Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 10
10 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYGGISMÁL Sjóklæðagerðin 66°N kynni nýja línu björgunar- og öryggisfatnaðar SJÓKLÆÐAGERÐIN 66*kynnir nú nýja línu björgunar- og ör- yggisfatnaðar sem hlotið hefur nafnið Grettir í höfuðið á hraust- menninu og sundkappanum Gretti Asmundssyni frá Bjargi. Að sögn starfsmanna 66°N hefur mikil þróunarvinna verið lögð í þennan fatnað og fyrirtækið notið sam- starfs við Siglingamálastofnun og sérfræðinga á sviði ofkælingar í þeim efnum. Þá er að hefjast fram- leiðsla á sjófötum og flotvinnubún- ingum í nýjum öryggislitum. Sjóklæðagerðin 66°N fagnar 70 ára afmæli á þessu ári. Fyrir- tækið hefur sérhæft sig í fram- leiðslu á sjófatnaði og vinnufötum af öllu tagi og hin síðari ár einn- ig alhliða útivistarfatnaði. Náin samvinna við sjómenn, sem stunda atvinnu sína oft við hin erfiðustu skilyrði, hefur leitt til margvíslegra nýjunga í gerð hlífð- arfatnaðar. Eins hefur fyrirtækið framleitt mikið af hlífðarfatnaði fyrir björgunarsveitir landsins þannig að það býr yfir dýrmætri reynslu af gerð skjólfatnaðar sem verður að duga þegar í harðbakk- ann slær. Grettls-jakkinn Nýjasta afurð Sjóklæðagerðar- innar, Grettis-jakkinn, er björgunar- og öryggisjakki ætlað- ur öllum sem stunda sjó eða vötn, hvort heldur er í tómstundum eða vegna atvinnu sinnar. „Það má segja að hugmyndin að Grettis-jakkanum sé komin frá dönskum skipslækni," sagði Kristín Halldórsdóttir hönnuður hjá 66°N. Hún las grein eftir þennan lækni þar sem hann sagði að björgunarvesti dygðu ekki ein „Grettir“ eykur lí fslíkumar Morgunblaðið/Árni Sæberg GRETTIS-jakkinn er nýjung á sviði öryggisfatnaðar. Jakkinn einangrar gegn kulda og vinnur gegn ofkælingu um leið og hann heldur manni á floti í sjó eða vatni. HJÁ OKKUR FÆRÐU AÐEINS BESTU VÉLAR OC TÆKI sér í köldum sjó. Við þær kring- umstæður væri kuldinn algeng- asta dauðaorsökin. Því þyrfti að gera björgunarvestin þannig að þau verðu viðkvæma hluta líkam- ans fyrir kulda og ykju lífslíkur þeirra sem féllu í kalt vatn eða sjó. Þróun Grettis-jakkans hófst síðan með samvinnu starfsmanna Sjóklæðagerðarinnar 66°N og Siglingamálastofnunar. „Jakkinn er þannig útbúinn að hann ver höfuð og háls, holhönd, mjóbak og nára fyrir kuldanum,“ sagði Kristín. „Eftir því sem við vitum best hefur svona flík hvergi verið búin til í heiminum fyrr en nú.“ Einangrun gegn kulda Árni Birgisson hefur starfað sem ráðgjafi við hönnun útivistar- fatnaðar hjá 66oN. Árni hefur lengi tekið þátt í starfi björgunar- sveita og þekkir vel hvaða kröfur útivistarfatnaður þarf að upp- fylla. Hann segir að ytra byrði jakkans sé úr slitsterku og vatns- þéttu efni. Vandað ertil frágangs og allir saumar eru til dæmis hita- soðnir, eins og tíðkast í öndunar- fatnaði. Flotefnið í jakkanum er þeirrar gerðar að það er jafnframt mjög góð hitaeinangrun. Flot- magn jakkans er meira en reglu- gerðir krefjast um björgunarbún- að að þessu tagi. Sérstaklega er hugað að vörn gegn ofkælingu. Hettan er ein- angruð og fellur vel að höfðinu án þess að byrgja sýn. Árni segir að 60-80% hitataps líkamans geti verið um höfuð og háls. Því sé einkar mikilvægt að veija þessa líkamshluta. Yfir herðarnar kem- ur mjúkur flotkragi sem heldur höfðinu úr sjó. Tilraunir hafa sýnt að jakkinn heldur andliti manns 12 sentimetrum fyrir ofan vatns- flöt í kyrru vatni. Innan á ermun- um eru líningar og að utan riflás- ar til að hindra flæði vatns um ermarnar. Að neðan er þéttikant- ur innan á jakkanum úr neopr- eni, sama efni og er notað í kaf- arabúninga. Jakkanum er lokað með öflugum rennilás og yfir hann kemur flipi með riflás. Loks er jakkinn hertur að líkamanum með tveimur beltum. Á jakkann innanverðan að aft- an er fest klofbót úr einangrunar- efni sem hægt er að festa að framanverðu, hvort heldur innan á eða utan á jakkann. Þetta stykki hefur mikið að segja við að veija nárann fyrir kulda. Eins tryggir það að jakkinn renni ekki upp lendi maðurinn í sjó. Með þessum lokunarbúnaði er hægt að girða fyrir streymi vatns um jakkann. í sjó eða vatni hitar líkaminn vatnið næst líkamanum og vegna þess að gegnumstreym- ið er hindrað verður kælingin miklu minni en ella. Áberandi öryggislitir Grettis-jakkinn er hafður mjög áberandi til að auðvelda leit og björgun. Valinn var nýr öryggis- litur, sterk-gulgrænn, á þá fleti sem sjást ef maður fellur í sjó eða vatn. Jakkinn uppfyllir reglugerð- akröfur um endurskin og end- urskinsfletirnir halda fullu end- urskini þótt þeir séu blautir. Að framan eru tveir vasar, annar 1 fyrir flautu og hinn fyrir Lífs- I mark, lítið rafknúið neyðarljós sem verður virkt í sjó. Einnig er hægt að kveikja á ljósinu hand- virkt. Ljósið sést um 5 km leið í myrkri. Að sögn Gests Þórarinssonar framleiðslustjóra Sjóklæða- gerðarinnar 66°N verður hægt að fá sérstakar smekkbuxur með Grettis-jakkanum og innan í þeim ) verða eins konar stuttbuxur úr . einangrandi flotefni, einangrun- arstroff úr neopreni og riflásar á 1 skálmum til að hindra vatns- streymi. í Grettis-línunni eru einnig björgunarvesti fyrir börn og fullorðna úr hitaeinangrandi flotefni í sömu öryggislitum og Grettis-jakkinn. Eins verður boðið upp á heilan galla í Grettis-lín- unni. Sérstaklega framleitt efni Efnið í gulgrænu sjóvinnu- fötunum er sérstaklega framleitt fyrir Sjóklæðagerðina 66°N. Fyr- irtækið er farið að bjóða flot- vinnugalla og hlífðarfatnað fyrir sjómenn í þessum áberandi ör- yggislit. Þá verður hægt að fá allan sjófatnaðinn með vasa fyrir öryggisljósið Lífsmark en ljósið verður selt sérstaklega. Gestur segir að Grettis-jakkinn muni koma sér einkar vel fyrir þá sem stunda siglingar með ferðamenn. „Þetta er hlífðarflík gegn vætu og vindi, auk þess að vera björgunarvesti. Jakkinn er þægilegur og hindrar ekki hreyf- ingar,“ sagði Gestur. Hann taldi jakkann einkar hentugan fyrir þá sem stunda skemmtisiglingar af öllu tagi, einnig hafnarstarfs- menn, hafnsögumenn og sjó- mennum. í byijun næsta árs verður hald- in alþjóðleg ráðstefna um björg- unarfatnað með einangrun. Gest- ur segir að í kjölfar Estonia-slyss- ins þar sem margir létust úr of- kælingu hafi orðið mikil umræða um hvernig hindra megi ofkæl- ingu í sjó. Hann telur að Grettis- jakkinn sé dæmi um að þróunin hér á landi sé jafnvel á undan því sem er að gerast í nágrannalönd- um í þessum efnum. Sjóklæðagerðin 66°N flytur töluvert mikið út af sjóvinnufatn- aði. Þar hefur fatnaðurinn úr nýju öryggislitunum vakið verð- skuldaða athygli. Umboðsmaður Sjóklæðagerðarinnar 66°N á vesturströnd Bandaríkjanna hreifst mjög af nýju skæru ör- yggislitunum þegar hann var ný- lega hér á ferð. Hann taldi víst að þetta yrði næsta tíska í Banda- ríkjunum - að minnsta kosti á meðal sjómanna. I i I I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.