Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 E 9 VERKEFNIÐ North Atlantic Sol- utions, eða NAS, verður kynnt á íslensku sjávarútvegssýningunni. Verkefnið hefur verið starfrækt undanfarið eitt ár af Samstarfs- vettfangi sjávarútvegs og iðnaðar. Útiíutningsráð íslands og Sam- starfsvettfangur sjávarútvegs og iðnaðar hafa nú gengið frá form- legum samstafssamningi um fram- tíðarrekstur, kynningu og dreif- ingu á NAS handbókinni og mun Útflutningsráð íslands í framtíð- inni sjá um daglegan rekstur NAS og útgáfu á NAS handbókinni og samskipti við íslensku fyrirtækin sem þegar hafa tekið þátt í verk- efninu sem og ný fyrirtæki. Með þessu móti eru bein tengsl NAS við íslensk fyrirtæki og hags- munaaðila færð í enn fastari skorð- ur, enda er Útflutningráð í reglu- bundnu sambandi og samstarfi við megin þorra þessara fyrirtækja, t.d. í tengslum við þátttöku á sjáv- arútvegssýningum erlendis. Bein markaðssetning á NAS erlendis Ný lausn í kælingu Kristján G. Gíslason ehf. hefur flutt inn kæliefni frá DuPont í hálfa öld. DuPont hefur verið leiðandi í fram- leiðslu á nýjum kælimiðlum eins og þeim gömlu, en það var einmitt DuPont sem hóf fyrst framleiðslu á R-12, R-22 og R-502 undir skrá- setta vörumerkinu „Freon“. Nýju kælimiðlarnir eru seldir undir nafninu „Suva“ sem einnig er skrásett vörumerki DuPont. I þeirri línu eru efni sem spanna nán- ast allt svið er lýtur að kælingu og frystingu, jafnt í smæstu heimilis- tækjum sem í stærstu togarakerf- um. Suva kælimiðlum má skipta í tvo flokka: Efni sem verða notuð um ókomna framtíð, og efni sem kallast þjónustublöndur, þ.e. efni sem hægt er að setja á gömlu kerf- in með lítilli fyrirhöfn. Áríðandi er að stjórnendur út- gerða- og fiskvinnslufyrirtækja, sem og aðrir eigendur kælikerfa, kynni sér sem fyrst þá möguleika sem eru í boði fyrir kælikerfi, þann- ig að góð framtíðarlausn fáist. rekkar fijóDum allskonar lager og hilloherfi fyrir stærri sem minni lagera. Aðeins vönduð vara úr spænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. SMIBJUVEGI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 FRETTIR NAS-verkefnið komið í umsjá Utflutningsráðs verður markvissari með þessu sam- starfi, en Útflutningsráð tekur að jafnaði þátt í 3-4 alþjóðlegum sjáv- arútvegssýningum erlendis árlega. Upplýsingar á Alnetinu Tilgangur NAS hefur frá upp- hafi verið að kynna á einum stað og í einni bók framleiðsluvörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi. Leitað hefur verið til hátt í 100 fyrirtækja sem bjóða vörur og þjónustu á sviði sjávarút- vegs og þeim boðið að kynna vörar sínar í NAS handbókinni. Allt efni handbókarinnar hefur einig verið sett á Alnetið og vistað hjá Fish Industry Net, sem er sérhönnuð heimasíða íslensks sjávarútvegs á vegum Aglýsingastofu Reykjavík- ur og er slóðin http://www.artic.is/fin/. Á Alnet- inu geta erlendir útgerðaraðilar komist í samband við íslensk fyrir- tæki, gert fyrirspurnir um einstak- ar vörur og þjónustu og jafnvei pantað þær vörur sem þörf er á. Handbókinni dreift víða Markhópurinn fyrir NAS hand- bókina er m.a. erlendir útgerða- raðilar, erlend sjávarútvegfyrir- tæki og erlendir hagsmunaaðilar í sjávaútvegi. Bókinni hefur verið dreift víða, m.a. með aðstoð ís- lenskra sendiráða, ræðismanna, Útflutningsráðs Islands og annara sem tengjast sjávarútvegi erlend- is. Þá hefur bein kynning og dreif- ing á NAS handbókinni farið fram á sjávarútvegssýningum, t.d. í Boston í mars sl., í Brussel í apríl, í Bremen í júní, auk sérstakrar kynningar fyrir fyrirtækjum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í Pakistan, en fulltrúi NAS átti sæti í sendinefnd sem heimsótti Pakistan í mars sl. og kynnti sér sjávarútveg landsins. Hefur skilað árangri NAS hefur þegar skilað mörgum þeirra íslensku fyrirtækja sem kynna vörur sínar í handbókinni beinum viðskiptatengslum, bæði á sýningum erlendis og eins í gegn- um Alnetið. NAS er í raun eini valkostur íslenskra fyrirtækja til sameiginlegrar beinnar markaðs- setningar til jafn víðtæks hóps er- lendis og hér um ræðir. Með út- gáfu NAS handbókarinnar er einn- ig verið að undirstrika stöðu ís- lands í alþjóðlegri samkeppni á sviði sjávarútvegs og sem framleið- anda vöru og þjónustu fyrir sjávar- útveg. Skipuð hefur verið ný verkefnis- stjórn _NAS og sitja í henni þeir Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Útfiutningsráðs, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinns og Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva. HLUTABRÉFASJÓÐUR 2 1. ALDARINNAR ISLENSK3 FJARSJ OÐURINN Skattaafeláttur • nýr, spennandi ávöxtunaimöguleiki * hlutur í vaxtartækifæmm framtíðarinnar íslendingar eiga fjársjóð reynslu og sérþekkingar á sviði sjávarútvegs. ÍSLENSKI FJÁRSJÓÐURINN HF. er sérhæfður hlutabréfasjóður frá Landsbréfum hf. sem fjárfestir einkum í fyrirtækjum sem eiga mikla vaxtarmöguleika á sviði sjávarútvegs og tengdrar atvinnustarfsemi. Fjárfest er í fyrirtækjum sem hafa á að skipa hæfum stjórnendum og nýta íslenskt hugvit og bestu sérfræðiþekkingu sem völ er á. Verið velkomin í sýninjjnrbás okkar nr. E122A á Sjávarútpegssýningunni. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍNll 588 1 LANDSBRÉF HF. 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 VS/VJOISVONISATOnVflN»a H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.