Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER 1996 C 3 HAIVIDKNATTLEIKUR HANDKIMATTLEIKUR ÚRSLIT Knattspyrna Spánn Real Betis - Real Madrid........1:1 ■Real Betis skaust á toppinn með sjö st-'c;, eins og Barcelona, Real Sociedad og Rm - r Santander, en með betri markatölu. Þýskaland 1. deild: Karlsruhe - Stuttgart...........0:2 - Berthold (11.), Elber (86.). 33.500. Staða efstu liða: Stuttgart............6 5 1 0 17:2 16 Bayern Munchen .....6 4 2 0 13:5 14 Dortmund............6 4 11 14:7 13 Leverkusen...........6 4 0 2 13:8 12 Köln.................6 4 0 2 11:7 12 WerderBremen........6 3 12 13:7 10 Karlsruhe...........6 3 12 11:8 10 Bikarkeppnin: Oldenburg - Werder Bremen 1:2 England Deildarbikarkeppni, fyrri leikir í annari umferð: 1:1 1:2 1:3 4:1 1:1 1:1 Lincoln - Manchester City 4:1 1:0 2:2 Port Vale - Carlisle 1:0 1:1 0:2 2:1 ... 0:2 2. deild: Wrexham - Bristol Rovers 1:0 Skotland Deildarbikarinn, 8-liða úrslit: Dundee - Aberdeen 2:1 2:0 Hearts - Celtic 1:0 ■Eftir framlengingu. Rangers og Hibemian leika í kvöld. Amersíksur fótbolti NFL-deildin 24:6 Chicago - Minnesota ..20:14 Cincinnati - New Orleans „15:30 Green Bay - San Diego ..10:42 Houston - Baltimore „13:29 ..27:36 New England - Arizona ....0:31 Philadelphia - Detroit „17:24 ..25:24 NY Giants - Washington „31:10 Oakland - Jacksonville ....3:17 Seattle - Kansas City „35:17 Denver - Tampa Bay „23:27 Karate Bikarmót KAÍ Bikarmót Karatesambands íslands, hið þriðja af flórum, fór fram i Fylkishöllinni í Árbæ um helgina. Keppt var í einum flokki karla og voru úrslit þessi: 1. Ingólfur Snorrason, UMFS 2. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri 3. Ólafur Nielsen, Þórshamri Handknattleikur Stjarnan meistari Stjaman úr Garðabæ sigraði um helgina Hauka, 23:20, í úrslitum Opna Reykjavíkur- mótisns í handknattleik kvenna. KR varð í þriðja sæti, vann FH i leik um þriðja sætið. Skvass Níu íslendingar taka þátt í Evrópukeppni smáþjóða í skvassi, sem hefst í Búdapest í Ungveijalandi í dag. Hjálmar Bjömsson, Jón Auðunn Sigurbergsson, Kim Magnús Nielsen, Magnús Helgason og Sigurður G. Sveinsson skipa karlaliðið, Hrafnhildur Hreinsdóttir, Elín Blöndai, Ásta Ólafsdóttir og Rósamunda Baldursdóttir kvennaliðið. SJONVARP Stöð 3 sýnir þýskan hand- knattleik STÖÐ 3 mun í vetur sýna leiki úr þýska handknattleiknum á miðviku- dagskvöldum kl. 24. Þá verða sýnd- ir leikir sem eru í beinnt útsendingu í Þýskalandi fyrr um kvöldið. í kvöld verður sýnt frá viðureign Magde- burgar og Grosswallstadt. Atli Hilmarsson, fyrrum leikmaður í Þýskalandi, lýsir. í kvöld Knattspyrna EM kvennaiandsliða: Laugardalsv. ísland - Þýskal. ...kl. 20 Handknattleikur \. deild karla kl. 20.00: Asgarður: Stjaman - {R Framhús: Fram - HK Strandgata: Haukar - KA Selfoss: Selfoss - Afturelding Valsheimili: Valur - FH Vestm’eyjar: ÍBV - Grótta Fram gæti komið allra liða mest á óvart í deildinni íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld með heiiii umferð í 1. deild karla. Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálf- arí, fjallar um handknattleik í Morgunblaðinu í vetur og heldur hér áfram að spá í spilin, þar sem frá var horfíð í blaðinu á föstudag. Forráðamenn 1. deildarliðanna, þjálfarar og fyrirliðar eru sammála Jóhanni Inga í stórum dráttum. í blaðinu á föstudag spáði hann því að Afturelding, Haukar og KA myndu betjast um Islands- meistaratitilinn og niðurstaðan í árlegri spá fyrrnefndra manna er sú sama. Fjallað var um þessi þrjú lið fyrir helgi hér í blaðinu. Jóhann Ingi skipti liðunum í þijá flokka, þau þijú fyrrnefndu eru best að hans mati, í næsta styrkleikaflokki eru Valur, Fram, Stjarnan, ÍBV og FH og í þriðja hópi ÍR, Grótta, Selfoss og HK. Hann telur reyndar ekki mikinn mun á liðum í öðrum og þriðja hópi og segir tilfærslur auðveld- lega geta átt sér stað á milli þeirra hópa. Millibilsár hjá Val Það gefur auga leið að þetta verður millibilsvetur hjá Val. Gríð- arlegar breytingar hafa orðið hjá liðinu, ijórir lykilmenn hafa horfið á braut, allt hávaxnir leikmenn sem þýðir í reynd að liðið verður að breyta um varnarleik, eins og sást reyndar í undirbúningsleikjun- um. Valur er þekktur fyrir sænsku 6-0 vörnina, en nú eru Valsmenn farnir að spila vörnina framar, svokallaða 3-2-1 eða 5-1 vöm. Þeir hafa einfaldlega ekki nógu hávaxna leikmenn til að halda sig við þá flötu. Mér finnst reyndar allt of mörg lið einblína á að leika eingöngu flata vörn, við sáum til dæmis í HM hér heima í fyrra að lið skiptu mikið um varnaraðferð í leikjum. Þegar vörn er leikin framarlega býður það upp á margt skemmtilegt, t.d. meiri möguleika á hraðaupphlaupum. Vörn eins og Valsmenn hafa verið að beita und- anfarið miðast við að loka sem mest á skyttur en á móti kemur að lið fá þá fleiri mörk á sig af línu og úr hornum. Þar opnast meira en áður. Valsmenn era með einn besta, ef ekki besta, markvörð landsins og það á eftir að vega EYJAMENN eru mjög óhressir með ummæli þau sem koma fram í nýjustu leikskrá Lengjunnar, en þar segir að leikur ÍBV og LA sé ekki á lengjunni þar sem leikmenn ÍBV lia.fi sagt að „best væri að tapa fyrir IÁ til að komast í Evr- ópukeppnina." Jóhannes Ólafs- son, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann ætlaði með málið alla leið. „Eftir að ég ræddi við stjórnarformann ís- mjög þungt. Svo virðist sem Valsmenn nái alltaf að byggja upp lið fljótlega, eins og t.d. fyrir nokkrum árum er þeir komust ekki í úrslitakeppn- ina. Svo verður eflaust einnig nú, því þeir virðast eiga mjög efnilega stráka þannig að það er eins gott fyrir hin liðin að nýta þennan vet- ur vel, og þann næsta, því það tekur varla lengri tíma fyrir Vals- menn að komast aftur á toppinn. Strákarnir hjá Val alast upp við það - eins og fótboltamenn á Skaganum - að vera í toppbar- áttu, og að eiga að vera í toppbar- áttu. Þekkja ekkert nema að vera bestir og hugarfar þeirra er því annað og sjálfstraustið meira en hjá mörgum jafnöldrum. Og ekki má gleyma því að þótt nokkrir séu farnir eru seigir leik- menn eftir í liðinu, eins og Jón Kristjánsson og Skúli Gunnsteins- son, svo og einn vanmetnasti leik- maður landsins, Ingi Rafn Jónsson, sem fær kannski loksins það tæki- færi sem margir telja að hann hafi átt að fá fyrir löngu. Það verð- ur gaman að sjá hvort hann veldur hlutverki leikstjórnanda hjá Val, en Ingi Rafn er mjög klókur og útsjónarsamur leikmaður. Efnilegir, en ... í mörg ár hefur verið sagt að hausti að nú væri runninn upp vetur Stjörnumanna, en liðið hefur aldrei staðið undir væntingum, al- veg sama hve margir góðir leik- menn hafa flust í Garðabæinn. Stjörnumenn hafa aldrei náð að mynda nógu öfluga liðsheild. Ein- staklingarnir hafa verið góðir en einhverra hluta vegna hafa þeir ekki náð að uppskera eins og efni stóðu til. Nú eru mjög breyttar forsendur hjá Stjörnunni, margir góðir leik- menn eru farnir, m.a. Sigurður Bjarnason og Magnús Sigurðsson en sérstaklega má reikna með að liðið sakni Rússans Dmitri Filipov. Á móti hafa Garðbæingar fengið Ienskra getrauna, Árna Þór Árna- son, er ég ákveðinn í að fá þessi orð dæmd dauð og ómerk. Eg hef þegar talað við lögfræðing og við ætlum með málið alla leið. Ég er svo reiður að ég á ekki orð,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að sér hefði algjörlega blöskrað þegar stjórn- arformaðurinn hefði bent honum á að Lengjan hefði þegar náð ti- lætluðum árangri því salan hefði stóraukist vegna þessarar um- ræðu. íjóra leikmenn úr smiðju KR-inga og síðan er einn marksæknasti leikmaður landsins, Valdimar Grímsson, orðinn leikmaður og þjálfari með liðinu. Hann einn mun sjá til þess að þeir skori nóg af mörkum en spurningin er hve mörg skot hann þurfi til þess! I ár má segja að mikiu minni vænt- ingar séu til Stjörnumanna en oft áður og spennandi að sjá hvort það sé hugsanlega sá farvegur sem þeim líður best í. Helsti ókostur Stjörnunnar gegnum árin er að erfiðlega hefur gengið að byggja áhorfendagrunn til að styðja liðið, og því ekki tek- ist að búa til „sterkan“ heimavöll þar sem liðið er hvatt vel áfram. í liðinu eru tveir leikmenn sem hafa valdið mér gríðarlegum von- brigðum. Annar er Konráð Olav- son, sem ég taldi á sínum tíma - þegar ég þjálfaði hann í KR - einn efnilegasta handboltamann lands- ins. Konráð ætti, undir öllum eðli- legum kringumstæðum, að vera leikmaður númer eitt í vinstra horni landsliðsins; hann minnti mig mjög á þýska landsliðsmanninn Jochen Fraatz - getur skotið fyrir utan, er sterkur einn gegn einum og góður hraðaupphlaupsmaður, auk þess að vera afbragðs horna- maður. Hann hefur sem sagt allt til að bera, en eitthvað hefur brugðist. Líklega eru einhveijir skapbrestir í honum sem gera það að verkum að hann hefur ekki náð lengra. Mér finnst hann eiga það til að gera hlutina allt of flókna. Konráð er leikmaður sem á að skora að meðaltali fimm mörk í leik og vonandi, hans vegna og Stjörnunnar, vaknar hann aftur til lífsins. Hinn leikmaðurinn sem ég á við, Hilmar Þórlindsson, var fyrir tveimur til þremur árum talinn ein efnilegasta skytta landsins. Hann hefur hæðina og skotkr'aftinn til að bera til að ná mjög langt í þess- ari íþróttagrein, en virðist vera afskaplega illa þjálfaður. Hilmar minnir mig helst á mann sem kom- inn er á fertugsaldur og ég get því ekki dregið aðra ályktun en þá að hann sé húðlatur. Áóvart Á hveiju ári koma einhver lið mjög á óvart, bæði með því að ná lengra en reiknað er með og eins valda einhver lið vonbrigðum; eru lakari en spáð er. Fram á að geta orðið eitt af spútnik-liðunum í vet- ur. Framarar eru reyndar nýliðar og oft er ekki reiknað með meiru en að þau lið halda sæti sínu, en Fram hefur fengið til sín eina sjö nýja leikmenn, hefur skapað góða umgjörð í Safamýrinni og auk þess er handboltahefðin mikil í félaginu frá fomu fari. Það sem ýtir undir þessa skoðun mína, að Fram geti staðið sig vel, er að félagið er með einn fremsta þálfara landsins, Guðmund Guð- mundsson, sem ég hef persónulega gríðarlega mikla trú á því mér finnst hann hafa metnað og vinna skipulega. Auk þess eru Framarar með mjög sterkan erlendan leik- mann, þar sem er rússneski línu- maðurinn þeirra, Oleg Titov. Hon- um bregst varla bogalistin í færi fái hann boltann á línuna auk þess sem hann er góður vamarmaður. Framarar hafa því alla burði til að koma á óvart í vetur. Þeir geta sennilega unnið hvaða lið sem er KNATTSPYRNA ÍBV vændir um óheiðarleika á Lengjunni Evjamenn æfir Aftureldingu spáð sigri í l.deild AFTURELDING úr Mosfellsbæ verður íslandsmeistari í hand- knattleik karla ef marka má spá forráðamanna liðanna í deildinni. Eins og undanfarin ár spáðu for- ráðamenn liðanna um lokastöðuna í handknattleiknum á árlegum blaðamannafundi sem haldinn var í fyrradag. Hvert félag fékk tvo atkvæða- seðla og því voru alls voru 216 atkvæði í pottinum og hlaut Aftur- elding 208 stig í fyrsta sætið. Haukar eigá að verða í öðru sæti með 183 stig, þá KA með 179 stig, Valur með 147, Stjarnan með 124, Fram hlaut 118 stig í sjötta sæti, FH 114 í það sjöunda og síðasta lið í úrslitakeppnina verður ÍBV með 110 stig. Grótta og Sel- foss hlutu bæði 63 stig í 9. til 10. sæti og liðin sem falla verða HK, sem hlaut 44 stig, og ÍR, sem fékk 40 stig. en sennilega líka tapað á móti hvaða liði sem er. Gleymdist uppbyggingin? Lið FH hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit undanfarin ár og það kemur mörgum á óvart því það er eitt alfræg- asta handboltalið landsins í gegnum árin. Svo virðist sem FH-ingar hafí gleymt sér í uppbyggingu yngri leik- manna því varla hafa sést sterkir, efni- legir leikmenn þar á bæ ansi lengi- Þeir ætla greinilega að nota blandað lið í vetur, gefa þeim ungu, sem eru nú að koma upp, tækifæri og svo eru Guð- jón Árnason og Gunnar Beinteinsson fyrir, svo einhveijir séu nefndir. Ljóst er að FH-ingar eru ekki á flæði- skeri staddir hvað markvörslu varðar, og það kom reyndar á óvart að þeir skyldu bæta við sig markverði. Það sem liðið vantar fyrst og fremst eru skyttur. FH-ingar eru alltaf skeinuhættir og munu örugglega reyna að byggja á góðum varnarleik og hraðaupphlaupum, en hraður handbolti hefur einmitt verið vörumerki þeirra í gegnum árin. Það fer þeim best að leika þannig. En ég held að FH-ingar verði að sætta sig það í vetur að vera „litli bróðir“ í Hafnar- firðinum. Guðjón Árnason er einn af þessum „gömlu refum“ í íslenskum handbolta. Það hefur loðað við hann að geta leikið eins og sá sem valdið hefur en dottið niður þess á mili - sérstaklega virðist hann ótrúlega oft meiddur þegar á móti blæs, en Guðjón er þessu liði mikil- vægari en nokkru sinni fyrr þannig að hann þarf að leika sem flesta leiki í vetur. Óstjórnleg leikgleði Lið Vestmannaeyinga kom verulega á óvart á Opna Reykjavíkurmótinu á dögunum. Eyjamenn voru frískastir allra og það sem einkenndi þá umfram önnur lið var óstjómleg leikgleði sem skilaði þeim góða árangri sem þeir náðu á mótinu. Liðið barðist fyrir tilverurétti sínum í fyrravetur en leikmenn ættu nú að vera reyndari og þroskaðri. Bar- áttugleðin, sem hefur alltaf einkennt öll lið Eyjamenna í íþróttum, er greini- lega til staðar og auk þess þykir liðum erfitt að fara til Eyja og leika þar. Heimavöllurinn þykir góður. Sérstaka athygli mína vöktu Gunnar Berg Vikt- orsson og Arnar Pétursson, sem verið hafa í unglingalandsliðunum og virðast mjög liprir leikmenn. Auk þess er Svaf- ar góður á línunni, en það sem ég held að muni styrkja liðsheildina hjá þeim mest er að Guðfinnur Kristmannsson sneri til baka og virðist binda þessa stráka mjög vel saman. Svo má náttúr- lega ekki gleyma að Eyjamenn eru með einn mesta stuðmarkvörð landsins í herbúðum sínum. Þegar Sigmar Þröstur Oskarsson kemst í stuð virðist ekki hægt að koma boltanum fram hjá hon- um en þess á milli lekur allt inn. Því er það mikilvæg spurning hvernig hann leikur í vetur. Því má svo auðvitað ekki gleyma að „Tobbi heimsfrægi", eins og Þorbergur Áðalsteinsson var gjarnan kallaður, þjálfar Eyjamenn og virðist hafa mjög gott lag á að ná því besta út úr hópnum og hafa mjög gaman af þessu uppbygg- ingarstarfi í Vestmannaeyjum. Það sem helst gæti háð Eyjamönnum er að of mikið rigndi upp í nefið á þeim; að þeir yrðu of sjálfumglaðir of fljótt og hvort þeir muni stunda hið ljúfa líf of mikið. I íþróttunum verður að ganga hægt um gleðinnar dyr. Sigurðurengum líkur HK hefur verið jó-jó lið í handboltan- um síðustu ár, hefur komið upp og farið jafnharðan niður aftur. Það hefur ekki skilað sér þó liðið hafi fengið góða leik- menn eins og Michal Tonar og Hans Guðmundsson, svo dæmi séu nefnd. Nú er spilandi þjálfari HK-liðsins einn mesti „refur“ handboltasögunnar, Sigurður Sveinsson, sem er engum líkur þegar sá gállinn er á honum. Gríðarleg barátta hefur alltaf einkennt HK en oft á tíðum hefur liðið leikið hálfgerðan svefnhand- bolta. Liðið á örugglega eftir að hala inn nokkur stig í vetur en ég vona, og held, að Sigurður muni sjá til þess að áhorf- endur sofni ekki á leikjunum. En það er augljóst að liðið verður að beijast hraustlega fyrir því að halda sæti sínu í deildinni. Óhefðbundnar leiðir Grótta kom líklega allra liða mest á óvart á síðasta keppnistímabili. Fáir reiknuðu með einhvetju af hálfu Seltirn- inga þá, en þeir gerðu sér lítið fyrir og komust í úrslitakeppnina. Farnar hafa verið óhefðbundnar leiðir í þjálfun Gróttuliðsins, æfingar hafa farið fram á nóttunni (!) og leikmenn getað verið heima hjá fjölskyldum sínum á kvöldin og svo virðist sem það hafi skilað sér. Gauti Grétarsson er mjög góður í að byggja upp líkamlegt atgervi manna en reynslan sýnir að lið sem kemur upp og stendur sig vel lendir oft í erfiðleikum á öðru ári í deildinni. Ef Gróttumenn halda að það sem þeir gerðu í fyrra muni eitthvað hjálpa þeim í vetur hafa þeir rangt fyrir sér og þeir þurfa örugg- lega að hafa miklu meira fyrir því nú að ná sama árangri og á síðasta keppnis- tímabili. Það sem helst skortir í lið Gróttu er meiri breidd, liðið byggist mjög á markvörslu Sigtryggs Albertssonar, sem í fyrra var einn besti markvörður deildar- inar, og síðan á útsjónarsemi og harð- fylgni Júrís Sadowskís, Rússans í liðinu, sem er afskaplega lipur og skemmtilegur leikmaður. Einnig er mikilvægt að Ró- bert Rafnsson bæti sig. Hann hefur ekki fundið sig nægilega vel sem leikmaður í nokkur ár. Stöðnun ÍR hefur verið með miðlungslið und- anfarin ár. Ekki er langt síðan ÍR-ingar komu verulega á óvart með því að kom- Morgunblaðið/Golli RÚSSIIMN Oleg Titow er mjög góður línumaður og sterkur í vörnlnni. Hann mun því nýtast Frömurum vel í baráttunni sem framundan ast .í undanúrslit íslandsmótsins en hafa ekki náð að fylgja því eft- ir. Frá síðasta tímabili hafa þeir misst Magnús markvörð þannig að tímabilið í vetur verður stremb- ið fyrir þá. Þeir eru þó með þokka- lega blöndu af eldri og yngri leik- mönnum, helst ber að nefna Ólaf Gylfason sem er mjög reyndur en hefur svolítið staðnað síðustu ár og svo eiga þeir töluvert af yngri leikmönnum sem eru nokkuð öflugir, t.d. hornamaðurinn Njörð- ur Arnason og eins þeirra efnileg- asti leikmaður, miðjuspilarinn Ragnar Óskarsson. Það verður gaman að fylgjast með honum og öðrum þeim yngri sem eru að koma upp, en skv. öllu verða ÍR-ingar að beijast fyrir tilverurétti sínum í vetur. Blóðtaka Lið Selfoss varð fyrir mikilli blóðtöku þegar Einar Gunnar Sig- urðsson hvarf á braut ásamt Sigur- jóni Bjarnasyni, þannig að veturinn er í 1. deildinni. verður mjög erfiður hjá Selfyssing- um. Þeir verða að reyna að byggja upp nýtt lið því fleiri breytingar verða en brotthvarf Einars og Sig- uijóns. Grímur Hergeirsson verður ekki með og blikur era á lofti um að liðið veikist enn frekar. Að vísu kom Sigfús Sigurðsson línumaður úr Val, allir eru sammála um að hann hafi verið einn efnilegasti línumaður landsins og þó víðar væri leitað, en ég held að það sé spurning hvort hann hafi persónu- þroska til að vinna sig upp í það að verða góður leikmaður - hef stundum á tilfinningunni að hann sé af svokallaðri Cocoa Puffs-kyn- slóð. Selfyssingar fá alltaf góðan stuðning á heimavelli, það mun fleyta þeim eitthvað áfram og verða afskaplega mikilvægt í botn- baráttunni. Auk þess eru þeir með reyndan þjálfara, Guðmund Karls- son, sem hefur sýnt og sannað að hann getur oft búið til þokkaleg- ustu steik úr kjötfarsi. Morgunblaðið/Golli GUÐFINNUR Kristmannsson verður ÍBV mikilvægur. Hér er hann í vörn gegn Einari Einarssyni i Stjörnunni. Tímataka alltaf stöðvuð við vítakast NOKKRAR breytingar á leikreglum munu ganga í gildi á þessu leiktímabili. Dómarar skulu nú stöðva timatöku þegar vítakast er dæmt. Leikmenn mega kasta sér á bolta sem liggur á gólfinu eða rúllar eftir því og í þriðja lagi er aðeins heimilt að veita leik- hlé fari boltinn aftur fyrir endalínu, i markið eða aftur fyrir það. Lið getur ekki afturkallað beiðni um leikhlé eftir að hafa beðið um það. Fulltrúar þriggja félaga mættu ekki ÞAÐ vakti óneitanlega athygli að á blaðamannafundi KSÍ í fyrra- dag var enginn fulltrúi frá þremur félögum, KA, ÍBV og Stjörn- unni. Fulltrúar þessarra félaga tóku því ekki þátt í að spá um úrslit deildarinnar. Heil umferð fer fram á milli jóla og nýárs SÚ nýbreytni verður á niðurröðun leikja í 1. deild karla í ár að ein umferð verður á milii jóla og nýárs, föstudaginn 27. desem- ber. Tveimur dögum síðar, sunnudaginn 29. desember og daginn eftir, mánudaginn 30. desember, verða leikir í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Mánuður á milli riðla- og úrslitakeppninnar HEILL mánuður líður fráþví riðlakeppninni í 1. deild lýkur, miðvkudaginn 19. mars, og þar til úrslitakeppnin hefst, laugardag- inn 19. apríl. Bikarkeppnin verður í gangi og einnig eru leikir f Evrópukeppninni auk þess sem tveir landsleikir eru á dag- skránni. Verði úrslitarimman fimm leikir verða íslandsmeistarar krýndir þriðjudaginn 29. apríl. Valur hefur oftast orðið íslandsmeistari fSLANDSMÓTIÐ sem hefstí dager það 58. í röðinni. Valur hefur oftast orðið íslandsmeistari, 19 sinnum og FH-ingar 15 sinn- um. Fram hefur átta sinnum hampað bikamum, Víkingar sjö sinn- um og Armenningar fímm sinnum. Haukar, ÍR og KR hafa hvert um sig sigrað einu sinni. FIMLEIKAR ÞESSAR stúlkur fóru tll Belfast. Bryndís Guðmundsdóttir, dómarl og fararstjóri, er lengst til vinstri og síðan koma Elín Gunnlaugsdóttir, Lilja Erla Jónsdóttir, Jóhanna Sig- mundsdóttir og Bergllnd Pétursdóttir þjálfari. Elín í þriðja sæti í stökki ijár stúlkur, Elín Gunnlaugs- dóttir, Lilja Erla Jónsdóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir sem allar eru í Fimleikadeild Ármanns, tóku um helgina þátt í móti í áhaldafim- leikum í Belfast og var bæði keppt í liðakeppni og einstaklingskeppni. Stúlkurnar urðu í fjórða sæti í liða- keppninni, Walesbúar sigruðu, Norðmenn urðu í öðru sæti, Norð- ur-írar í því þriðja og ísland hreppti fjórða sætið. Skotar urðu í fimmta sæti og írar ráku lestina. Jóhanna náði bestum árangri í einstaklingskeppninni, varð í 8. til 9. sæti af 26 keppendum. Elín varð í 12. sæti en hún náði bronsverð- launum í stökki, og Lilja varð í 18. sæti. Ferð þessi er undirbúningur fyrir keppnina á Smáþjóðaleikunum hér heima næsta vor, en þá verður í fyrsta sinn keppt í fimleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.