandsmeist- ara Gríndavikur, skrífar í dag undir samning við þýska 1. deildarliðið BJC Hamborg. Samning- urinn gildir út maí og því ljóst að Guðmundur mun leika með félaginu i vetur. Liðið er eina körfuknattleiksliðið í Hamborg. í liðinu er Rússi og ætlar það sér stóra hluti í vetur og stefnir ótrautt að sæti í úrvaisdeildinni að ári. Guðmundur hefur veríð á nokkru flakki und- anfarnar vikur. Hann fór til Lundúna þar sem hann æfði með London Towers, fór með liðinu í æfingaferð til ítaliu en hætti síðan við að skrifa undir samning sem honum var boðinn. Eftir þetta fór Guðmundur til Belgíu og skoðaði aðstæður hjá þarlendu félagi en hélt þaðan til Þýskalands. Honum var einnig boðið að skoða aðstæður hjá félögum á Spáni og í Portúgal en ákvað í gær að taka tilboði þýska liðsins. Stefanía Jónsdóttir, eiginkona Guðmundar, heldur utan í næstu viku og ljóst er að hún mun ekki leika með Gr indavíkurlið inu í vetur, en hún hefur verið fyrirliði þess undanfarin ár. Dagur og Ólafur verða báðir með gegn Dönum DAGUR Sígurðsson og Ólai'ur Stefánsson, lands- liðsmenn i handknattleik, sem leika með Wupper- tal, leika með landsliðinu gegn Dönum i siðasta leik íslands i undankeppni HM í Danmörku 1. desember. Wuppertal leikur sama dag gegn Flensburg í 2. deildar kcppninni í Þýskalandi. Örn Magnússon, framkvæmdastjóri Handknattleiks- sambands íslands, sagði að sambandið hefði ekki samþykkt félagaskipti leikmanna í Þýskalandi, nema ákvæði í þeim væri um að leikmenn gætu leikið með landsliðinu i undankeppni HM. Eins og komið hefur fram þá leikur ísland í riðli með Grikklandi, Danmörku og Eistlandi. Sigurvegar- inn í riðlinum kemst til Japans, þar sem HM fer fíram 1997. Til stóð að leika báða luikina við Grikki hér á landi og var það fastmælum bunið á fundi forráðamanna handknattleikssamband- iinna á fundi IHF á Ólympíuleikunum i Atlanta. Á döguuum bárust síðanboð frá gríska samband- inu um að Grikkir ætluðu sér að leika sína Ieiki heima og að heiman. Fyrri leikurinn við Grikki veðrur því miðvikudaginn 2. október, Iíklcga í K A-húsinu á Akureyri, og síðari leikurinn í Aþenu sunnudaginn 6. október. Líklegl er að báðir leik- irnir við Eista verði hér á landi. Drög að sameiningu íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar íslands ÍBR vill breytingar Tillögur viðræðunefndar íþrótta- sambands íslands og Ólympíu- nefndar Islands um sameiningu féllu í grýttan jarðveg á formannafundi íþróttabandalags Reykjavíkur í fyrrakvöld. Að sögn Reynis Ragn- arssonar, formanns ÍBR, komust fundarmenn ekki að ákveðinni nið- urstöðu í málinu en skipuð var þriggja manna nefnd sem á að fara í gegnum framkomnar tillögur og koma síðan með ábendingar á for- mannafund ÍBR í næstu viku. For- menn nokkurra fjölmennustu hér- aðssambanda og íþróttabandalaga hittust einnig á fundi sl. sunnudag vegna sama máls og þar var ákveð- ið að menn kynntu sér betur allar framkomnar tillögur varðandi sam- einingu og ræddu þær nánar á fundi um miðjan október. Viðræðunefndin hefur lagt fram ákveðin drög að lögum nýrra sam- taka og hafa þau verið send til þeirra sem hlut eiga að máli til að viðkom- andi geti gert athugasemdir og ósk- að eftir breytingum áður en tillög- urnar verða lagðar fyrir íþróttaþing í lok október og aðalfund Ólympíu- nefndar í janúar nk. Reynir sagði við Morgunblaðið að að tillögur frá viðræðunefndinni og hugmyndir Tryggva Geirssonar, sem greint var frá í Morgunblaðinu fyrir helgi, ásamt framkomnum athuga- semdum og öðrum upplýsingum hefðu verið lagðar fram á fundinum á sunnudag en menn hefðu greini- lega ekki kynnt sér málið nógu vel til að taka beina afstöðu. Ýmis atr- iði í drögum viðræðunefndar hefðu samt farið fyrir brjóstið á fundar- mönnum og vildu þeir skoða tillög- urnar betur áður en afstaða yrði tekin. Á sambandstjórnarfundi ÍSÍ í apríl sem leið sagði Reynir ma. að á fund- w- ÍBR um málið hefði komið fram :'ð -ameining í einhverju formi væri •< -sileg en hann sagði að allt annað hciði verið upp á teningnum í fyrra- kvöld. „Fundurinn komst ekki að ákveðinni niðurstöðu en það sem kom á óvart var að menn eru greini- lega ekki tilbúnir til að sameinast á þeim forsendum sem liggja fyrir." HANDKNATTLEIKUR: FRAM GÆTIALLRA LIÐA MEST Á ÓVART / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.