Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - Veðurstofan og Skíma með spár fyrir fjarlæg1 mið VEÐURSTOFA íslands hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða sérhæfðar spár fyrir skip á íjarlægum miðum. Spárnar eru unnar þannig að úr tölv- uspám er reiknuð vindátt, veðurhæð, lofthiti og loftþrýstingur allt að 6 sólarhringa fram í tímann. Niður- staðan er sett upp í töflu og reynt að þjappa henni saman eins og kost- ur er til að halda sendingarkostnaði í lágmarki. Spárnar eru reiknaðar og sendar einu sinni á sólarhring. Rétt er að taka fram að prófanir á tölvuspám gefa til kynna að spár um vind og lofthita geti vart talist marktækar lengur én þtjá sólar- hringa fram í tímann að jafnaði. Því ber að taka spánum fyrir síðari hluta tímabilsins með nokkrum fyr- irvara. Smugan, Reykjaneshryggur og Flæmingjagrunn Spár af þessu tagi má gera nán- ast fyrir hvaða hafsvæði sem er. Sem stendur eru spár gerðar reglulega fyrir Smuguna, svæði á Reykjanes- hrygg og Flæmingjagrunn. Auðvelt er að breyta svæðum og bæta við nýjum eftir þörfum notenda. Þjónusta á alnetinu og Inmarsat Skíma ehf. veitir fyrirtækjum og einstaklingum Alnets-þjónustu, tölvupóst-þjónustu og Inmarsat- þjónustu. I samstarfi við ýmis fyrir- tæki og stofnanir dreifir Skíma auk þess upplýsingum í tölvupósti. Veðurspám Veðurstofu íslands verður dreift til skipa í Inmarsat-C fjarskiptakerfinu. Þegar gengið hef- ur verið frá skráningu skipa í þjón- ustuna geta skipin stýrt upplýsinga- flæði með Inmarsat skeytum til Skímu. Með skeytasendingum geta skipin valið það spásvæði sem óskað er eftir spá fyrir, stöðvað áskrift að spá eða ræst nýja áskrift að spá fyrir tiltekið spásvæði. Veðurstofa íslands mun senda spár einu sinni á sólarhring fyrir hvert spásvæði. Ottast að fá ekki fisk frá Rússum NORÐMENN óttast, að þeir muni tapa í baráttunni um rússneska fiskinn á næstu árum. Yfirvöld í Rússlandi leggja æ meiri áherslu á að fiskurinn verði unninn innan- lands og tilraunir norskra fyrir- tækja til að koma sér fyrir í Rúss- landi hafa ekki gengið vel. Karlsoy í Troms og Vardo og Vadso í Finnmörk eru þau þrjú sveitarfélög í Noregi, sem eiga mest undir löndunum rússneskra togara. Á síðasta ári svaraði rúss- neskur fiskur til 40% af heildarverð- mæti allra sjávarafurða, sem þar voru unnar. Rússneskir stjórnmála- menn hafa hins vegar látið kollega sína í Noregi vita af því, að stefnt sé að vinna sem mest af fiskinum innanlands. Á árunum 1993-’95 flutti norska fiskvinnslan inn 395.000 tonn af fiski, aðallega þorski, fyrir rúmlega 24 milljarða ísl. kr. og það, sem af er þessu ári, er innflutningurinn 97.000 tonn. Er það 5% samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. West Fish-fyrirtækið í Álasundi hefur verið með á pijónunum áætl- anir um að fjárfesta fyrir 1,2 millj- arða ísl. kr. í nýrri fiskvinnslu á Svartnesi við Vardo en vegna óviss- unnar um Rússafiskinn er ekki víst, að af því verði. Tilraunirþessa fyrir- tækis og annarra til að fjárfesta í vinnslu í Rússlandi hafa heldur ekki gengið vel og segja talsmenn þeirra, að lög um starfsemi erlendra fyrir- tækja í Rússlandi séu svo loðin og laus í reipunum, að ekki sé hægt að búa við það. Heldur Grænlendinga og íslendinga en Norðmenn Hagbart Nilsen hjá fyrirtækinu Nils H. Nilsen í Bátsfirði hefur sömu sögu að segja en tilraunir hans til að eignast hlut í flaka- vinnslu í Múrmansk báru engan árangur. Heldur hann því fram, að bæði Grænlendingum og íslending- um gangi betur í Rússlandi en Norð- mönnum. „Það er svo komið, að Rússar hafa ekki neinn áhuga á samstarfi við okkur vegna þess, að við erum ekki tilbúnir til að hætta neinu þeg- ar fjárfestingar eru annars vegar,“ sagði Hagbart. Sífellt færri Islendingar á skipunum STÖÐUGILDUM íslendinga á íslenzkum kaupskipum fækkar stöðugt. Þann fyrst september voru Islendingar aðeins í 66% stöðugilda hjá þessum útgerð- um en í janúar 1990 voru Is- lendingar í 81,5 stöðugildanna. Auk þessa hefur stöðugildum í heild fækkað úr 460 árið 1990 í 298 nú í haust. Þessar upplýsingar eiga við skip sem gerð eru út af útgerð- um innan SIK, sem eru samtök íslenzkra kaupskipaútgerða. Samtals er um að ræða 27 skip. Þar er eru 18 gerð út undir svokölluðum þægindafána, þrjú samkvæmt NÍS-skráningu, 2 eru í DIS skráningu, en 4 eru skráð á Islandi. Hlutfall íslendinga f stöðum á kaupskipum útgerða innan SÍK Þann fyrsta september síð- astliðinn voru 198 íslendingar á þessum skipum, en 100 út- lendingar. Isiendingum hafði þá fækkað um 6 frá áramótum, en útlendingum fjölgað um 56. FRÉTTIR UNNIÐ í NÓTINNI Morgunblaðið/Árni Sæberg • LOÐNUVEIÐARNAR hafa aldrei gengið eins vel og á þessu ári, enda aflinn á fisk- veiðiárinu rúmlega 1,1 milljón tonna. Þá hafa síldveiðar einn- ig gengið vel og skilað um 300.000 tonnum á land, þarf af um 165.000 tonnum af norsk-íslenzku síldinni, sem íslenzku skipin eru nú farin að veiða á ný. Síldarvertíð við landið hefst svo innan tíðar eða í byrjun október, en nú hefur loðnuveiðum verið hætt í bili. Fiskaflinn 2 milljónir tonna á fískveiðiárinu mmmmmmmmmmmmmmmmmmi^^mmm fiskaflinn Fiskveiðar utan landhelgi LogReykja- skiluðu um 220.000 tonnum n!?hiygg & nýloknu fisk- veiðiári varð meiri en nokkru sinni á 12 mánaða tímabili, eða 1.825.000 tonn. Það er hálfri milljón tonna meira en á fiskveiðárinu þar á undan, en þá varð aflinn rúmlega 1,3 milljónir tonna. Nú er ekki meðtalinn afli af norsk-íslenzku síldinni, ekki af Flæmska hattinum og ekki úr Smugunni. Á þessum slóðum hafa aflazt langleiðina í 200.000 tonn á fiskveiðiárinu, þannig að heildarafli okkar íslendinga hefur á þessu tímabili farið yfir tvær milljónir tonna í fyrsta sinn í fiskveiðisögu þjóðarinnar. Mestur hefur aflinn á einu ári verið tæplega 1,8 milljónir tonna. Það sem mestu ræður um þessa miklu aflaaukningu er gífurleg loðnuveiði, alls 1.141.000 tonn, sem er meira en nokkru sinni áður. Þá hefur sildveiðin meira en tvöfaldazt með veiðum okkar úr norsk- íslenzka stofninum og veiðin á Reykjaneshrygg skilaði rúmlega 50.000 tonnum. Loks gerðist það í fyrsta sinn í mörg ár, að þorskafli jókst frá fyrra ári. Samdráttur í skelveiðum Loðnuafli á fiskveiðiárinu varð sá mesti í sögunni eða rúmlega 1,1 milljón tonna. Þar er aukning um nærri hálfa milljón tonna frá fisk- veiðiárinu árið á undan. Síldarafli á íslandsmiðum var 125.000 tonn, sem er Iitlu minna en í fyrra, en 165.000 tonn af síld fengust nú utan lögsögu. Úthafsrækjuafli varð nú um 65.000 tonn af heimamiðum, en 61.500 í fyrra. Töluverður sam- dráttur varð í veiðum á hörpuskel og nú bárust aðeins tæp 8.000 tonn á land. Mikil loðna en lítið af öðru Sé litið á ágústmánuð síðastlið- inn, varð botnfiskafli mjög lítill, enda langt gengið á kvótann. Að- eins öfluðust tæplega 23.000 tonn af bolfiski nú á móti 35.000 tonnum í fyrra. Samdráttur varð í veiðum á öllum helztu botnfisktegundunum og af þorski veiddust aðeins 8.200 tonn, sem er 5.000 tonnum minna en í ágúst í fyrra. Það er eins og oftast áður loðnan, seni mestu ræð- ur um sveiflur í afla. í ágúst í fyrra veiddist engin loðna. Nú veiddust hins vegar 89.400 tonn, sem er meira en tvöfaldur allur afli í ágúst 1995. Þorskafli jókst frá fyrra ári Þorskafli á nýliðnu fiskveiði ári varð alls tæplega 169.000 tonn, sem er litlu meira en árið áður. Ýsuafli varð 53.400 tonn, sem er samdrátt- ur um 6.100 tonn frá árinu áður. Nú veiddust rúmlega 40.000 tonn af ufsa, sem er um 20% samdráttur milli ára. Karfaafli dróst sasman um nálægt 14.000 tonnum og varð alls um 77.000 tonn nú. Loks var úthafskarfaafli um það bil tvöfalt meiri nú en í fyrra og varð alls um 50.000 tonn. Sveiflur í afla annarra tegunda bolfisks voru minni að magni til en hlutfallsleg aukning á stenbítsafla var töluverð. Botn- fiskafli þessi tvö síðustu fiskveiðiár er nánast sá sami eða um 470.000 tonn. * ; i í \ t L I | i I Í « ! c i f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.