Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 11

Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER1996 E 11 FRÉTTIR Interprice-fundur er í tengslum við sýninguna í TENGSLUM við sjávarút- vegssýninguna verður haldið hér á landi alþjóðlegt fyrir- tækjastefnumót undir nafn- inu Interprice Iceland 1996, með þátttöku aðila frá ís- landi, Danmörku, Þýska- landi, Bretlandi og Noregi. Ráðstefnunni er ætlað að koma íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum í viðskiptasambönd við evrópska kollega sína. Tengslin við sjávarútvegs- sýninguna tryggja að fulltrúar fjölmargra íslenskra og erlendra fyrir- tækja verða í Reykjavík fundardagana. Ætlað að tryggja viðskiptasambönd við evrópsk fyrirtæki Interprice-fundurinn verður á Grand Hótel í Reykjavík og stend- ur yfir dagana 19.-21. september. Interprice Iceland er stefnumót fyrirtækja sem starfa í sjávarút- vegi og tengdum greinum og er tilgangur þess að auðvelda íslensk- um fyrirtækjum að skapa vettvang til að koma á viðskiptatengslum og samstarfi við fyrirtæki í ná- grannalöndunum sem starfa við útgerð, fiskvinnslu og framleiðslu á tækjum og búnaði og skapa þannig ný alþjóðleg viðskipta- tengsl. Samstarfið er opið og get- ur verið á hvaða sviði sem er, s.s. rannsókna og þróunar, markaðs- setningar, tæknisamvinnu og þjónustu. Yfir 100 þátttökufyrirtæki Um eða yfir 100 fyrirtæki taka þátt í Interprice fundinum en ís- lensku þátttökufyrirtækin eru 55. Undirbúningur fundarins hefur staðið í tæpt eitt ár og hefur bækl- ingum með upplýsingum um ís- lensku þátttökufyrirtækin verið dreift víðsvegar um Evrópu og tóku erlendu fyrirtækin ákvörðun um þátttöku á grundvelli upplýs- inganna. Erlendu fyrirtækin geta síðan pantað fundi með þeim ís- lensku aðilum sem þeir telja sér hag í að tala við og sér verkefnis- stjóri Interprice um að skipuleggja fundina. 60% funda leiða til samstarfs Fyrirtækjamótum sem þessum er ætlað að koma á samstarfi í ákveðnum atvinnugreinum og auka samvinnu á milli landa. Int- erprice samstarfsmiðlarnir eru miðaðir við þarfir fyrirtækja, enda eru yfir 90% þátttakenda starfandi fyrirtæki. Árlega eru haldnir á bilinu 40-50 Interprice fundir í margvís- legum tilgangi, víðsvegar í Evr- ópu. Þeir þykja hafa margsannað gildi sitt og hafa komið á mikil- vægum viðskiptasamböndum á milli landa. Reynslan sýnir að 60% fundanna á milli fyrirtækjanna leiða til samstarfs á sviði þróunar, framleiðslu eða markaðssetningar. Kynning á fjár- festingarmöguleikum Á meðan Interprice-fundinum stendur verður haldin ráðstefna á vegum Fjárfestingarskrifstofu ís- lands þar sem kynntir verða fjár- festingarmöguleikar á íslandi og fjallað um viðskiptaumhverfið hér á landi, þar sem sérstök áhersla verður lögð á sjávarútvegs- og matvælageirann. Ráðstefnan hefst laugardaginn 20. september kl 13 og er öllum opin. Fulltrúi Interprice á íslandi er Iðntæknistofnun íslands en auk hennar standa Samstarfsvett- vangur sjávarútvegs og iðnaðar, Samtök fiskvinnslustöðva, Út- flutningsráð íslands og Samtök iðnaðarins að fundinum. Gúmmíklœðum blakkir fyrir loðnu- og síldarbáta. Aíarningsreimar á lager. Ýrnsar gúmmíviðgerðir HAMARSHÖFÐA 9 1 1 2 REYKJAVÍK SÍMI 567 4467 FAX 567 4466 GÚMMÍSTEYPA Þ. LÁRUSSON ehf Brauðmylsnuvélar, steiking, lausfrysting. Q FRIGOSCAIMDIA Raleindastýpt eldsneytisherfH BetPi nýting eidsneytis Minni mengun Hneinna umhvepfi Vél tramtíðapinnar HEKLA VELADEILD Laugavegi 170-174 Aðalvélar 1000 - 2000 hestöfl. Rafstöðvar 000 -1000 Kw. QiT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.