Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ l FRETTASKYRING Stærstu útgerðarfélögin stunda viðskipti með kvóta í umtalsverðum mæli Vaxandi úthafsveiðar stórauka kvótaverslun VAXANDI úthafsveiðar íslend- inga hafa skapað frjóan jarðveg fyrir stóraukin leigukvótaviðskipti útgerðarmanna á meðal þótt ekki liggi fyrir neinar haldbærar tölur um hversu stórtæk þau viðskipti eru í reynd. Þó er ljóst að nokkur kvótahæstu fyrirtæki landsins eiga nokkuð í land með að nýta sínar eigin aflaheimildir, samkvæmt út- reikningum, sem Fiskistofa hefur tekið saman að beiðni Úr verinu. Eins og sjá má í töflunni, sem hefur að geyma útreikninga yfir flutning á botnfiski frá eða til 35 kvótahæstu sjávarútvegsfyrir- tækja landsins, sést að mikið hefur verið um flutning frá fyrirtækjun- um umfram það sem flutt hefur verið til þeirra, eins og mínustöl- urnar gefa til kynna. Aðrar tölur en mínustölur þýða að flutt hefur verið meira til fyrirtækjanna en frá þeim. Útreikningarnir taka til tveggja undanfarinna fiskveiðiára, 1994/95 og 1995/96 og sömuleiðis kemur fram hvert heildaraflamark í einstökum tegundum hefur verið á sama tímabili. Þannig má t.d. sjá að Þormóður rammi hf. á Siglu- fírði hefur flutt frá sér stóran hluta botnfiskkvótans á síðustu tveimur árum, eða nánast allan þorskkvót- ann og misstóra hluta af öðrum botnfisktegundunum. Aftur á móti hefur fyrirtækið bætt við sig yfír eitt þúsund tonnum af úthafsrækju á tímabilinu. Önnur fyrirtæki hafa sömuleiðis flutt töluvert meira af botnfiskkvóta frá sér en til sín, eins og mínustölurnar í töflunni gefa til kynna, en eins og þar má sjá hafa nokkur fyrirtæki flutt frá sér umtalsverðan botnfiskkvóta á síðustu tveimur árum. Þetta á við um fyrirtæki á borð við Búlandst- ind, Bakka, Jökul, Fiskiðjuna Skagfirðing, Síldarvinnsluna, Út- gerðarfélag Dalvíkinga, Vinnslu- stóðina, Hrönn, Kirkjusand og Sæberg. Helstu skýringar á því að út- gerðirnar flytja botnfiskkvóta frá sér, er að þær stunda veiðar utan lögsögu og leigja frá kvóta á með- an. Einnig er nokkuð um að út- gerðir leggi áherslu á rækjuveiðar og flytji til sín slíkar heimildir en láti botnfisk í staðinn. Ef undan er skilinn botnfiskur, virðist sem mesta hreyfingin í flutningi sé í úthafsrækjunni af öðrum kvótabundnum tegundum. Um það bil sjö þúsund tonn af úthafsrækju hafa verið flutt frá 35 kvótahæstu sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins umfram það sem flutt hefur verið til þeirra undanf- arin tvö ár. Rúm níu þúsund tonn af úthafsrækju voru flutt til fyrir- tækjanna á þessu tímabili á meðan að um sextán þúsund tonn af sömu tegund voru flutt frá þeim. Þar af hefur langmest verið flutt frá Sam- herja hf. á Akureyri eða tæp 6.300 tonn. Næstmest var flutt frá Þor- birni hf. í Grindavík eða alls um 1.350 tonn af úthafsrækju. Kaup og sala skipa stærsti fyrirvarinn Til þess að sjá hversu mikið af úthlutuðu aflamarki stærstu út- gerðir landsins hafa flutt frá sér í ábataskyni í stað þess að nýta sjálfar, voru skoðuð undanfarin tvö fískveiðiár. Útreikningarnir byggja á upplýsingum um flutning kvóta milli útgerða, sem gera út frá sömu verstöð og flutning milli útgerða, sem ekki gera út frá sömu ver- stöð. Flutningi aflamarks innan sömu útgerðar var hinsvegar sleppt og sömuleiðis á það við um jöfn skipti aflamarks, í þorskígild- um talið, milli tveggja útgerða. Fiskveiðikvótinn er lögum samkvæmt eign þjóðar- innar allrar þrátt fyrir að útgerðarmenn einir hafi rétt til að versla með hann í viðskiptalegu tilliti. Með auknum úthafsveiðum íslendinga hefur leigukvótaverslun vaxið fiskur um hrygg á sama tíma og þjóðfélagsumræðan snýst í ríkari mæli um réttmæti auðlindagjalds. Jóhanna Ingvars- dóttir bað Fiskistofu um að reikna út hversu mikið af úthlutuðu aflamarki stærstu útgerpir landsins hafa flutt frá sér undanf arin tvö fiskveiði- ár og þar af leiðandi ekki nýtt sjálfar með veiðum. Þess ber að geta að færslur vegna kaupa eða sölu á skipum geta haft áhrif á niðurstöðurnar þannig að þær sýni mun meiri millifærslur milli aðila en raunverulega fóru fram. Líta ber á þetta atriði sem stærsta fyrirvarann í útreikning- unum. Einnig ber að hafa í huga að þær upplýsingar, sem byggja á úthlutuðu aflamarki og notaðar eru við útreikninga þessa, inni- halda ekki aflamark sem flust hef- ur milli ára og tekur þar af leið- andi ekki tillit til þess ef skip hafa veitt af næsta árs úthlutun, en skv. lögum um stjórn fiskveiða, er heimilt að færa 20% af aflamarki hverrar botnfisktegundar, úthafs- rækju, humars og síldar frá einu fiskveiðiári til annars. Einnig er heimilt að veiða allt að 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegund- ar og úthafsrækju og 3% umfram aflamark innfjarðarrækju, enda dregst sá umframafli frá við út- hlutun aflamarks næsta fiskveið- iárs á eftir. Óveiddur þorskur á 85,73 kr. kg Sé tekið til skoðunar meðalverð á óveiddum þorski upp úr sjó, nam það 85,73 kr. kg á tímabilinu frá maíbyrjun 1995 til aprílloka 1996, skv. útreikningum Þjóðhagsstofn- unar. Samsvarandi útreikninga má sjá í öðrum fisktegundum, en skv. þeim nam meðalverð á ýsu á sama tímabili 84,12 kr. kg, ufsi var á 56,64 kr. kg, karfi á 65,30 kr. kg, steinbítur á 62,10 kr. kg, grálúða á 195,22 kr. kg, skarkoli á 96,04 kr. kg, langlúra á 123,28 kr. kg, síld á 7,91 kr. kg, loðna á 5,51 kr. kg, slitinn humar á 806,20 kr. kg, rækja á 116,06 kr. kg, hörpu- diskur á 32,26 kr. kg, síld úr norsk-íslenska stofninum var á 5,45 kr. kg og kílóið af úthafs- karfa upp úr sjó var að meðaltali á 44,94 kr. kg. Björn Jónsson, kvótamiðlari hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, segir að leiguverð á þorski hafi verið á bilinu 90 til 95 krónur kg allt síðasta fiskveiðiár, en sigið niður í 80 kr. síðustu daga ágúst- mánaðar undir lok kvótaársins. Verð á varanlegum þorskkvóta hefði byrjað í 480 kr. í upphafi síðasta fískveiðiárs og endað í 600 kr. við lok þess. Hinsvegar hafi verðið á varanlegum kvóta aldrei verið hærra en nú, 680 kr. kg þrátt fyrir auknar þorskaflaheimildir nú í fyrsta skipti í tólf ára sögu kvóta- kerfisins. Verslunin orðin of umfangsmikil Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir mikið vera um að út- gerðarmenn séu að skiptast á veiði- heimildum og leigja frá sér afla- heimildir. „Reyndar teljum við leigukvótaverslunina orðna alltof umfangsmikla þó segja megi að markaðurinn einn ráði ferðinni. Of mikið er um að menn veiði fram yfir sínar aflaheimildir og fari svo að reyna að bjarga sér, enda eru menn þá beinlínis í greipum þeirra sem eiga heimildir og selja þær síðan alltof háu verði." Aðspurður um réttmæti þess að aðeins útvalin stétt manna geti stundað hundruða milljóna króna viðskipti með auðlind, sem er í eigu allra Islendinga, með því t.d. að senda skip sín á úthafsveiðar, seg- ir Kristján það vera klárt pg ör- uggt mál að úthafsveiðar íslend- inga hefðu aldrei komið til ef ekki væri tryggður framsalsréttur afla- heimilda í lögum um stjórn fisk- veiða. „Þeir, sem fóru út úr land- helginni til þess að leita nýrra leiða, gátu m.a. gert það með því að leigja frá sér aflaheimildir hér heima og þannig minnkað sína áhættu. Að auki hafa margir hverj- ir ekki nógu miklar aflaheimildir hér heima til þess að sjá sér fyrir verkefnum. Á hinn bóginn ber á það að líta að enginn er knúinn til þess að leigja þessar aflaheim- ildir af þeim, sem bjóða leiguk- vóta. Þetta byggist aðeins á mark- aðinum. Mér finnst það vera mjög jákvætt fyrir þjóðfélagið allt að mönnum sé gert kleift að stunda úthafsveiðar og minnka sína áhættu ef aðrir vilja leigja af þeim heimildir. Verðið ræðst svo af framboði og eftirspurn. Ef dregin hefði verið upp sú lína við úthlutun aflaheimilda að mönnum hefði ver- ið meinað að fara út úr landhelg- inni, hefði það orðið til þess að ekkert skip hefði farið út úr ís- lensku lögsögunni í leit að nýjum sóknarfærum." Úthafsveiðar yrðu ekkl stundaðar Kristján segir að hið margum- talaða veiðileyfagjald, sem mönn- um hafi oft orðið tíðrætt um í seinni tíð, hafi ekkert með auknar úthafsveiðar íslendinga að gera. Auðlindagjald kæmi aðeins sem viðbótarkostnaður á útgerðir og myndi hindra þá þróun að menn sæki á fjarlæg mið. Viðbótargjald vegna veiðiheimilda gæti valdið því að kostnaðurinn yrði meiri en tekjurnar sem aftur myndi leiða til þess að úthafsveiðar yrðu hreinlega ekki stundaðar frá ís- landi. „Okkur útgerðarmönnum hefur verið falinn nýtingarréttur auð- Iindarinnar vegna þess að við eig- um skipin til þess að sækja þessa auðlind og afkoman er nú ekki betri í þessari grein en svo að það 1 Þorsk. Ysa Ufsi Karfi Grál. | Skark. Grandi hf. Flutningur 531 j 90 -78 1057 820 -7 Samtals kvóti 1994-96 4621 2491 5334 18599 3345 170 Utgerðarfélag Akureyringa 2273 94 -929 Flutningur -420 -2714 -9 "461 Samtals kvóti 1994-96 7754 3952 2099 8898 8283 Fiskiðjan Skagfirðingur hf. Flutningur -1657 1162 -489 9 -133 -21 Samtals kvóti 1994-96 4182 1744 1162 5202 3147 226 Samherjl hf. Flutningur 54 188 595 -562 1073 -2 Samtalskvóti 1994-96 6092 2192 1389 6063 4805 320 Haraldur Böðvarsson hf. Flutningur 398 284 420 723 1463 -97 Samtalskvóti 1994-96 Skagstrendingur hf. 2822 1556 1587 6282 2367 202 -461 -234 Flutningur -499 -233 -161 -762 Samtalskvóti 1994-96 4088 2541 926 1713 3230 323 Ögurvik hf. Flutningur -5 278 116 154 -975 Samtalskvóti 1994-96 2219 962 1163 4801 3411; 28 Vinnslustööin hf. -967 -223 Flutningur -1074 -1445 -502 -376 Samtals kvóti 1994-96 3070 2686 3208 3094 596 556 Útgerðarférag Dalvikinga -677 Flutningur -2669 -45 -74 2909 -106 Samtals kvóti 1994-96 Sildarvinnslan hf. 3342 1202 528 1186 2186 303 781 -44 Flutningur -1019 -200 -474 501 Samtals kvóti 1994-96 3802 1945 1548 1169 1656 84 Sæberg hf. -402 -225 Flutningur -953 253 -300 542 Samtals kvóti 1994-96 3138 1416 836 2758 1934 218 Miönes ehf. Flutningur -274 -915 -88 344 -685 -66 Samtals kvóti 1994-96 1576 2037 1144 4120 967 261 Þormóður rammi hf. -284 -879 -736 -119 Flutningur -2434 -64 Samtals kvóti 1994-96 2637 882 765 1754 1518 150 Stálskipehf. 88 -10 -85 Flutningur 45 21 213 Samtalskvóti 1994-96 2111 967 532 2489 1217 233 Bakki Bolungarvik hf. -597 Flutningur -1073 -178 -406 -419 -97 Samtaiskvóti 1995-96 1041 527 268 500 820 -594 106 Hrönnhf. Flutningur -768 -983 -328 -142 -82 Samtalskvóti 1994-96 2638 1027 385 1080 1517 100 isfélag Vestmannaeyja hf. Flutningur -16 -454 -74 658 -34 -167 Samtalskvóti 1994-96 1886 3315 1336 743 34 261 Þorblöm hf.flHMHB Flutningur -952 -95 -144 341 1935 -35 Samtalskvóti 1994-96 2503 1153 1006 2121 611 74 Ingimundurh/f -35 Flutningur -478 -156 -394 -38 493 Samtalskvóti 1994-96 717 181 385 47 5 32 Kaupfélag Fáskrúösfirðlnga 708 2 Flutningur 176 172 644 -18 Samtalskvóti 1994-96 2307 1798 894 722 506 32 Norðurtangi hf.,hraðfrystihús Flutningur -865 104 1 -7 -342 -191 Samtals kvóti 1994-96 2523 918 361 758 1718 456 Miöfell hf. -'WtKBtKHM Flutningur 80 610 -273 236 -246 54 Samtalskvóti 1994-96 2297 935 526 601 1341 162 Kirkjusandur hf. / Hömlur hf. Flutningur -689 -510 -848 -932 -1118 -186 Samtalskvóti 1994-96 1122 1204 822 1158 705 218 Ishúsfélag Isflrðinga hf. 92 -518 Flutningur -232 489 291 Samtalskvóti 1995-96 i 265 102 95 271 445 20 Höfðihf. Flutningur -753 -456 -414 -191 44 -71 Samtals kvóti 1994-96 i 698 400 161 84 164 25 Bergur-Huginn hf. -76 695 -282 -109 Flutningur 181 158 Samtals kvóti 1994-96 1002 1697 728 1042 485 181 Búlandstindur hf. I 1026 3 Flutningur -1324 -943 -240 65 Samtalskvóti 1994-96 | 1594 1251 544 | 524 363 I « Vaidimar ehf. 106 -72 379 Flutningur 1813 1119 816 378 Samtalskvóti 1994-96 778 538 323 411 82 Magnús Gamalfelsson hf. 160 66 -235 87 -41 Flutningur 236 Samtals kvóti 1994-96 1484 546 252 557 1454 224 Njáll ehf. 589 Flutningur 1613 1390 -135 7 -278 Samtals kvóti 1994-96 1164 921 316 90 4 1180 Jökullhf. -173 603 -40 Flutningur -1375 -61 175 Samtalskvóti 1994-96 1428 486 238 289 592 38 SJólaskip hf. 143 -43 Flutníngur 136 131 -246 -8 Samtals kvóti 1994-96 979 607 543 2884 | 1207 20 Gunhvör hf. 1620 -108 Flutningur -31 -44 42 107 Samtalskvóti 1994-96 Fiskaneshf. Flutningur 1702 500 280 496 1062 291 -1 22 666 -95 129 -46 285 Samtalskvóti 1994-96 1605 709 707 201 41 Snæfelllngur h/f J8BBBHHRH Flutningur -198 67 -189 59 -645 40 Samtalskvóti 1994-96 876 288 439 969 796 44 (Flutningur er frá fyrirtækinu eða til þe ss. Allar tí lur eru þorskígi distonnur n.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.