Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 8
8 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - VIÐTAL Sjávarútvegsdeild KEA færir út kvíarnar með kaupum í ýmsum fyrirtækjum Sjávarútvegsdeild KEA á og rekur frystihús í Hrísey og á Dal- vík og Útgerðarfélag Dalvíkinga, sem gerir út togarana Björgvin og Björgúlf, nótaskipið Sólfell og rækjufrystitogarann Snæfell. Þá á KEA 40% í Snæfellingi hf. í Snæ- fellsbæ, sem rekur rækjuvinnslu með um 6.000 tonna afkastagetu af hráefni á ári og gerir út ísfisk- togarann Má SH. í sameiningu eiga KEA og Snæfellingur hlutafé- lagið Njörð, sem á Snæfellið. Enn fremur á KEA meirihluta í Gunn- arstindi á Stöðvarfirði, sem rekur frystingu á síld og loðnu, stundar staltfiskverkun og gerir út togar- ann Kambaröst. Loks á KEA 33% í fyrirtækinu Mel sem gerir út tog- arann Sindra, sem gerður er út til veiða utan landhelgi. Af laheimlldir ÚD um 5.700 þorskígildistonn Aflaheimildir Útgerðarfélags Dalvíkinga eru 5.743 þorskígildis- tonn. Gunnarstindur hefur yfir að ráða 1.195 tonnum, Snæfellingur 2.579 og Melur 960 tonnum, sam- tals um 10.500 tonn. Frystihúsið i Hrísey er sérhæft í vinnslu á ýsu og flatfiski í neyt- endapakkningar fyrir markað í Bretlandi og Belgíu og vinnur úr um 2.400 tonnum af fiski árlega. Frystihúsið á Dalvík er sérhæft í vinnslu á þorski í neytendapakkn- ingar fyrir brezka og franska markaðinn. Auk þess er þorskur saltaður á Dalvík, þar sem árlega er unnið úr um 4.000 tonnum af fiski. Heildareignir sjávarútvegsdeild- ar KEA og Utgerðarfélags Dalvík- inga eru um 4,2 milljarðar króna. Áætlað upplausnarverð ÚD er um 3 milljarðar króna, en nettó skuld- ir aðeins um 400 milljónir króna. Þannig er endurmetin eign í Út- gerðarfélagi Dalvíkinga um 2.600 milljónir. Eigið fé er bókfært á 274 milljónir króna, þannig að mikið er um duldar eignir í UD. Hagnaður v sjávarútvegsdeildarinnar 79 milljónir um mitt ár Fyrstu 6 mánuði ársins var hagnaður ÚD 93 milljónir króna, en tap varð að fiskvinnslunni á Dalvík og í Hrísey að upphæð 14 milljónir króna. Samtals varð hagnaður af rekstri deildarinnar 79 milljónir króna. Áætluð velta ÚD á þessu ári er um 800 milljón- ir króna, velta frystihúsanna er áætluð um 1.000 milljónir, velta sjávarútvegsdeildar KEA og sam- starfsfyrirtækja er áætluð alls um 3.550 milljónir króna. Fram- kvæmdastjóri ÚD er Valdimar Bragason, við stjórnvölinn í Snæ- fellingi er Stefán Garðarsson og á Stöðvarfirði er Magnús Helgason framkvæmdastjóri. Hráefni til vinnslu keypt af öðrum en eigin skipum „Við tókum þá ákvörðun fyrir um það bil einu og hálfu ári að kaupa allt hráefni í vinnsluna af öðrum en eigin skipum," segir Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Sjávarútvegsdeildar KEA í samtali við Verið. „Frystihúsin fengu þá yfirráð yfir aflaheimildum okkar að hluta til og ráðstafa þeim til að afla sér hráefnis, þau leggja veiðiheimildir á móti veiðiheimild- um annarra útgerða, sem síðan leggja upp aflann til vinnslu hjá okkur. Skip Úgerðarfélags Dalvík- inga landa svo afla sínum til þeirra sem bezt bjóða hverju sinni, bæði utan lands og innan. Togarinn Már sér vinnslu okkar í Hrísey og á Dalvík að hluta til fyrir þorski og ýsu til vinnslu en selur annan afla sinn á mörkuðum. Vinnslan kaupir einnig mikið af físki á mörkuðum. Ef við lönduðum öllum afla skip- anna hjá eigin vinnslu yrði útkom- an einfaldlega tap á bæði útgerð og vinnslu eins. Með þessum hætti fá skipin okkar hátt verð fyrir afla Styrkja reksturinn með dreifðri áhættu Sjávarútvegsdeild KEA hefur aukið umsvif sín verulega á undanförnum misserum. Deildin á nú hlut í Snæfellingi, Gunnarstindi, Mel og Nirði. Hjört- ur Gíslason ræddi við framkvæmdastjóra deildarinnar, Ara Þorsteinsson, um gang mála. í viðtalinu kemur meðal annars fram að hagnaður af rekstri deildarinnar var 79 milljónir um mitt ár. ARIÞ. Þorsteinsson er 38 ára gamall. Hann lauk prófi frá Tækniskóla íslands árið 1980 og verkfræðiprófi frá Háskól- anuni í Álaborg árið 1987. Að prófi loknu starfaði hann sem þróunarstjóri hjá Fiskiðjuveri KASK á Hornafirði og varð síðan forstöðumaður þess. Hann tók síðan við starfi framkvæmdastjóra frystihúss KEA í Hrísey. Síðan var hann ráðinn forstöðumaður sjávar- útvegssviðs KEA og gegnir hann þeirri stöðu nú. Ari er kvæntur Mariu Gísladóttur og eiga þau tvö börn. sinn og vinnslan kaupir aðeins þann fisk, sem henni hentar. Kannski er hann keyptur á hærra verði en ella, en hagkvæmnin og stýring vinnslunnar í verðmiklar afurðir og fullvinnslu bjargar þvi, sem bjargað verður í mjög erfiðum rekstri. Stef nt að aukinni f ramlelðslu í neytendapakknlngar KEA tók þá stefnu á sínum tíma að kaupa tól og tæki til fullvinnslu á sjávarafurðum. Á þeim tíma skil- aði það betri niðurstöðu en hefð- bundin vinnsla. Þessar afurðir voru að mestu leyti seldar til Bretlands, en lágt gengi brezka pundsins er aðalvandi okkar nú. Stefna okkar er sú að auka framleiðslu í neyt- endapakkningar enn meira og hug- myndin er að sameina frumvinnslu, það er haus- un, flökun og roðflettingu, á einum stað og fullvinnsl- una á öðrum og auka hag- ræðingu með þeim hætti. Það er hins vegar ljóst að það nægir landvinnsl- unni í dag ekki að pakka hreinum fisk- stykkjum í neytendaum- búðir. Við þurfum að draga meiri lærdóm af öðrum mat- vælaiðnaði eins og mjólk- Morgunblaðið/HG ÚR frystihúsi KEA í Hrísey, en þar er lögð áherzla á vinnslu í neytendapakkningar uriðnaði og kjötvinnslu og nálgast neytandann enn meira með tilbún- um réttum, sem aðeins þarf að skella í ofninn og síðan í sig. Þarf meiri samvinnu Þessar þrjár greinar matvæla- iðnaðarins ættu að vinna meira saman, bæði í vöruþróun og mark- aðssetningu. Fiskvinnslan getur lært af hinum tveimur heima fyrir og hinar tvær notið markaðsstarfs fisksölufyrirtækjanna. Síkt sam- starf hefur reyndar skilað sér að nokkru marki með sölu á lamba- kjöti til Belgíu. Við stefnum að því að reka öflugt fyrirtæki í vinnslu og pökkun sjávarafurða og byggja upp þekkingu á mörkuðunum." Vildi geta borgað betur Það er mikið talað um taprekst- ff ííV U v- TOGARINN Björgvin, sem er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga urinn í frystingu og leiðir til að snúa blaðinu við. Hvað þarf að gera, lækka bæði laun fiskverka- fólks og fiskverð til útgerðar og sjómanna? „Það er mjög margt, sem þarf að gera. Ég vildi helzt geta borgað fiskverkafólkinu okkar 1.200 krón- ur á tímann ef hlutfall launa væri aðeins 15% í stað þess að borga fólkinu aðeins 600 krónur og vera með hlutfall launa af kostnaði um 30% eins og nú er. Þá má líka taka dæmi á þá leið af værum við með framleiðslu sem svaraði til 12 tíma vinnu á daga og starfsfólkið ynni aðeins 8 tíma að þeirri fram- leiðslu, en fengi borgað eins og fyrir 10 tíma vinnu. Við getum nefnilega ekki hækk- að kaupið við fólkið eins og staðan er í dag. Það er mikill auður fólg- inn í þekk- ingu og starfsreynslu íslenzks fisk- verkafólks. Ef víð föllum í þá gryfju að hætta landvinnslu vegna tíma- bundinna erfiðleika, glötum við þessum auði. Við þekkjum slík dæmi úr skipasmíða- iðnaðinum. Ráðum ekki helmsmar- kaðnum Við þurf- um líka að huga að þeirri staðreynd að staða okkar sem framleiðendur á bezta fiski í heimi er ekki sú sama og áður var. Aðrar þjóðir eru að ná svip- aðri ímynd, en eru með bæði ódýr- ari fisk og ódýrara vinnuafl. Mörg fyrirtæki í Evrópu hafa farið þá leið að flytja vinnslu sína til landa, þar sem vinnuafl er ódýrt, eins og í Póllandi, og jafnframt fást styrk- ir til uppbyggingar í atvinnuskyni. Það mætti vel hugsa sér að íslenzk fyrirtæki með alla sína verkþekk- ingu og markaðstengsi gerðu slíkt hið sama í stað þess að einangra sig hér heima með sín eigin vanda- mál. Við þurfum að átta okkur á því að við ráðum ekki heimsmark- aðnum, heldur verðum að notfæra okkur þau tækifæri, sem þar bjóð- ast. Engar „patenf'-lausnir Við stöndum einnig frammi fyr- ir þeirri staðreynd að hráefnis- verð, hvert sem það er, er alltaf of hátt fyrir fiskvinnslu sem rekin er með tapi. Á hinn bóginn er útgerðin ekkert of sæl af því verði sem hún fær fyrir fiskinn. Þetta er fjarri því að vera auðleyst dæmi, en sjávarútvegurinn verður sjálfur að leysa það. Við eigum ekki að leita til stjórnvalda eftir einhverjum „patent" lausnum eins og gert var allt of lengi. Þær lausnir skiluðu engu, frestuðu aðeins vandanum. Að vísu skiptir það miklu máli að skráning geng- is sé rétt. Væri gengi nú það sama og um áramótin 1994-1995, væri landvinnsla okkar ekki rekin með tapi. Auk þess er rétt að benda á að álögur á útveginn eru orðnar meiri en góðu hófi gegnir. Trygginga- gjald og gjald í þróunarsjóð er meira en nóg. Það er hins vegar pólitísk ákvörðun hvort stjórnvöld vilja leggja meira á okkur. Vilji þau það, gera þau það einfald- lega, en þau verða þá líka að mæta vandanum sem það skapar. Það er út í hött að vera að tala um það að leggja álögur á sjávar- útveginn til að jafna einhverja samkeppnisstöðu hér heima, þeg- ar við keppum við sjávarútveg um allan heim, sem nýtur mikilla rík- isstyrkja. Þá erum við einfaldlega að kippa grundvellinum undan undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar." Víkka út starfsemina KEA hefur fjárfest mikið í sjáv- arútvegsfyrirtækjum víða um land. Hver er tilgangurinn? „Það er nokkuð síðan öllum varð ljóst að frysting á bolfiski í landi stóð illa. Því var nauðsynlegt að víkka starfsemina út og fara í veið- ar og vinnslu á öðrum fisktegund- um. Rækja, síld og loðna hafa ver- ið að skila mjög góðri afkomu, þótt nú séu tímabundnir erfiðleikar í rækjuvinnslu. Þess vegna færðum við út kvíarnar. Kemur öllum til góða Afkomu í sjávarútvegi má líkja við flóðatöflur. Þegar vel árar í einni grein er önnur gjarnan í bullandi tapi. Þess vegna er bezt að vera í sem flestum greinum til að dreifa áhættunni og geta hverju sinni lagt áherzlu á þá grein, sem beztri afkomu skilar. A þann hátt bætum við afkomu- möguleika okkar og þeirra fyrir- tækja, sem við höfum verið að fjárfesta í. Þetta kemur öllum til góða, bæði okkur, sem erum við Eyjafjörðinn, þar sem starfsemi sjávarútvegsdeildar KEA hefur alla tíð verið og enn fremur í Snæfellsbæ og á Stöðvarfirði, þar sem við gengum til samvinnu við fyrirtæki í einhæfum rekstri og bágri afkomu. Við sjáum því fyrir okkur fyrirtæki sem er betur en áður í stakk búið til að skila eig- endum sínum góðri afkomu," seg- ir Ari Þorsteinsson. t :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.