Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 6
6 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ f VIÐTAL Rannsóknastofnun fiskiðanðarins vinnur að aukinni verðmætasköpun Mikið svigrúm er til umbóta Aflabót er heiti þróunarverkefnis, sem nýlokið er hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins, og miðar að því að auka verðmæta- sköpun físks upp úr sjó. Jón Heiðar Ríkharðsson verkefnisstjóri sagði í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur að um væri að ræða framtíðarsýn fyrir íslenskan fiskiðnað, allt frá veiðum til vinnslu. ALLT frá árinu 1992 hefur verið unnið að viðamiklu verkefni hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem fengið hefur nafngift- ina Aflabót. Nýverið kom út rit um verkefnið með samnefndu heiti eftir þá Jón Heiðar Rík- harðsson og Rúnar Birgisson. Verkefnið fjallar um gæði ísfisks, umbætur varðandi meðferð hans og ráð- gefandi kerfi, sem hægt er að nota til að mæla árangur af um- bótastarfi. Það dregur fram ákveðna framtíðarsýn fiskiðnaðinn þar sem Jón Heiðar Ríkharðsson fyrir nútímatækni er beitt til að reyna að þróa íslensk- an sjávarútveg stjórnunarlega jafn- fætis því sem gerist í háþróuðum framleiðsluiðnaði þeirra ríkja, sem telja sig til iðnríkja. Að sögn Jóns Heiðars, verkefnis- stjóra, er markmið verkefnisins að stuðla að gæðaumbótum og tækni- framförum um borð í ísfiskskipum, sem veiða fisk fyrir frekari vinnslu í landi og er það því hugsað sem andsvar við frystitogaravæðingunni. Hugmyndum frá altækri gæða- stjórnun er fléttað saman við þróun vinnsluferla, hagræðingar og nýt- ingarmála um borð í ísfiskskipum til þess að sýna fram á að með gagn- virkri upplýsingamiðlun míllí veiða og vinnslu má auka stýranleika í vinnslu físksins og þar með verð- mætasköpunina til muna. Spálíkön gegna lykilhlutverki Jón Heiðar sagði að verkefninu hafi verið skipt niður í nokkra áfanga. Fyrsta skrefið í því að móta heilsteypt upplýsinga- og gæðakerfi, sem tvinnaði saman náttúrulegan breytileika, meðferðarþætti við fisk- veiðar og úrvinnslu fyrir neytenda- markað, hafí verið að gera sér grein fyrir þeim gæðaþáttum, sem máli skiptu og hvernig unnt væri að afla upplýsinga um þá.- Helsta niðurstaðan úr þeirri athugun væri sú að spálíkön, sem spáðu fyrir um gæði fisks eða notagildi við úrvinnslu út frá óbeinum upplýs- ingum, svo sem um veiðisvæði og árstíma, myndu gegna lykilhlut- verki við útgerðar- stjórnun og verðlagn- ingu á fiski til vinnslu. „Náttúrulegir gæða- þættir fisks voru skil- greindir m.t.t. fram- ieiðsiu frystra afurða. Þar sem náttúrulegur breytileiki fisksins er mikill, er ljóst að mikill efnahagsleg- ur ávinningur er fólginn í því að ná valdi yfír breytileikanum. Slíku valdi er einungis hægt að ná með þekking- aröflun og skilningi á eðli breytileik- ans. Augljóst er að auka má verð- mæti aflans ef tekst að stýra veið- unum þannig að los í lönduðum afla yrði minna en nú er." Jón Heiðar segir rannsóknir, sem miða að því að tengja náttúrulegan breytileika og gæðaeiginleika afla, enn skammt á veg komns.r. Slíkar rannsóknir væru hinsvegar í undirbúningi sem framhaldsverkefni og draumurinn væri sá að geta spáð um gæða- ástand óveidds fisks líkt og hægt væri að spá um stærð og ástand fiskistofna. Náttúrulegur breytileiki fisks skiptí vissulega miklu máli samhliða hámarksnýtingu auðlind- arinnar. Oft væri t.d. talað um að ástand físksins væri verst í apríl að afloknum hrygningartímanum. Mest los væri í honum þá. Ahrif á verðmæti Gerð var tilraun með hvaða áhrif meðferð og verklag um borð í fiski- skipum hefði á verðmæti við úr- vinnslu í landi. í fjárhagslegu tilliti kom í Ijós að langur geymslutími í ís og fjögurra til fimm klukkutíma biðtími fyrir blóðgun getur skert verðmæti aflans verulega sem sýndi glögglega að svigrúm er til umbóta 3HH í ísfískvinnslu. Nú hefur tekist að þróa mæliaðferð til þess að meta áhrif gæðaþátta með því að bera saman nýtt verklag við svokallað hefðbundið verklag. Jón Heiðar seg- ir að ein merkasta niðurstaðan úr tilraunum verkefnisins væri sú að unnt er að rekja breytingu í verð- mætasköpun í landi til breytinga á verklagi við meðhöndlun aflans um borð í fiskiskipi. Sá mælanleiki hafi verið forsenda fyrir gerð kerfis, sem héldi utan um skráðar upplýsingar um afla og spáði fyrir um bestu notkun hans. „Verð vörunnar ræðst af eigin- leikum hennar og gæðum og vart hefur orðið aukinna krafna um að stýra eiginleikum hráefnisins. Því er þörf fyrir samtvinnun fiskveiða og fískvinnslu sem gerir fiskvinnslu- ferlið samfellt allt frá því að fiskur- inn er veiddur og þar til hann er tiibúinn sem endanleg neytendavara. Hvatinn til umbóta og vöruþróunar verður þar af leiðandi að hefjast um borð í fiskiskipunum. Hægt er að nota tölfræðilegar greiningar til að meta og túlka tengsl milli breytileika í hráefninu og áhrifa á vinnsluna. Með hjálp upplýsingatækni munu fyrirtækin sjálf geta stýrt rann- sókna- og þróunarstarfsemi, sem er nú nánast eingöngu á færi sér- hæfðra stofnana og með þeim hætti væri í auknum mæli hægt að ná valdi á breytanleika hráefnisins." Tryggja þarf rekjanleikann Jón Heiðar segist gera sér vonir um góðar viðtökur fiskiðnaðarins gagnvart þessari nýju tækni, en á samt von á að það taki tímann sinn að ávinna sér almennan sess. Engin spurning væri hinsvegar í sínum huga að framtíðin kallaði á slíka tækni til að auðvelda mönnum ákvarðanatöku og hámarka afrakst- ur auðlindarinnar. En til að tryggja rekjanleika upplýsinga um aflann og þar með virkni kerfisins, þarf að skrá reglulega upplýsingar um ástand og meðhöndlun fisksins um borð í fiskiskipunum og sömuleiðis upplýsingar um árangur af vinnslu hans. Stærsti þröskuldurinn, sem stæði í veginum, væri hinsvegar sá að aðgreina þyrfti lotur af afla í vinnsluferlinu þannig að tengja megi saman skráningar um afla skips og úrvinnslu hans í landi. Verkefnið var fjármagnað af sjáv- arútvegsráðuneytinu og Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins, en hefur auk þess notið stuðnings sjávarútvegsfyr- irtækjanna Skagstrendings hf., Hóla- ness hf., Síldarvinnslunnar hf. og Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar. Jón Heiðar mun kynna verkefnið á Grand Hótel nk. laugardag kl. 13.00 og er kynningin opin öllum áhugamönnum um umbætur í fiskiðnaðinum. Hlutfallsleg afurðaskipting úr þorski eftir gevmslutíma í ís 5Ibs. Blokk Þunnildi Afskurður VINNSLUSTJÓRAR hafa gjarnan áhuga á að afla sér vitneskju um hvernig best sé að flokka afla eftir geymslu tíma í ís í vinnsluleiðir. Ein tilraunin fólst í því að afli frá Arnari HU var unninn hjá Hólanesi hf. eftir sex til ellefu daga geymslu í is. Eins og sjá má, hentaði fiskur eldri en átta daga gamall verr í verðmætustu afurðina, sem í þessu tilfelli var fimm punda pakkning. Með hliðsjón af söluverði mismunandi afurða má reikna út tapið við að geyma ákveð inn farm af afla í kæligeymsl um í tiltekinn fjölda sóiar hringa. Slík vitneskja gæti auðveldað vinnslustjórum að forgangsraða afla til vinnslu. Hlutfallsleg afurðaskipting ósnyrtra þorskflaka 50 eftir stærðarflokkun heils þorsks .? 40 30 I cs 3 20 1 £ 10 Bitar 2pund Blokk Þunnildi Marningur Urkast UMTALSVERÐ hagræðing gæti skapast af því að landa fiskinum flokkuðum eftir stærð. Myndin sýnir niður stöður slíkrar tilraunar, sem gerð var um borð í Ljósafelli SU. Sjá má að nýting fisksins í verðmætustu afurðina, þ.e. bita, er mismunandi eftir stærðar- flokkum. Upplýsingar um magn fisks í hverjum stærðarflokki gætu t.d. auð veldað vinnslustjórum að gera sér grein fyrir hvort standa megi við skuldbindingar eða hvort nauðsynlegt sé að bæta við hráefni annars staðar frá. Hlutfallsleg afurðaskipting ósnyrtra flaka eftir blóðgunaraðferð Bitar 2pund Blokk Þunnildi Marningur Urkast UM BORÐ í Ljósafelli SU var m.a. gerð tilraun þar sem áhrif biðtíma fyrir blóðgun voru könnuð. Helmingur fiska í tilrauninni var blóðgaður innan hálftíma frá hali og slægður í sama handtaki. Fiskinum var látið blæða í sjó og þá þveginn. Hinn helming ur aflans var dauðblóðgaður eftir 4-5 tíma. Að öðru leyti fékk fiskurinn sömu með höndlun og var unnin í Hrað frystihúsi Fáskrúðsfjarðar sjö daga gamall. Eins og sjá má á myndinni, nýttist lifandi blóðgaður fiskur mun betur í verðmeiri afurðir en hinn, sem var látinn bíða. Kaoaia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.