Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA „Mistök dómara eru mikill höfuðverkur" JAVIER Clemente, landsliðs- þjálfari Spánverja, sagði í gær á ráðstefnu landsliðsþjálfara í Evrópu, sem fer fram í Kaup- mannahöfn, að mesti höfuð- verkurinn í aðþjóðlegri knatt- spyrnu séu mistök dómara. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari Islands og Gústaf Björnsson, aðstoðarþjálfari hans, eru á ráð- stefnunni. „Það eru allir sammála um að dómarareglunar séu góðar, ef dæmt er eftir þeim. Það var mik- ið rætt um að aðeins fjögur mörk voru skoruð í Evrópukeppninni, eftir auka- og hornspyrnur. Astæðan fyr- ir því var sögð, að leikmenn væru ekki orðnir svo góðir að koma í veg fyrir að mörk væru skoruð, heldur væru varnarmennirnir ólöglegir þeg- ar þeir kæmu í veg fyrir að andstæð- ingurinn næði að skora,“ sagði Logi Ólafsson. Logi sagði að Emlyn Hughes, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefði bent á eitt atriði og spurði hvort menn hefðu orðið vitni að því að dómari dæmdi vítaspyrnu á brot innan vítateigs, eftir horn- spyrnu? Myndu ekki margir eftir því, ef aftur á móti segðu menn að yfirleitt væri dæmt á sóknarleikmanninn. Þá kom fram, að dómarar dæmdu ekki vítaspyrnu, nema að allir á vell- inum sjái um að vítaspyrnu hafi verið um að ræða,“ sagði Logi. Margir kunnir þjálfarar héldu fyr- irlestra, eins og Berti Vogts, þjálfari Þýskalands, og Arrigo Sacchi, þjálf- ari Ítalíu. Þá tók einn þjálfari fyrir hvern riðil í EM, í þeim hópi voru til dæmis Tommy Svensson, Svíþjóð, og Bob Hougson, fyrrum landsliðs- þjálfari Sviss. „Mistök dómara eru mikill höfuð- verkur. Við viljum fá fullkomna dóm- ara, en hvar eru þeir,“ spurði Cle- mente og tók fyrir dæmi í Evrópu- keppni landsliða í Englandi; eins og þegar löglegt mark Spánvetjans Julio Salinas í leik gegn Englandi var ekki dæmt og þegar vítaspyrna var dæmd á Þjóðvetja í úrslitaleikn- um gegn Tékkum, á brot sem var fyrir utan vítateig. Clemente sagðist ekki vera hlið- hollur þeim hugmyndum, að nýta tæknina með því að láta myndupp- töku stera úr um vafaatriði, þegar ljóst væri að dómari gerði mistök. „Þá tækni á ekki að notast við, því að hún myndi ganga af knattspyrn- unni dauðri. Það vill enginn missa skemmtileg augnablik úr leiknum, vegna þess að leikurinn yrði stöðv- aður til að skera út um vafaatriði." Logi sagði að landsliðsþjálfara væru sammála um að við breyting- una á meistaradeild Evrópu væri álagið orðið meira á leikmenn, þann- ig að landsliðsþjálfarar hefðu minni tíma til að kalla sína menn saman fyrir leiki og ættu í erfiðleikum með að fá þá lausa frá félagsliðum. Sacc- hi, þjálfari Ítalíu, kom með þá hug- mynd að landsliðsþjálfarar fengju að kalla sína menn saman í tvo mánuði á ári og á þeim tíma yrðu landsleikir leiknir," sagði Logi. Man. City fékk skell Leikmenn Manchester City töpuðu stórt í gærkvöldi fyrir 3. deildarl- iði Lincoln í fyrri leik liðanna í 2. umferð ensku bikarkeppninnar, 1:4. Uwe Rosler skoraði fyrir Manchester City, sem hefur ekki fagnað titli í Engíandi síðan 1976, eftir aðeins íjór- ar mín., en Terry Fleming, Steve Holmes, Hollendingurinn Gilbert Bos og Jon Whitney svöruðu fyrir Lincoln. Michael Holt, sem fékk fijálsá sölu frá Blackburn, skoraði sitt fyrsta mark á keppnisferlinum - jafnaði, 1:1, fyrir Preston gegn Tottenham, Darren Anderton skoraði mark Lund- únaliðsins. Leikmenn Blackburn fögn- uðu sínum fyrsta sigri í vetur - 2:1 Reuter THOMAS Rltter hjá Karslruhe var rekinn af lelkveili fyrir þetta brot á Elber hjá Stuttgart í gærkvöldi. gegn Brentford. Garry Flitcroft og Chris Sutton, sem skoraði sitt þriðja mark í jafnmörgum leikjum, skoruðu fyrir Blackburn, Nicky Forster skor- aði mark Brentford. Stuttgart á sigurbraut Stuttgart hélt sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi með því að leggja Karlsruhe að velli, 2:0. Thomas Bert- hold skoraði fyrst með skalla og síð- an bætti Brasilíumaðurinn Giovane Elber marki við. Glæsileg byijun Stuttgart, sem hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum og gert jafntefli á útivelli gegn meisturum Dortmund, verður líklega til þess að þjálfarinn Joaehim Löw verði fast- ráðinn í vikunni, hann tók við stjórn- inni af Rolf Fringer rétt fyrir keppn- istímabilið, þegar Fringer gerðist landsliðsþjálfari Sviss. Spennandi verkefni w Island og Þýskaland spila fyrri leik sinn um laust sæti í 8-liða úrsiit- um Evrópukeppninnar á Laugar- dalsvelli kl. 20 í kvöld. Kristinn Björnsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að leikurinn verði íslenska lið- inu erfiður því Þjóðveijar eru núver- andi Evrópumeistarar og silfurhafar úr síðustu heimsmeistarakeppni. „Þetta er spennandi verkefni, en krefjandi. Við gerum okkur grein fyrir því að þessir leikir verða erfið- ir. Við einbeitum okkur að því að komast sem best út úr þessum leikj- um. Við munum eiga undir högg að sækja og þetta snýst um það að fá sem hagstæðust úrslit," sagði Kristinn. Stúlkurnar æfðu á Val- bjarnarvelli í roki og rigningu í gær og þar mátti sjá að Kristinn mun leggja áherslu á varnarleik í kvöld. „Við förum ekki í bullandi sóknar- leik á móti liði eins og Þýskalandi, það er alveg á hreinu. Leikstíll ís- Ienska liðsins undanfarin ár hefur verið að leika mjög varfærnislegan fótbolta og reyna síðan að sækja hratt og nýta færin vel sem gefast. Við höfum lent í vandræðum þegar við höfum fært liðið fram á völlinn. Eins og á móti Rússlandi þegar við lentum einu marki undir reyndum við að spila hvassari leik síðustu tuttugu mínúturnar og fengum þá á okkur þijú mörk,“ sagði þjálfar- inn. íslenska liðið lék tvo æfinga- leiki við þýska liðið í Þýskalandi fyrr á þessu_ ári og töpuðust báðir; 8:0 og 3:0. „í þessum leikjum vorum við nánast í vörn allan leikinn og ég á ekki von á því að það breytist í leiknum hér á Laugardalsvelli. Við gerum okkur grein fyrir styrkleika þýska liðsins." Margrét Ólafsdóttir, einn besti leikmaður landsins úr Breiðabliki, er ekki í liðinu í kvöld. Hún fór í uppskurð í Danmörku þar sem hún lét fjarlægja fæðingarblett af hand- leggnum. Kristinn segir að hún verði búin að ná sér fyrir síðari leikinn ytra 29. september. Ástæðan fyrir því að Evrópumeistarnir sjálfir eru að leika um aukasætið eru sú þeir voru í sama riðli og heimsmeistarar Norðmanna, sem urðu í efsta sæti í riðlinum. Reynum að læða inn einu marki Vanda Sigurgeirsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins og leikur 36. landsleik sinn í kvöld. „Þetta verður mjög erfiður leikur. Við vitum að þetta verður varnarbarátta og við þurfum því að vera skynsamar og reyna að læða inn eins og einu rnarki," sagði Vanda. SEX Gróttumenn voru samtals dæmdir í 13 leikja bann af aganefnd KSÍ í gær, en leik- mönnum og þjálfara Gróttu var vísað af leikvelli á laugar- daginn. Gróttu var einnig gert að greiða 10.000 króna sekt vegna brottvísunar Sverris Herbertssonar þjálfara og 15.000 krónur í sekt vegna framkomu áhorfenda. Þrír Völsungar verða í banni í síðata leik félagsins á föstudaginn, en þá koma Borgnesingar í heimsókn til Húsavíkur. Þetta eru þeir Arnar Bragason, Ásmundur Arnarsson og Hallgrímur Guðmundsson. Hermann Hreiðarsson úr ÍBV verður f banni gegn fA á laugardaginn og Stefán Þór Þórðarson úr í A verður einnig í banni í þeim leik. Þá verður Gestur Gylfason úr Keflavík í banni þegar liðið heimsækir granna sína í Grindavík. Gor- an Micic úr Stjömunni leikur ekki með liði sínu gegn KR á laugardaginn. ■ DAVID O’Leary, fyrrum varn- armaður Arsenal og írska lands- liðsins, var í gær ráðinn aðstoðar- maður George Grahams, knatt- spyrnustjóra Leeds. Graham tók við Leeds 10. september. „Ég veit að ef ég þarf að bregða mér frá, til dæmis skoða leikmenn, get ég treyst O’Leary til að taka við á meðan. Hann veit nákvæmlega við hveiju ég býst af honum,“ sagði Graham. ■ O’LEARY er ekki alveg ókunn- ugur f herbúðum Leeds því hann lék 12 leiki með félaginu eftir að hann fékk fijálsa sölu frá Arsenal 1993. „Ég mun reyna að hjálpa George við að koma Leeds á þann stall sem félagið á skilið,“ ságði O’Leary. ■ BERNARD Lama, landsliðs- markvörður Frakka í liði Parísar St Germain, meiddist á hægra hné í síðasta deildarleik á móti Cannes um síðustu helgi og verður frá keppni í allt að tvo mánuði. Hann mun því missa af 11 deildarleikjum og jafnvel næstu Evrópuleikjum liðsins. Eins er talið ólíklegt að hann geti leikið með landsliðinu gegn Tyrkjum 9. október og eins á móti Dönum mánuði síðar. ■ LASSE Kjus, núverandi heims- bikarhafi í alpagreinum frá Nor- egi, hefur verið meiddur á hné og er reiknað með að hann verði ekki búinn að ná sér fyrir fyrsta heims- bikarmót vetrarins sem verður í Solden í Austurríki 26. október. ■ KENNY Smith, leikmaður Ho- uston Rockets í NBA-deildinni, er á leið til Detroit Pistons. Smith er 31 árs og hefur verið sex síðustu leiktímabil með Houston. Á síðasta tímabili gerði hann 8,5 stig að meðaltali í leik og átti 3,6 stoðsend- ingar. Hann lék áður með Sacra- mento Kings og Atlanta Hawks. ■ TONY Adams, fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins, lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í gærkvöldi, þegar hann lék með varaliði liðsins gegn utandeildarlið- inu Welling United. 800 áhorfend- ur sú leikinn, en síðast þegar hann lék, voru 80.000 áhorfendur á leik Englands og Þýskalands í EM á Wembley. Adams hefur átt við áfengisvandamál að stríða. ■ ADAMS hefur ekki leikið með Arsenal-liðinu síðan í janúar, eða eftir að hann fór í tvo uppskurði vegna meiðsla í hné.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.