Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 E 5 FRETTASKYRING er verið að loka hverju fyrirtækinu á fætur öðru," segir Kristján þeg- ar hann er spurður út í afstöðu sína gagnvart veiðileyfagjaldi nú í ljósi nýrra sóknarfæra útgerðar- innar utan lögsögunnar. „Við erum í samkeppni við erlenda að- ila, sem ekki þurfa að greiða fyrir veiðileyfi. Þvert á móti kaupa rík- in veiðíleyfi fyrir þá og Iáta þá hafa án endurgjalds. Þannig kaup- ir Evrópusambandið t.d. veiði- heimildir í stórum stíl og lætur sínar útgerðir hafa án nokkurs gjalds." Ekkikomiðað endamörkum vaxtar í nýjustu spá sinni áætlar Þjóð- hagsstofnun að verðmæti sjávaraf- urðaframleiðslunnar verði 4,4% meira á árinu 1997 miðað við 1996, en að magnið verði 2% meira. Þessi spá er til endurskoðunar nú vegna vinnu við gerð þjóðhagsáætlunar. Sveiflur í aflabrögðum milli ára eru auðvitað hluti af veruleikanum, sem við búum við. En það eru ekki skammtímasveiflurnar, sem skipta máli heldur þróunin til lengri tíma. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, telur að sjáv- arútvegurinn og skyldar atvinnu- greinar geti lagt mikið af mörkum til hagvaxtar og framfara á kom- andi árum. Þróun greinarinnar að undanförnu sýni að hún sé ekki komin að neinum endimörkum vaxtar, heldur þvert á móti virtust sóknarfærin mörg. Ásjóna greinar- innar væri að breytast og taka á sig alþjóðlegri og breiðari mynd í takt við nýja tíma. Fjölmörg ögrandi verkefni á sviði sjávarút- vegs, fiskveiðistjórnar og hag- stjórnar á vegferðinni til aukinnar hagsældar blöstu við á næstu árum og áratugum. Aðspurður um álit sitt á rétt- mæti stórfelldrar verslunar út- gerðaraðila með leigukvóta í því umhverfi, sem nú blasi við í sjávar- útveginum og án beinna arð- greiðslna fyrir afnotaréttinn af auðlindinni, segir Þórður að hér sé um að ræða siðferðisspurningu ekki síður en hagfræðilega sem skera verður úr um á pólitískum vettvangi. Sjálfur segist hann hafa rætt þessi mál við ýmis tækifæri út frá réttlætissjónarmiðum og hagfræðinni og mælt með því að auðlindagjald yrði þáttur í framtíð- arskipan sjávarútvegs hér á landi. Hagfræðilegu rökin fyrir gjaldtöku af kvóta væru af ýmsum toga, m.a. þau að um væri að ræða hag- kvæma skattlagningu auk þess sem samhengið á milli sjávarút- vegsins og annarra greina skipti töluverðu máli þegar gjaldfrí út- hlutun fiskveiðikvótans ætti sér stað. Þórður segir að sú umræða, sem skapast hafi á síðari árum, um auðlindagjald eigi vissulega rétt á sér. Spurningin snúist um það hvort eigandi auðlindarinnar, þjóð- in öll, eigi að fá greiddan arð af eign sinni eins og eigendur ann- arra eigna fá eða hvort úthluta á kvótanum áfram á sögulegum rök- um þannig að þeir, sem hingað til hafi nytjað miðin, eigi að hafa for- ganginn áfram. Auðlindagjald styðst við sterk rök Þórður segir að meginrökin fyr- ir auðlindagjaldi, sem almenn um- ræða hafi beinst að, felist ekki í sveiflujöfnunum heldur miklu fremur í réttlætissjónarmiðum, þ.e. að eigendur auðlindarinnar fái beinan arð af henni. Auðlindagjald megi þó útfæra þannig að sveiflu- jöfnun felist í því. Þannig megi t.d. hafa gjaldtökuna breytilega miðað við ástand og horfur í sjáv- arútvegi. „Ekki er þó vandalaust að út- færa auðlindagjald þannig að það nýtist vel til sveiflujöfnunar. Vand- kvæðin eru bæði af pólitískum og tæknilegum toga. Hætt er við pól- itískum átökum þegar skilyrðin eru á þann veg að hækka þarf gjaldið og erfitt er að skilgreina þær viðm- iðanir, sem kalla á breytingu á gjaldinu frá einum tíma til annars. Auðlindagjald, sem fast gjald, styðst hinsvegar við sterk rök og er tiltölulega einfalt í framkvæmd. Sveiflujöfnun í slíku gjaldi er hins- vegar takmörkuð, þó að markaðs- tenging geti vafalaust skilað ein- hverju í þeim efnum. Sveiflujöfnun í sjávarútvegi mætti byggja á sölu aflaheimilda á markaði. Til að koma slíku kerfí á fót væri hugsanlegt að selja ár- lega hluta af heildaraflaheimildun- um, ef til vill 10-20%. Þar gæti bæði verið um að ræða kvóta til langs tíma og skamms tíma. Svona tilhögun gæti stuðlað að sveiflu- jöfnun og jafnframt skilað arði til þjóðarinnar. Þessi leið hefur m.a. þann kost að hún samlagast vel markaðsbúskap í sjávarútvegi. Þannig þarf t.d. ekki að taka póli- tíska ákvörðun um hversu hátt gjald á að taka fyrir aflaheimildirn- ar, heldur sér markaðurinn um að ákveða verðið," segir Þórður. Spornað við leigukvótaverslun Ljóst er að mörg útgerðarfyrir- tæki landsins nýta aðeins hluta af úthlutuðu aflamarki sínu sjálf. Kvótaverslun eru þó engin tak- mörk sett ef frá er talið ákvæði í lögum um fiskveiðar í landhelgi íslands sem kveður á um að veiði fiskiskip minna en 50% af saman- lögðu aflamarki sínu í þorskígild- um talið tvö fiskveiðiár í röð, fellur veiðileyfi þess og aflahlutdeild nið- ur. Skal við mat á þessu hlutfalli miðað við verðmæti einstakra teg- unda í aflamarki skips skv. ákvörð- un ráðuneytis í upphafi árs. Við- miðunarhlutfallið lækkar þó um 5% fyrir hverja fulla 30 daga sem skipi er haldið til veiða utan fisk- veiðilandhelgi íslands á fiskveiðiár- inu. Tefjist skip frá veiðum í sex mánuði eða lengur innan fiskveið- iárs vegna tjóns eða meiriháttar bilana hefur afli þess fiskveiðiárs ekki áhrif til niðurfellingar afla- hlutdeildar eða veiðileyfis. Þetta ákvæði laganna kom inn fyrir tveimur árum og tók gildi 1. september 1994, m.a. til að sporna við því að útgerðir leigðu frá sér megnið af kvóta sínum ár eftir ár. Vegna þessa sendi Fiski- stofa viðvaranir í ágústmánuði til eigenda um 50 báta og skipa, sem áttu þá á hættu að missa veiði- leyfi og aflahlutdeild. Skv. upplýs- ingum frá Þór Guðmyndssyni hjá Fiskistofu náðu flestir að bjarga sér fyrir horn, en aðeins örfáir smærri aðilar misstu leyfi til veiða í atvinnuskyni í íslenskri lögsögu en náðu að flytja frá sér aflahlut- deildina og það aflamark, sem þeir höfðu til ráðstöfunar á fisk- veiðiárinu. „Um er að ræða aðeins örfá tilvik, sem betur fer miklu færri en við bjuggumst við." ÚTHAFSVEIÐAR hefðu aldrei komið til ef ekki væri tryggður framsalsréttur aflaheimilda í lögum um stjórn fiskveiða, að mati formanns LÍÚ, sem þó viðurkennir að leigukvótaverslun sé orðin of umfangsmikil. ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar íatvinnutœkjum geta verið lykillinn að velgengni Tæki sem auka hagkvæmni og lækka þannig rekstrarkostnað koma þér til góða. Og tæki sem auka möguleika þína á að afla tekna eru skynsamleg fjárfesting. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Við gefum þér góð ráð um hver þeirra hentar þér best. Glitnirhf DOTTURFYRIRTÆKI ISLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Fax 560 88 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.