Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 1
Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGAIMS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík Kuluspil NOTIÐ pappír sem er svona hérumbil einn metri á lengd, hálfur metri á breidd og / teiknið á hann strik eins og sýnt er á mynd- ( inni. Merkið hveija línu með tölustaf, einn til fimm eða jafnvel hærra ef strikin eru fleiri. Notið litla bolta, kúlur eða jafnvel kúlur úr álpappír, sem þið fáið í eldhús- skápnum með góðfúslegu leyfi húsráðenda. Leikurinn felst í því að leggja annan boltann (kúluna) á ónúmeraðan reit neðst< á örkinni. Standið í eins til tveggja metra B Qarlægð frá örkinni og kastið hinum boltan- um í þann sem er á ómerkta reitnum svo sá mjakist á númeraða reiti. ,, f ■ Hver þátttakandi má reyna , þrisvar sinnum og sá vinnur sem fær hæsta saman- lagða tölu. Skemmtið ykkur! Penna vinir Kæru Myndasögur Mogg- ans. Eg heiti Petra og mig lang- ar að eignast pennavini á aldr- inum 12-15 ára. Sjálf er ég 14 ára. Ahugamál mín eru margvísleg. Petra M. Pétursdóttir Fífumóa 3b 260 Njarðvík Mig langar til að eignast pennavinkonur á aldrinum 12-13 ára. Áhugamál: Bréfa- skriftir, sund, skátar og ferða- Björk Áskelsdóttir Heiðarbraut 25 230 Keflavík Hæ, hæ. Ég er 9 ára stelpa og óska eftir pennavinum, bæði strák- um og stelpum, á aldrinum 8-12 ára. Áhugamál mín eru: Dýr, bréfaskriftir, sund, hand- bolti og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Bless, bless. Emma D. Ágústsdóttir Efstalandi 24 108 Reykjavík Hæ, hæ. Ég er 13 ára stelpa og óska eftir pennavinum (helst strák- um) úti á landi. Áhugamál mín eru m.a.: Diskótek, góð tónlist, sætir strákar, sund og fleira. E.S.l Strákar, ekki vera feimnir við að skrifa. E.S.2 Svara öllum bréfum. E.S.3 Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Nú fór í verra, sendandi var svo upptekinn af að hvetja strákana til dáða, að hún gleymdi að setja nafnið sitt og heimilisfang með. Vertu nú fljót að bæta úr því, það er örugglega fullt af óþreyjufullum strákum, sem bíða bara og geta ekki neitt annað (í bili)! Risaeðlur Tyrannosaurus rex SIGURÐUR Hólm, 11 ára, í Laugarnesskóla, sendi þessa frábæru mynd og kveðjur með. Hann segir krakkana mega spreyta sig á að lita þessa mynd af risaeðlu, sem kemur út úr skóginum og allar litlu eðlurnar. Sigurður, hafðu kær- ar þakkir fyrir. Tyrannosaurus rex eða grameðla var tröllvaxin og stærst allra ráneðla. Hún er stærsta rándýr sem lifað hefur á þurru landi. Norður-Amerika voru heimkynni hennar fyrir 70 milljónum ára. Húr var 15 metra löng og 6 metra há. Hún var aðeins 8 tonn á þyngd! Tennurnar í henni voru allt að 20 sentimetrar á lengd. Senni- lega hefur hún ekki verið neinn spretthlaupari vegna hinnar miklu þyngdar sinnar - en hættuleg var hún. Framlimirn- ir voru svo smáir að hæpið er að þeir hafi verið til nokkurs gagns. PRENTSMIÐJA MORGUNBLA ÐSINS 1UR 18. SEPTEMBER 199h

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.